Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 H \/ertu á. uer&L. InnfLutningsgjald. cL ^egg- /c&ri hePur \/erl£ þreftz/da^-" 552 GU— Sniðugt? — Nú get ég flutt þegar mér dettur það í hug... * Ast er... TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved c 1990 Los Angeles Times Syndicate ... að vera viðbúinn í stormi lífsins. HÖGNI HREKKVÍSI » HANN FELLPI FÁEIN SKiLlSÚiU ■ " Meingölluð veiðilöggjöf Ágæti Velvakandi. íslendingar eiga sitthvað ólært um útivist og nýtingu sameigin- legra náttúrugæða. Heyrst hafa fullyrðingar um að bændur varni þéttbýlisfólki aðgangi að landinu. Hvernig væri að Reyvíkingar gengju eftir því að fá afnot að því landi sem þeir lögformlega eiga, land allt austur til Hellisheiðar, Heiðmörk, Nesjavellir, Saltvík? Á svæði þessu er gnægð tjald- stæða og lóða fyrir sumarhús. Hvað er í veginum? Ekki er úrleiðis að spyija hvers vegna hin reykvísku „Jón og Gunna“ fái ekki að renna ókeypis fyrir fisk í Elliða- eða Þing- vallavatni og í Elliðaánum eins og borgarstjórinn. Stofnanir veiðimála hafa misskilið hlutverk sitt, og talið það í verkahring sínum að halda uppi verði veiðileyfa, landeigendum til ábata (þeir eru langt í frá að vera allir bændur) samfara því að banna Færeyingum og Grænlendingum nýtingu fiskistofna á heimamiðum. Eitt heppnað klak hængs og hrygnu nægir til að viðhalda laxastofni í lítilli á. Ekki tókst að útrýma laxi í Elliðaánum þrátt fyrir ádrátt með netum bakka í milli og „stokkalagn- ingum“ í þúsund ár! Mest af þeim laxastofnum er í árnar ganga deyr úr elli og öðrum náttúrulegum orsökum, án þess að maðurinn komi til en svartbak til fæðis. Laxanetalagnir hafa verið eigendum sínum fengsælar á heppi- legum stöðum. Hafi netalögn verið aflögð hafa aðeins fengist tvær stangir fyrir hana, þ.e. brot eða ekkert af áðurveiddri veiði. Veiðilöggjöfin er meingölluð. Hún hefur t.d. gefið Rangæingum tækifæri til að taka veiði af bænd- um og okra á þéttbýlisfólki í aldar- fjórðung eða meira, án þess að greiða veiðiréttareigendum svo mikið sem eina krónu í arð, hvað þá meira. Alltaf undir yfirskyni fískiræktar. Léleg þætti ræktun á túni er ekki skilaði arði eftir tutt- ugu og fímm ár. Til mun vera að grisjunarfiskur sé urðaður með skurðgröfu samfara okri á veiðileyfum í viðkomandi vatni, og algeru banni á netaveiði með möskvastærð er ná myndi áð- urtöldum fiski. Maðurinn er hluti náttúrunnar og rándýr í ríki hennar. Honum leyfist að nýta allar tegundir jurta og dýra, sé ekki gengið um of á stofnana. Stofnar urriða, bleikju og lax eru stórlega vannýttir. Unnt er með ijölgun stangveiðileyfa að gefa hveijum láglaunamanni á Islandi tækifæri til að renna fyrir lax í ánum og stunda netaveiði í vannýtt- um vötunum, aðeins þegar yfirvöld hætta að taka hagsmuni fárra lan- deigenda fram yfir hagsmuni þjóð- ar. Bjarm Valdimarsson Þessir hringdu .. . Vestfirðir ekki taldir með Jóhanna hringdi: „Ég er fædd og uppalin á Vest- fjörðum og það fer alltaf í taug- arnar á mér að fólk virðist hafa tilhneigingu til að telja Vestfírðina ekki hluta af landinu. Menn tala um að fara hringinn og þykjast hafa farið umhverfís landið en hafa þó aldrei á Vestfírði komið. Það hafa margir merkir Íslending- ar komið frá Vestufjörðum og fólkið þar hefur lengst af aflað stórum hluta þjóðartekna. Von- andi hættir fólk í öðrum lands- fjórðunum að láta eins og Vest- firðir séu ekki til.