Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 37 Guðný Pálsdóttir Akureyri - Minning Fædd 11. nóvember 1921 Dáin 3. maí 1990 Það er margs að minnast, er ég byija að skrifa minningargrein um mína elskulegu mágkonu Guðnýju, sem hefur nú kvatt þetta jarðneska líf, og horfíð á vit þess óþekkta. Það sem mér er efst í huga er sár söknuður, og hlýjar tilfinningar eft- ir margra áratuga indæl kynni sem ég átti við þessa látnu heiðurskonu. Guðný fæddist á Litlu Reykjum í Hraungerðishreppi í Árnessýslu, foreldrar hennar voi;u heiðurshjónin Páll bóndi þar Árnasonar bónda og hreppstjóra á Hurðarbaki Pálssonar bóndaá Selalæk og víðar Guð- mundssonar bónda á Keldum Brynj- ólfssonar og Vilborg Þórarinsdóttir Öfjörð bóndi í Austurhlíð og Foss- nesi í Gnúpveijahreppi Vigfússonar Öfjörð bónda og silfursmiðs í Ketil- húsahaga Þórarinssonar Öfjörð sýslumanns í Skaftafellssýslu Magnússonar á Múnkaþverá í Eyja- firði Þórarinssonar á Grund, kona Þórarins Öfjörð sýslumanns var Rannveig Vigfúsdóttir á Hlíðar- enda. Eins og sjá má þá stóðu mjög sterkir stofnar að ætt Guðnýjar og sem hún sýndi svo oft í verkum og gerðum ættmót forfeðra og mæðra sinna. Guðný ólst upp í foreldrahúsum í hópi 6 glaðværra systkina, en hún er þriðja systirin sem kveður þetta jarðneska líf. Á vordögum 1944 verða stór tímamót í ævi hennar er hún geng- ur í hjónaband með Jóhannesi Hjálmarssyni frá Grímsstöðum í Svartárdal, hún flutti með manni sínum norður í land, fyrst að Efsta- landi í Öxnadal þar sem Jóhannes stundaði vöru- og mjólkurflutninga úr Öxnadal og víðar, en þaðan flytja þau og stofnuðu nýbýlið Stíflu í Glerárþorpi árið 1947, en smátt og smátt þrengdist um þau þar vegna stækkunar Akureyrarbæjar, en árið 1974 festu þau kaup á býlinu Arn- arnesi í Arnarneshreppi og voru þau á leið með að gera það að stórbýli en þá veiktist Jóhannes og dó þar árið 1977. Guðný hélt áfram búskap þar í nokkur ár, en hún sá sér ekki fært að halda honum áfram og seldi hann í hendur dóttur sinnar og Fæddur 24. apríl 1970 Dáinn 4. maí 1990 Sú gæska er til, sem greiðir allar skuldir og glóir skært á bak við sorg og tál fram undan eru vegir húmi huldir en hærra ljómar drottins vemdarbál. (P.S.H.) Sú fregn að Gummi bróðir væri dáinn kom eins og reiðarslag sem ekki er hægt að lýsa. Fyrst algjör vantrú að slíkt væri hægt, en svo síaðist staðreyndin inn. Minningarnar um samverustund- ir okkar hrúguðust upp svo skýrar og tærar að með ólíkindum er. Gummi var litli bróðir, sá yngsti af okkur systkinunum, og var eins og svo oft er um yngsta barn uppá- hald okkar allra og flestra sem honum kynntust, þjónustulund hans og hjálpsemi við okkur systkinin var gífurleg, ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd þegar með þurfti. Gummi var ellefu ára þegar við misstum föður okkar Pál Skúla Halldórsson, og kom það eflaust mest niður á honum. En styrkur hans var þó með ólíkindum af ellefu ára strák að vera. Þegar móðir okkar Guðrún Guðmundsdóttir keypti sumarbústaðarland á Laug- arvatni nokkrum árum síðar, var eins og Gummi hefði fengið nýtt áhugamál. flutti sjálf með yngsta son sinn til Akureyrar þar sem hún