Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 5 Atvinnuhorf- ur hjá skóla- fólki svipað- ar og í fyrra Á VEGUM ríkisstjórnarinnar er verið að athuga með sérstaka aukafjárveitingu til þess að fjölga sumarstörfum námsmanna á þessu sumri. Er það gert vegna þess að horfur eru á að atvinnu- ástandið batni ekki á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum Vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins eru horfur á að atvinnu- ástandið meðal námsmanna verði svipað og á síðasta sumri. „Þegar þetta lá ljóst fyrir, gerðum við fé- lagsmálaráðherra viðvart, sem tek- ið hefur málið upp innan ríkisstjórn- arinnar," sagði Oskar Hallgrímsson forstöðumaður Vinnumálaskrifstof- unnar í samtali við Morgunblaðið. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum að fela aðstoðarmönnum ráðherra félagsmála, fjármála og forsætis- ráðherra að fara ofan í málið með svipuðum hætti og í fyrrasumar, en ekki liggur fyrir niðurstaða í því máli. Gunnar Helgason forstöðumaður Ráðningarskirfstofu Reykjavíkur- borgar, sagði atvinnuástandið hjá námsmönnum í Reykjavík vera með nokkuð svipuðum hætti og í fyrra. Á sama tíma þá hefðu verið á skrá 776 piltar og 821 stúlka, en nú væru 779 piltar og 630 stúlkur á skrá. Þetta er mun hærra en eðli- legt er talið hjá Ráðningarskrifstof- unni, en til dæmis árið 1988 voru 301 piltur á skrá og 395 stúlkur. í fyrra sumar voru 1116 námsmenn ráðnir í vinnu hjá borginni og ástandinu mætt með sérstakri auk- afjárveitingu borgarinnar, en að sögn Gunnars verður ekki farið af stað af alvöru með ráðningar fyrr en skólum lýkur. Ákvörðun um það hvort borgin myndi veita sérstakri fjárveitingu til þessa biði því þess tíma er ástandið væri orðið skýrara. Hjá Atvinnumiðlun námsmanna fengust þær upplýsingar að 650 námsmenn væru þegar komnir á skrá, miðað við 450 á sama tíma í fyrra. Atvinnutilboð eru nú 80 tals- ins, en voru 90 á sama tíma í fyrra. í samtali við Morgunblaðið sagði Elsa B. Valsdóttir framkvæmda- stjóri Atvinnumiðlunar námsmanna að ástandið væri mjög erfitt á vinnumarkaðnum um þessar mund- ir; sýnu verra en í fyrrasumar. „Undanfarin ár hefur staðan verið þannig að mun fleiri atvinnutilboð hafa verið á skrá en námsmenn. í fyrrasumar snerist þetta við og þá sögðu menn að hið slæma atvinnu- ástand væri aðeins tímabundið. Atvinnuleysi meðal námsmanna hefur hins vegar aukist í sumar,“ sagði Elsa B. Valsdóttir. Norræn keppni í ökuleikni á strætisvögnum NORRÆN góðakstur- skeppni verður haldin i dag, 11. maí, á athaftiasvæði SVR á Kirkjusandi og hefst kl. 9 að morgni. Er það í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram á íslandi, en keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 1977. íslenskt lið tók fyrsta þátt í þessari keppni árið 1982, en það éru vagnstjórar hjá SVR sem hafa skipað lið íslands frá upphafi. Mótorklúbbur Starfs- mannafélags SVR hefur veg og vanda af skipulagi keppn- innar hér á landi og móttöku hinna erlendu gesta en alls koma um 100 manns hingað til lands vegna keppninnar. Hraðakstur og nagladekk Lögreglan í Reykjavík stöðvar nú bifreiðir á götum borgarinnar og bendir ökumönnum á að ekki megi nota nagladekk eftir 1. maí. Þá er einnig ástæða til að stöðva allmarga vegna hraðaksturs, en undanfarna sólarhringa hafa tug- ir ökumanna verið stöðvaðir dag- lega á of miklum hraða. Lögreglu- þjónarnir Gísli Skúlason og Bald- vin Viggósson fylgdust með hrað- anum á Stekkjarbakka, en Hlynur Sigurðarson félagi þeirra hafði stöðvað eina bifreið til að líta á dekkjabúnaðinn. Nýjar reglur taka gildi næsta haust, en þá má ekki setja nagladekkin undir fyrr en 1. nóvember, í stað 15. októ- ber samkvæmt núgildandi regl- um. Að ári verða menn svo að taka dekkin undan fyrir 15. apríl, í stað 1. maí. Þannig styttist sá tími, sem leyfilegt er að hafa nagladekk, um mánuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.