Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 Kúabændur tapa um 530 millj. vegna júgurbólgu Ytri-Tjörnum. SAMEIGINLEGUR aðalfundur Mjólkursamlags KEA og Félags eyfirskra nautgripabænda var haldinn í Hlíðarbæ nýlega. I skýrslu Þórarins E. Sveinssonar ' mjólkursamlagsstjóra kom fram að Mjólkursamlag KEA tók á móti 20.446.540 lítrum af mjólk á árinu 1989, en það er 0,84% aukning á innvegnu magni miðað við árið á undan. Þar voru um 190 þúsund lítrar utan fidlvirðis- réttar. Fituinnihald var að með- altali 4,08% og 98,34% af innveg- inni mjólk fór í fyrsta flokk. Mun betri útkoma varð á samlag- inu og varð hagnaður af rekstri á móti töluverðu tapi á árinu á und- an. Á næstunni stendur til að breyta útborgunarreglum til bænda og verður farið að greiða að hluta til eftir próteininnihaldi mjólkur, en vægi fituinnihalds minnkar að sama skapi. Sigurborg Daðadóttir dýralæknir flutti erindi um eggjaflutning á Frystihús KEA í Hrísey: Pakkar í neytenöaumbúðir fyrir Marks og Spencer FRYSTIHUS Kaupfélags Eyfirð- inga í Hrísey hóf nýlega pökkun þorsks í neytendaumbúðir fyrir Marks og Spencer verslanakeðj- una í Bretiandi. Fyrsti skammtur verður afgreiddur í lok mánaðar- ins, um 11 tonn. Um er að ræða tæplega eins kílós pakkningar. KEA-menn í Hrísey hafa áður pakkað í smásölupakkn- ingar, en að þessu sinni er farið .jaðrar leiðir en þá. Nú er fiskinum pakkað lausfrystum — þ.e. hann er frystur áður en honum er pakk- að, og stykkin eru því ekki frosin saman. Fólk getur þ.a.l. valið sér eitt og eitt stykki, afþýtt og sett beint á diskinn. Ekki er enn Ijóst-hve umfangs- mikil þessi vinnsla verður, eða hve lengi hún kemur til með að standa. En það er von Hríseyinga að vinnsl- an gangi vel „og að unnið verði við þetta um ókomna framtíð," eins Sigmar Halldórsson, verkstjóri í frystihúsinu orðaði það við Morgun- blaðið. milli kúa og greindi frá tilraunum sem hún stundar á því sviði í Eyja- firði. Ólafur Jónsson dýralæknir sagði frá júgurbólgurannsóknum sem hann hefur með höndum og kom fram í máli hans að íslenskir kúa- bændur tapa 530 milljónum króna vegna júgurbólgu í kúm. Oddur Gunnarsson formaður Fé- lags eyfirskra kúabænda taldi í sinni framsögu að ekki væri veij- andi annað en að borga fullt grund- vallarverð fyrir nautakjöt, en svo hefur ekki verið um skeið, þar sem birgðasöfnun væri engin og slátur- húshafar seldu allt kjöt strax. Þór- arir.n E, Sveinsson, samiagsstjóri, verðlaunaði 23 bændur fyrir úrvals- mjólk sem lögð var inn hjá Mjólkur- samlagi KEA 1989. Fundinn sóttu tæplega 100 bændur. Benjamín Kapella og líkhús við kirkjugarðinn STEFNT er að því að byggð verði kapella og líkhús við kirkjugarð- inn á Akureyri, en sú aðstaða er nú fyrir hendi í litlu húsi við Fjórðungssjúkrahúsið. Ekki er ákveðið hvenær hafist verður handa við verkið, en það verður þó varla í sumar, að sögn Ragn- ars Steinbergssonar, formanns sljórnar kirkjugarðanna. Hárgreiðslu- eða hárskemvein vantar á SyPhársnyrtistofa ÁRTEMI8 Nánari upplýsingar í síma 96-22820. fitvegsmenn Norðurlandi Útvegsmannafélag Norðurlands heldur fund mánu- daginn 14. maí nk. á Hótel KEA kl. 14.00. Fundarefni: 1. Ný samþykkt lög um stjórnun fiskveiða. 2. Afkomuskýrsla bátaflotans. 3. Önnur mál. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ og Sveinn Hjörtur Hjartar- son koma á fundinn. Stjórnin. „Fjórðungssjúkrahúsið hefur sótt það fast að kirkjugarðarnir taki yfir þessa starfsemi. Það verður gert en ekki er ákveðið hvenær það verður,“ sagði Ragnar. „Það er ver- ið að finna þessu stað, sem senni- lega verður austan við kirkjugarð- inn, norðan við áhaldahúsið." Nú er unnið að frumhönnun umrædds húsnæðis. Útvarp Þór íþróttafélagið Þór verður 75 ára 6. júní næstkomandi og rekur af því tilefhi útvarpsstöð, sem send- ir út á Akureyri og næsta ná- grenni, í nokkra daga kringum afmælisdaginn. Stefnt er að því að útsending hefjist þriðjudaginn 5. júní og standi til sunnudagskvölds 10. júní. í út- varpi Þór er stefnt að því að verði fræðslu-, menninga- og skemmti- efni auk tónlistar og frétta. Saga Þórs verður rifjuð upp, einstaka deildir sjá um hluta dagskrárinnar, viðtöl verða við Þórsara og fluttur ýmis fróðleikur um félagið. áLVEREYJAFJÖRÐ FUNDIIR í SJILLINUH UM „MÁL MÁLANHA" ÞRIDJUDA6SK