Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 3 Lítið af geislavirku eftii í íslensku þangi Garðabær: Tré gróð- ursett í Smalaholti GRÓÐURSETNING í til- efrii átaks um land- græðsluskóga hófst í Garðabæ í gær. Þá voru þrjú þúsund trjáplöntur gróðursettar í Smala- liolti, suðvestan í Rjúpna- hæð, gegnt hesthúsa- hverfinu á Kjóavöllum. Áætlað er að planta 70 þúsund plöntum á þessu svæði. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, gróðursetti fyrstu plönt- una. Ingimundur Sigur- pálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, flutti ávarp og að því loknu voru gróður- settar 2.999 plöntur í við- bót. Það gerði bæjarstjórn Garðabæjar, fulltrúar fé- lagasamtaka í bænum og frambjóðendur til bæjar- stjórnar í Garðabæ í kom- andi sveitarstjórnarkosn- Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, gróðursetur fyrstu trjáplönt- ingum. una í átakinu um landgræðsluskóga. MUN MINNA mældist af geisla- virka eftiinu cesín 137 í þangi, sem safhað var hér 1 desember síðastliðnum, en mælst hefur í nálægum löndum. Þetta eru fyrstu niðurstöður í skipulegum mælingum á mengunarefhum í sjó og sjávarlífverum hér við land, sem hófúst síðastliðið haust en reiknað er með að þeim ljúki í árslok 1992. Mældir verða þungmálmar, lífræn þrá- virk efiii, geislavirk efhi og næringarsölt. Geislavarnir ríkisins, Hafrann- sóknastofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Raunvísinda- stofnun Háskólans taka þátt í þess- um rannsóknum, sem kosta um 19,5 milljónir króna á verðlagi í janúar 1990. Geislavirk efni í sjó hér við land eru fyrst og fremst leifar vegna tilrauna með kjarnavopn fyrir um 30 árum og mun á niðurstöðum má líklega rekja til kjarnorkuiðn- aðar í Vestur-Evrópu. Vitað er að hafstraumar bera geislavirk efni þaðan til vesturs og suðurs, milli Islands og Grænlands, segir í fréttabréfi Siglingamálastofnunar ríkisins. Bíldudalur: Aurskriða féll úr Búðargili „VIÐ sluppum með skrekkinn í þetta sinn, það fór betur en á horfðist,“ sagði Guðmundur Sæv- ar Guðjónsson fulltrúi Almanna- varna á Bíldudal, en aurskriða féll úr Búðargili ofan bæjarins snemma í gærmorgun. Tjón varð óverulegt í kjölfar skriðunnar. Snjódyngja féll ofan úr Búðargili og stíflaði hún framrásina, þannig að örhlaup myndaðist. Klofnaði það á spennuvirki og féll beggja vegna hryggjarins sem er ofan þorpsins. Við það brotnaði staurastæða á línu sem tengist Mjólkárvirkjun, en Bíldælingar fengu rafmagn í gegn- um Tálknaíjarðarlínu. Skriðan leitaði niður í ræsi skammt ofan við skólann, en það annaði engan veginn að taka við svo miklu magni. Aurinn fór yfir eina lóð og bundið slitlag á aðalgötu bæjarins fór einnig í sundur, auk þess sem staurastæðan brotnaði. „Tjónið varð ekki verulegt, við sluppum með skrekkinn í þetta sinn. En þetta sýnir hversu brýnt er að settur verið upp jarðstrengur á þessu svæði. Við höfum margítrekað það við Orkubú Vestfjarða og eftir sam- töl við aðila þar í dag skilst mér að stefnt sé að því gera ekki við stæð- una, heldur leggja jarðstreng í stað- inn,“ sagði Guðmundur Sævar í gær. Morgunblaðið/Jón Hafsteinn Rússarkaupa hér eigin framleiðslu Á þessari mynd, sem tekin var við