Morgunblaðið - 26.07.1990, Side 40

Morgunblaðið - 26.07.1990, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990 «C£/nA«n * Ast er... . . . að njóta útiverunnar. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1990 Los Angeles Times Syndicate 703 Innbrotið var hið fullkomna innbrot uns ég missti gull- stangirnar_____ Mig grunar að maðurinn minn viti allt um okkur. HÖGNI IIREKKVÍSI Utvarpið komiá fót hljóð- snældu- leigu Hvemig líður fram- kvæmdum við Gullfoss? Til Velvakanda. Ég vil koma á framfæri sérstöku þakklæti til Ríkisútvarpsins fyrir stórskemmtilega þætti byggða á sögum Douglas Adams. Eg man ekki til þess að hafa áður heyrt jafnvel unna endursögn úr bókum í útvarpi og hvet forráðamenn Ríkisútvarpsins til að halda áfram á sömu braut. Leikgerð ýmissa at- riða sögunnar er með miklum ágæt- um og standa leikarar sig með prýði. Eins vil ég þakka fyrir Sinnu og fagna þeirri stefnubreytingu sem þar hefur orðið með tilkomu nýrra umsjónarmanna. Það vili því miður alltof oft brenna við að þættir um menningarmál verði þunglamalegir og leiðinlegir, einskonar leshringir fyrir þröngan hóp list- og bók- menntafræðinga. Núverandi um- sjónarmönnum Sinnu hefur bless- unarlega tekist að gera þættina aðgengilega og skemmtilega án þess að það komi niður á dýpt og menningargildi þeirra og er það vel. Aðrir skemmtilegir og góðir þættir sem vert er að þakka fyrir eru meðal annars Kviksjá, tónlistar- þættirnir hans Hermanns Ragnars, klassísku tónlistarþættirnir og þátt- urinn hans Árna Ibsen þar sem hann ræðir við fólk um það sem á daga þess hefur drifið. Að lokum.vil ég koma á fram- færi þeirri hugmynd við forráða- menn ríkisútvarpsins að komið verði á fót hljóðsnælduleigu hjá stofnun- inni þar sem hægt yrði að leigja þætti og þáttaraðir sem útvarpað hefur verið. Hlustandi Til Velvakanda. Það var skrifað í Víkveija um daginn um bætta aðstöðu við Geysi og hvað það væri nú áríðandi að hafa huggulegt þar í kring, en það hefur verið ótrúlega hljótt um Gull- foss í nokkur ár. Ég kom þangað snemma í vor með tvo útlendinga og þar er engin aðstaða, hvorki salerni né veitingasala. Engin bygg- ing er þar, bara auðn og tóm og svo auðvitað fossinn. Fyrir nokkuð löngu síðan var talað um að byggja stöð þarna en hvemig ætli þau mál standi nú. Málið fór í einhverja nefnd og hefur ekkert orðið úr neinu. Það sem vantar þarna er einungis smá að- staða fyrir ferðafólk, engar stórar byggingar. í gamia daga var þarna góður skáli þar sem var salernisað- staða og hægt að fá veitingar, að- staðan var ekki góð en þó betri en engin. Mér finnst forkastanlegt að engin aðstaða skuli vera þarna nú. Því langar mig til að spyija hvernig framkvæmdum við Gullfoss líði. HT Víkverji skrifar Veðrið skiptir mannfólkið mis- miklu máli. Mestu máli skipt ir það auðvitað í sveitum landsins, í þéttbýlinu er það í raun aðeins spurning um þægindi. Mörgum virðist ómögulegt að átta sig á þeirri staðreynd, að hitastig er að jafnaði lágt hér á landi og skilja ekkert í því af hverju ekki skuii vera hér „grenjandi sólskin“ upp á hvern dag. Á flestum starfsmönn- um útvarpsstöðva má skilja að það sé hreinasta ósvífni að betra veður sé norðan lands og austan, en sunn- an og vestan. Einn þeirra sagði fyrir nokkru, að það þyrfti kjark- mann til að lesa veðurspána, en samkvæmt henni átti að rigna á höfuðborgarsvæðinu. Það er kom- inn tími til að þetta fólk átti sig á því að höfuðborgin er einfaldlega á röngum stað á sumrin, ef það er blíðan, sem skiptir máli. Til að tryggja borgarbúum alltaf bezta veðrið er því nauðsynlegt að borgin verði fyrir norðan á sumrin, en sunnan á veturna, því væntanlega sætta borgarbúar sig ekki við snjó- inn. xxx Mikið er jafnan um fram- kvæmdir á vegum borgarinn ar á sumrin. Nauðsynlegt er að sinna viðhaldi gatna með malbikun, en Víkveiji verður ekki var mikils skilnings vegfarenda á þessari nauðsynlegu vinnu. Miklu oftar heyrast menn bölva og ragna yfir því að þurfa að draga úr hraða vegna frakvæmdanna eða þurfa aðra leið á áfangastað en áður var ætlað. Skammsýni af þessu tagi er því miður allt of algeng og kannski einkennandi fyrir hugsunarhátt okkar íslendinga. Okkur liggur að jafnaði svo mikið á, að við gleymum gjarnan því, sem árangurinn bygg- ist alla jafna á, góðri undirstöðu. Það getur verið tímafrekt og erfitt að búa svo um hnútana, að þeir losni ekki, þegar á þá reynir, en haldi þeir ekki, hefur til lítils verið barizt. XXX Víkveiji þekkir nokkuð til íþróttaiðkana í Færeyjum, einkum knattspyrnu. í einu, að minnsta kosti, hafa þeir frændur vorir skotið okkur ref fyrir rass. Þar eru hvorki fleiri né færri en um 10 fullkomnir gervigrasvellir, en þar þýðir varla að bjóða upp á lakari aðstæður í fyrstu deild. Sem dæmi um stórhuginn má nefna, að á Vogey eru þijú þorp, hvert um sig með 700 til 1.000 íbúa. í tveim- ur þeirra hafa þegar verið gerðir gervigrasvellir og í því þriðja er verið að hefja gerð slíks vallar. Hver völlur kostar tæpar 40 milljón- ir íslenzkra króna. Hafa þessar vallabætur þegar skilað töluverðum árangri að mati færeyskra spark- fræðinga. xxx Oft er skammt öfganna á milli. Sjálfsagt er að knattspyrnu dómarar haldi aga og tökum á leiknum og láti leikmenn hvorki komast um með múður né harð- ræði. Hins vegar gengur þetta orð- ið anzi langt, þegar verið er að reka smádrengi út af og jafnvel setja þá í leikbann til langs eða skamms tíma fyri að missa eitthvað út úr sé við dómarann í hita lei'ksins, þegar menn komast upp með hreina líkamsárás á mótheijann og hljóta fyrir vikið minni refsingu eða jafn- vel enga. Dómgæzla af þessu tagi á sér því miður stað hér í yngstu flokkunum og er úrbóta þörf. Kjaft- háttur við dómara á engu að síður ekki að eiga sér stað, en misræmið í refsingunum er of mikið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.