Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 15 kjördæmi var hann 1963-71 en þá gerðist hann framkvæmdastjóri Fiskveiðasjóðs Islands og gegndi þeim störfum 'til 1982. Sverrir Júlíusson var ekki lang- skólagenginn eins og sagt er. Hann gekk í skóla lífsins fyrst og fremst og nýtti vel það sem honum hafði verið gefið og hvernig hann var af Guði gerður. Það var sama hvort um var að ræða þjónustuhlutverk, fram- kvæmdastjórn eða stjórnmálafor- ystu, allsstaðar var í fyrirrúmi hjá Sverri velvilji, heiðarleiki og sam- viskusemi. Þegar að ævikvöldinu kom og starfskraftarnir voru ekki þeir sömu, naut hann frábærrar umönnunar eig- inkonu sinnar Ingibjargar Þoi-valds- dóttur frá Þóroddsstöðum í Ilrúta- firði. Hún hafði jafnan verið hans styrka stoð oft á tíðum á erfiðum tímum. Börnin hans níu sem lifa gátu endurgoldið honum föðurlegu umhyggju og reyndar fjölskylda hans öll _sem honum var mjög _kær. Eg kynntist Sverri Julíussyni á námsárum mínum en síðar urðum við nánir samstarfsmenn og vinir. Það var ánægjulegt og lærdómsríkt að vinna með honum og mikill var áhugi hans fyrir hag og velgengni íbúa Reykjaneskjördæmis. Þegar nú leiðir skilja kveðja Sjálf- stæðismenn einn af sínum mætustu forystumönnum með þakklæti. Reyk- nesingar þakka honum mikil og heilladrjúg störf. Við sendum eiginkonu hans og ljölskyldu samúðarkveðjur og biðjum honum Guðs blessunar. Matthías Á. Mathiesen Kveðja til afa Elsku afi okkar, Sverrir Júlíus- son, er dáinn. Það er erfitt að sætta sig við það, en svona er gangur lífsins. Hann lést mánduaginn 30. apríl á Landspítalanum eftir stutta legu. Öll munum við sakna afa okk- ar, en við vitum að honum líður vel núna, hann var feginn að fá hvíldina. Afi var búinn að vera mik- ill athafnamaður allt sitt líf. En þrátt fyrir athafnasamt líf hafði hann alltaf tíma fyrir okkur barna- börnin, og sýndi því mikinn áhuga, sem við vorum að starfa og fást við á hveijum tíma. Og þegar eitt- hvað bjátaði á var hann ávallt tilbú- inn til þess að hlusta á okkur, og aðstoða eftir mætti. Afi hringdi oft og athugaði hvort það væru ekki allir frískir og allt í lagi með alla. Okkur þótti hann mjög góður og skilningsríkur afi og við elskuðum hann öll. Hann lagði mikla áherslu á að halda sambandi við barnabörn- in og barnabarnabörnin og er okkur minnisstæð 'helgin í Krumshólum haustið 1986, þar sem flestir af- komendur hans voru saman komnir við gleði og leik. Það styrkti fjöl- skylduböndin, og þær samveru- stundir munu seint líða okkur úr minni. Það er okkur mikill styrkur að hafa átt svona góðan afa. Guð blessi alla aðstandendur hans og færi þeim styrk á skilnaðar- stundu. Einar Sverrir, Hrönn Ósk, Jórunn Edda og Jóhann Helgi. Kveðja frá Lionsklúbbnum Þór Sverrir Júlíusson, fyrrv. um- dæmisstjóri, alþingismaður og út- gerðarmaður, andaðist 30. apríl sl. Hann fæddist í Keflavík 12. októ- ber 1912. Sonur hjónanna Júlíusar Björnssonar sjómanns og Sigríðar Sverrínu Sveinsdóttur. Ætt hans verður ekki rakin hér, en móðurætt hans er frá Miðbýli á Skeiðum. Þegar Sverrir fermdist var sunginn sálmurinn; Legg þú á djúpið, þú, sem enn ert ungur, og æðrast ei, þótt straumur lífs sé þungur en set þér snemma háleitt mark og mið. Haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni og stýrðu síðan beint í Jesú nafni á himins hlið. (M. Joch.) Sverrir lagði snemma á lífsins djúp. Þegar hann var 15 ára var laus staða símstöðvarstjóra í Keflavík. Hann sótti um starfíð og var valinn úr mörgum umsækjend- um. En hann varð að hafa ábyrgð- armann, þar til hann varð fjárráða. Sýnir það hvað hann hafði strax mikið álit og traust. Var honum veitt staðan 1. október 1928 Og gegndi hann. því starfí til 30. nóv- emb.er 1940. Þegar Sverrir tók við starfinu, gerði hann bæn sína og bað að sér yrði veitt handleiðsla og styrkur. Strengdi hann það heit að vera reglusamur og trúr í starfi, þjóna með hlýhug og jákvæðu hugarfari, í þessu starfi svo og öðrum störfum sem honum kynnu að verða falin á lífsleiðinni en þau urðu mörg