Morgunblaðið - 13.09.1990, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990
Terry Waite
Keenan tel-
urað Waite
sé enn á lífí
London. Daily Telegraph.
BRIAN Keenan sem nýlega var
sleppt úr gíslingu í Beirút sagði í
sjónvarpsviðtali á mánudag, að
Terry Waite, sendiboði erkibisk-
upsins af Kantaraborg, væri á lífi
en líklega veikur í einangrun í
Beirút. Mannræningjar náðu
Waite á sitt vald í janúar 1987.
Rúmar tvær vikur eni liðnar síðan
Keenan fékk frelsi. I viðtalinu á
Channel 4 sjónvarpsstöðinni í Bret-
landi skýrði hann í fyrsta sinn frá
því að hann hefði einhveija vitneskju
um Waite. Þegar Keenan var spurður
beint að því, hvort hann vissi eitt-
hvað um örlög Waites svaraði hann:
„Ég veit að hann er á lífi. Ég held
að hann sé veikur. Ég veit að hann
hefur verið veikur. Ég held ekki að
það sé alvarlegt, hann hóstar mikið,
hóstar mikið á nóttunni. Ég hef heyrt
verðina ávarpa hann sem Terry, þeir
ávörpuðu okkur alla með skímar-
nöfnum. Alltaf þegar þeir komu með
mat í herbergið, þar sem við John
[McCarthy] vorum, var einnig farið
með mat í annað herbergi. Við heyrð-
um hann fara á salernið og aftur inn
í herbergi sitt.“
Keenan sagði einnig, að í gegnum
glufu undir hurðinni á herberginu
þar sem hann og McCarthy voru í
haldi hefði hann getað séð fæturna
á „stórum manni“ fara framhjá.
Hann sagði: „Þetta var Evrópubúi,
ég heyrði hann tala ensku. Ég var
hlekkjaður mjög nálægt dyrunum
sem voru næstar hans dyrum. Ég
heyrði hann biðja um eitthvað. Ég
man sérstaklega eftir því að hann
bað um kerti, en þeir neituðu því.
Hann bað einnig um vatn, sem hann
fékk.“
í orðsendingu til Waite-fjölskyld-
unnar sagðist Keenan viss um að
Waite hefði ekki sætt barsmíðum.
Hann sagði að hann væri einn í haldi
og væri ef tii vill aðeins með inflú-
ensu eða slæmt kvef. „Ég vil að fjöi-
skylda Waites sé vongóð,“ segir
Keenan.
STRIÐSASTAND VIÐ PERSAFLOA
Bretar senda land-
herlið og skrið-
dreka til Persaflóa
London. Daily Telegraph.
BRETAR hyggjast bregðast snöfurmannlega við ósk Bandaríkja-
manna um að aðrar Vesturlandaþjóðir taki á sig þyngri byrðar af
viðbúnaðinum við Persafióa. Fyrir eru á svæðinu bresk herskip og
fiugvélar en á næstu dögum verða sendar þúsundir landhermanna
til Saudi-Arabíu, þ.ám. fótgöngulið og ef til vill herfiokkar sem
hafa þyrlur til umráða, einnig skriðdrekar. Margaret Thatcher for-
sætisráðherra hlaut stuðning alls þorra þingmanna við stefnu sína
í Persaflóadeilunni við atkvæðagreiðslu í síðustu viku og vill nú
staðfesta enn frekar að Bretar styðji Bandaríkjamenn dyggilega í
deilunni. Hún vill að Saddam Hussein íraksforseti sannfærist um
að Bretar séu reiðubúnir að berjast.
Ákvörðun um liðsflutningana skriðdreka, skotfærin eru einnig
verður að líkindum tekin á næstu
sólarhringum en einhver ágreining-
ur mun vera meðal ráðamanna um
það hvers konar lið skuli sent á
vettvang. Ein hugmyndin, sem tal-
ið er að njóti stuðnings varnarmála-
ráðuneytisins, er að brynvarið stór-
fylki, alls um 7.000 manna lið með
100 skriðdreka, verði sent frá setu-
liðinu í V-Þýskalandi áleiðis til fló-
ans. Aðrir vilja senda liðsafla sem
settur verði saman af lítilli skrið-
drekasveit, þyrlum og hugsanlega
herflokkum sem þjálfaðir eru í
landgöngu af sjó og hafa tii þess
búnað. Nota yrði farþegafeijur til
að flytja svo mikinn liðsafla, sem
rætt er um, á staðinn ásamt öllum
búnaði. Nokkur ókostur er talinn
að ekki er hægt að nota bandaríska
varahluti í breska Challenger-
annarrar gerðar.
