Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 11. MAI 1990 Lítil stemning yfír ver- tídiimi og hefðbundimi lokadagnr úr sögunni „ÞETTA er ekki líkt neinni vertíð þegar bátar Iiggja bundnir við bryggju heilu vikurnar í mars og april,“ sagði Hilmar Rósmundsson lormaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja í samtali við Morgun- blaðið. Fleiri tóku undir það að ekki væri sama stemningin yfir ver- tíðinni og áður, enda fiskuðu flestir upp í kvótann og alltaf sömu bátarnir aflahæstir. „Það er alveg eins hægt að birta lista yfir kvóta bátanna eins og að hengja upp lista með aflahæstu bátum í hverri viku,“ sagði starfsmaður á hafnarvigtinni í Þorlákshöfn. Guðmundur Jónsson hylltur á afmælistónleikum „Það var hátíðleg stund er söngsnillingurinn Guð- mundur Jónsson, ásamt starfsfélaga sínum Ólafi Vigni Albertssyni píanóleikara, kvaddi tónleikagesti á afmælistónleikum sínum í gærkvöldi," sagði Jón Ásgeirsson, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins eftir tónleikana. „Guðmundur kvaddi okkur með því að syngja „Þitt lof, ó Drottinn!" eftir Beethoven. Áheyrendur fögnuðu Guðmundi inniiega, risu úr sætum og hylltu söngsnillinginn," sagði Jón. Þessa mynd tók Bjarni, þegar Stefán íslandi þakkaði Guð- mundi fyrir sönginn. Sverrir Aðalsteinsson hjá KASK á Höfn í Hornafirði sagði að ver- tíðin hefði einkennst af ótíð og allt að 1.800 til 2.000 tonna minni afla en í fyrra. Nokkrir bátar voru bún- ir með kvótann um páska og byij- uðu á steinbítstrolli. Sumir eru hættir því og eru að búa sig undir humarvertíð sem byijar 15. maí. Tveir bátar eru enn með net í sjó. Hilmar Rósmundsson formaður Útvegsbændafélags Vestmanna- eyja sagði að síðustu vikurnar hefðu menn verið með helming af þeim netum sem þeir mega vera með í sjó. Þannig hafi þeir verið að drýgja tímann, aðallega vegna þess að þeim finnst óeðlilegt að binda bát- Sendiherra ísraels mótmælir fundi forsætisráðherra og Arafats: Finnst þetta vera mikil fljót- fænii hjá þeim ágæta manni - segir Steingrímur Hermannsson „MÉR finnst þetta nú vera mikil fljótfærni hjá þeim ágæta rnanni," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í gær þegar hann var spurður um mótmæli séndiherra Israels vegna fiindar forsætisráð- herra og Yassers Arafats leiðtoga Frelsissamtaka Palestinu (PLO). „Ég veit ekki hvers vegna hann er að skipta sér af því. Því miður lýsir þetta þeirri þvermóðsku sem hingað til heftir komið í veg fyrir að það hæfust viðræður og undibúin yrði sú ráðstefna sem Bandaríkjamenn og Egyptar hafa lagt til. Ég á nú erfitt með að sjá hvernig fúndur minn með Arafat spillir einhveiju í þeim málum,“ sagði Steingrímur sem er nú í opinberri heimsókn í Egyptalandi og áformar að hitta Arafat á mörgun. Yehiel Yativ, sendiherra ísraels á íslandi, hringdi í Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra á þriðju- dag og mótmælti fyrirhuguðum fundi Steingríms og Arafats. Yativ sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði komið mótmælum á fram- færi við íslensk stjómvöld samkvæmt fyrirmælum _ ísraelskra stjórnvalda. „Samskipti Islands og Israels hafa um.langt skeið verið góð og ég vona að fundurinn [Steingríms og Ara- fats] muni ekki koma niður á þeim.“ Það kom fram í máli Yativs að Israel- ar hefðu ætíð komið mótmælum á framfæri þegar hliðstæðir fundir hefðu átt sér stað. Yativ sagði að íslendingar væru þó að marka sér sérstöðu með fundi forsætisráðherra og Arafats. „Eftir því sem við komumst næst er þetta í fyrsta skipti sem jafn háttsettur vestrænn maður fer til Túnis til að hitta Arafat," sagði Yativ. Þegar Steingrímur var spurður hvort þetta atriði skipti máli svaraði hann: „Nei. Arafat hefur hitt fjöld- ann allan af leiðtogum Vestur-Evr- Frjáls flölmiðlun ósátt við kjör á bréfum í Sýn „VIÐ erum óánægðir með verðið og kjörin og viljum frekar kaupa öll hlutabréf í