Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 17 hefðu þeir betur leitað ráða hjá Guðjóni. Síðasta greinin hans birtist eftir að hann hafði farið að heiman í síðasta skipti. Þetta var kveðja til stjórnenda landsins. Guðjón hafði gott minni, var vin- margur og þekkti mikið af fólki og vissi deili á ætterni og sögu flestra. Því hafði ég hvatt hann til að skrifa ævisöguna. Það hefði verið fróðleg bók. Allt séð með augum Guðjóns. Sú bók verður aldrei skrifuð. Það er svo margt, sem hverfur á þennan hátt. Oft hverfur það, sem síst skyldi. Guðjón var vantrúaður á líf eftir dauðann, en þegar séð var, hvert stefndi, fór hann jafnvel að efast um þessa vantrú. „Vitundarlausa tilveran“ hans ber vott um íhugun fram á veginn ósýnilega. Eitt sinn sagði hann: „Ef það er eitthvert frámhald, eftir þetta líf. . .“ Síðan kom þögn. Ætlaði hann að gera vart við sig? Það hafði leynst slysa- gildra, og hún ekki lítil í mínu húsi, sem „hrundið var niður“ á eftir- minnilegan hátt með miklum fyrir- gangi, sama daginn og hann lést. Undirskriftin var hans. Þá veit maður það. Síðustu mánuðina naut hann heimahlynningar Krabbameinsfé- lagsins, og dáðist að alúð þeirrar líknarstarfsemi. Frænkur hans tvær, Sigurbjörg og Helga, reynd- ust Guðjóni vel í erfiðum veikindum hans. Sálræn aðhlynning er sjúkl- ingi jafnvel mikilvægust. í legu á Landakoti var hann veikari en svo, að hann skynjaði slíkt. Rétta um- hverfið var honum þá horfið. Jafn- vel það gerðist skjótar en hann átti von á. Eitt ósýnilega bragðið enn. Sjálf stjórnstöðin var fallin á undan. Guðjón lést á Landakotsspítala að porgni 2. maí. Ég kveð hér góðan vin minn með söknuði og virðingu. Blessuð sé minning hans. Jón Brynjólfsson Góður maður er genginn. Með Guðjóni Teitssyni fyrrverandi for- stjóra Skipaútgerðar ríkisisn er genginn gagnmerkur og góður drengur. Það man ég fyrst er ég var í Verzló að leiðir okkar lágu saman í „Gimli“, sem þá var mötuneyti í Lækjargötunni. Guðjón var þá skrifstofustjóri hjá Ríkisskip, en í mötuneytinu var hann „potturinn og pannan", eins og raunar í öllu sem hann kom nálægt. Guðjón var mikill útivistarmaður, átti hesta og ferðaðist um landið, stundaði sund og skíðaíþróttir, og bar af öðrum fyrir frækilega frammistöðu í eftirlætis íþrótta- greinum sínum. Söngmaður var Guðjón góður, og hafði unun af góðri tónlist. Hann var hrókur alls fagnaðar í heimahúsum, og söng oft fyrir. Guðjón var margfróður, mála- maður mikill, og snaraði m.a. bók um Nixon fyrrverandi Bandaríkja- forseta á íslensku. Guðjón lét þjóðfélagsmál mikið til sín taka, og skrifaði íjölmargar greinar í dagblöðin um dægurmál og áhugaefni sín. Hin seinni ár beindist áhugi Guð- jóns æ meira að skáklistinni. Við Guðjón vorum skákfélagar í fjölda- mörg ár, og ótaldar eru þær brýnur sem við háðum yfir skákborðinu. Oft var allt í loftköstum þegar klukkan taldi síðustu sekúndurnar í hraðskákinni, en alltaf endaði þetta með fullri vinsemd og frið- sæld. Guðjón var um tímabil í stjórn Taflfélags Reykjavíkur, eða um sama leyti og skákfélagi okkar Guðfinnur Kjartansson var formað- ur. Guðjón stjórnaði þó skákmótum og skákæfingutn um áraraðir eftir það, og þótti enginn skákstjóri stjórnsamari eða röggsamari en Guðjón. Að endingu kveð ég minn gamla og góða vin og skákfélaga. Ég held ég megi bera honum kveðju skákfé- laga okkat' allra. Við munum sakna hans, en við þökkum honum allir góða viðkynningu, drengskap og ógleymanlegan hressilegan félags- skap. Richardt Ryel Guðjón Teitsson fyrrverandi for- stjóri Skipaútgerðar ríkisins er lát- inn. Guðjón fæddist árið 1906 og var því á 85. aldursári er kallið kom. Farsæll og langut' starfsferill í þjónustu hins opinbera verður ekki rakinn hér, en er Guðjón fór á eftir- laun 1976 hófust afskipti hans af málefnum Taflfélags Reykjavíkur sem naut starfskrafta hans í heilan áratug. Guðjón var í stjórn þess félags á árunum 1977-87 og var virkur þátttakandi í því uppbygg'- ingarstarfi sem unnið vat' í TR á þessum árum og er nú þessi árin að bera ríkulegan ávöxt eins og alþjóð veit. Þannig var Guðjón um árabil eftirlitsmaður og stjórnandi kvöldæfinga Taflfélagsins og minn- ast vafalaust margit' rólegrar og höfðinglegrar framkomu hans, þar sem ætíð vat' þó stutt í kímni og léttleika. A stjórnarfundum vat' Guðjón ávallt tillögugóður og á hann var hlustað, enda duldist engum ein- lægur áhugi hans á framgangi fé- lagsins og öflugur stuðningur sem var ekki aðeins í orði heldur einnig í verki. Bætt húsnæði TR var Guð- jóni mikið hjartans mál og er félag- ið réðst í kaup á hinu glæsilega húsnæði í Faxafeni 12 lagði hann umtalsvert fé til byggingarinnar og sýndi þannig hug sinn í verki. Guðjón hafði reyndar sjálfur mik- ið yndi af að tefla og tefldi hrað- skák við kunningjana eins lengi og stætt var og hélt oftast sínum hlut þótt komið væri á níræðisaldur. Og nú er Guðjón allur. Við sem eftir sitjum getum ekki deilt við þann dómara, sem kallaði hann til nýrrar taflmennsku að lokinni langri og veltefldri æviskák hérna megin grafar. Okkai' er aðeins að þakka hið mikla framlag Guðjóns til eflingar Taflfélags Reykjavíkur. Eftir standa verk hans og minn- ing um traustan og góðan dreng. Eftirlifandi ættingjum Guðjóns sendum við einlægar samúðarkveðj- ur. Stjórn Taflfélags Reykjavíkur Rétt verð kr. 36.990,- Rétt verð kr. 33.500,- Sláttuvélar fyrir allar stærðir garða. ★Sláttutraktorar ★ raforf ★ vélorf ★ kantklippur ★ hekk- klippur ★ o.fl. Einungis viðurkennd hágæðamerki ★ MURRAY ★ ECHO ★ AL-KO. Góð varahluta- og viðhalds- þjónusta. Póstsendum um land allt. Metsöluhjólið Murray og önnur úrvalsreiðhjól fyrir alla fjölskylduna. Sláttuvéla- & Hjólamarkaður ' Hvellu r Smiðjuvegi 4c, Kóp S: 689699 og 688658 SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI * 3 <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.