Birgðaflutningar allir í sambandi
við áætlunina eru mikið vandamál.
Aðstæður í eyðimerkurhernaði,
gífurlegur hiti og sandfok, valda
því að bilanir eru tíðar á öllum
tækjum. Taka myndi mánuð að
flytja stórfylki til flóans, að sögn
heimildarmanna er telja mögulegt
að á endanum verði ákveðið að
senda nokkru minna lið en áður
hefur verið greint frá. Stjómvöld
telja nauðsynlegt að senda fremur
þungvopnað lið en léttvopnaðr
sveitir sem fluttar eru með flugvél-
um. Skriðdrekaher Saddams er
ógnvekjandi og Bandaríkjamenn
eru þegar byrjaðir að senda á brott
frá Saudi-Arabíu hluta léttvopn-
aðra hersveita sem komu fyrst á
staðinn eftir innrásina í Kúvæt.
Reuter
Teppi handa flóttafólkinu
Noor, drottning Jórdaníu, sem er bandarísk að þjóðerni, sést hér halda
á teppum sem flugvét á vegum breska auðkýfíngsins Richards Bransons
flutti til höfuðborgarinnar Amman. Skortur er á ýmsum gögnum en
hundruð þúsunda flóttamanna frá írak og Kúvæt hafa komið til landsins
undanfarnar vikur. Ástand er enn slæmt í mörgum flóttamannabúðum
þótt heldur hafi ræst úr eft.ir að alþjóðlegar hjálparstofnanir og erlend
ríki hófu að aðstoða stjóm Husseins konungs. Stjórnin bað í gær íraka
að takmarka fjölda þeirra sem fengju að fara yfir landamærin við 14.000
á dag þar sem það er landinu um megn að sinna þörfum fleira fólks í einu.
Bush boðar nýja alþjóðasam-
stöðu um réttamki í heiminum
Washington. Reuter.
ÍRAKAR munu ekki komast upp með að hernema Kúvæt og Saddam
Hussein Iraksforseta mistekst ætlunarverk sitt, var boðskapur
George Bush Bandarikjaforseta í ávarpi er hann fiutti báðum deild-
um Bandaríkjaþings aðfaranótt miðvikudags. „Þetta er ekki hótun
eða digurmæli, þetta mun einfaldlega gerast,“ sagði forsetinn. Hann
sagði að efnahagslegar refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gegn
írökum þyrftu að fá ráðrúm til að virka og hvatti Bandaríkjamenn
til að styðja stefnu sína í Persaflóadeilunni.
„Við munum halda áfram að
velta öllum mögulegum lausnum
fyrir okkur í samráði við banda-
menn okkar. En ég vil taka það
skýrt fram að við munum ekki
þola þessa árásarstefnu,“ sagði
Bush. „Enginn skyldi draga í efa
mátt okkar. Við munum styðja vini
okkar. Með einum eða öðrum hætti
verður leiðtogi Iraka að skilja þess-
ar grundvallarstaðreyndir." Forset-
inn sagði deiluna hafa orðið til
þess að ný samstaða hefði myndast
á alþjóðavettvangi milli þjóða er
vildu heim þar sem lög ríktu, rétt-
arríki, en ekki aðeins réttur hins
sterka. Hann sagði leiðtogafund
risaveldanna í Helsinki um síðustu
helgi hafa verið mjög árangursrík-
an og þaðan hefðu verið send ein-
örð skilaboð til Saddams íraksfor-
seta. „Ljóst er að nú getur enginn
einræðisherra notfært sér deiiur
austurs og vesturs til að veijast
aðgerðum SÞ gegn árásaraðilum.
Nýtt samfélag þjóðanna hefur litið
dagsins ljós. ... Sameiginleg yfir-
lýsing okkar í Helsinki staðfesti
frammi fyrir heimsbyggðinni þann
ásetning okkar beggja að stöðva
ógnun íraka við heimsfriðinn.“
Bush sagði að atburðir síðustu
vikna hefðu sýnt og sannað að
Bandaríkjamenn einir gætu tekið
forystuna á alþjóðavettvangi þegar
á þyrfti að halda. Hann sagði jafn-
framt að SÞ hefðu nú byijað að
taka að sér það hlutverk sem stofn-
endur samtakanna hefðu haft í
huga, létu gjörðir fylgja orðum.
