Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990
Frambjóðendur Sjálfstæóisflokksins
i Múlakaffi
Tveir af frambjóðendum Sjálfstaðisflokksins við borgarstjórn-
arkosningarnar i Reykjavik, Árni Sigfitsson, borgarjulltn'ti og
Kalrin Gunnarsdóllir framkvamdastjóri, verða i Midakafft
kl. 9.00 I fyrramálið.
Vm hvað snýst kosningabaráttan i Reykjavík?
Hver eru stefnumál sjálfstæöismanna?
1.695,-
3ffe
KRINGWN
KHUeNU
S. 689212
Litir: Svart og hvítt
Stærðir: 25- 35
Domu» M»*ci,
u3.
S«mi: 11519
j
21212
Póstsendum samdægurs — 5% staðgreiðsluafsláttur
BARNASKÓR
Guðmunda Jóhanns-
dóttir — Minning
Sunnudaginn 6. maí sl. lést
elskuleg amma okkar, Guðmunda
Jóhannsdóttir á Hrafnistu í Hafnar-
firði eftir langt og viðburðaríkt
lífsskeið.
Amma fæddist 28. mars 1898 á
Skúmsstöðum á Eyrarbakka en
fluttist mjög ung að Hofi á Eyrar-
bakka þar sem hún- ólst upp í hópi
9 systkina, sem upp komust. Nú
er hún síðust af systkinunum frá
Hofi sem kveður þennan heim. For-
eldrar ömmu voru Ingibjörg Rögn-
valdsdóttir og Jóhann Gíslason.
Árið 1922 giftist amma Felixi
Jónssyni frá Núpi í Ölfusi, síðast
deildarstjóra hjá tollgæslunni í
Reykjavík. Þau bjuggu allan sinn
búskap_ í Reykjavík. 1924 keyptu
afi og Ólafur föðurbróðir hans hús-
ið á Baldursgötu 7, sem þá var
bara lítið hús. 1930 réðust þeir í
það verkefni að stækka húsið og
ári síðar þegar foreldrar afa brugðu
búi og fluttu til Reykjavíkur var enn
þá byggt við húsið og nefndist sá
hluti Baldursgata 7A. Þar bjuggu
síðan gömlu hjónin á meðan þau
lifðu og lengst af bjuggu þar einnig
tvö bama þeirra með sínum fjöl-
skyldum. Þannig var Baldursgata
7 og 7A orðin einn stór fjölskyldu-
heimur og síðan kom hver kynslóð-
in eftir aðra af ættingjum í húsið.
Þarna í húsinu áttum við systkinin
alla okkar æsku, á hæðinni fyrir
ofan afa og ömmu. Þar sem mamma
okkar þurfti að vinna úti þegar við
systkinin komumst aðeins á legg
er óhætt að segja að amma hafi
verið einn af föstu punktunum í
tilveru okkar. Það voru ófáir bitam-
ir sem við fengum hjá henni ömmu
og oft strauk hún burt tár og hugg-
aði þegar eitthvað bjátaði á í leik
og starfi hjá okkur.
Amma og afi eignuðust 3 börn
og 1 kjörbam. Það eru þau Svava,
Hanna, Gylfi og dóttursonurinn
Grétar, sem þau ólu upp sem sitt
eigið barn. Afkomendurnir eru nú
orðnir 27 og hafði hún oft á orði
hve lánsöm hún væri.
Það er ekki hægt að minnast
hennar ömmu án þess að nefna
hennar einstaka jafnlyndi. Hún var
ætíð yfírveguð á augnablikum þar
sem aðrir misstu oft stjórn á hugs-
unum sínum og athöfnum. Þessi
rósemi hennar gerði það að verkum
að hún var aldrei ráðalaus, hvort
sem um var að ræða bam sem
þurfti a'aðhlynningu að halda eftir
meiðsli í „portinu" góða bak við
húsið, eða ef einhver vandamál
komu upp sem þurfti að leysa úr.
Nú er ákveðnum kafla í lífí okk-
ar afkomenda ömmu á Baldó lokið.
Afi Felix lést árið 1978 og síðan
þá hefur amma verið ákveðið sam-
einingartákn í fjölskyldum okkar.
Framvegis verðum við því að láta
minningu hennar sameina okkur.
Við kveðjum elskulega ömmu og
þökkum henni fyrir allt. Jafnvel
viljum við fjölskylda ömmu þakka
frábæra hjúkrun og umönnun, sem
hún varð aðnjótandi á meðan hún
dvaldi á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Guðrún og Nonni
Elskuleg tengdamóðir mín er lát-
in og langar mig til að minnast
hennar í örfáum orðum.
Hún var einstaklega ljúf og
elskuleg manneskja, sem gott var
að þekkja og umgangast. Gestrisni
var henni í blóð borin og fór enginn
svangur af hennar fundi. Hef ég
fáa þekkt sem höfðu jafn mikið
yndi af að gefa og hún hafði.
Guðmunda var gift Felixi Jóns-
syni yfirtollverði og bjuggu þau
mestallan sinn búskap á Baldurs-
götu 7 í Reykjavík. Þar var alltaf
gott að koma, þar mætti manni
alltaf sama hlýjan og þakklætið.
Betri tengdaforeldra hefði ég ekki
getað átt.
Amma á Baldó, eins og við köll-
uðum hana, hefur nú fengið
hvfldina í hárri elli, hún kveið ekki
kallinu, enda trúði hún hiklaust á
líf eftir dauðann. Hun átti góða
ævi, umvafín hlýju og kærleika af
öllum sem hana þekktu. Hafí hún
þökk fyrir allt.
