Morgunblaðið - 13.09.1990, Page 23

Morgunblaðið - 13.09.1990, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 23 Málþing um hagræðingu í heilbrigðisþjónustu: Rætt um leiðir til spamaðar sem ekki bitna á sjúklingum MÁLÞING um hagræðingu í heilbrigðisþjónustunni verður haldið að Borgartúni 6 á laugardaginn klukkan 9. Hjúkrunarfélag íslands á frumkvæðið að þessu málþingi og hefúr staðið að undirbúningi þess en þátttakendur eru fulltrúar hinna ýmsu stétta innan heilbrigðiskerf- isins auk heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis. Ber máiþingið yfirskrift- ina „Er hægt að spara í heilbrigðisþjónustunni án þess að draga úr gæðum þjónustu“. Anna Stefánsdóttir, hjá Hjúk- runarfélagi íslands, sagði að mikið hefði verið rætt um 4% flatan niður- skurð á launalið í heilbrigðisþjón- ustunni á fulltrúafundi félagsins árið 1989. Hefði fundurinn sent stjórn- völdum áskorun þar sem varað var slíkum spamaðaraðgerðum enda myndu þær einungis draga úr þeirri þjónustu sem heilbrigðiskerfmu bæri að veita samkvæmt lögum. Fundur- inn sendi einnig frá sér tillögur um hagræðingu innan heilbrigðisþjón- ustunnar. í framhaldi af því hefði fjármálaráðherra óskað eftir viðræð- um við Hjúkrunarfélagið um nánari útfærslu á tillögum þess. Setti þá félagið á laggirnar vinnuhóp til að ræða þessi mál og hefði hann sett fram tillögur um hagræðingu til V estmanneyingar vilja undanþágu frá reglugerð um vigtun sjávarafla: Viðunandi lausn Kgg- ur ekki á borðinu »VIÐ ERUM að leita lausna í þessu máli og það leysist á næstu dögum. Ymsar hugmyndir eru ræddar en viðunandi lausn liggur ekki á borðinu eins og er,“ segir Arndís Steinþórsdóttir, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu. Hafnaryfirvöld í Vestmannaeyjum eru að kanna hvort hægt sé að fá undanþágu frá reglugerð um að allan afla skuli vigta í löndunarhöfn. Hægt er að svipta skip veiðileyfi ef þau fara ekki eftir reglugerðinni. Vestmannaeyjabátar, sem selja sér, en aflanum hefur verið umskip- afla sinn á Fiskmarkaði Suðurnesja, vilja fá undanþágu, þar sem aflinn sé vigtaður hvort eð er á hafnarvog- inni í Grindavík og af löggiltum vigtarmönnum á fiskmarkaðinum. Það fari illa með aflann að vigta hann þrisvar, auk þess sem það hafi verulegt óhagræði í för með að úr bátunum beint um borð í flutningaskip í Vestmannaeyjahöfn. Amdís Steinþórsdóttir segir að veiðieftirhtsmaður fylgist nú ná- kvæmlega með því hversu mikið magn og hvaða tegundir fari frá Vestmannaeyjum á fiskmarkaðinn og hverjir eigi aflann. dæmis hvort ekki væri hægt að breyta hinum ýmsu rekstrarformum innan heilbrigðiskerfisins í stað þess að setja á flatan niðurskurð. Vinnu- hópurinn átti viðræður við fulltrúa bæði heilbrigðis- og íjármálaráðu- neytis. í þeim viðræðum hefði vakn- að hugmyndin að málþingi með þátt- töku hinna ýmsu stétta innan heil- brigðiskerfisins. Eitt af þeim málum sem 'hún taldi að myndi verða rætt er aðbúnaður við aldraða. Verulegur skortur væri á sjúkrarúmum og samhæfing væri lítil milli þjónustu, heimilshjálpar og hjúkrunanými. Þessu yrði að breyta. Björn Matthíasson, hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu, er einn þeirra sem flytur erindi á málþinginu. Hann sagði mikla spennu vera í heilbrigði- skerfinu um þessar mundir vegna þrýstings frá ríkinu. Til