Morgunblaðið - 13.09.1990, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.09.1990, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 „Umhver físsj ón- armið“ og álverið eftirPhilip Vogler Gaman er að hafa fjölmiðlana til að frétta af umheiminum og einnig þegar maður ætlar að segja eitt- hvað við hann, eins og ég vil gera nú. En miður hefur mér þótt síðustu daga þegar fjölmiðlar hafa kennt afstöðu til staðsetningar álvers við ákveðna fiokka. Þetta kom til vegna deilunnar milli A-flokkanna. Þar var púðurtunna og fjörugt frétta- efni, þannig að fjölmiðlar beindu öllum augum þangað. Frammá- menn voru spurðir spurningar, sem helst skerptu á þessari deilu. I hita leiksins leit út fyrir að það væru aðeins tvær hliðar á málinu, hlið Alþýðuflokksins og hlið Alþýðu- bandalagsins. En auðvitað erum við mörg sem höfum skoðun á málinu án þess að tengjast þessum tveim flokkum á nokkurn hátt. Ég vil einmitt tjá mig óflokks- bundið um það sjónarmið að láta hagkvæmni og þó sérstaklega um- hverfissjónarmið ráða staðsetningu álvers. Umhverfisvernd verðum við að setja í sem stærst samhengi. Grundvöllurinn undir álver á að vera orka Húnavatnssýslu, Suður- landi og þó einna mest frá Fljóts- dal. Þar fer mikið land undir vatn, sem eru upphafsspjöll álframtaks- ins. Mengun lofts og jarðvegs kem- ur fyrst seinna, hvar sem álverið verður, ef það verður. En hvað eiga þessir fjórðungar að fá til baka við missi gróðurvinja eins og Eyja- bakka inn af Fljótsdal? A tímum vaxandi ferðaþjónustu og mótstöðu við tilbúinn áburð verður aldrei sæst á að það sé hægt að rækta upp eitthvað jafngilt á öðrum stað. Og hvað fá þá t.d. Norðurland með Blöndu sína og Austfirðingar með Fljótsdal sinn fyrir sínar fórnir? Svarið er, nema að álver eða annar iðnaður komi í t.a.m. Eyjafjörð eða Reyðarfjörð, að þessir fjórðungar fái ekki neitt sem hægt er að byggja á til frambúðar. Það verður þveröf- ugt; orkan úr stærstu orkulindum þeirra mun sogast suður. Á eftir orkunni í raflínunum geta íbúar sem eftir sitja horft á ungmenni sín og skatttekjur af atvinnunni hverfa einnig suður. Ég sagði að mig langaði til að setja umhverfismálin í sem stærst samhengi, og það vil ég gera. Það Macintosh fyrir byrjendur Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á 15 klst námskei&i fyrir byrjendur! Fáiö senda námsskrá. Excelnámskeið • Macintosh Excel er öflugasti töflureiknirinn fyrir Macintosh og PC! 12 klst námskeið fyrir byrjendur og lengra komna! Word námskeið • Macintosh Word er fjölhæfasta ritvinnsluforritiö fyrir Macintosh! © 12 klst námskeið fyrir byrjendur og lengra komna! ó>0 Tölvu- og verkfrœöiþjónustan Grensásvegi 16 - fjögur ár f forystu SIEMENS SMríH&NORLAND Nóatúni 4 S. 28300 Ljósmynd/Skarphéðinn Þórisson Séð yfir Eyjabakka austan Snæfells. Fyrirhugað miðlunarlón Fljótsdalsvirkjunar kæmi til með að sökkva þessu landi að mestu leyti. sem verður eftir, sérstaklega á Austfjörðum, eru sjávarþorp á fall- anda fæti, einhæft atvinnulíf í kringum fiskinn, eins og hefur lengi verið. Þar komum við loks auga á „umhverfisvernd", þessi þorp eiga að vera svona áfram. Bárujárnshús frá liðinni tíð, pínu-bær í kringum lítt uppbyggða höfn, malarvegir, stöðnun og jafnvel smá niðurníðsla: þetta er rómantíkin sem við getum svo auðveldlega varðveitt með að flytja allar framfarir á Keilisnes. Þar með varðveitum við jafnframt mynd sem allir þegar þekkja af umhverfinu á suðvesturhorninu; henni tilheyra hröð uppbygging og framþróun. Er eiginlega hægt að vemda ísienskt umhverfí meira en með að tryggja að allt haldi áfram að vera eins og það hefur þróast um áratugi? Þó að ég sé fylgjandi umhverfis- „Hrepparígur má aldrei sundra okkur svo mikið að allt sogist suð- ur á meðan.