keypti sér íbúð og bjó síðan þar til dánardæg- urs. Guðný og Jóhannes áttu 9 börn sem úr æsku lifðu og öll urðu þau foreldrum sínum hjartfólgin og þeim hvarvetna til sóma, flest hafa þau stofnað sitt eigið heimili og eignast sína afkomendur. Það reyndi svo sannarlega mikið á Guðnýju þegar Jóhannes veiktist þeim harða sjúkdómi er dró hann til dauða á stuttum tíma og öðru áfalli varð hún fyrir þegar yngsti sonur þeirra, Guðmundur, slasaðist svo alvarlega að honum var vart hugað líf í langan tíma, en þá sem endranær sýndi Guðný best þrek sitt og eigin sannfæringu. Það þrek og sá stuðningur sem systkini hans veittu henni eins og þau best gátu, gerðu að verkum að hann fékk heilsuna aftur þótt langan tíma tæki. Sönggyðjan var Jóhannesi mjög hugstæð og hafa sum börn þeirra eignast þá náðargáfu í ríkum mæli að eiga fagra söngrödd. Þegar Jóhannes dó þá ákvað Guðný legstað þeirra á Möðruvöll- um í Hörgárdal, en þar hvílir skáld- ið okkar góða Bjarni Thorarensen amtmaður og frændi Guðnýjar. Það er margs að minnast við andlát Guðnýjar mágkonu minnar svo heil- steypt manneskja sem hún var í orði og gerðum, því bið ég góðan guð um að blessa minningu hennar og gefa börnum hennar og öðrum sem um sárt eiga að binda, styrk, og blessun sína. Egill Guðjónsson Guðný Pálsdóttir fyrrum hús- freyja í Stíflu við Akureyri andaðist á sjúkrahúsi Akureyrar 3. maí síðastliðinn á 69. aldursári. Guðný var Árnesingur að ætt, dóttir hjón- anna Páls Arnasonar og Vilborgar Þórarinsdóttur Öfjörð á Litlu- Reykjum í Flóa. Börn þeirra Páls og Vilborgar voru sex. Gunnar, Guðný, Þórarinn, Guðrún, Ingibjörg og Stefanía sem er yngst þeirra systkina; systur hennar þijár eru látnar. Guðný ólst upp í föðurgarði og naut barna- og unglingafræðslu í sinni heimasveit en af framhaldsnámi varð ekki. Það var þá sem af honum neist- aði og beið hann oft spenntur eftir að mamma væri búin í vinnunni á föstudögum til að komast sem fyrst austur. Og voru oft verkefnin óþijótandi hjá honum, fyrst við að girða landið af, og svo næstu ár við gróðursetningu, ræktun, hug- myndir um hvernig ætti að nýta landið og hvar best væri að hafa bústað. Teiknaði hann og rissaði í heilu möppumar hinar ýmsu hugmyndir sínar. Var kappið svo að manni fannst maður væri stundum fyrir og var unun að fylgjast með honum. Síðasta sumar byrjaði hann að byggja lítið hús fyrir mömmu svo hún hefði meira en hjólhýsi. Fór síðasta sumarfrí hans allt í vinnu á Laugarvatní og var ótrúlegt að 19 ára gamall drengur, ómenntaður í húsasmíði, gæti reist slíkt hús, þó hann hefði fengið aðstoð við og við. Gummi bróðir er nú horfinn yfir móðuna miklu til austursins eilífa. Ég veit að hinn hæsti höfuðsmið- ur alls hefur nú tekið hann í faðm sér og vona að hann gefi okkur hinum styrk og þá sérstaklega móður minni sem nú á mjög um sárt að binda. Haraldur Örn Pálsson Guðný var vei greind, lesin allvel og minnug og fróð um ýmsa hluti. Skaprík var hún og örgeðja en hreinlynd og trygglynd. Hún var sjálfstæð í hugsun og greiðvikin manndómskona enda þótt efni væru ekki alltaf mikil. Guðný var skemmtileg kona, gamansöm og glettin stundum en aldrei gróf í tali. Hún