Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 A Sýning stóðhestastöðvarinnar: Toppur kom- inn á toppinn Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Toppur frá Eyjólfsstöðum, einn jafnbesti stóðhestur sem komið hefur fram. Knapi er Rúna Einarsdóttir. Orri frá Þúfu með góð fyrstu verðlaun þótt hann sé aðeins Qög- urra vetra. Knapi er Rúna Einarsdóttir. _________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson TVÆR stjörnur í röðum stóð- hesta litu dagsins ljós á sýningu stóðhestastöðvarinnar á laugar- daginn. Toppur frá Eyjólfsstöð- um hlaut hæstu einkunn þegar hestarnir voru dæmdir á mið- vikudag. Fyrir byggingu hlaut hann 8,53 sem mun vera með hæstu einkunnum sem stóðhest- ur hefur hlotið fyrir byggingu ef ekki sú hæsta. Fékk hann 9 fyrir bak og lend og samræmi. Fyrir hæfileika fékk hann 8,39 og aðaleinkunn 8,46. Má mikið vera ef ekki er hér kominn kandíd- at í efsta sæti fímm vetra stóð- hesta á landsmótinu í sumar. Ef marka má einkunnirnar sem gefn- ar voru í Gunnarsholti í vikunni má ætla að Toppur sé jafnbesti stóðhestur landsins. Tvær ein- kunnir upp á 9,0, átta einkunnir upp á 8,5 og restin fjórar einkunn- ir upp á 8,0. Ekki verður annað sagt en Toppur sé bærilega vel ættaður, faðirinn er Hrafn 802 frá Holtsmúla, sá kunni stóðhestafað- ir, og móðirin er Sera frá Eyjólfs- stöðum sem sjálfsagt margir minn- ast frá Landsmótinu 1982 en þar varð hún önnur í röð hryssna sex vetra og eldri. Hún er aftur undan Neista 587 frá Skollagróf og Perlu 4886 frá Eyjólfsstöðum, kunnri gæðingamóður. Af þeim sex fimm vetra stóð- hestum sem komu fyrir dóm náðu þrír einkunn inn á landsmót.,Auk Topps eru það Reykur frá Hoftún- um undan Ófeigi 882 frá Flugu- mýri og Tinnu 3543 frá Hvoli sem aftur var undan Herði 591 frá Kolkuósi. Reykur hlaut í aðalein- kunn 8,30 sem er ekki amalegt hjá fimm vetra hesti. Fyrir bygg- ingu hlaut hann 8,13 og hæfileika 8,47. Þá hlaut Eðall frá Hólum sinn farseðil á landsmótið með 8,16 í aðaleinkunn. Hann er undan Feyki 962 frá Hafsteinsstöðum og Eldey 5477 frá Hólum. Fyrir bygg- ingu hlaut Eðall 7,95 og fyrir hæfileika 8,37. Af fjögurra vetra hestunum stóð efstur Orri frá Þúfu.í V-Landeyjum undan Otri 1050 frá Sauðárkróki og Dömu frá Þúfu sem var aftur undan kunnum stóðhestastöðvar- hesti, Adam 978 frá Meðalfelli. Orri vakti ekki síður athygli en Toppur þótt ekki hlyti hann eins háar einkunnir enda ekki við því að búast með svo ungan hest. í aðaleinkunn hlaut hann 8,17 sem er ótrúlega há einkunn hjá svo ungum hesti. Það sem gerir þetta kannski enn ótrúlegra er að hann hlaut aðeins 5,5 fyrir skeið. Það hefur hingað til þótt gott hjá full- hörðnuðum klárhestum að ná fyrstu verðlaunum í kynbótadómi og hvað þá þegar fjögurra vetra trippi fara að leika slíkt. En svo haldið sé áfram með ótrúlegheitin, þá hlaut Orri 8,14 fyrir hæfileika, 8,5 fyrir tölt, 9,0 fyrir brokk, 8,5 fyrir vilja og 9,0 fyrir fegurð í reið svo eitthvað sé nefnt. Tveir