“ vernd, þá fínnst mér of langt geng- ið. Ég er líka Austfirðingur, en myndi betjast með kjafti og klóm með Eyfirðingum ef það myndi bara þýða að öll orkan færi ekki suður eins og svo margt annað. I Eyjafirði hlýtur ávallt að búa fólk með landsbyggðarsjónarmið, sem t.d. skilur að það nær ekki nokk- ’urri átt að hringvegurinn lokast flesta mánuði ársins yfir Möðru- dalsöræfin. Hrepparígur má aldrei sundra okkur svo mikið að allt sog- ist suður á meðan. Það væri þjóð- hagslegt slys ef slíkt gerðist með stærstu orkulindir okkar núna. Þó erum við ekki einu sinni öll sam- mála um ágæti álvers yfir höfuð. Ég get ekki varist að álíta að aldr- ei hefði stefnt í þetta slys, hefðu allir fjórðungar virkt stjórnsýslu- stig. Ekki getur fámennur hreppur í Fljótsdai eða einn og einn sjávar- bær strítt gegn landsstjórn, þar þarf stærri einingu til. Én fylkis- stjórnir tilheyra enn framtíðinni. íbúar þessa lands allir, við verðum sem einn að tryggja núna að orka nýtist sem næst heimabyggðinni! Við verðum að byggja upp um- hverfi okkar um land allt; möguleik- ar til framþróunar mega ekki allir tapast suður. Höfunclur erkennari við menntaskólann á Egilsstöðum. Nýöld o g bjartara líf eftirRafn Geirdal Allir hafa áhuga á að lifa betra lífí. Lífi sem er jákvætt og bjart og gengur snurðulaust fyrir sig frá upphafi til enda. Hins vegar virð- umst við oft lenda í algjörum vand- ræðum, þegar skakkaföllin taka við og virðast aldrei ætla að taka enda. Málið er að hugur okkar hefur ótrúlega mikii áhrif á líðan okkar og því hvernig við stýrum okkar lífi. Komið hefur í ljós, með marg- földum rannsóknum á undanförn- um árum að lífstíll fólks hefur meg- ináhrif á líðan þess, hvort sem um er að ræða heilsu eða sjúkdóma. Klassískt dæmi er magasár sem afleiðing af langvarandi streitu og lélegu fæði. ÁVAXTACRAUTAR VERSLUNARDEILD SAMBANDSINS En það er fleira hægt að gera heldur en einfalda fæðuráðgjöf, slaka aðeins betur á og hugsa að- eins jákvæðara. Þetta er heill lífstíll, og nú eru teknir að berast til lands- ins allskyns ólíkar aðferðir til að líta á lífíð, og fjöldi æfinga til að fara eftir. Þetta er allt frá því að læra ákveðna tækni í líkamsbeit- ingu og upp í andlega rækt eins og _að læra handayfirlagningu. Ég tel að þetta sé allt tvímæla- laust af hinu góða, en þó er ýmis- legt sem ber að varast. Það er eitt að skoða og virða fyrir sér nýja hluti og annað að stökkva út í þá, án þess að skoða á neinn hátt bak- grunn þeirra. Það er til dæmis afar mikilvægt að bakgrunnur þeirra sem eru að kenna þessi námskeið sé góður, og standi á einhverjum grunni. Annars er hætta á að fólk fari sér að voða. í þessu skyni er í raun nauðsyn að það fari fram einhvers konar fræðsla fyrir fólk sem hefur áhuga á þessum málum, til að tryggja að það velji rétt. Ég get líkt þessum straumum við heila hafbylgju af nýjum hlutum sem skola upp á land- steinana, en síðan verðum við að velja hvað er gott fyrir okkur og hvað ekki. Og það sem er gott fyr- ir okkur getur verið slæmt fyrir næsta mann. Þessir straumar í alhliða ræktun mannsins eru oft kenndir við nýöld- ina. Það er ákveðin trú manna að við iifum á sérstökum tímum í mannkynssögunni, þar sem við höf- um tækifæri til að ganga inn í mjög bjarta tíma og að við getum lifað betra lífi en áður hefur staðið til boða. Ég ætla að vona að þetta sé rétt, því ég get ekkert hugsað mér betra fyrir okkur íslendinga, bjart- ara líf þar sem hægt er að rækta sjálfan sig á allskyns máta andlega sem líkamlega. Með þessu náum við einingu sem er einkenni heil- Rafn Geirdal „Þessir straumar í al- hliða ræktun mannsins eru oft kenndir við ný- öldina. Það er ákveðin trú manna að við lifum á sérstökum tímum í mannkynssögunni, þar sem við höfum tækifæri til að ganga inn í mjög bjarta tíma og að við getum lifað betra lífí en áður hefur staðið til boða.“ brigðs manns, og það er ekkert frekara sem við þurfum. Látum því grísku kjörorðin frægu vera kjörorð okkar á þessum nýju tímum: Heil- brigð sál í hraustum líkama! Heil og sæl. Höfundur er skólastjóri. h > Í > í Í > I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.