Morgunblaðið - 04.10.1990, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTOBER 1990
Islensk-ameríska
félagið 50 ára
eftirLáru Margréti
Ragnarsdóttur
Um þessar mundir á íslensk-
ameríska félagið 50 ára afmæli.
Þótt félagið hafi ekki haft hátt hef-
ur það unnið dyggiiega að gagn-
kvæmri kynningu og samskiptum
milli þjóðanna.
íslensk-ameríska félagið var
stofnað árið 1940 að frumkvæði
Ragnars Ólafssonar lögfræðings.
Hánn var þá nýkominn frá námi í
Bandaríkjunum og þar hafði hann
kynnst öflugri starfsemi American
Scandinavian Foundation sem þá
hafði tengsl við sams konar félög
á öðrum Norðurlöndum.
Við heimkomuna fékk Ragnar til
liðs við sig fjóra valinkunna menn
sem allir höfðu verið í Bandaríkjun-
um um lengri eða skemmri tíma.
Þeir voru Ásgeir Ásgeirsson, síðar
forseti íslands, Jónas Jónsson frá
Hriflu, Sigurður Nordal prófessor
og Thor Thors síðar sendiherra.
Saman stóðu þeir að stofnun félags-
ins, voru allir í fyrstu stjórn þess,
og var Sigurður formaður.
Aðalverkefni félagsins þá sem
nú var að greiða götu íslenskra
námsmanna og veita upplýsingar
um skóla í Bandaríkjunum. Síðan
var einnig efnt til funda og skemmt-
ana og voru þá oft fengnir þekktir
menn til að koma fram. Þessi hefð
hefur haldist, m.a. má geta þess
að félagið hefur árlega gengist fyr-
ir haustfagnaði sem er opinn öllum
sem áhuga hafa á samskiptum þjóð-
anna.
Á árunum 1953—1965 var dr.
Benjamín Eiríksson formaður fé-
lagsins. Hann beitti sér þá meðai
annars fyrir því að Lyndon B.
Johnson þáverandi varaforseti
Bandaríkjanna flutti ávarp á fundi
sem íslensk-ameríska félagið efndi
til í Háskólabíói, og var þar húsfyll-
ir. Þá gaf félagið út minningarrit
um John F. Kennedy forseta, og
birtust í því greinar og kvæði bæði
á ísiensku og ensku til minningar
um hinn látna forseta.
Thor Thors sjóðurinn og 350
námsmenn
Einn merkasti og gagnlegasti
þátturinn í fimmtíu ára sögu ís-
lensk-ameríska félagsins eru styrk-
veitingar úr Thor Thors sjóðnum
og önnur fyrirgreiðsla við náms-
menn. Samstarfið við American
Scandinavian Foundation hefur
ávallt verið mikið frá stofnun fé-
lagsins. Árið 1965 gekkst forseti
American Scandinavian Foundat-
ion, Peter Strong, fyrir stofnun
Thor Thors sjóðsins. Tveimur árum
síðar var safnað miklu gjafafé hér-
lendis, eða 50.000 dollurum. Ásgeir
Ásgeirsson, forseti íslands afhenti
gjafaféð til American Scandinavian
Foundation. Nú hafa tæplega 350
námsmenn notið aðstoðar sjóðsins
allt frá upphafi, þar af 315 islend-
ingar. Á síðasta ári námu styrkveit-
ingar úr Thoi’ Thors sjóðnum um
þremur og hálfri milljón króna.
Meðal þeirra sem unnið hafa á
vegum félagsins í stjórn sjóðsins
nánast alveg frá upphafi má nefna
Þórhall Ásgeirsson fyrrverandi
ráðuneytisstjóra, Þórunni Jónsdótt-
ur Boulter skrifstofustjóra og Sig-
urð Helgason stjórnarformann
Flugleiða.
50 ára afmælishátíð
Hálfrar aldar afmælishátíð ís-
lensk-ameríska félagsins verður
haldin nk. laugardag 6. október,
enda tengist sú helgi opinberum
degi Leifs Eiríkssonar hins heppna
í Bandaríkjunum. Félagið hefur á
undanförnum árum tekið upp þá
hefð að halda árlegan fagnað sinn
í tengslum við þennan dag til að
minnast landafundanna. I þetta
sinn mun haustfagnaðurinn verða
með afmælisbrag og dagskráin fjöl-
breytt.