“ Mengun Lesandi hringdi: „Ég á heima á fjórðu hæði í VR-húsinu, Hvassaleiti 58. Þar er svo mikil mengun frá umferð að gluggarnir hjá mér verða svart- ir af sóti frá umferðinni á nokkr- um dögum. Er ekki komin tími til að gera eitthvað í þessu og draga úr mengun frá bílurn?" Edvard Eriksen Victoría hringdi: „Það var Edvard Eriksen sem skóp Litlu hafmeyjuna. Hann hef- ur verið sagður af íslenskum ætt- um og hef ég jafnvel heyrt að móðir hans hafí verið íslensk. Gaman væri að fá að vita nánar um ættir hans.“ Bifhjól Bifhjól af tegundinni Suzuki Dakar 600, hvítt og blátt, var tekið frá Barónstíg 78 aðfaranótt sunnudagsins 6. maí. Hjólið er árgerð 1987 og ber númerið R-73941. Síðast sást til þess milli kl. 11 og 12 á sunnudag í Auðar- stræti. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið eða vita hvar það er niður komið eru vinsamlegast beðnir að láta lögregluna vita. Kettlingar Átta vikna kettlingar fást gef- ins. Upplýsingar í síma 674614. Silfurhorn Silfurhorn merkt „SN“ tapaðist 8. maí, líklega við félagssvæði Fáks eða á leiðinni upp í Vestur- berg. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 74883. Víkverji skrifar Víkveija áskotnaðist úrklippa úr norska blaðinu Verdens Gang nú á dögunum. Hún er úr blaðinu frá 27. febrúar síðastliðnum og þar var lítil klausa um „Island „hott- est““, eins og_ fyrirsögnin hljóðar. Þar segir, að ísland sé sá staður í veröldinni, þar sem vænlegast sé að ferðast til, sé karlmaður í konu- leit. Reykjavík er þar nefnd og heimildin er sögð brezk Gallup- könnun. Næstu borgir á eftir Reykjavík, þar sem fljóðin virðast liggja á lausu, eru samkvæmt þess- ari sömu könnun: Amsterdam, Salz- burg, Barcelona og Madrid. Sá, sem sendi Víkveija klausuna, skrifaði með henni eftirfarandi: „Þá vitum við á hveiju við megum eiga von í ferðabransanum á næstunni, þegar ísland er orðið þekkt sem nýja „Thailand" úti I hinum stóra heimi.“ rátt fyrir að 10 dagar séu liðnir af. maí má enn sjá og heým í bifreiðum á götum Reykjavíkurborgar, sem aka á negldum snjóhjólbörðum. Þetta er bannað eins og allir vita og ættu yfirvöld að gera gangskör í að taka slíka bíla úr umferð. Þessir skuss- ar, sem þannig aka, eyða óþarflega miklu af malbikinu, sem kostar skattborgarana ómældar fúlgur. XXX Og enn hefur úrklippa borizt inn á borð Víkverja. í þetta sinn er hún úr danska blaðinu Politiken. Þeir á Politiken segja frá úrslitun- um í Júróvisjón-keppninni og birta mynd af danska þátttakandanum, Lonnie Devantier, sem hafnaði í 8. Ææti. Síðan segir, að danska sendi- nefndin í Zagreb hafí glaðst yfir að hafa orðið númer eitt meðal skandinavískra þjóða I keppninni, þar sem hvorki lög Noregs né Sví- þjóðar hafi staðizt danska laginu snúning og hafi lent í 16. og 21. sæti. Gott og vel og yfir litlu kætast Danir. Urðu íslendingar ekki í 4. sæti? En hafi Danir orðið númer eitt meðal skandinavískra þjóða í keppninni, hvað þá um Island? Raunar er Vfkveija ljóst, að ísland, sem er eitt Norðurlandanna, er ekki í Skandinavíu, en það er Danmörk ekki heldur. í Skandinavíu búa að- eins tvær þjóðir, Norðmenn og Danir. En kannski var það of sárt að segja, að Danir hefðu oi’ðið núm- er tvö meðal Norðurlandaþjóðanna, en það er nú engu að síður sannleik- urinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.