Hvíli hún í friði.
Hanna
Það var sól og sumar í Osló þeg-
ar ég fékk fréttimar um lát ömmu.
Þannig vil ég minnast hennar, með
björtum huga og brosi, ég er viss
um að þannig hefði hún viljað hafa
það.
Amma Gumm, eins og við kölluð-
um hana, tilheyrði aldamótakyn-
slóðinni sem nú er óðum að hverfa
af sjónarsviðinu. Kynslóð sem hefur
upplifað tímana tvenna í orðsins
fyllstu merkingu og færði okkur inn
í tæknivætt hraðaþjóðfélag nú-
tímans.
Ömmu fannst nú svo sem nóg
um hraðann og tímaleysið sem allt-
af virtist htjá afkomendur hennar,
en það kom þó ekki í veg fyrir að
hún fengi heimsóknir daglega, sér-
staklega af dætrum sínum tveim,
Svövu og Hönnu, sem önnuðust
hana af einstakri alúð.
Amma var gift Felix Jónssyni
yfirtollverði sem lést 1978. Þau
áttu bæði ættir sínar að rekja aust-
ur fyrir fjall, amma frá Eyrarbakka
og afi frá Landeyjunum og Ölfus-
inu. Á fyrstu búskaparárum sínum
fluttust þau til Reykjavíkur þar sem
þau stofnuðu heimili á Baldursgötu
7, í húsi sem nefnt var Garðshom
og var það sannkallað fjölskyldu-
hús. Þaðan á ég margar ánægjuleg-
ar minningar sem strákur, afi hár,
grannur og teinréttur í baki. Amma
nokkuð lægri og þétt á velli. Þama
var heill ævintýraheimur fyrir
strákpjakka, hitaveitukjallari með
undarlegum hljóðum sem var fljótur
að breytast í ægilegasta drauga-
bæli. Og í bakgarðinum voru skúrar
og kjallarar fullir af spennandi dóti
og smíðatólum sem afí átti. Ég fínn
ennþá þessa góðu lykt sem fylgdi
trésmíðavinnu afa.
Frá ömmu komst enginn án þess
að þiggja veitingar, þó hann væri
pakksaddur! Ég man að hún bjó til
besta kakó í heimi, og versta hafra-
graut í heimi, fannst mér a.m.k.
því hann mátti ekki sykra!
Eftir að afí dó bjó amma áfram
á Baldursgötunni, en síðustu árin
var hún á Hrafnistu í Hafnarfírði
og naut þar frábærrar umönnunar
sem þakka ber. Hún var ótrúlega
hress fram undir það síðasta, fylgd-
ist vel með afkomendum sínum og
var full af áhuga og jákvæðu lífsvið-.
horfi. Þó hún væri slæm af gikt og
að mestu bundin við hjólastól fór
hún á fætur á hveijum degi, því
það varð „að liðka síg og gera leik-
fimiæfingar“.
Hún kunni ógrynni af sögum frá
langri ævi og var vel ættfróð eins
og fólk af hennar kynslóð er upp
til hópa. Hlutur sem við yngra fólk-
ið mættum vel hlúa betur að og
viðhalda.
Nú er amma komin á annað til-
verustig. Þar er eflaust glatt á
hjalla og margir fagnaðarfundir
með vinum og ættingjum sem hún
hefur séð á bak á langri ævi. Hún
kenndi okkur margt en það sem
einkenndi hana hvað mest í mínum
huga var gleðin yfir að gefa án
þess að ætlast til að fá eitthvað í
staðinn, gleðin af að gefa af sjálfri
sér. Veganesti sem gott er að hafa
með sér út í lífið.
Að leiðarlokum vil ég þakka
henni samfylgdina, enn einn hlekk-
urinn frá fortíðinni er horfinn af
sjónarsviðinu.
Hvíli hún í friði.
Oddgeir
Vignir sýnir í Nýhöfii
VIGNIR Jóhannsson opnar sýn-
ingu í listasalnum Nýhöfii, Haín-
arstræti 18, laugardaginn 12.
maí kl. 14—16.
Á sýningunni verða listaverk
unnin úr ýmsum efnum á þessu og
síðasta ári.
Vignir er fæddur á Akranesi árið
1952. Hann stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla íslands
1974—1978 og framhaldsnám í
Rho.de .Island School of Design í
Bandaríkjunum.
Vignir hefur búið lengi erlendis
og núna er hann búsettur í Santa
Fe í Nýju Mexíkó þar sem hann
vinnur alfarið að list sinni.
Hann hefur haldið fjölda einka-
sýninga hér heima og erlendis og
tekið þátt í samsýningum víða um
heim.
Sýningin, sem er sölusýning, er
opin virka daga frá kl. 10—18,
nema mánudaga og frá kl. 14—18
um helgar. Sýningunni lýkur 30.
maí.
'jtifrf/BíHI' og
&SAMBANDSINS KAUPFÉLÖGIN
VIÐ MIKLAGARÐ, SÍMAR 68 55 50
Kanadísku gasgrillin
voru að koma
* Mjög sterk álblanda,
sem er 4-5 mm þykk
* Mjög kraftmikil eða
14,3 KW
(45.000 BTU)
* Mjögöruggmeð
tveimur hitahlífum
* Mjög auðvelt og
fljótlegt að setja þau
saman
* Postulínshúðaðar
grillgrindur