Morgunblaðið - 13.09.1990, Side 20

Morgunblaðið - 13.09.1990, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 Heímkyimí í þrem- ur heimsálfum Jóhannes ásamt foreldrum sinum, Ólafi Ólafssyni og Herborgu. Hann er fyrir miðju. Fjölskylda Jóhannesar Ólafssonar og Áslaugar Johnsen. Myndin er tekin fyrir mörgum árum, er þau voru heima í leyfi. Kínverskur fijótabátur, svipaður þeim er Jóhannes ferðaðist mikið á I Kína í æsku. eftir Kjartan Jónsson „Ég er fæddur í Noregi eftir sög- ulega ferð í kviði móður minnar yfir Síberíu og Rússland, eftir að foreldrar mínir urðu að flýja frá Kína árið 1927 vegna ófriðar- ástands. Öllum útlendingum var þá skipað aðbyfirgefa landið. Foreldrar mínir höfðu þá lokið fyrra 7 ára starfstímabili sínu þar. Tæplega tveggja ára gamall fluttist ég til Kína með foreldrum sínum og ólst þar upp til 9 ára aldurs. Venjulega var farið með skipum á milli Evrópu og Austurlanda. Þetta var langt ferðalag, sem tók margar vikur. En því var ekki lokið, þótt komið væri til Kína, því að þar tók við mánaðar ferðalag eftir fljótum þessa mikla ríkis, aðallega á litlum bátum. Árnar voru aðalsamgöngu- leiðirnar. Oft urðu tafir vegna óeirða og uppivöðslusamra rænin- gjaflokka, sem hreinsuðu landið, þar sem þeir fóru, af mat og verð- mætum. Faðir minn hefur lýst einni slíkri ferð þannig: „í tíu daga var báturinn í samfloti með ræningjum og háður vilja og duttlungum þeirra. Venjulega héldu ræningj- arnir kyrru fyrir á daginn um borð í bátnum, sváfu þá eða reyktu óp- íum, sátu átveislur og svölluðu. Með kvöldinu hófust ránsferðir og stóðu til morguns. Margar nætur gátum við ekki sofið fyrir skotum og skark- ala.“ Heimili okkar var í Dengdjó, bæ á miðri Honan-sléttu, sem er austarlega í Mið-Kína.“ Það er Jóhannes Ólafsson, lækn- ir og kristniboði, sem rifjar upp endurminningar í stofunni hjá mér. Hann býr og starfar í S-Noregi. Jóhannes er orðinn rúmlega sextug- ur óg hefur frá mörgu að segja, enda hefur margt drifið á daga hans. Hann er hár og grannur og hefur erft hið hljóðlega og hógværa fas móður sinnar, Herborgar, sem er frá heimabyggð Ingólfs Arnar- sonar í Noregi. Hún kynntist manni sínum, Ólafi Ólafssyni, í Kína. Þar hófu þau einnig sinn búskap. Ólafur er löngu kunnur orðinn hér á landi.. Hann var fyrsti íslenski kristniboðinn innan þjóðkirkjunnar, sem kostaður var til starfa af ís- lenskum aðilum. Hann hafði eldmóð og sannfæringu brautryðjandans, enda tekur það enginn upp hjá sjálf- um sér að yfirgefa ættjörðina og leggja á sig þriggja mánaða ferða- lag yfir hálfan hnöttinn til að búa og starfa við erfiðar aðstæður á lágum launum. Hann hafði köllun frá Guði og var trúr henni í 14 ár í Kína pg heima á íslandi til dauða- dags. í merkilegri bók, „14 ár í Kína“, segir hann frá lífinu þar. Eldmóður föðurins hélst innan fjölskyldunnar og tveir synir, Har- aldur og Jóhannes, fetuðu í fótspor foreldranna, ekki í Kína eins og til stóð, heldur í Eþíópíu, vegna þess að kommúnistar lokuðu hinu mikla ríki í austri fyrir útlendingum. Har- aldur er um þessar mundir að störf- um í Eþíópíu. Hann átti stóran þátt í sköpun ritmáls fyrir Órómómenn (ákveðinn flokkur þjóðflokka; voru áður kallaðir gallar) í suðurhluta „Ég fór vegna þess að ég hafði köllun til þess. Þó að það sé gott að vera heima, þá geta menn svo auðveldlega komist af án mín hér. A íslandi er nóg af lækn- um, en í Eþíópíu eru þeir sárafáir og heilu sveitirnar hafa löngum ekki haft neina heil- brigðisþjónustu.