Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 46
/46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 BLAK Tap fyrir ^ > Kýpur Islenska landsliðið tapaði fyrir Kýp- ur, 0:3, fyrsta leik sínum á smá- þjóðaleikunum í blaki sem fram fara á Möltu. Níu þjóðir taka þátt í leikun- um og eru Islendingar í riðli með Kýpur, Liechtenstein, Andorra og Mónakó. Kýpverjar byijuðu vel og unnu tvær fyrstu hrinurnar 15:5. íslendingar komust svo í 11:9 í þriðju hrinunni ^►on Kýpveijar gerðu síðustu sex stigin. íslendingar voru seinir í gang og réðu illa við uppgjafir Kýpveija, auk þess sem hávaxinn miðjumaður þeirra kom íslensku vörninni í vandræði. Einar Þór Ásgeirsson var bestur í liði Islands en aðrir voru nokkuð frá sínu besta. í dag mætir ísland San Marínó, á morgun er svo leikið gegn Andorra og Mónakó, en um sæti á sunnudag. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Sigurður Grétarsson ekki með gegn Albaníu Óvíst með Sigurð Jónsson og Guðmund Torfason dag með félagi sínu í svissnesku úrslitakeppninni. Hann segist sjálfur vera tilbúinn til að koma í leikinn en félagið vill ekki gefa hann lausan þar sem Luzern á möguleika á svissneska meistara- titlinum annað árið í röð. Þá er nokkuð Ijóst að Sigurður Jónsson, sem leikur með Arse- nal, verður ekki með en hann er enn meiddur. Einnig er óvíst hvort Guðmundur Torfason geti leikið, en hann meiddist á æfingu með liði sínu St. Mirren í síðustu viku. SIGURÐUR Grétarsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu sem leikur með Luz- ern í Sviss, getur ekki leikið með íslenska landsliðinu sem mætir Albaníu í fyrsta leik íslands í undankeppni Evrópumótsins, sem fram fer á laugardalsvelli 30. maí. Sigurður.sem hefur skrifað undir samning við Grass- hoppers Zúrich, á að leika sama Sigurður Grétarsson. KNATTSPYRNA / REYKJAVÍKURMÓTIÐ KR-ingar meistar- *ar þriðja árid í röð Sjálfsmark á 116. mínútu réði úrslitum KR-ingar urðu í gærkvöldi Reykjavíkurmeistarar, þriðja árið í röð, er þeir sigruðu Framara í úrslitaleik, 2:1, eftir framlengdan leik. Það er engu SkúliUnnar líkara en að KR hafi **Sveinsson gott tak á Fram í skrifar úrslitaleikjum Reykjavíkurmóts- ins, því þetta er þriðja árið í röð sem liðin leika til úrslita og hafa KR-ingar ávallt borið hærri hlut. Sigurmark KR-inga kom þegar fjórar mínútur voru eftir af síðari hálfleik framlengingarinnar. Björn Rafnsson geystist þá upp vinstri kantinn og þegar hann var kominn vel inní vítateiginn sendi hann bolt- ann fyrir markið, þar sem Pétur Pétursson beið í ofvæni. Viðar Þor- kelsson hugðist bjarga málunum en ekki vildi betur til en svo að boltinn fór af honum og öfugu megin við ^^stöngina, fyrir Framara. Viðar get- ^ur þó huggað sig við það að hefði hann ekki tekið boltann, hefði Pétur örugglega skorað. KR-ingar voru svo nær því að bæta við marki á síðustu mínútunum en Framarar að jafna. Leikurinn sjálfur var annars hinn skemmtilegasti og lofar góðu fyrir komandi íslandsmót. Framarar voru óheppnir að skora ekki strax í upphafi er KR-ingar björguðu á línu frá Guðmundi Steinssyni, sem náði boltanum eftir slæm mistök markvarðar KR. KR-ingar sóttu heldur meira í fyrri hálfleik en Framarar gerðu þó eina markið fyrir hlé. Guðmundi Steinssyni var hrint innan vítateigs og Pétur Ormslev skoraði örugg- lega úr vítaspyrnu, sem fylgdi í kjölfarið. Dæmið snerist svo við í síðari hálfleik, Framarar fengu færin en KR-ingar skoruðu. Eftir að Jóni Erlingi Ragnarssyni hafði mistekist tvívegis fyrir opnu marki, skoraði Björn Rafnsson jöfnunarmark KR af stuttu færi, eftir góða sendingu frá Pétri Péturssyni, fimm mínútum fyrir leikslok. -Pétur var svo nálægt því að gera annað mark KR en Birkir Kristinsson varði skot hans glæsilega. Framlengingin var heldur rólegri og menn farnir að gera ráð fyrir vítaspyrnukeppni þegar sigurmark KR kom. Morgunblaðið/Einar Falur Kristján Finnbogason, markvörður KR, grípur vel inní í leiknum i gær. KR-ingurinn Arnar Arnarson reynir að láta lítið fara fyrir sér en Ríkharður Daðason fylgist með. ÍÞRÖmR FOLX ■ IJÉÐINN Gilsson var á meðal áhorfenda er Dusseldorf tapaði fyrir Dormagen, 18:15, í keppni um