Morgunblaðið - 13.09.1990, Síða 9

Morgunblaðið - 13.09.1990, Síða 9
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 9 NÝTT NÁMSKEIÐ Innhverf íhugun er einföld tækni, sem allir geta lært. Dagleg iðkun hennar veitir djúpa og endurnærandi hvíld, sem vinnur gegn streitu. Nýtt námskeið í innhverfri íhugun hefst með kynningar- fyrirlestri sem allir geta sótt endurgjaldslaust og án skuldbindingar. Staður: Hótel Loftleiðir (fundarsalur í kjallara). Tími: Kl. 20.30 í kvöld, fimmtudag. Nánari upplýsingar í síma 16662. íslenska íhugunarfélagið. Maharishi Mahesh Yogi TOYOTA NOTAÐIR BÍLAR Athugasemd! Bílar með staðgreiðsluverði eru einnig fáanlegir með lánakjörum skv. lánatöflu Toyota bílasölunnar. TOYOTA TERCEL 4 x 4 ’88 Rauður. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 45 þús/km. Verð 760 þús. staðgr. TOYOTA DOUBLECAB '90 Dökkblár. 5 gira. 4 dyra. Ekinn 10 þús/km. Verð 1.520 þús. staðgr. FORD FIESTA '87 Rauður. 5 gíra. 3 dyra. Ekinn 42 þús/km. Verð 480 þús. TOYOTA COROLLA SEDAN ’88 Gullsans. 4 gíra. 4 dyra. Ekinn 34 þús/km. Verð 750 þús. TOYOTA COROLLA LB '88 Steingrár. 5 gíra. 4 dyra. Ekinn 54 þús/km. Verð 770 þús. stgr. TOYOTATWIN CAM '84 Hvítur. 5 gíra. 2 dyra. Ekinn 67 þús/km. Verð 510 þús. stgr. TOYOTA I eigin barm Enginn inælir gegn því, að verulegur árangur hefur náðst í baráttunni við verðbólguna á undanf- ömum mánuðum. Ráð- herrarnir í ríkisstjóm Steingrims Hermanns- sonar hafa að sjálfsögðu leitast við að slá sér upp á þessu. Við öllum al- menningi blasir hins veg- ar sú staðreynd, að þessa framvindu mála má rekja til kjarasamninga sem aðilar vimiumarkaðarins gerðu í febrúar og lögðu upp í hendumar á ríkis- sljóminni. Uni þann samning hefur ekki verið ágreiningur milli sfjómar og stjómarandstöðu. Helstu vandræðin sem menn hafa lent í við fram- kvæmd hans snertir ríkis- stjómina sjálfa og samn- inginn sem hún gerði í fyrra við háskólamennt- aða starfsmenn sína. Upp- hlaupið um mitt sumar vegna þess máls var enn til að sýna fólki, hve ráð- herrum em mislagðar hendur. Tilvistarvandi ríkis- sljórnarinnar hvílir eins og skuggi yfir henni. Mönnum em enn í fersku minni atburðimir sem leiddu til þess að Borgara- flokkurinn gerðist aðili að ríkissljóminni fyrir réttu ári (10. september 1989), hrossakaupin og undirmálin öll. Raunar er það eitt helsta einkenni þessarar stjómar, að þeir sem í henni sitja virðast tilbúnir til að láta flest sem kennt er við staðfestu og stefnu í stjómmálum lönd og leið aðeins til að geta setið áfram í stjóm- inni. Þeim mun meiri sem upplausnin verður innan dyra þjá ráðherrunum því sterkari verða yfirlýsing- ar sumra þeirra um að þessi ríkisstjórn sitji ekki aðeins út þetta mörtíma- .bil heldur allt hið næsta. Þegar ráðherrai-nir leita að skýringunni á því, hvers vegna flokkar þeirra njóta ekki meira Stjórnarflokkar í vanda Nýjasta skoðanakönnun Félagsvísinda- stofnunar Háskóla íslands, sem birtist hér í blaðinu í gær, sýnir, að stuðningsflokkar ríkisstjórnarinnar ná sér ekki á strik; helst er það Alþýðuflokkurinn sem lyftir sér mið- að við síðustu könnun; allir eru þó flokkarn- ir langt fyrir neðan fylgi sitt í síðustu kosn- ingum og Borgaraflokkurinn augsýnilega úr sögunni. Fylgi Kvennalistans fer í fyrsta sinn niður fyrir það, sem listinn fékk í kosn- ingunum vorið 1987. Sjálfstæðisflokkurinn bætir hins vegar stöðu sína verulega og fengi hreinan meirihluta atkvæða, ef spá Félagsvísindastofnunar gengi eftir. fylgis en kannanir gefa til kynna, þurfa þeir að- eins að líta í eighi barm til þess að leita að skýr- ingunni. Undir teppið A undanfömum vikum hefur mörgum ágrein- ingsmálum verið sópað undir teppið iiman ríkis- stjórnarimiar. Ráðherr- amir forðast greinilega að takast á við þau, þar sem höggva skal á hnút- inn, innan ríkisstjórnar- innar sjálfrar. Málin sem hér um ræðir em marg- breytileg: búvömsamn- ingur, loftferðasamning- ur við Sovétríkin, breyt- ingar á eignaraðild að Islenskum