var félagslynd og hafði gaman af söng og tónlist, frændrækin og mikill vinur vina sinna. Hún hafði áhuga fyrir sam- gangi frændfólks og tengdafólks og lagði mikið á sig til að viðhalda vina- og kunningjatengslum. Á hún þakkir skyldar fyrir það því erfitt er nú á tækniöld að halda sam- bandi þegar fáir hafa tíma frá erli dagsins. Guðný var kjarkmikil og kom það best fram þegar Guðmund- ur sonur hennar varð fyrir alvarlegu slysi fyrir nokkrum árum hvað þróttur hennar og fórnfýsi voru aðdáunarverð. Guðný var mikil hannyrðakona og listfeng í pijónaskap og allra- handa munsturgerð. Hún pijónaði lopapeysur til útflutnings á vegum SIS og kenndi mörgum konum þá iðn. Jóhannes Hjálmarsson frá Vind- heimum og Guðný Pálsdóttur gengu í hjónaband 15. júlí 1944. Það sum- ar sá ég Guðnýju í fyrsta. sinn. Þá var ég búandi í Brekkukoti, ásamt konu minni Maríu Benediktsdóttur, og komu þau í heimsókn en við Jóhannes vorum albræður. Hann fæddist 18. ágúst 1913, sex árum eldri en ég, en við ólumst ekki upp saman — hann á Vindheimum en ég á Mælifellsá — því faðir okkar Hjálmar Jóhannesson á Grímstöð- um dó 12. júlí 1923 og þá sundrað- ..".........-------—iTTjrr- Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sb. 1871 — S. Egilsson.) Þeir deyja ungir sem Guðirnir elska er sagt og því viljum við trúa, því Gummi var góður og ljúfur drengur. Og við vitum að nú líður honum vel og að Palli afi hefur tekið á móti honum. Elsku Rúrí, við biðjum góðan Guð að styrkja þig og fjölskyldu þína í sorginni. Kolla, Villi, Harpa, Gilli og Hilmar Páll. ist heimilið og börnin ellefu ólust upp hjá vinum og vandamönnum foreldra okkar. Því kynntust við systkinin lítið hvort öðru á okkar uppvaxtarárum. Árið 1944 settust Jóhannes og Guðný að á Efstalandi í Öxnadal og stundaði Jóhannes þaðan mjólk- urflutninga í þijú ár. 1947 fluttu þau til Akureyrar og reistu nýbýlið Stíflu í Glerárhverfi þar sem þau áttu eftir að búa í 26 ár. Fyrstu árin. í Stíflu munu þau hafa búið við fremur þröngan kost. Þar varð að reisa allt frá grunni til bráða- birgða, mannabústað og gripahús, en eftir að þau keyptu land, að mig minnir undan Mýrarlóni, og stofn- uðu nýbýli þá breyttist hagur þeirra og á fáum árum reistu þau hjón veglegt íbúðarhús, fjós, hlöðu og önnur mannvirki ásamt viðamikilli ræktun á staðnum. Fjósið fylltist af kúm sem gáfu góðan arð enda var Jóhannes frábærlega góður skepnuhirðir sem og bræður mínir allir. Virðast þeir hafa fengið þá hæfileika í vöggugjöf því faðir okk- ar og móðurafi voru orðlagðir fyrir góða meðferð á skepnum og höfðu góðan arð af þéim. Jóhannes og Guðný efnuðust vel í Stíflu þrátt fyrir mikla barna- mergð en meðan þau bjuggu þar eignuðust þau tíu börn sem eru mikið myndarfólk og vel af guði gerð. Haustið 1973 keyptu þau hjón Arnarnes í Arnarneshreppi og fluttu þangað vorið 1974 og bjuggu þar eingöngu við sauðfé þar til að Jóhannes dó 12. október 1977, 64 ára gamall. Guðný bjó í Arnarnesi til ársins 1981 en flutti þá til Akur- eyrar þar sem hún starfaði við handpijón hjá hönnunardeild verk- smiðja SÍS næstu árin. Þegar Guðný flutti til Akureyrar keypti hún íbúð í Furulundi lb og bjó þar til dauðadags með syni sínum Guð- mundi. Börn Jóhannesar og Guðnýjar eru: 1. H jálmar, f. 7. apríl 1945, rafvélavirki. 