Reykjavíkurhöfn í gær, sést sov- éski ísbrjóturinn Otto Schmidt og notaðar Lödur, sem skipvetjar á ísbijótnum hafa keypt hér að undanförnu. Lödurnar eru fluttar til Sovétríkjanna en þar eru þær framleiddar. „Menn þurfa að bíða í mörg ár eftir að geta keypt bíla í Sovétríkjunum. Skipverjarnir á Otto Schmidt kaupa því notaða bíla hér og þeir hafa farið gangandi og hjólandi um allt höfuðborgarsvæðið til að leita að notuðum Lödum,“ sagði Steinar Már Gunnsteinsson hjá Vöku hf. Breytingar á aðstöðu- og fasteignagjaldakerfí: Hugmyndir flármálaráðherr- ans eru óframkvæmanlegar - segja formaður Sambands sveitarfélaga og sveitarstjórnarmenn á Akureyri og Selfossi SIGURGEIR Sigurðsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þau untmæli Ólafs Ragnars Grímssonar fjártnálaráðherra á fundi á ísafirði í vikunni, varðandi breytingar á aðstöðu- og fasteigna- gjöldum vera ótímabær, auk þess að vera óframkvæmanleg Forsetar bæjarstjórna á Akureyri og Selfossi tóku í sama streng. „Hróplegri dellu hef ég ekki heyrt,“ sagði Brynleifur Steingrímsson á Selfossi um ummæli fjármálaráðherra. Sigurgeir Sigurðsson sagði ótímabært nú að koma fram með þessar hugmyndir, þar sem ný lög um tekjustofna sveitarfélaga hefðu tekið gildi um síðustu áramót, en þau lög hefðu gjörbreytt aðstöðu sveitarfélaga á landsbyggðinni til hins betra. Þetta kerfi ætti eftir að sanna sig og því ekki tímabært að breyta því. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar sagði það augljóst mál að jöfnuðut' á milli sveitarfélaga næðist.ekki með þeim Júlíus Sólnes fékk minnis- blað frá utanríkisráðherra „Ég hef sent honum minnisblað tm þjóðréttarlega stöðu málsins," iagði Jón Baldvin Hannibalsson tegar Morgunblaðið spurði hann gærkvöldi álits á ferð þeirri sem lúlíus Sólnes íhugar að fara með /iðskiptamönnum til Taiwans. íslensk stjórnvöld hafa litið svo á tð í viðurkenningu á Kína felist að faiwan sé óaðskiljanlegur hluti andsins. Þótt Norðurlönd hafi mikil viðskipti við Taiwan hafa norrænir ráðherrar ekki farið þangað í opin- berum erindagjörðum. Morgunblaðinu tókst ekki í gær- kvöldi að ná tali af Júlíusi Sólnes til að spytja hann hvernig hann túlkaði minnisblaðssendinguna frá utanrík- isráðherra, en í ríkisútvarpinu í gær sagði Júlíus, að ef utanríkisráðherra legðist gegn ferð hans, þá myndi hann ekki fara. hætti sem hugmyndir Ólafs Ragn- ars gengu út frá varðandi breyting- ar á aðstöðu- og fasteignagjalda- kerfinu. „Það er full ástæða til að ræða þessi mál og á hvern hátt unnt er að mynda eðlilega tekju- stofna fyrir sveitarfélög lanc^sins í heild. Lausnin er hins vegaf ekki fólgin í því að flytja tekjur frá einu sveitarfélagi til annars,“ sagði Sig- urður. Breytingar á aðstöðu- og fast- eignagjaldakerfinu, sem fjármála- t'áðherra ræddi á Isafjarðarfundin- um í vikunni sagði Sigurður ekki raunhæfa ieið til tekjujöfnunar á milli sveitarfélaga, einungis væri verið að flytja fé frá einu sveitar- félgi til annars. Þá væri einnig stór spurning hvernig hugmyndir fjár- málaráðherra yrðu útfærðar, fjöl- margir Eyfirðingar ættu viðskipti við fyrirtæki á Akureyri, sem og einnig íbúar víðar af Norðurlandi og býsna flókið mál yrði ef flytja