Sýn sjálfir en tapa á þessum viðskiptum,“ sagði Hörður Einarsson, framkvæmdastjóri Fijálsrar Qölmiðlunar hf.. Fijáls fjölmiðl- un hf. sendi bréf til stjórnar Sýnar á miðvikudag, þar sem lýst var yfir vilja til að neyta forkaupsréttar og ganga inn I kaup Stöðvar 2 á hlutbréfum í Sýn. Hlutafé Fijálsrar fjölmiðlunar hf. í Sýn er 10 milljónir króna og segir Hörður að búið sé að greiða veruleg- an hluta þess. Við kaup Stöðvar tvö voru hlutabréf í Sýn metin á genginu 1,5. „Þessi hlutabréf ætlar Stöð 2 að greiða á sautján mánuðum, án verðbóta eða vaxta,“ sagði Hörður. „Þegar þar við bætist að hluthafar þurfa að greiða.skatt af sölunni er íjóst að í raun er selt undir nafn- verði. Miðað við þetta vill Fijáls fjöl- miðlun frekar kaupa öll bréfin. Við teljum okkur eiga fullan rétt á að neyta forkaupsréttar að bréfum ann- arra hluthafa í Sýn, enda er kveðið á um það í samþykktum Sýnar. Við teljum einnig að lög um hlutafélög styðji okkar sjónarmið." Hörður sagði að í gær hefði verið boðað til hluthafafundar Sýnar þann 18. maí. „Mér sýnist að verkefni fundarins eigi að vera að fella niður ákvæði um forkaupsrétt hlutahafa á bréfum. Við teljum að til þess þurfi samþykki allra hluthafa, en meiri- hluti dugi ekki til.“ Morgunblaðið náði ekki tali af Áma Samúelssyni, stjórnarformanni Sýnar, áem er á ferðalagi erlendis. Lýður Friðjónsson, stjórnarmaður í Sýn, kvaðst ekki vilja ræða málið. Þá var Jóhann J. Ólafsson, stjórnar- formaður Stöðvar 2, einnig á ferða- lagi í útlöndum. ópuríkjá. Hann hefur gengið lengst allra Palestínumanna í að viðurkenna Ísraelsríki og fordæma hryðjuverk. Mér finnst þama verið að gera ótrú- lega mikið úr máli sem ég sé ekki að þá [ísraela] varði neitt um. Það er»ekki um það að ræða að verið sé að viðurkenna Palestínuríki.“ — Þér finnst heimsókn til Túnis ekki meiri viðurkenning á Palestínu- ríki eða ríkisstjóm þess heldur en „fundur á hótelherbergi" í öðru landi, svo vitnað sér í orðalag þitt? „Nei. Það finnst mér ekki. Það hefur mjög mikið gerst síðan ég hitti fulltrúa PLO í Stokkhólmi og satt að segja hefur mér þótt það sem hefur gerst jákvæðara fyrir Palestínumenn en ísraelsmenn." Þegar Steingrímur var spurður hvernig hann vildi skilgreina fundinn með Arafat sagði hann: „Fulltrúar PLO spurðu mig að því hvort ég væri tilbúinn til að hitta Arafat til þess að hann gæti gert mér grein fyrir sínum sjónarmiðum og ég lagt fyrir hann þær spumingar sem mig langar til, ekki síst um viðhorf hans til Israels. Ég ætla _að leggja áherslu á þá skoðun okkar íslendinga að það verði að tryggja tilverurétt Isra- elsríkis. Ég vil gjama heyra hvað hann segir um þetta sjálfur. Ég ræddi þetta í ríkisstjóminni og það voru allir sammála um að ég skyldi þiggja boðið. Ég skilgreini þennan fund fyrst og fremst sem fund skoðana- skipta og upplýsinga." Steingrímur var spurður hvort fundurinn færi fram í bækistöðvum PLO í Túnis. „Það getur vel verið. Ég hef út af fyrir sig ekkert á móti því.“ Skiptir máli hvernig fundurinn er skilgreindur Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra var í gær spurður um við- brögð við mótmælum sendiherra ísraels. „Ég sagði sendiherranum að þessi fundur væri samkvæmt ákvörð- un forsætisráðherra sem hann hefði kynnt á ríkisstjórnarfundi og hann hefði ákveðið að þiggja boð sem hefði borist um fund með Arafat og sagst gera það í samræmi við ályktun Al- þingis um það að íslendingar væru að sjálfsögðu reiðubúnir til þess að eiga fundi með og kynnast sjónar- miðum beggja deiluaðila. Þfið skildi ég á þann veg að hér væri um að ræða pólitískan fund með formanni framkvæmdastjórnar PLO en ekki forseta útlagastjórnar og að fundur- inn fæli ekki í sér neina breytingu á áður yfirlýstri stefnu íslands sem væri sú að viðurkenna ekki Palestín- uríkið.