Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐID FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 GLUGGINN AUGLÝSIR Vorum að taka upp í morgun peysur, blússur og pils. GLUGGINN, Laugavegi 40, sími 12854. fclk í fréttum K~ Dags. 11.5.1990 VAKORT Númer eftirlýstra korta 4507 4300 4507 4500 4507 4500 4548 9000 4548 9000 4581 0960 0003 4784 0008 4274 0015 7880 0023 8743 0028 6346 3412 1589 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ISLAND K Nú kemur Mímisbar skemmtilega á óvart ^ I úerMímisbarinn líkakominn Pfe | í nýju fötin. Misstu ekki af Mímisbar I í hátíðarskapi. Láttu sjá þig á nýja staðnum - og láttu þér ekki bregða! Stefán og Hildur skemmta. ODAUÐLEIKI JR kominn á striga Breska listakonan Noni fékk á dögnnum ósk inn á borð til sín um að mála „frábæra" mynd af Dallas-stjörnunni Larry Hagman, öðru nafni JR Ewing. Það var Hag- man sjálfur sem bað Noni um við- vikið, hann hafði séð verk eftir hana og greindi frá því að hann hefði lengi gengið með þann draum að verða ódauðlegur á striganum. Noni og Hagman hittust fyrst í matarboði í Lundúnum og tóku þau tal saman. Varð Hagman forvitinn er hann veiddi upp úr Noni að hún gerði einstaklingsmyndir eftir pönt- un og er hann hafði litið á nokkur verka Noni var leitinni að lista- manni þar með lokið. Noni segist hafa orðið forviða er stjarnan bar fram bón sína og það hefði tekið sig nokkrar mínútur að átta sig á því að Hagman væri alvara. En það fór ekkert á milli mála og Hagman skrapp nokkrum sinnum til Lund- úna næstu vikur og sat fyrir í ljós- myndastúdíói listamannsins. Mynd- aði hún hann í bak og fyrir í ýmsum bolum og skyrtum og var í svo miklum vafa í hvernig klæðnaði Dallas-kóngurinn ætti að vera á myndinni að hún afréð að mála tvær myndir og leyfa Hagman að velja. Á annarri var Hagman í hvítri skyrtu með bindi og dæmigert JR- glott, en á hinni heimilislegri í Nehru-skyrtu líkt og hann klæðist yfirleitt heima fyrir. Var hann svo hrifínn að hann festi kaup á báðum myndunum. Önnur hangir heima fyrir í Malibu, en hin, sú með JR- glottinu, hefur verið rituð inn í Dallas-þættina og er þar sögð af- sprengi hinnar nýju eiginkonu JR, Önnur myndanna, JR Ewing mættur til leiks. Callie, sem leikin er af Cathy Podewell. Noni var viðstödd upptök- ur á Dallas er myndin var afhjúpuð og sögð eftir listakonuna Callie Ewing og sagðist hafa liðið undar- lega. Og Cathy Podewell sagði að hún hefði farið hjá sér að tala um verkið sem sitt eigið, vitandi af list- amanninum úti í sal. Noni hefur síðar málað Maj, eig- inkonu Hagmans, og er nú að af- greiða Kenneth Kaunda forseta Zambíu. Larry Hagman og listakonan - Noni, sem heitir annars fullu nafni Oenone Acheson. Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Á „verðlaunapallinum með gullið", f.v.: Birgir Gunnarsson bátsmaður á Sigurbjörgu, Páll Pétursson framkvæmdastjóri gæðaeftirlits Coldwater, Villyálmur Sigurðsson skipstjóri með skjöld- inn og Friðþjófúr Jónsson stýrimaður. GÆÐAFRAMLEIÐSLA Sigurbjörg fékk g'ullið frá Coldwater Frystitogarinn Sigurbjörg ÓF 1 fékk gæðaskjöld Coldwater Seafood fyrir mikil gæði fram- leiðsiunnar á síðasta ári. Páll Pét- ursson, framkvæmdastjóri gæða- eftirlits Coldwater í Bandaríkjun- um, afhenti Vil hjálmi Sigurðssyni skipstjóra skjöldinn við athöfn á Ólafsfirði síðastliðinn mánudag. Gæðaskjöldurinn er æðsta við- urkenning sem Coldwater veitir framleiðendum. Magnús Gamal- íelsson hf. á Ólafsfírði gerir Sigur- björgu út. Sigurgeir Magnússon. framkæmdastjóri sagði ánægju- legt að fá þessa viðurkenningu, tilfínningin sé eins og að fá gull í íþróttakeppni. Hann sagði að stór hluti af framleiðslu Sigur- bjargar í fyrra hefði farið á Bandaríkjamarkað og því þætti þeim viðurkenningin góð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.