ábyrgðarstörfin sem Sverrir tók að sér. Hélt hann ávallt sitt æskuheit. Hann var bænheyrður. Öll störf leysti hann vel af hendi og naut í hvívetna trausts og virðingar. Hann setti sterkan svip á störf sín og samtíð. Sverrir hreifst ungur af ung- mennafélagshugsjóninni. Hann var einn af stofnendum Ungmennafé- lags Keflavíkur, en þar var stofnað 29. september 1929. Formaður fé- lagsins 1936 til til 1942 og heiðurs- félagi þess. Sverrir hóf útgerð 22 ára og var útgerðarmaður til æviloka. Hann var stofnandi og framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Keflavíkur 1942- 1947. Sverrir stofnaði með öðrum sameignarfélagið Hilmir sf. á Fá- skrúðsfirði 1962. Hann var forstjóri Verðlagsráðs sjávarútvegsins 1961 til 1963. Forstjóri Fiskveiðisjóðs íslands frá 1970 til 1983. í stjórn Fiskimálasjóðs frá 1947 til 1983 og formaður frá 1951. Hann var formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna 1944 í 26 ár og heið- ursfélagi þess frá 1970. Sverrir sat í bankaráði Landsbankans 1965 til 1968 og átti sæti í bankaráði Seðla- bankans frá 1969 til 1982. Þar af formaður í tvö ár. Auk þess sem hér er getið gegndi hann fjölmörg- um öðrum trúnaðarstörfum í at- vinnu og félagsmálum. Átti sæti í stjórn Sjálfstæðisfélags Keflavíkur um árabil og formaður þess 1937 til 1941. Sverrir var í kjöri fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í Reykjaneskjördæmi 1963 og 1967, og hlaut í bæði skipt- in sæti landskjörins alþingismanns og sat á Alþingi til 1971. Sverrir var búsettur í Keflavík til ársins 1945 en flutti þá til Reykjavíkur. Sverrir gekk í Lions- klúbbinn Þór 1967, það var mikil gæfa að fá hann í Þór og til starfa fyrir Lionshreyfinguna. Hann varð strax áhrifamaður í Þór og Lions- hreyfingunni, leiðandi, leiðbeinandi og hvetjandi félagi, frá inngöngu í Þór til hinstu stundar. Hann varð ritari Þórs 1971 til 1972 og formað- ur 1975 til 1976. Undir hans leið- sögn og handleiðslu var gott að starfa. Sverrir var umdæmisstjóri í umdæmi 109A 1977 til 1978. Sat alþjóðaþing Lionsmanna í New Orleans árið 1977. Árið 1987 var hann gerður að Meivin Jones- félaga. Sverrir var sannur lions- maður. Að leiðarlokum þökkum við félagar í Þór og Lionshreyfingunni öll þau góðu störf sem hann vann fyrir Þór og Lionshreyfinguna. Samfylgdin með honum var góð, lærdómsrík og þroskandi. Við heið- rum best minningu hans með því að efla starfsemi Þórs og lions- hreyfinguna. Undirritaður færir honum persónulegar þakkir fyrir vináttu og tryggð. Hinn 30. apríl vissi hann að stundin var komin. Hann bað fyrir kveðju til Þórsfé- laga, og kvaddi án kvíða og í ör- uggri trú á framhaldslíf og endur- fundi við ástvini. Við vottum eiginkonu hans, Ingi- björgu Þorvaldsdóttur, börnum og öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúð. Blessuð sé minning hans. F.h. Lionsklúbbsins Þórs, Helgi Olafsson. SÝNING á jaðartækjum frá Decision Data fýrir notendur IBM S/3X og AS/400 Föstudaginn 11. maí verður opið hús hjá Örtölvutækni í Skeifunni 17, milli kl. 10.00 og 17.00. ' íii ii 111 m n JlilÉtLLÍ''-' ' Mllií • 14" skjáir. • Prentaratengi. • 80/132 stafir í línu. • Fjarvinnslustýritæki. • 8-32 tengingar. • X.25 eða beinlínutenging. • Minni í S/36 og AS/400. • 1-16 MB. • Eykur hraða og getu. • Prentari. 400 línur á mín. • 3 leturgerðir. • Grafískir möguleikar. • Prentari. Alit að 1400 línur á mín. • 7 leturgerðir. • Grafískir möguleikar. • Segulband fyrir AS/400. • 8mm, 2,3 GB á spólu. • Hraðvirkt og einfalt. Decision Data (DDCC) er bandarískt stórfyrirtæki sem í 20 ár hefur framleitt viðurkennd jaðartæki fyrir IBM tölvur á mjög hagstæðu verði. Örtölvutækni hefur selt og þjónustað DDCC búnað í rúmt ár og á þeim tíma selt yfir 300 skjástöðvar! Þessi góða reynsla hefur hvatt okkur til þess að auka úrvalið af jaðartækjum frá DDCC. Líttu inn til okkar og kynntu þér verð og kosti þessara tækja. ÖRTÖLVUTÆKNI Tölvukaup hf., Skeifunni 17, 108 Reykiavík. Sími 687220, Fax 687260.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.