tvö sæti í úrvalsdeildinni vestur-þýsku á mið- FráJóni vikudagskvöld. Það Halldóri er því ljóst að Héð- Garðarssyni jnn iei^ur \ 2. deild iÞyskalandi , ,, e með Dusseldorí næsta vetur. Úr 1. deild falla Weiche-Handewitt og lið Bjarna Guðmundssonar, Wanne-Eickel. Schutterwald og Fredenbeck leika í 1. deild næsta vetur. ■ MILBERTSHOFEN og Gross- wallstadt leika til úrslita um vestur-þýska meistaratitilinn í handknattleik. Milbertshofen sigr- aði Gummersbach, 19:13 og Grosswallstadt sigraði Lemgo, 22:17 í undanúrslitum. ■ MICHAL Barda, markvörður tékkneska landsliðsins í handknatt- leik og Diisseldorf, hefur ákveðið að hætta eftir þetta tímabil. Hann verður framkvæmdastjóri Diissel- dorf. ■ RÚDIGER Neitzel, fyrrum fé- lagi Kristjáns Arasonar hjá Gum- mersbach sem lék með Milberts- hofen í vetur, er á leiðinni frá félag- inu. Hann ætlar að slaka á og leika með Niirnberg í 3. deild næsta vetur. ■ MARTIN Schwalb, sem lék með Alfireð Gíslasyni hjá Essen, mun leika með Massenheim næsta vetur. ■ GRAEME Souness, fram- kvæmdastjóri Glasgow Rangers, fær ekki að vera við hliðarlínuna hjá liði sínu fyrr en haustið 1992. Hann var upphaflega dæmdui' í eins ár bann árið 1989 fyrir dólgslæti á varamannabekknum og í fyrra var bannið framlengt eftir að hann hafði sést á bekknum. Það sama gerðist í haust er sjónvarpsvélar sýndu Souness við varamanna- bekkinn þar sem hann kallaði til leikmanna sinna. Bannið var því framlengt um eitt ár, til vorsins 1992. Að auki fékk stjórinn hæstu fjársekt sem einstaklingur hefur verið dæmdur til að greiða, um hálfa milljón króna. ■ RAGNAR Margeirsson og Gunnar Oddsson léku ekki með KR-ingum í gær í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins en segjast verða tilbúnir í slaginn þegar ís- landsmótið hefst. Fjarvera þeirra virtist þó ekki há KR-ingum í gær. Framarar eru ekki heldur á flæði- skeri staddir hvað varðar leikmenn en liðið notaði 15 leikmenn í leikn- um í gær. Morgunblaðiö/Einar Falur Neeiii! Framarinn Viðar Þorkelsson ekki beint sáttur við tilveruna, eftir að hafa gert sigurmark KR. JUDO / EVROPUMEISTARAMOTIÐ Sigurður Bergmann og Bjarni Friðriksson: Töpuðu í undanúrslitum Bjarni Friðriksson og Sigurður Bergmann töpuðu glímum sínum í undanúrslitum á Evrópu- meistaramótinu í Frankfurt í gær. Bjarni, sem keppir í -95 kg flokki, tapaði fyrir Marc Meiling frá V- Þýskalandi á yuko og Sigut'ður Bergmann beið lægri hlut fyrir Belganum Harry van Barneveld í +95 kg flokki á ippon. Halldór Ilafsteinsson keppti í -86 kg flokki en tapaði í fyrstu umferð. Hákon Örn Hafsteinsson, form- aður Júdósambands Islands, sagði árangur Bjarna og Sigurðar var mjög góður enda allir sterkustu júdómenn Evrópu mættir til leiks. Þeir eiga enn möguleika á brons- verðlaunum, gangi þeim vel í upp- reisnarglímum sínum. í dag keppir Bjarni í opnum flokki en á morgun fara fram upp- reisnarglímur í þyngdarflokkunum. KORFUKNATTLEIKUR KK-ingar i cvropukeppm ÚRSUT Knattspyrna Reykjavíkurmótið, úrslitaleikur KR-Fram.....................2:1 Björn Rafnsson 85. Viðar Þorkelsson (sjálfsm.) 116. — Pétur Ormslev (vsp) 43. Áhorfendur: 1.145. Körfuknattleikur Úrslitakeppni NBA-deildarinnar Austurileild, 2. umferð: Chicago Bulls—Philadelphia.101: 96 -^eChicago er yfir, 2:0, en fjóra sigra þarf til að komast áfram. Islandsmeistarar KR í hafa ákveðið að taka þátt í Evrópu- keppni meistaraliða í körfuknatt- leik næsta vetur. Njarðvík á rétt til að keppa í Evrópukeppni bikar- hafa og ÍBK í keppni félagsliða en félögin hafa ekki tekið ákvörð- un um þátttöku. KR-ingar náðu mjög góðum árangri í Evrópukeppninni í fyrra. Liðið sló út enska liðið Hemel Hempstead í 1. umferð en tapaði fyrir franska liðinu Orthez í ann- arri umferð. Páll Kolbeinsson, nýráðinn þjálfari KR, sagði það mjög mikil- vægt fyrir liðið að taka þátt í Evrópukeppni. Reynslan væri mikilvæg og sjálfsagt að fylgja eftir góðum árangri síðasta vetr- ar. GOLF LEK-mót í Grindavík Opið öldungamót í golfi fer fram á sunnudaginn í Grindavík. Tímapantanir eru í golfskála frá kl. 15-17 á morgun en ræst verður út frá kl. 9 á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.