VOLDID15. MAÍ KL. 20.30 „Umhverfisóhrif ólvers“ Andrés Svanbjörnsson, yfirverkfr. markaðsskrifstofu Iðnaðarróðu- neytis og Londsvirkjunor. Fundarstjóri: Jón Arnþórsson. „Atvinnuleg og félagsleg áhrif álvers“ Þóra Hjaltadóttir, formcður Alþýðu- sambands Norðurlonds. „Alver á Islandi - Möguleikar Eyfirðinga“ Sigurður P. Sigmundsson, frkvstj Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. Akureyringar, CyfirÖingar! Höfum við efni ó að sleppa þessu eínsfæða tækifæri? Fjölmennum ó fundinn í Sjallanum. |7al IÐNÞRÓUNARFÉIAG lw| EYJAFJARÐAR HF. Álviðræðunefnd sveitarfélaga við Eyjafjörð. Morgunblaðið/Benjamín Atli Guðlaugsson skólasljóri og Óskar Einarsson kennari hlusta á einn af nemendunum Stefán E. Garðarsson. ■ TÓNLISTARSKÓLI Eyja- fjarðar er nú að ljúka öðru starfs- ári sínu. Lýkur því með hefðbundnu tónleikahaldi og endapunkturinn er að sjálfsögðu skólaslit með tónlist- arívafi á Grenivík laugardaginn 12. maí kl. 17.00. Þessi fyrstu starfsár skólans hefur uppgangur hans verið með ólíkindum, þar sem nemendur í vetur voru 235, en það er hátt í 10% íbúa á starfssvæði skólans, sem starfar nú í 10 sveitarfélögum við Eyjafjörð. Hljóðfæraval er mjög fjölbreytt og eru nemendur skólans á ýmsum stigum í hljóðfæraleik og söng, allt upp í 7. stig. Þá er aldurs- munur á yngsta og elsta nemandan- um rúm 50 ár. Allir virðast á einu máli um, að vel hafi til tekist með þessi fyrstu skref skólans og horfa björtum augum til framtíðar hans. I vetur störfuðu 9 kennarar við skólann, auk skólastjóra, Atla Guðlaugs- sonar. ■ UM helgina verða þrennir nem- endatónleikar á vegum Tónlistar- skólans á Akureyri. Hinir fyrstu verða kl. 10.00 á sunnudagsmorgun í Lóni við Hrísalund. Þar koma fram nemendur á píanó og fiðlu sem lært hafa eftir svokallaðri „Suzuki“-aðferð. Jafnframt eru þessir tónleikar liður í fjáröflun for- eldrafélags Suzukideildar Tónlistar- skólans og verður kaffi og meðlæti innifalið í aðgangseyri sem er kr. 300. Sama dag verða tvennir tón- leikar í íþróttaskemmunni, tónleikar yngri nemenda kl. 14.00 og eldri nemenda kl. 17.00. Þar koma fram einleikarar á píanó, fíðlu, selló, gítar og ýmis blásturshljóðfæri og flytja fjölbreytta og vandaða efnisskrá. Seinna í vikunni er svo boðið upp á áframhaldandi tónleikaveislu í skemmunni. Þriðjudaginn 15. maí eru vortónleikar slagverksdeildar Tónlistarskólans, miðvikudaginn 16. mai eru tónleikar A-, B-, C- og D-blásarasveita, fimmtudaginn 17. maí eru tónleikar strengjasveita I og II og sinfóníuhljómsveitar Tón- listarskólans og að lokum eru tón- leikar Big-bands tónlistarskólans föstudaginn 18. maí. Allir tónleik- arnir hefjast kl. 20.30. Tónlistar- skólanum verður svo slitið laugar- daginn 19. maí í Akureyrarkirkju kl. 17.00. ■ SJÁVARÚTVEGSDEILD Há- skólans á Akureyri gengst fyrir fyrirlestrum um alþjóðlega fisk- veiðistjórnun á morgun kl. 10.00— 17.00 í Borgarbíói. Fyrirlesarar eru erlendir, sex að tölu, allt félagar í Alþjóða Landfræðisambandinu og starfa saman í rannsóknahópi um fiskveiðar. Hádegisverður verður á Hótel Norðurlandi kl. 12.00—14.00. Aðgangur er ókeypis en hádegis- verður kostar kr. 1.000. I PÁLL Einarsson jarðeðlis- fræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla íslands flytur fyrirlestur á morgun, laugardag 12. maí, kl. 14.00 á vegum Háskólans á Akur- eyri. Heiti fyrirlestursins er Eldgos og eldgosaspár. Hann verður hald- inn í stofu 24 í húsnæði háskólans við Þingvallastræti og eru allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. ■ STUÐNINGSHÓPUR fyrir aðstandendur aldraðra heldur síðasta fund vetrarins í dag, föstu- dag, kl. 17.00, á fjórðu hæð heilsu- gæslustöðvarinnar. Á fundinn kem- ur Magnús Ólafsson sjúkraþjálfari og ræðir um hreyfingu fyrir aldraða og hreyfiörvun. Allir sem áhuga hafa á þessu efni eru velkomnir. FYRIRLESTRAR Háskólinn á Akureyri, sjávarútvegsdeild Fyrirlestrar um alþjóðlega fiskveiðistjórnun í Borgarbíói laugardaginn 12. maíkl. 10.00-17.00. Fyrirlesarar eru félagar í Alþjóða landfræðisambandinu og starfa saman í rannsóknahópi um fiskveiðar. Fyrirlestrarnir verða áensku. Fundarstjóri Sigfús Jónsson, bæjarstjóri. Hádegisverðurá Hótel Norðurlandi kl. 12.00-13.00. Háskólinn á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.