aðrir fjögurra vetra hestar náðu inn á landsmót, Mímir frá Ytra- Skörðugili hlaut 7,90 í einkunn, 7,64 fyrir hæfileika og 8,15 fyrir byggingu. Mímir er undan Hervari 963 frá Sauðárkróki og Skerpu 5430 frá Ytra-Skörðugili. Hósías frá Kvíabekk undan Gusti 923 frá Sauðárkróki og Skerpu 5485 frá Kvíabekk hlaut í aðaleinkunn 7,82, 8,33 fyrir byggingu og 7,31 fyrir hæfileika. Fjórði hesturinn, Sviðar frá Heinabergi, náði reyndar ein- kunn inn á landsmót en þar sem hann hlaut 6,5 fyrir geðslag fær hann ekki ættbókarnúmer og þar með útilokaður frá þeim heiðurs- sessi. Það fer ekki hjá því að árangur þessara ungu hesta sem hér er getið er einstakur og maður trúir því að þeir verðskuldi þær háu tölur sem dómnefndin gaf þeim, þótt einhver kunni að telja þetta „léttgeggjað rugl“. Vel var mætt á sýninguna að venju og aðstaðan til sýninga í Gunnarsholti fer stöðugt batnandi. Veðurguðirnir héldu sig á mot- tunni öfugt við það sem við höfum átt að venjast undanfarin ár. Ágæt sýningarskrá var gefin út og seld á uppsprengdu verði og ágóðinn látinn renna til byggingar hesthúss fyrir starfsemi stöðvarinnar, gott mál það. Skráin hafði að geyma góðar upplýsingar en ef eitthvað á að finna að þá hefðu gjarnan mátt fylgja öll hefðbundin mál á fjögurra og fimm vetra hestunum, bæði stangar- og bandmál. Að síðustu er rétt að þakka tamninga- mönnum stöðvarinnar og öðrum aðstandendum fyrir afbragðs sýn- ingu. PÍANÓBAR UPPI: DISKÓTEK NIÐRI: EINARLOGI MIKKIGEE Matur til kl. 22.00 Opið til kl. 03.00 JA: DUUS HUS ER ÖÐRUVÍSI Hljómsveitin UPPLYFTING spilar fyrir dansi Frítt inn til kl. 24.00 — Snyrtilegur klæðnaður NILLABAR Hilmar Sverris spiiar 16 ára gagnfræðingar úr Flensborg árgangur '57 með dúndrandi partý — Allir velkomnir römlu dansarmr í kvöld frá kl. 21.30 - 03.00 1 Hin landsþekkta hljómsveit Finns Eydals leikur í kvöld frá kl. 22.00-03.00. Aðeins þessaeinu helgi. Dansstuðið eríÁrtúni Vagnhöfða 11, Reykjavík, 8Ími 685090. HÓTEL ESJU Ný, brevtt, s.tærri og betn / Hin unga og einkar aðlaðandi söngkona IÞuríBára syngur með Kaskó ásamt Axeli Einarssyni, í kvöld. ■ EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt ein- róma á fjölmennum félags- fundi Borgaraflokksins í Hafnarfirði 8. maí sl.: Fjöl- mennur félagsfundur Borg- araflokksins, haldinn í Veit- ingahúsinu Gafl-inn, Hafii- arfirði, þriðjudaginn 8. maí lýsir yfir ánægju sinni með samþykkt Alþingis um stofnun Umhverfisráðu- neytis. Jafnframt óskar fundurinn Júlíusi Sólnes, umhverfisráðherra til ham- ingju með lyktir málsins og lýsir yfir fullu trausti og stuðningi við hann. FÉLAGSVIST kl. 9.00 GÖMLU DANSARIMIR kl.10.30 ★ Hljóms vei tin Tíglar S.G.T. < í5 ! Templarahöllin *Miðasaia opnar kl. 8.30. * Góð kvöldverðlaun. * *Stuð og stemning á Gúttógleði. * Staður allra sem vilja skemmta sér án áfengis Villti Tryllti Villi mætir í Tunglið næstu helgi (varist eftirlíkingar) Alvöru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.