Morgunblaðið - 04.10.1990, Page 16

Morgunblaðið - 04.10.1990, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990 NEYTENDAMÁL Kál gegn brjóstakrabbameini Efni í hvítkáli getur mögulega heft brjóstakrabba mynda estrogen í litlum mæli, sem sveiflast ekki til eins og hjá konum. Þeir fengu í eina viku 500 mg af indole-3-carbinol, en það er sama magn og er í hálfum hvítkálshaus. Eftir viku kom í ljós að 2-hydroxyestrone hafði aukist um 50 prósent. Hópur kvenna hefur síðan fengið svip- aða meðhöndlun og voru niður- stöðurnar nánast þær s.ömu. Rannsóknahópurinn dregur þær ályktanir, að 2-hydroxyestr- one nái að hindra estrogen-við- taka í frumum í bijósti, og geti á þann hátt náð að koma í veg fyrir myndun krabbameins af völdum estrogens. Tilgáta er einnig, að aukning á 2-hydroxy- estrone-framleiðslu geti dregið úr myndun 16-alpha hydroxy- estrone sem er krabbameins- mýndandi tegund estrogens. Nýjar óbirtar niðurstöður rannsókna, sem gerðar voru á kvenkyns músum, eru sagðar benda sterklega til getu indole-3- carbinol til að koma í veg fyrir bijóstakrabba. Músunum hafði verið gefin vírus sem orsakar bijóstakrabbamein, 8 mánuðum síðar kom í ljós að aðejns 25% af sýktum músunum hafði fengið æxli í bijóst, miðað við 80-90% vírus sýktra músa í viðmiðunar- hópi. Þrátt fyrir þessar niðurstöður er talið að taka muni nokkur ár að þróa kemísk lyf gegn þessu krabbameini fyrir konur. Margar konúr eiga erfitt með að neyta káls, talið er mögulegt að vinna megi indole-3-carbinol, sem hægt verði að taka inn sem bætiefni, sætti konur sig ekki við bragðið af kálinu. En kálneysla er í raun ekki svo slæmur kostur vegna þess að kálið inniheldur einnig önnur mikilvæg næringarefni einsi. og A- og E-vítamín. M. Þorv. Borða skal sprotakál hrátt Því hefur lengi verið haldið fram, að það sem við látum ofan í okkur geti haft mikil áhrif á húð, hár, atorku og heilbrigði almennt. Nú þykir einnig ijóst að ákveðnar fæðu- tegundir geta haft afgerandi áhrif til að fyrirbyggja sjúk- dóma. Ein þessara fæðuteg- unda er sprotakál, brokkoli. Kanadískir vísindamenn halda því fram, að ein af áhrifamestu náttúrulega virkum efnum gegn krabbameini sé að finna í sprota- káli og öðru káli, eins og hvítkáli og blómkáli, - aðallega hráu. Bandarískir vísindamenn halda því fram að með því að sjóða sprotakál og annað kál sömu ætt- ar, hverfi mikilvæg næringarefni, þar á meðal efni sem talið er að geti veitt vöm gegn ýmsum sjúk- dómum m.a. æðakölkun og krans- æðastíflu. Þar er m.a. átt við C- vítamínið. Sprotakál er sérstaklega auð- ugt af C-vítamíni. í 125 gr af hráu sprotakáli eru um 100 milligrömm af C-vítamíni. Ef sprotakálið er nýtt og ferskt, sem sjá má á grænbláum litblæ þess, getur magnið verið um 40 pró- sentum meira. Sé sprotakál soðið, fryst, gufusoðið eða á annan hátt hitameðhöndlað minnkar C-vít- amínmagnið um helming. Það gæti verið þess virði að borða grænmetið hrátt, nú þegar kál er talið allra meina bót... M. Þorv. Vísindamennirnir telja að þarna geti verið komin skýring á því hversvegna konur frá Asíu, sem borða mikið af káli, hafi mun lægri tíðni bijóstakrabbameins- tilfella en vestrænar konur. Uppgötvun þessi er sögð geta sýnt fram á tengsl á milli fæðu og varna gegn bijóstakrabba, þó enn hafi ekki verið gerðar rann- sóknir sem fullsanna á hvern hátt það á sér stað. Rannsóknum hefur verið beint að mismunandi köfnunarefniss- amböndum sem nefnd eru „indo- Ies“, sem aðrir vísindamenn hafa einangrað í tilraunum s_em mót- efni gegn krabbameini. í tilraun- um á rottum kom fram að sérs- takt indole, sem þekkt er sem indole-3-carbinol, örvaði um- myndun efnahvata estrogens í 2-hydroxyestrone, óvirkt efna- samband sem ekki kemur af stað æxlismyndun í bijóstum. Efnið var kannað á sjö heil- brigðum körlum, en karlar HOLLUSTA kálsins er talsvert í umræðunni um þessar mund- ir, og enn sem fyrr er það hvítkál, sprotakál og aðrar káltegundir sem veita eiga vörn gegn þessum mikla vá- gesti. Tveir vísindamenn við Horm- ónarannsóknarstofnunina í New York eða „Institute for Hormone Researche" hafa komist að því að þessar káltegundir, hráar eða léttsoðnar, innihalda efni sem geta haft hvetjandi áhrif á líkam- ann til að breyta estrogen horm- óni í óvirkt efni, en estrogen er talið geta hraðað myndun ákveð- inna æxla í bijóstum. Af þeirri ástæðu telja vísindamennirnir, sem heita Jon J. Michnovicz og H. Leon Badlow, að þessi efna- sambönd geti mögulega dregið úr hættu á bijóstakrabbameini. Kenningin er ekki ný, eldri rannsóknir hafa tengt neyslu á þessum káltegundum við fækkun á öðrum tegundum krabbameina. n þessar nýju rannsóknir eru þær fyrstu til að sýna fram á tengsl á milli ákveðEinna efnasam- banda í káli og örvun estrogen- efnaskipta hjá heilbrigðu fólki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.