“ landsins og þýðingu Nýja testa- mentisins á mál þeirra. Hann er þekktur um sléttur Bórannamanna í S-Eþíópíu og norðurhluta Kenýu. Jóhannes var hér á ferð í sumar til að taka þátt í læknaráðstefnu, sem haldin var hérlendis, og_ til að heimsækja vini og ættingja. Á með- an á dvölinni stóð bjó hann hjá dóttur sinni, sem gift er íslenskum lækni. Seinni kona hans, Kari, sem hefur starfað sem kristniboði um margra ára skeið bæði í Eþíópíu og Kenýu, var með honum í ferð- inni. Fyrri konu sína, Áslaugu John- sen frá Vestmannaeyjum, missti hann fyrir fjórum árum. Honum er illa við að vera í sviðsljósinu, en féllst á að segja svolítið frá lífi sínu í Eþíópíu. Þó að hann hafi búið leng- ur erlendis en á íslandi, telur hann sig alltaf vera Reykvíking. Hann stundar læknisstörf í S-Noregi. „En hvers vegna fórstu til Eþíóp- íu? Þú hefðir getað haft það miklu betra heima á íslandi." „Ég fór vegna þess að ég hafði köllun til þess. Þó að það sé gott að vera heima, þá geta menn svo auðveld- lega komist af án mín hér. Á ís- landi er nóg af læknum, en í Eþíóp- íu eru þeir sárafáir og heilu sveitirn- ar hafa löngum ekki haft neina heilbrigðisþjónustu. Það er því heill- andi verkefni að fá umsjón yfir stóru landssvæði og vera falið að byggja upp heilbrigðisþjónustu þar. Maður finnur að maður kemur að gagni.“ JóhanneS var um tíma yfirmaður allrar heilbrigðisþjónustu Sídamó- fylkis (Provincial Medical Officer of Health), sem hefur margar millj- ónir íbúa. Hann byggði upp og skip- ulagði kristniboðssjúkrahúsið í Gí- dole í suðurhluta landsins, en hefur starfað víðar, var m.a. um tíma yfirmaður alls kristniboðsstarfs Norðmanna og Islendinga í Eþíópíu, sem sýnir það traust, sem sam- starfsmenn hans báru til hans. Jó- hannes þekkir tæplega nema af afspum vaktaskipulag sjúkrahúsa. í mörg ár var hann eini læknirinn á sjúkrahúsinu og því á vakt allan sólarhringinn. Dagamir hafa því oft verið langir og erfiðir. Þess sér líka merki á heilsunni, sem farin er að gefa sig. Að sjálfsögðu hefur aldrei verið um vaktaálag að ræða eða borgun fyrir yfírvinnu, aðeins fram- færslulaun. En Jóhannes hugsar með hlýju til Eþíópíu og hefði helst viljað fara þangað aftur og verja síðustu kröftum sínum þar ef að- stæður gerðu það kleift. Er ég spyr hann hvort heilbrigð- isþjónusta kristniboðsins hafi ein- hvetja sérstöðu miðað við störf ann- arra, verður honum greinilega mik- ið niðri fyrir. „Kristniboðar eru komnir til að vera í langan tíma, en ekki í tvö til þijú ár eins og sumir. Þeir læra mál og menningu innfæddra og læra að starfa við þær erfiðu