Athöfn við styttu Leifs
Eiríkssonar
Efnt verður til sérstakrar há-
tíðarathafnar við styttu Leifs
Eiríkssonar á Skólavörðuholti. Þar
fiytja ávörp borgarstjórinn í
Reykjavík, Davíð Oddsson, sendi-
herra Bandaríkjanna á íslandi,
Charles E. Cobb og formaður ís-
lensk'-ameríska félagsins, Ólafur
Stephensen. Athöfninni stýrir há-
skólarektor Sigmundur Guðbjama-
son, en 50 skátar, íslenskir og
bandarískir standa heiðursvörð.
Athöfnin hefst kl. 15.00.
Spurningakeppni
grunnskólanema — spennandi
verðlaun
Við hátíðarathöfnina við styttu
Leifs Eiríkssonar verður formlega
hleypt af stokkunum spurninga-
keppni meðal grunnskólanema alls
Lára Margrét Ragnarsdóttir
staðar á landinu. Síðar verður nán-
ar greint frá fyrirkomulagi spum-
ingakeppninnar. Sigurvegari
keppninnar, en nafn verður dregið
úr réttum lausnum, dettur heldur
betur í lukkupottinn. Verðlaunin
em ferð sigurvegarans til Banda-
ríkjanna með heimsókn í Hvíta hús-
ið. En farmiðinn verður ekki bara
einn, því sigurvegarinn fær að bjóða
öllum bekknum sínum með ásamt
kennara.
Ljósmynda- og
málverkasýningar
Ljósmyndasýning á verkum hins
þekkta bandaríska ljósmyndara
Imogene Cunningham verður opnuð
á Kjarvalsstöðum kl. 16.00. Enn-
fremur var um síðustu helgi opnuð
myndlistarsýning Nena Allen á
verkum unnum á íslandi. Sú sýning
„Hálfrar aldar afmælis-
hátíð Íslensk-ameríska
félagsins verður haldin
nk. laugardag- 6. októ-
ber, enda tengist sú
helgi opinberum degi
Leifs Eiríkssonar hins
heppna í Bandaríkjun-
um. Félagið hefur á
undanförnum árum
tekið upp þá hefð að
halda árlegan fagnað
sinn í tengslum við
þennan dag til að minn-
ast landafundanna.“
er í húsakynnum Menningarstofn-
unar Bandaríkjanna við Neshaga.
Útgáfa hátíðarbókar
Félagið gengst fyrir útgáfu bókar
um ýmsa þætti í sögu félagsins.
Bókin er mjög vönduð að öllum frá-
gangi og efni og er þar um merkt
heimildarrit að ræða. Margir félags-
menn hafa lagt þar hönd að verki
en Siguijón Ásbjörnsson hefur haft
umsjón með útgáfunni. Ritstjóri er
Jón G. Hauksson blaðamaður.
Hátíðarkvöldfagnaður
Hápunktur afmælisins verður svo
hátíðarkvöldfagnaður sem haldinn
verður í Átthagasal Hótels Sögu
og hefur félagið boðið til hans sér-
Tryggt uppeldi er forvarnarstarf
eftir Jónínu
Sigurðardóttur
Ör þróun íslensks þjóðfélags
síðustu áratugi hefur haft í för með
sér miklar breytingar fyrir börn
þessa lands, bæði til góðs og ills.
Fjölmiðlar hafa ljallað talsvert um
aukið ofbeldi meðal barna og ungl-
inga upp á síðkastið, og má leiða
líkur að því að þessi aukning endur-
spegli ýmislegt sem aflaga hefur
farið í umsjá og uppeldi bamanna.
Samfara stórfelldum þjóðfélags-
breytingum virðist ljóst að þeir sem
síst skyldi, blessuð börnin, hafa
orðið fyrir miklum búsifjum, og er
svo að sjá að oft og tíðum hafi
gleymst að sjá hagsmunum þeirra
borgið. Hér er um að ræða þá
umönnun sem foreldrar geta veitt,
sem og þá valkosti sem bjóðast
-utan heimilisins, á leikskólum.