2. Anna, f. 7. júní 1947, sjúkralliði. 3. Erna Guðrún, f. 11. júní 1948, sjúkraliði, 4. Gyða Vilborg, f. 16. júní 1949, húsmóðir. 5. Páll, f. 28. nóv. 1950, tenór- söngvari. 6. Birna, f. 30. júlí 1952, bóndi, Ytra-Brennuhóli. 7. Eygló, f. 8. júní 1958, húsmóðir, Arnar- nesi. 8. Magnús, f. 13. mare 1960, starfsmaður hjá Útgerðarfélagi Akureyrar. 9. Guðmundur Jóhann, f. 11. okt. 1964, sölumaður. Þau Jóhannes og Guðný misstu eittbarn, 1954. Barnabörn Jóhann- esar og Guðnýjar eru nítján og barnabarnabörn tvö. Þó fólki sé oft tíðrætt um mikla ómegð, þar sem stór, systkinahópar alast upp sem vissulega er rétt, þá er minna talað um þá miklu vinnu sem börnin leggja á sig fyrir heimil- ið á uppvaxtarárunum. Og það er enginn einyrki sem á heilbrigð og dugleg börn. Þó börnin væru mörg í Stíflu voru þau ekki há í loftinu þegar þau fóru að hjálpa til við búskapinn og nýttist sá vinnukraft- ur vel við heyvinnu og á vélum og til allra handa snúninga sem til- heyra búskap á stóru heimili. En krefjandi hlýtur það að hafa verið yfír veturinn samhliða skólagöngu. Búskaparsaga Guðnýjar og Jó- hannesar er gott dæmi um baráttu- sögu ljölda alþýðufólks eftir seinni heimsstyijöldina, á skömtunar- og kreppuárum, þegar vöruskortur var allstaðar og vinna lítil og illa borg- uð. Fólk virtist lifa á bjartsýninni um betri tíma, sem að vísu létu á sér standa en komu þó, og þetta fólk átti eftir að lifa einhveijar þær mestu umbreytingar í íslenskri bún- aðarsögu sem átt hefur sér stað allt frá landnámstíð. Guðný Pálsdóttir var í lægra meðallagi á hæð en þétt á velli, svi'phrein og háttvís í framgöngu. Hún var væn kona, góðviljuð og hjartahlý. Að endingu sendum við hjónin og synir okkar börnum og barna- börnum Guðnýjar og fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur. Jóhann Hjálmarsson frá Ljósalandi. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR VALGERÐAR BENEDIKTSDÓTTUR frá Geiteyjarströnd, Mývatnssveit. Marfa Ágústsdóttir, Helgi Ágústsson, Sigríður Ágústsdóttir, Stefanía Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞORBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR, Dalbraut 25, áðurtil heimilis íÁlftamýri 12. Pétur Guðbjartsson, Geir V. Guðnason, Ásbjörg V. Húnfjörð, Sigurður Fannar Guðnason, Óla Helga Sigfinnsdóttir, Gunnar Gunnarsson og barnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar SVERRIS JÚLÍUSSONAR, fyrr- verandi forstjóra, verða skrifstofur vorar lokaðar frá kl. 12.00 á hádegi í dag, föstudaginn 11. maí. Fiskveiðasjóður íslands. Lokað Vegna jarðarfarar SVERRIS JÚLÍUSSONAR, út- gerðarmanns, verða skrifstofur okkar lokaðar frá kl. 12.00 á hádegi í dag, föstudaginn 11. maí. Landssamband íslenskra útvegsmanna. Lokað Vegna útfarar GUÐJÓNS F. TEITSSONAR, fyrrver- andi forstjóra Skipaútgerðar ríkisins, verða skrif- stofur vorar og vöruafgreiðsla lokaðar í dag, föstu- daginn 11. maí, kl. 14.00. Skipaútgerð ríkisins, Reykjavík. Minning: Guðmundur Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.