Morgunblaðið - 13.09.1990, Page 37

Morgunblaðið - 13.09.1990, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 37 Um kvennaguð fræði eftir Jón Habets Hvað er kvennaguðfræði? Fjallar hún ekki um hlutverk kvenna í þess- um heimi? Og hvert er það? Pjallar ekki Bilblían uni það? I. Mósebók 2,18: „Eigi er þ_að gott, að maðurinn sé einsamall. Ég vil gjöra honum meðhjálp við hans hæfi.“ I. Kor. 11,3 segir: „Maðurinn er höfuð kon- unnar og Guð höfuð Krists“ og einn- ig í Efesusbr. 5,21-28: „Verið hver öðmm undirgefnir í ótta Krists. Kon- urnar eiginmönnum sínum eins og Drottni, því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur höfuð kirkjunnar . .. eiginmennirnir skulu elska konur sínar eins og eigin líkami. Sá sem elskar konu sína el- skar sjálfan sig. Enginn hefur nokkru sinni hatað eigið hold, heldur elur hann það og ánnast.“ Nú bar svo við, að í síðasta „Kirkjuriti" er mjög fjallað um „kvennaguðfræði" og eins og vænta mátti eru það m.a. konur, sem_ skrifa þar um kvennaguðfræði. Ég vii gjarnan vita eitthvað um þessa guð- fræði og las því framangreint efni. Kannski má ég segja hvernig mér leist á? Höfundar greinanna vekja athygli á því að konur séu helmingur mannkynsins. Og þá vaknar spurn- ingin hvort þær hafi nægileg áhrif á sögu heimsins? Það virðist ekki erfitt að játa: Nei, ekki nóg. Ér ekki mikill hluti af sögu heims- ins saga styijalda, þ.e.a.s. sagan um það, hvenig óteljandi eiginmenn og börn týna lífi? Er það rétt, að hér hafi konur og mæður í rauninni eng- an atkvæðisrétt? Sálarlíf konu er öðru vísi en sál- arlíf karlmanns og þess vegna geta áherslur hennar verið allt aðrar. Hún á því að vera „meðhjálp" eins og Biblían segir. Nú er það því miður ekki'bara þannig, að konur hafi ekki næg áhrif. Þær eru oft — sérstaklega í hjónabandi — kúgaðar af eigin- mönnum sínum. Um það skrifar Sól- veig Anna Bóasdóttir í greininni „Ofbeldi gegn konum“ (bls.42).’Við vitum aðeins um lítinn hluta af þessu af því að almennt dylja konur þján- ingu sína. Þetta þyrfti þó að vera á sem flestra vitorði ýmsum eigin- mönnum til háðungar og skammar. Það gæti sjálfsagt breytt hegðun margra þeirra. Sólveig vitnar til bók- ar, „I Herrens vold“. Það er Eva Lundgren, höfundur bókarinnar, sem rannsakaði í tvö ár ofbeldi eigin- manna, sem þeir reyndu engu að síður að réttlæta með kristnum kenn- ingum. Eva Lundgren talaði við 75 konur og heyrum þá eitthvað af sögu einnar þeirra: „Ég er 28 ára og á tvö börn. Maður minn heitir Dagfinnur. Ég hitti hann í Ungdomsförbundet. Við vorum ekki lengi saman áður. en við giftum okkur. En þá byijaði hann að verða dálítið harðhentur. það er vegna þess að ég er ekki nógu góð og dugleg. Hann segir að ég sé heimsk, að ég sé ekki móttækileg ■ fyrir hans og Guðs orði. og svo slær hann mig. Ég kvíði alltaf þegar hann kemur heim. Hvorugt okkar hefur nokkra ánægju af kynlífinu, það er af því að ég er setin af djöflinum, segir Dagfinnur. Og svo slær hann mig. Einu sinni pissaði hann á mig til að „aga mig“. Ég er full örvænt- ingar. Hann fór með mig upp til samfélags, þar sem náðargáfurnar eru lifandi. Hann er nú orðinn mun „í stuttu máli má segja að íjölskylda; maður, kona og barn, séu eftir- mynd Heilagrar Þrenn- ingar“ meiri leiðtogi, Hann talar tungum. Hann hefur fengið nýtt eðli. Hann vitnar í texta í Biblíunni: „Ef þér færist undan því og þverskallist, þá skuluð þér verða sverði bitnir" (Jes.1,20), og svo slær hann mig. Mig langar til að fara frá honum en ég get ekki yfirgefið börnin mín. Ég ætti að vera þakklát fyrir að Dag- finnur vilji að ég frelsist. Hann er fulltrúi Guðs. Það stendur greinilega í Biblíunni, að hann sé höfuð konunn- ar, segir hann. Hann lokar mig oft inni í skáp sem er undir stiganum. Ég er mjög myrkfælin og það er svo dimmt þarna. Ég er alltaf hrædd þegar við eigum að sofa saman, bið til Guðs um að ég muni lifa það af. Hann er svo ruddalegur. Maginn minn varð eins og ísklumpur, ef hann horfði á mig bara svolitla stund. Ég vildi helst deyja, ef ég hefði ekki átt börnin." Þessi dapurlega saga er auðvitað afskræming þess sem hjónabandið á að vera. Og það, að skírskota til Biblíunnar eins og þessi maður gerði, er gagnstætt áfonni Guðs eins og það birtist bæði í Gamla og Nýja testamentinu. Má ég útskýra, hvern- ig þetta horfir við mér,þótt það sé dálítið hugspekilegt (,,spekulativt“). í stuttu máli má segja að fjölskylda; maður, kona og barn, séu eftirmynd Heilagrar Þrenningar: Guðs Föður- ins, Guðs Sonarins og Heilags Anda. Hvernig reyna guðfræðingar að út- skýra Heilaga Þrenningu? Við köllum Guðs son Orð Guðs, áf því að hann er eftirmynd Guðs Föðurins. Hann er getinn af Föðurnum. Og fyrir ást- arandblæ Guðs Föðurins og Guðs Sonarins kemur fram Heilagur Andi, sem þriðja persóna Heilagrar Þrenn- ingar. Það er því auðveldt að sjá í fjölskyldunni eftirlíkingu Heilagrar Þrenningar. I sköpunarsögu Adams og Evu segir Biblían (I. Mós. 1,27): „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu“. Við sjáum að bæði eru sköpuð eftir Guðs mynd, þ.e. eftir mynd Heilagr- ar Þrenningar, því að í Adam má sjá Föðurinn. Og eins og Sonurinn kem- ur frá Guði Föðurnum, þannig kemur Eva frá Adam. Biblían segir: Frá einu af rifjum hans. Og Adam sagði: „Þetta er bein af mínum beinum. Hún skal karlynja kallast af því að hún er frá karlmanni tekin." Og eins og Heilagur Andi er persónulegur ástarandblær Guðs Föðurins og Son- arins, þannig er þá barnið ávöxtur mannsins og konunnar. Hvað kemur nú kvennaguðfræði þessi líkingu við? í líkingunni er Eva kona í sömu stöðu gagnvart Adam eins og Jesús er gagnvart Föðurnum. Jesús er þá sú fyrirmynd sem táknar konu. Biblían sýnir okkur að Jesús, get- inn af Föðurnum, elskar hann og Faðirinn elskar Jesúm: „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef vel- þóknun á“ (Mt. 3,17). Þannig á þá kona, „frá karlmanni tekin“, að elska eiginmann sinn. Jes- Hraðlestrarnámskeið...með ábyrgð! Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn? Vilt þú auðvelda þér námið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? Vilt þú hafa þetri tíma til að sinna áhugamálunum? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig á hraðlestrarnám- skeið. Næsta námskeið hefst mánudaginn 17. septem- ber. Skráning alla daga í síma 641091. Hraðlestrarskólinn H RAÐLESTR ARSKOLINN rE 10 ÁRA u ús kennir líka, að elska þýði að þjóna, fórna: „Ég er ekki kominn til að láta þjóna mér, heldur til að þjóna og gefa líf mitt til lausnargjalds fyrir marga“ (Mt. 20,28). Er ég hér að „ýta undir þrælkun og kúgun kvenna"? Verður kona, sem elskar og þjónar „án nokkurs gildis fyrir sjálfa sig, náunga sinn ogjafnvel. . . fyrirGuð“? (bls. 33). Jesús svarar þvert á móti: „Ef hveitikornið ekki deyr verður það áfram eitt“ og svo „án nokkurs gild- is“. Er ég þá ekki að ýta undir þrælk- un? Nei. Vér megum og eigum að áfellast og ákæra kúgun manna, eins og ég gerði, vitnandi til greinar Sól- veigar um „Ofbeldi gegn konum“. Þá ákærum við líka kæleiksskort- inn og eigingirni mannanna. En ef Jesús má ekki vera fyrir- mynd kvenna og þær, undir nafni sjálfstæðis leysa sig frá manni og barni (fóstureyðing), þá verður kona jafnvel verri en þessi „Dagfinnur", sérstaklega gegn eigin barni. Sé fjöl- skyldan skv. áformi Guðs eftirlíking Heilagrar Þrenningar, þá er Jesús fyrirmynd konunnar. Líka má benda á Móður Jesú: „Sjá ambátt Drottins" og hún fór með Jesú upp til Hauskúpustaðar og stóð hjá krossinum Hans. Prédikar Biblían þá ekki réttlæti og kærleika? Jú, hún gerir það. En getur þú lagfært ástand heimsins með réttlæti án kærleikans? Nei, kommúnisminn reyndi það, en hon- um mistókst. Ég held, að kona, sem eiginkona og móðir, eigi að vera ennþá meiri en maðurinn; ímynd þess kærleika, sem leiðir til hamingju mannkynsins. Ég segi þess vegna með orðum Kirkjuritsins: Faðir, send oss slíkar konur.“ \ía i o5302Y- on0 va^s' . A* 6*7 *5° rtðÉl m Höfundur er kaþólskur prestur í Stykkishólmi. Leitið til okkar: SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 ÆFIN G ABEKKIR HREYFINGAR (áður Flott form - Engjateigi 1) Leiðbeinandi: Sigrún Jónatansdóttir Mittisbekkur Lærabekkur Er 7 bekkja æfingakerlið lyrir big? Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aldri sem ekki hefur stundað einhverja líkamsþjálfun í langan tíma. Æfingakerfið er einnig gott fyrir fólk sem ekki stundar almenna leikfimi vegna stífra vöðva o.fl. 7 bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi til vöðva þann- ig að rúmmál þeirra minnkar. Einnig gefur það gott nudd og slökun. Getur eldra fólk notiö góðs af bessum bekkjum? Já, þessi leið við að hreyfa líkamann er þægileg, liðkar og gefur góða slökun. Og er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk. Innritun íra kl. 11-15 í síma 30460. Frír kynningartími. Slökunarbekkur HREYFING Ármúla 24 Sími 680677

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.