aðalverktök- um, aðlögun Islands að sammna Evrópurikja og álmálið. Hér em aðeins tíunduð mál sem ráðherrar hafa deilt um opinberlega síðustu vikumar. Þeir em ósamstiga í mörgu öðra. I hringiðunni miðri er forsætisráðherra sem stendur að úrlausn mála en kemur síðan fram í dagsþ'ósið á eftir og lætur í ijós efasemdir um að rétt hafi verið að úrlausn- inni staðið og gagnrýnir meðráðherra sína undir rós. Jón Baldvin Hannibals- son utanrikisráðherra hefur marglýst yfir því, að þróun samskiptanna við Evrópu og samningar Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evr- ópubandalagsins (EB) sé stærsta utanríkismál líðandi stundar. Hefúr utanrikisráðherra gerst sérstakur talsmaður þess- ara samninga og síðast í gær birtist yfirlýsing frá bonum og Jacques Poos, utanríkisráðherra Lúx- emborgar, þess efnis, að mikill áhugi sé á því að samningaviðræðum EB og EFTA Ijúki fyrir ára- mót, Steingrímur Her- mannsson forsætisráð- herra lýsti hins vegar yfir því á fundi með ungum framsóknarmönnum fyrir skömmu, að liann teldi litlar líkur á því að nokk- ur samningur milli EFTA og EB yrði gerður. Hon- um þætti ólíklegt, að þess- ar viðræður bæm nokk- urn árangur. Hvaða stefnu hefur ríkisstjómin í þessu máli? Hvemig er samstarfi háttað í ríkis- sljórn, þar sem jafn mikið ber á milli foi-sætisráð- herra og utanríkisráð- herra í stærsta utanríkis- máli þjóðarinnar og hér er lýst? Þagað í álmáli Skýrasta dæmið um stjómarhætti rikisstjóm- ar Steingríms Hermanns- sonar um þessar mundir sjá menn með þvi að huga að gagnrýni stjómarþing- manna á meðferð álmáls- ins, sem er í höndum Jóns Sigurðssonar iðnaðarráð- herra. A forsíðu Þjóðvilj- ans í gær segir Ragnar Amalds: „Það er aðalá- gallinn í þessu máli að það fer ekki fram nein um- ræða.“ Og Þjóðviljinn heldur áfram: „Þingmenn hefðu td. ekki fengið upp- lýsingar sem byggjandi væri á fyrr en fyrir örf- áum dögum. Engu að síður ætti að ganga frá samningsdrögum við Atl- antsál næstu daga.“ Ragnar Arnalds telur, að iðnaðarráðherra skrifi undir samning við Atlant- sál við álverið með fyrir- vara um samþykki Al- þingis og bætir síðan við: „En að sjálfsögðu vitum við að eftir að hann er búhm að gera bráð- birgðasamning með fyrir- vara, verður engu breytt, það verður ekki hægt að hnjka neinu.“ I þessu orðalagi felst ekki önnur skoðun en sú, að Ragnar Arnalds, þing- maður Alþýðubandalags- ins, gerir þvi skóna að þingmenn standi frammi fyrir orðnum hlut með undirrituðum samningi iðnaðarráðherra. Kyngja ráðherrar Alþýðubanda- lagsins þessu? Verður þetta mál látið vera eitt af óleystu málunum innan ríkisstjómarinnar, þar til samningamir við Atlant- sál em í höfn? H L f 1 Ný útboó I dag hefjum við sölu á hlutabréfum í Útgeröar- félagi Alcureyringa og í næstu viku í Sæplasti hf. Allar nánari upplýsingar gefa ráðgjafar okkar í sími 689080. BREYTTUR OPNUNARTÍMI Frá og meó 15. sept. verður opnunartími okkar kl. 09-17. Sölugengi verðbréfa 13. sept. *90: EININGABRÉF 1.........................5.077 EININGABRÉF2.......................,..2.761 EININGABRÉF3.......................... 3.344 SKAMMTÍMABRÉF......................1.712 Gengi hlutabréfa hjá Kaupþingi hf. 13. sept. 1990: Kaupgengi Sölugengi Alþýðubankinn .... 1,20 1,26 Eimskipafélag Islands hf .... 5,18 5 44 Flugleiðir hf .... 1,97 2,07 Hampiðjan hf 1 70 Hlutabréfasjóðurinn hf .... 1,61 1,70 Eignorhaldsfélag Iðnaðarbankans hf.... 1,60...... 1,68 Olíufélogið hf 5,15 5,42 Sjóvá-Almennar hf 6,20 6,50 Skagstrendingur hf 3,80 4,00 Skeljungur hf .... 5,25 5,52 Tollvörugeymslan hf 1,02 1,07 Verslunorbankinn hf 1,31 1 38 Útgerðarfélag Akureyringa hf 2,85 3,00 Þróunarfélag íslands hf 1,60 1,70 Oliuverslun islands hf 1,77... 1,86 Grandi hf 1,78 1,87 Hlutabréf i flestum ofangreindum hlutafélögum eru greidd út samdægurs. KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki, Kringlunni 5, 103 Reykjavík, sími 91-689080

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.