dæmis byggju sjúkrahús við mjög aðskorin kost. Þetta ylli reiði meðal heilbrigð- isstétta. „Við munum meðal annars ræða hvort að til sé annar vegur en að ríkið borgi bara meira og meira, hvort hægt sé að hagræða. Eflaust munum við bæði fá mikið af hug- myndum og mikið af skömmum," sagði Bjöm. „Við munum velta upp ýmsum vandamálum t.d. því að nú er það mikið af lokunum á þremur stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík að í staðinn væri hægt að loka Landa- koti og reka hin tvö á fullum afköst- um allt árið. Af hverju erum við að reka þrjú sjúkrahús á hlutaafköstum þegar hægt er að reka tvö á fullum afköstum? Annað atriði er að við rekum nánast öll sjúkrahús á föstum fjárlögum og þau taka tillit til þess. Svo emm við með annan þátt heil- brigðiskerfisins sem er með opinn reikning, t.d. sjúkraheimili á dag- Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Anna Stef- ánsdóttir, Hjúkrunarfélagi íslands og Björn Matthíasson, hagfræð- ingur í fjármálaráðuneytinu. gjöldum, lyf og læknisþjónustu. Fjárveitingunum er skipt í tvennt og sumir fá að vinna óáreittir frá þessu aðhaldi. Þetta veldur skekkju í heilbrigðiskerfinu." Hann sagðist einnig meðal annars ætla að ræða breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem tók gildi fyrr á þessu ári. Tæki ríkið nú á sig kostnað vegna heilsugæslu sem þýddi útgjaldaauka upp á um einn og hálfan milljarð á ári. „Kostnaður- inn eykst gífurlega en það er ekki vegna aukinnar þjónustu heldur vegna þess að ríkið tekur þetta á sig í stað sveitarfélaganna áður. Þetta kemur sérstaklega niður á fjárfest- ingu í heilbrigðiskerfinu." Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, sagðist telja það mjög virðingarvert af Hjúkrunarfé- laginu að beita sér fyrir því að leita leiða til sparnaðar án þess að það bitnaði á sjúklingunum. „Það er mjög jákvætt að fagfélag sýni að það vilji taka þátt í þessari umræðu ekki síst á sama tíma og verið er að ganga frá fjárlögum,“ sagði Finn- ur. Meðal þess sem hann myndi ræða um á málaþinginu væri ábyrgð í heilbrigðiskerfinu. Á þessu ári væri til dæmis varið um 20 milljörðum til heilbrigðismála og færi um helm- ingur þeirrar upphæðar til sjúkra- húsa. Stjórnendur þeirra réðu hvern- ig þessum peningum væri ráðstafað og hefðu þeir valið lokanir til að spara. Það væri ekki heilbrigðisráðu- neytið sem tæki ákvörðun um slíka hluti. Auk fulltrúa heilbrigðis- og trygg- ingarmálaráðuneytisins og fjármála- ráðuneytisins munu flytja erindi á .málþinginu: Davíð’ Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna, Svala Jóns- dóttir, hjúkrunarstjóri, Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarforstjóri, Einar Stefánsson, prófessor, Matt- hías Halldórsson, aðstoðarlandlækn- ir,'Börkur Thoroddsen, tannlæknir, Hildur Kristjánsdóttir, fræðslustjóri, Hulda S. Ólafsdóttir, sjúkraliði, Hulda Harðardóttir, yfirdeildar- þroskaþjálfi, fulltrúi Starfsmannafé- lagsins Sóknar, Rannveig Gunnars- dóttir, deildarlyfjafræðingur, Guð- rún Friðriksdóttir, röntgentæknir, HHn N. Aðalsteinsdóttir, meina- tæknir, Hilmar Ágústsson, sjúkra- þjálfari og Jóhann Pétur Sveinsson, lögfræðingur. Ekkibaro matvörur! tilboðsverði I KAUPSTAÐUR ÍMJÓDD AIIKLIG4RDUR REYKJAVÍK-GARÐABÆ HAFNARFIRÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.