ætti hluta af tekjum Akureyrarbæj- at' af þessum gjöldum til nágranna- sveitarfélaganna. „Svona ummæli segja meira um þann sem lætur þau falla, en um efnið sjálft. Þetta er gjörsamlega óframkvæmanlegt,“ sagði Brynleif- ur Steingrímsson forseti bæjar- stjórnar Selfoss. Hann sagði að kæmust menn að þeirri niðurstöðu, að reyna ætti þessa leið hefði það í för með sér að frá Selfossi rynni fé vegna fasteignagjalda sem fyrir- tæki í mjólkuriðnaði í bænum greiddu til Reykjavíkur, þar sem mikil viðskipti færu fram við borg- arbúa. „Hróplegri dellu hef ég ekki heyrt,“ sagði Brynleifur. Mikligarður yfirtekur Grundarkjör í Garðabæ MIKLIGARÐUR hf. hefúr yfírtekið rekstur matvöruverslunarinnar við Garðatorg í Garðabæ, sem Grundarkjör hf. hefúr rekið að undanfornu en var lengst af áður rekin undir nöfnunum Garðakaup og Kjötmið- stöðin. Mikligaður ætlar að ráðast í töluverðar breytingar á verslun- inni, „gefa henni okkar svip og vöruval", sagði Gísli Blöndal markaðs- stjóri Miklagarðs. Verslunin verður opnuð undir nafninu Mikligaður Garðabæ á miðvikudag og hún verður opin alla daga vikunnar. Prófessor Wolfgang Paul. rannsóknir við háskóla í Sao Paulo, Harvard-háskóla og háskóla í Tókíó og Chicago. Hann er nú 76 ára gamall og er enn í fullu starfi. Wolgang Paul vat' forseti Hum- boldt-stofnunarinnar í Bonn á árun- um 1979-1989. Stofnunin hefur það hlutverk með höndum að styrkja erlenda vísindamenn í Þýskalandi og nú á síðustu árum hefur hún einnig styrkt þýska vísindamenn til vísindastarfa á erlendri grund. 40 íslendingar hafa notið styrkja frá Humboldt-stofnuninni á hálfri öld. Fyrrverandi styrkþegar stofn- uðu Alexander von Humboldt- félagið á íslandi árið 1979 og er tilgangur félagsins að efla tengsl milli Islands og Þýskalands á sviði vísinda. Formaður félagsins er dr. Sigfús A. Schopka fiskifræðingur. I fyt'irlestri sínum næstkomandi mánudag ætlar prófessor Wolfgang Paul að greina frá nýjustu rann- sóknum á sviði öreinda og kjarneðl- isfræði. Mikligat'ður hf. tekur neðri hæð hússins á leigu og hefur keypt vöru- birgðir og leigt áhöld og innréttingar af Sanitas hf. Sanitas leigði Grund- at'kjöri áhöld og tæki en yfirtók allar eignirnat' í byrjun vikunnar þegar Grundarkjör hætti verslunarrekstri. í Miklagarði Garðabæ verður svipað matvöruúrval og í Kaupstað í Mjódd og Miklagarði við Sund og í fréttatilkynningu ft'á Miklagarði segir að lögð vet'ði mikil áhersla á gott úrval kjötvara. Þá verða á boð- stólum ýmsar sérvörur til daglegra þarfa og ýmsar vörur bundnar árs- tíðum. Gísli Blöndal sagði í gær að ekki væt'i búið að ganga frá ráðn- ingu starfsfólks, annars en verslun- arstjóra, sem verður Eiríkur Sig- urðsson, og því gæti hann ekkert sagt um hvort leitað yrði til starfs- fólksins sem vann hjá Grundarkjöri. Hann sagði að ráða þyrfti 50-60 manns í þessa verslun. Þegar þessi verslun verður opnuð í næstu viku mun Mikligarður hf. reka fimm stórmarkaði en þeir eru auk þeirra þriggja, sem áður eru nefndir, Mikligarður vestur í bæ og Mikligaður í Miðvangi í Hafnarfirði. Gísli, Blöndal sagði að ekki væru áform um stofnun fleiri Miklagarðs- verslana, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.