aðstæður, sem þarna eru. Eitt aðal vandamálið í heilbrigðis- þjónustunni er ekki menntunarleysi starfsfólks, heldur siðferði þess. Víða er lyfjum stolið og síðan seld á svörtum markaði eða notuð af starfsfólkinu í starfsemi þess utan sjúkrastofnananna. Fólk getur skrifað sjúkraskýrslur án þess að líta á sjúklinga, sprautað þá með mjólk í stað pensilíns o.s.frv. Á sjúkrahúsum kristniboðsins skapast smám saman góðar hefðir og þar er kristið siðgæði leiðarljós starfs- ins. Þeir, sem fá sína þjálfun og starfa þar í mörg ár fá varanlega mótun. Kristindómurinn hefur grundvallaráhrif á manninn hið innra.“ Það er því ekki að undra þótt yfirvöld hafi beðið kristniboðið um að taka við sjúkrahúsum til að sjá um rekstur þeirra. Jóhannes hefur starfað á einu slíku í Arba Minch. Það er stórt og glæsilegt sjúkrahús á afrískan mælikvarða. Það væri ekki erfitt að halda ríkisbúskapnum hallalausum á íslandi ef íslensk sjúkrahús væru jafn ódýr í rekstri og það. En hvernig tengist sjúkrastarfið og kirkjan? Jóhannes kvaðst hafa áhuga á að efla líknarþjónustu í söfnuðunum og tengja þannig sjúkra- og kirkjustarfið. í Gídole báru meðlimir kirkjunnar sjúklinga t.d. á sjúkrahúsið, þegar kólerufar- aldur geisaði þar um slóðir fyrir mörgum árum. Æskilegt væri að meira væri gert af slíku. Sjúkrahús- in bera þess merki, að þau eru rek- in í kristnum anda og hver dagur hefst með andakt, sem oft eru haldnar af læknunum. Sérstakt starfsfólk sinnir andlegri líðan sjúklinganna. Á síðari árum hafa orðið framfar- ir í heilsugæslu Eþíópíu og starfs- fólki hefur fjölgað mikið. Kúbu- menn tóku að sér kennslu í Iæknis- fræði við háskólann í Addis Abeba eftir byltingu kommúnista. Lækn- um hefur því fjölgað mikið, en menntunarkröfur þeirra hafa hins vegar minnkað. Það er því mikil- vægt fyrir kristniboðslækna, að hjálpa hinum innlendu læknum og þjálfa þá. Kristniboðarnir hafa frá fyrstu tíð þjálfað upp starfsfólk í heilsugæslu og áætlanir eru nú uppi um að hefja rekstur hjúkrun- arskóla. „Hvernig hefur verið að starfa sem kristniboði í Eþíópíu eftir bylt- ingu kommúnista?" „Yfirvöld gerðu kristnum mönnum oft erfitt fyrir. En það er greinilegt, að guðleysis- áróður yfirvalda hafði öfug áhrif. Hann myndaði andlegt tómarúm. Það er greinilegt, að þörfin fyrir einhvern hinsta sannleika hefur aukist mjög mikið, sem sést í hlust- un á kristna boðun. Fólk varð miklu opnara eftir byltinguna en áður.“ Undirritaður getur tekið undir þetta. Á ferð um Addis Abeba í fyrrasumar var algengt að sjá svo marga kirkjugesti í sunnudags- guðsþjónustum í kirkjum borgar- innar, að stór hópur varð að standa fyir utan. Það er án efa gefandi að vera starfandi í þeirri kirkju, sem vex hraðast í heiminum. Höíundur er kristniboði. Útsýni úr kirkjuturninum á kristniboðsstöðinni í Dengdjó. Turninn til vinstri er níu hæðir og yfir 1200 ára gamall. Shór! — VerófaU! 3 daga lokatilboö 495,- 995,- 1.495,- 1.995,- 2.995,- Skóverslun Þórðeri Kirkjustrætí 8 - s. 14181.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.