Því verður ekki neitað að börn
eru misjafnlega sett hvað rétt þeirra
til veru á leikskólum snertir. Þar
vegur þyngst hvort bamið kemur
frá foreldrum í hjónabandi eða ein-
stæðu foreldri, en börn einstæðra
foreldra ganga fyrir um leikskóla-
pláss eins og kunnugt er. Ekki er
verið að fara fram á að neitt verði
frá þessum bömum tekið þó að á
þetta atriði sé bent, enda em ein-
stæðir foreldrar síst ofsælir með
sitt hlutskipti. Hitt er umhugsunar-
efni hvers vegna börn giftra for-
eldra fá ekki að búa við sama ör-
yggi í þessum efnum.
Nú kynni einhver að segja að
hjón hljóti að eiga auðveldara með
að sjá um böm sín, bæði í efnalegu
tilliti og félagslegu. Staðreyndin er
hins vegar sú að launakerfið í
landinu býður ekki upp á neitt val
fólks við að sjá efnahagsþörfum
heimilisins fullnægt. Bæði móðirin
og faðirinn verða að vinna utan
heimilisins, fullan vinnudag i flest-
um tilfellum ásamt einhverri auka-
vinnu.
Hér erum við komin að kjama
málsins:' Hvaða áhrif kann það að
hafa á lítið barn að búa við það að
skipta um dagmömmur nokkmm
sinnum á ári, allt frá unga aldri?
Börnin okkar eru alveg eins og við
fullorðna fókið hvað það snertir að
þeim er mjög nauðsynlegt að hafa
reglu á lífí sínu, enda á vaninn stór-
an þátt í því að skapa ró í bamshug-
Jónína Sigurðardóttir
„Sköpum börnum okk-
ar frá upphafi þær að-
stæður sem líklegastar
eru til að gera þau að
nýtum þjóðfélagsþegn-
um.“
anum. Ef við lítum á hagsmuni
nokkm eldri barna en þeirra sem
eru hjá dagmömmum eða á leikskól-
Fjórar ábendingar til
Þjóðhagsstofnunar
eftir Gunnar
Tómasson
„Allar ábendingar sem geta
stuðlað að framförum [í vinnu-
brögðum okkar] eru vel þegnar,“
segir í athugasemd forstjóra Þjóð-
hagsstofnunar við gagnrýni undir-
ritaðs á rökbrestum íslenskra emb-
ættismanna við útreikning hlutfalls
vaxtakostnaðar í þjóðartekjum
(Morgunblaðið, 6. september).
1. „Málið snýst einfaldlega um
það hvort nota eigi nafnvexti eða
raunvexti við mat á vaxtakostnaði,“
segir í athugasemd forstjórans.
Þetta er ekki rétt — hlutfall nafn-
vaxta af landsframleiðslu á verðlagi
hvers árs er nákvæmlega hið sama
og hlutfall raunvaxta af landsfram-
leiðslu á föstu verði.
2. „Við þetta bætist að mismun-
andi mat á vöxtum hefur alls ekki
áhrif á hlutdeild launa í þjóðartekj-
um, heldur hefur það einungis áhrif
á hvernig sá hluti þjóðartekna sem
telst ekki til launa ... skiptist milli
lánveitenda og hagnaðar af at-
vinnurekstri.“
Þetta er ekki rétt — lánveitendur
hafa einnig vaxtatekjur af lánum
til heimila, ríkis og sveitarfélaga,
sem voru samtals 55% af 470 millj-
arða heildarskuldum við lánakerfið
um síðustu áramót.
3. „Þjóðhagsstofnun hefur að
sjálfsögðu ekki annað að ieiðarljósi
við gerð þjóðhagstekna en að þeir
gefi sem réttasta og sannasta mynd
af efnahagsþróuninni á hverjum
tíma.“
Þetta er ekki rétt — eins og fram
kemur í grein Bjama Braga Jóns-
sonar og KriStjóns Kolbeins um við-
fangsefnið í 1.-2. hefti Fjármála-
tíðinda 1990, þá er útreikningur
Gunnar Tómasson
raunvaxta að íslenskum hætti ný-
breytni hagfræðideildar Seðlabanka
íslands.