Hann sagði Bandaríkin verða að
aðstoða ríki við Persaflóa við varn-
ir þeirra um langa framtíð. Stöðva
yrði útbreiðslu efnavopna, sýkla-
vopna, langdrægra eldflauga og
þekkingar á gerð kjamavopna.
Forsetinn hvatti þingmenn til að
setja lög sem stuðluðu að innlendri
orkuframleiðslu og orkusparnaði til
að landið yrði síður háð olíuinn-
flutningi.
Góður rómur var gerður að ræðu
forsetans og varð hann að gera hlé
á máli sínu nær 30 sinnum. Skoð-
anakannanir sýna að stefna hans
nýtur fylgis þorra kjósenda og lýstu
þingleiðtogar demókrata stuðningi
við hana í gær. Þeir gagnrýndu
volduga bandamenn eins og Japana
fyrir að leggja ekki nóg af mörkum
til að stöðva árásarstefnu Sadd-
ams. Sendiherrar íraks, Saudi-
Arabíu og Kúvæts voru viðstaddir
ásamt fulltrúum annarra ríkja er
Bush flutti tölu sína.
Reuter
Breiðþotan þung í drætti
Breiðþota af gerðinni Boeing 747-400 sést hér á flugbraut við Frankfurt í Vestur-Þýskalandi. 40 starfs-
menn flugfélagsins Lufthansa hafa brugðið á hana reipum og tekst að mjaka henni áfram þótt farartækið
vegi 188 tonn. Átakið var þáttur í íþróttakeppni milli borga í Austur- og Vestur-Þýskalandi.
Reagan hjó flís úr leif-
um Berlínarmúrsins
A-Berlín. Reuter.
RONALD Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hóf 11 daga Evrópu-
ferð í gær með því að skoða leifar Berlínarmúrsins. Reagan lét ekki
þar við sitja heldur tók sér hamar og meitil í hönd til að ná sér í
minningargrip úr múrnum. „Þetta er stórkostlegt," sagði Reagan og
bætti því við að enn betra yrði að sjá allan múrinn á brott. Leiðtog-
inn fyrrverandi flutti fræga ræðu við múrinn 1987 og hvatti þá
Míkhail S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga til að láta rífa hann og styðja
þannig raunverulegt frelsi í verki. Reagan var þá víða gagnrýndur
fyrir að ögra Sovétleiðtoganum en á siðasta ári hrundi múrinn eftir
fjöldamótmæli almennings í Austur-Þýskalandi og með þögulu sam-
þykki Gorbatsjovs.
Reagan sagði í gær að ótrúleg
umskipti ársins 1989 hefðu sýnt hve
hvatning hans frá 1987 um einingu
Evrópu hefði fallið í fijóan jarðveg.
„Ég reyndi alltaf að gera allt sem
í mínu valdi stóð til að dagur sem
þessi rynni upp. Það veldur mér
ómældri ánægju að lýðræðisbylting-
in skyldi verða í A-Evrópu og Þýska-
land skuli sameinast. Þetta er dýrleg
stund. En við getum ekki verið fylli-
lega hamingjusöm fyrr en allir jarð-
arbúar njóta sama frelsis og við,“
hrópaði Reagan frammi fyrir hundr-
uðum fagnandi Berlínarbúa er safn-
ast höfðu saman við gamla Ríkis-
þinghúsið. Jafnaðarmaðurinn Walt-
er Momper, borgarstjóri V-Berlínar,
þakkaði Reagan fyrir að „stuðla að
slökuninni sem varð til þess að
múrinn hrundi.“ Reagan og eigin-
kona hans, Nancy, heilsuðu einnig
upp á þingforseta beggja þýsku
ríkjanna. Hjónin gáfu eiginhandará-
ritanir og fengu ýmsar gjafir, þ.á m.
gamlan, a-þýskan hermannahjálm.
Forsetahjónin fyrrverandi munu
síðar hitta pólska verkamenn í
skipasmíðastöð í Gdansk, þar sem
Samstaða var stofnuð, og ætlunin
er að Reagan ræði við Gorbatsjov
í Moskvu.