“ Jón Baldvin var spurður hvort honum fyndist gild rök hjá sendiherra ísraels að mikilvægur munur væri á því að fundur með Arafat færi fram í Túnis og annars staðar. „Ef við lítum á hliðstæður þá er það vitað að ráðherrar, sérstak- lega utanríkisráðherrar, fjölmargra Vestur-Evrópuríkja hafa átt fundi með Arafat, líka í Túnis. Til dæmis Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, og Sten Andersson, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sem hefur hitt Arafat fjór- um eða fimm sinnum, líka í Túnis — en ekki í höfuðstöðvum PLO. Það sem skiptir máli er hvemig fundurinn er skilgreindur. Ég skil orðsendingu ísraela á þann veg að þeir byggi sín -mótmæli á því að fundurinn feli í sér óbeina viðurkenningu. Ég tók það fram að svo væri ekki en það er auðvitað forsætisráðuneytisins hér að gera nákvæmlega grein fyrir því hvernig til fundarins er stofnað," sagði Jón Baldvin. ana við bryggju um miðjan apríl. Annars sagði Hilmar að vertíðin hefði verið ágæt í Vestmannaeyjum þrátt fyrir erfiða tíð og hefði hún líklega verið með betri vertíðum ef skömmtun væri ekki í gildi. Ennþá virðist vera afli í netin en eitthvað dauft yfir trollfiskiríi síðustu daga. „Strax í febrúar fóru menn að reyna að finna annan fisk en þorsk sem þeir áttu í kvótanum, svo sem ufsa eða ýsu. Ég er ánægður með aflabrögðin, en þetta er ekki líkt neinni vertíð. Hér liggja bátar bundnir við bryggj- ur heilu vikurnar í mars og apríl en hingað til hafa menn fengið uppistöðuna í vertíðaraflanum á þeim tíma,“ sagði Hilmar. Margir Þorlákshafnarbáta hættu fyrir páska á netum og fóm á troll. Nokkrir skiptu yfir í ýsunet og hef- ur það gengið ágætlega. Nú hafa margir bátar tekið upp netin og eru að búa sig undir humarvertíð. Línu- bátar hafa róið stíft og fengið mik- inn afla. Að sögn starfsmanns á hafnar- vigtinni er ekki sama stemning yfir vertíðinni og áður og ef bátar sem eiga lítinn kvóta eftir komast í góð- an þorskafla flýja þeir svæðið og reyna þess í stað að fá aðrar fisk- tegundir. Margir Ólafsvíkurbátar fóru til veiða við Suðurland og eru fimm þeirra ennþá þar. Tveir bátar eru á netum auk smábáta. Aðrir tveir eru byrjaðir á rækju og fleiri að gera sig klára. Netabátar fara að draga upp net sín og fara á rækju, en samkvæmt upplýsingum hjá hafnarvigtinni ætla menn að geyma hluta af kvótanum fram á haustið. Netaveiði brást algerlega í Breiðafirðinum og við bættist mjög slæmt tíðarfar í vetur. Aftur á móti var þokkalegasti afli hjá línu- bátum og smærri bátar hafa einnig fengið góðan afla á línu. Starfsmaður hafnarvigtarinnar í Grindavík sagði að bæði væru ljósir punktar og dökkir í sambandi við þessa vertíð. Þeir ljósu eru að flest- ir eru búnir að veiða upp í kvótann, en þeir dökku að vegna þess verða þeir að hætta. Margir kláruðu kvót- ann um síðustu mánaðamót og mætti segja að hinn hefðbundni lokadagur væri úr sögunni. Smærri bátamir em nú að fara á humar og margir stórir bátar fara á rækjuveiðar. Nóbelsverðlauna- hafínn Wolfgang Paul flytur fyrirlestur PRÓFESSOR Wolgang Paul, þýskur eðlisfræðingur og nóbelsverð- launahafi, heldur fyrirlestur í Odda, húsi Háskóla íslands, næstkom- andi mánudag kl. 16.15. Paul hlaut Nóbelsverðlaun fyrir eðlisfræði 1989 ásamt Bandaríkjamönnunum Hans Dehmelt og Norman Rams- ey. Paul og Dehmelt hlutu verðlaunin fyrir framlag þeirra til að einangra einstakar frumeindir og mæla ljómun þeirra. Prófessor Wolfgang Paul er hér á vegum Alexander von Humboldt-félagsins á Islandi. Prófessor Wolfgang Paui þróaði gildru sem jónar frameindina í raf- segulsviði og gerir hana þar með á vissan hátt sýnilega. Prófessor Paul lagði stund á eðlisfræði við háskól- ann í MÚnchen og Berlín og starf- aði við háskólann í Göttingen. Þá var hann prófessor og forstöðumað- ur eðlisfræðistofnunarinnar við há- skólann í Bonn frá 1952 þar til hann fór á eftirlaun 1980. Jafn- framt stundaði hann kennslu og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.