Alþjóðlegir þjóðhagsreikninga-
staðlar eru endurskoðaðir af
fremstu sérfræðingum heims á
véttvangi hagfræði og þjóðhags-
reikninga þegar þurfa þykir, svo
„Hér skal fullyrt, að
samsuða raunvaxta og
tekjuliða á verðlagi
hvers árs að hætti Þjóð-
hagsstofnunar og
Seðlabanka mun ekki
til eilífðarnóns flokkast
undir fagleg vinnu-
brögð utan landsteina.“
þeir gefi sem réttasta og sannasta
mynd af efnahagsþróuninni á hveij-
um tíma.
Hér skal fullyrt, að samsuða
raunvaxta og tekjuliða á verðlagi
hvers árs að hætti Þjóðhagsstofn-
unar og Seðlabanka mun ekki til
eilífðarnóns flokkast undir fagleg
vinnubrögð utan landsteina.
4. „Af þessu má ráða að skrif
Gunnars í umræddri grein eru
hreinlega byggð á misskilningi."
Þetta er ekki rétt — sjá ábending-
ar í 1.-3. lið hér að ofan.
Höfundur er hagfræðingur.
um förum við að nálgast hugtakið
„lyklabörn“, en þetta orð kom upp
með þjóðinni á þeim tíma er konur
þyrptust út á vinnumarkaðinn. Ef
við lítum aðeins nánar á hvað þetta
felur í sér má segja í fyrsta lagi,
að hér ljúki mismuninum á þeim
börnum sem koma frá einstæðum
foreldrum og hinum sem alast upp
hjá báðum foreldrum. Orðið sjálft
endurspeglar því miður þann nötur-
lega veruleika að börnin sem undir
skilgreininguna falla mega sætta
sig við að vera ein heima heilu og
hálfu dagana, og þurfa að sjá um
sig sjálf í skóla og hvað eina annað
sem þau stunda.
Þau böm sem hafa búið við það
frá barnæsku að hafa haft mjög fáa
fasta punkta í tilverunni og verða
síðan „lyklabörn" hljóta að eiga
mjög erfitt með að öðlast þá örygg-
iskennd og festu sem þeim er nauð-
synleg til að ná fótfestu fótfestu í
lífinu upp á eigin spýtur. Því miður
kemur þetta ekki síst niður á nám-
inu. Mörg þeirra flosna upp í skóla
og ganga til liðs við hópa eða klíkur
sem síðan verður til þess að margt
misindsverkið er unnið í skjóli fjöl-
dans. Ætla má að börn sem þurft
hafa að ganga í gegnum þann harða
skóla að vera hjá fjölmörgum dag-
mæðrum, með tilheyrandi rótleysi
eins og áður hefur verið vikið að,
og síðan verða „lyklabörn" hljóti
að eiga erfiðara uppdráttar en þau
sem notið hafa umönnunar á leik-
skóla hjá faglærðu fólki.
Þau börn sem lent hafa á villigöt-
um á unglingaldri hafa í ýmsu til-
liti orðið þjóðfélaginu kostnaðar-
söm. Komið hefur verið á fót með-
ferðarstofnunum, og þangað hafa
allt of margir þurft að leita. Sjálf-
sagt er það svo að alltaf verður um
nokkra aðila að ræða sem fara vill-
ir vegar þrátt fyrir að þeir hafi
notið alls hins besta í uppvextinum.
Reynum að hafa þá sem fæsta, en
nota frekar þá fjármuni sem spar-
ast í öflugt forvarnarstarf. Sköpum
börnum okkar frá upphafi þær að-
stæður sem líklegastar eru til að
gera þau að nýtum þjóðfélagsþegn-
um.
Talsverð vakning hefur verið í
þjóðfélaginu í þá átt að styðja betur
hagsmuni heimilanna. Eitt af lykil-
atriðunum í þessum efnum er að
tryggja öllum bömum leikskóla-
pláss sem þess þurfa með.
Höfundur á sæti í starfshópi um
dagvistarmál á vegum BSRB.