Morgunblaðið - 13.09.1990, Page 50

Morgunblaðið - 13.09.1990, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUI^ 13. SEPTEMBER 1990 KNATTSPYRNA / EVROPUMOT FELAGSLIÐA Um 10 milljónir í endur- bætur tveggja valla Fyrstu Evrópuleikirnir í Hafnarfirði og á Akureyri FYRSTA umferð Evrópumóta félagsliða í knattspyrnu fer fram í næstu viku og verða þá þrír leikir á íslandi. KA tekur á móti CSKAfrá Búlgaríu í meistarakeppninni, Fram mætir sænska lið- inu Djurgárden í keppni bikarhafa og FH fær skoska liðið Dundee United í Kaplakrika. Leikurinn f Hafnarfirði verður á þriðjudag en hinir á miðvikudag. Þetta verða fyrstu leikir í Evrópukeppni T Hafnarfirði og á Akureyri. Þeir hafa ýtt undir viðamiklar fram- kvæmdir á völlunum, sem hafa kostað samtals um 10 milljónir króna að sögn viðmælenda. Hreinn Óskarsson, vallarstjóri á Akureyrarvelli, sagði að lengi hefði staðið til að bæta aðstöðu á Akureyrarvelli og auka öryggi leik- manna og dómara, en Evrópuleikur- inn hefði gert útslagið. Verið er að ganga frá girðingu frá aðalhliði vallarins að sunnan norður að stúku og síðan frá stúkunni hinumegin norður að hliði til að áhorfendur komist ekki inn á leikvanginn. Þá hefur verið byggt yfir ganginn úr húsinu út á völl og verður settur rani lengra út til að ekki verði hætta á að leikmenn og dómarar verði fyrir aðkasti áhorfenda. „Við höfum yrirleitt verið með mjög góða áhorfendur á leikjum og hér hafa ekki verið vandamál þeirra vegna, en það þarf ekki nema einn til að valda vandræðum og öryggið er fyrir öllu,“ sagði Hreinn og áætl- aði að kostnaðurinn við fram- kvæmdirnar, sem verður sennilega lokið fyrir helgi, væri ein og hálf til tvær milljónir. Endurbætur fyrir átta milljónir FH-ingar hafa unnið að endur- bótum á vallarsvæði sínu í Kapla- krika í allt sumar að sögn Bergþórs Jónssonar, formanns félagsins, en Jóhann Guðmundsson er formaður bygginganefndar. Stúkan hefur verið lagfærð og átti að vera búið að setja varanlegan dúk á hana fyrir Evrópuleikinn, en það tekst ekki vegna veikinda verktakans. Gegnt stúkunni voru steyptir pallar fyrir skömmu og var gengið frá þeim í gær, en verið er að leggja síðustu hönd á frágang svæðisins í kring. Þá hefur verið girt fyrir báða enda vallarins. „Markmiðið var að ljúka nauð- synlegum lagfæringum fyrir Evr- ópuleikinn og það ætlar að ganga eftir,“ sagði Bergþór. „Við höfum unnið að þessu í samráði við Ellert b. Schram í eftirlitsnefnd valla hjá Evrópusambandinu með það í huga að geta boðið upp á frambærilegan völl fyrir keppni í Evrópumóti. Norðan megin var mikið gijót, sem er sama og vopn í augum margra, en það hefur verið íjarlægt og nýtt yfírlag sett yfir. Allt miðast við að hafa öryggi keppenda sem mest og halda áhorfendum frá sjálfum vell- inum.“ Bergþór sagði að kostnaður við lagfæringu á stúkunni væri um fjór- ar milljónir og annað eins færi í aðrar framkvæmdir „þannig að kostnaður alls er sjálfsagt ekki undir áta milljónum.“ Morgunblaðið/Þorkell FH-ingar hafa unnið að því í sumar að bæta aðstöðu áhorfenda með öryggi allra í huga. í gær var gengið frá nýjum áhorfendapöllum og lokið verður við annan frágang fyrir Evrópuleikinn á þriðjudag. Morgunblaðið/Rúnar Þór Leikmenn og dómarar geta í framtíðinni gengið óhultir út á Akureyrar- völl. Byggt hefur verið skýli frá vallarhúsinu út á völl. Eftir á að setja þak á það og bæta við rana framan við. Á myndinni ganga Luca Kostic, þjálfari Þórs, og Friðrik Friðriksson, markvörður, til leiks gegn KA um síðustu helgi. KNATTSPYRNA / 1. DEILD s~' Beinar lýsingar á stuttbylgju Ríkisútvarpið hefur ákveðið að beinar lýsingar frá síðustu umferðinni í íslandsmótinu í knatt- spyrnu verði á stuttbylgju til að koma til móts við þá, sem ekki ná rás 2. Dagskráin hefst klukkan 12:45 á laugardag og stendur yfir fram undir klukkan 17. Lýst verður ffá leik Fram og Vals á Laugardals- velli, viðureign KR og KA á KR- velli og IBV og Stjörnunnar í Vest- mannaeyjum. Auk þess verður gi'eint frá stöðu mála i öðrum leikj- um dagsins. Tíðnin á stuttbylgju verður 15770, 13855, 11418 og 3295. Sama verður uppi á teningnum varðandi Evrópuleik FH og Dundee United á þriðjudag og leik Fram og Djurgárden og KA og CSKA á miðvikudag, en þá verður útvarpað á stuttbylgju klukkan 17:30 til 19:30. faúm FOLX ■ FH og KA taka nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni í knattspyrnu. Mótheijar KA hafa verið í fremstu röð í Búlgaríu undanfarin ár, en Dundee United, sem leikur gegn FH, er í efsta sæti í skosku úrvals- deildinni. ■ FRAM tekur þátt í Evrópu- keppni í 14. sinn og þar af í 8. skipti í Evrópukeppni bikarhafa. Félagið hefur verið með í mótunum árlega síðan 1985, en þá komst Fram í 2. umferð. ■ LENNART Wass, aðalþjálfari Djurgárden, kemur til landsins á morgun og fylgis með Ieik Fram og Vals í 1. deild á laugardag. Hann fer aftur til Stokkhólms á sunnudag, stjórnar þá liði sínu í deildinni og kemur síðan með hóp- inn til Reykjavíkur á þriðjudag. ■ SEINNI Ieikir íslensku liðanna í 1. umferð fara fram miðvikudag- inn 3. október. KNATTSPYRNA Þróttur meistari í eldri flokki Þróttur, Reykjauik, sigraði í íslandsmóti eldri flokks í knattspyrnu. í úrslitakeppninni gerður Þróttur og ÍBV markalaust jafntefli í Eyjum, ÍBV vann Fram 3:2 á Framvelli og Þróttur vann Fram 2:0. Á myndinni eru meistararnir í aftari röð frá vinstri: Sölvi Oskarsson þjálfari, Baldur Hannesson, Gísli Sváfnisson, Magnús Dan Bárðarson, Haukur Nikulásson. Gunnar Árnason, Þorgeir Þorgeirsson og Þórður Theódórsson. Fremri röð frá vinstri: Leifur Harðarson, Stefán Stefánsson og sonur, Haraldur Leifsson, Logi Úlfljótsson, Friðjón Einarsson, Sverrir Brynjólfsson fyrirliði, Arnar Friðriksson, Úlfar Samúelsson og Gunnar Baldursson. Auk þeirra léku með liðinu Tryggvi Gunnarsson, Jóhann Hreiðarsson, Jóhannes Bárðarson og Hreiðar Sigtryggsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.