Morgunblaðið - 04.10.1990, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990
Ó, Súsanna
eftir Karl Ágúst
Úlfsson
— „Mikið helvíti getiði verið
smekklausir, strákar," sagði kunn-
ingi minn við mig á dögunum.
— „Smekklausir — ha? Við hveij-
ir?“ Ég kom af fjöllum eins og oft
áður.
— „Nú, þið þetta Spaugstofu-
gengi.“
Ennþá var ég eins og stillimynd
í framan.
— „Finnst ykkur þetta ekki full
augljóst auglýsingatrikk?“
„Auglýsinga-hvað?“
— „Þetta með hana, hvað hún
nú heitir — Súsanna, er það ekki?“
— „Súsanna? Hver er það?“
— „E he he,“ hann danglaði
kumpánlega í öxlina á mér og blikk-
aði laumulega, „e he he, ég sá í
gegnum þetta einsog skot. Þetta var
svosem eftir ykkur, andskotans orm-
arnir. Búið til einhvem gagnrýn-
anda, einhvem kvenkyns Ragnár
Reykás, kallið hann Súsönnu Sva-
varsdóttur, skrifið svo óhróður um
sjálfa ykkur og fáið Moggann til að
birta þetta eins og hveija aðra gagn-
rýni. Ykkur er ekki viðbjargandi.
Auðvitað þarf að auglýsa sýninguna,
ég skil það vel, en er þetta ekki
svolítið langsótt, ha?“ Og þar með
tók hann undir sig þrístökk og hafn-
aði inni í strætisvagni númer tvö,
sem rann burt í reykjarmekki í sama
bili.
Ég verð að viðurkenna að mér
brá illa. Margt höfum við félagamir
á samviskunni og misfagurt, en
þessu emm við alsaklausir af, það
get ég svarið. Ég sá því ekki annan
kost vænni en að leiðrétta þennan
leiða misskilning opinberlega, og er
þar komin helsta ástæðan fyrir skrif-
um mínum í þetta ágæta blað: Sú-
sanna Svavarsdóttir er ekki, ég end-
urtek, er ekki hugarsmíð Spaugstof-
unnar. Hreint ekki. Hún er í raun
og vem blaðamaður og gagnrýnandi
á blaði allra landsmanna. Um það
hefur engu verið logið. Og jafnvel
þó að upphafleg skrif hennar um
sýninguna. „Örfá sæti laus“ hafí
komið sér býsna vel, og einstök
ummæli úr „umfjöllun" hennar séu
þegar orðin hluti af sýningunni við
fádæma kátínu leikhúsgesta, þá er
fráleitt að halda því fram að Sús-
anna hafi hagað orðum sínum eftir
óskum Spaugstofunnar. Af og frá.
Ég veit sem sagt ekki betur en
að greinar Súsönnu í Morgunblaðinu
séu skrifaðar í fúlustu alvöm, já,
einhverri allrafúlustu alvöm sem ég
hef orðið vitni að, en sé þetta mis-
skilningur hjá mér vil ég heldur
hafa það sem sannara reynist. Ég
hef því reynt að lesa þessi skrif með
því hugarfari að þau beri að taka
alvarlega.
í grein sem Súsanna nefnir því
prýðilega nafni „Leikhús og leikhús-
gagnrýni“ og birtist í Morgunblaðinu
laugardaginn 29. september víkur
hún að því að kröfur séu uppi um
að hún biðjist afsökunar á skrifum
sínum um fyrmefnda sýningu. Að
sjálfsögðu telur Súsanna það af og
frá og bendir réttilega á að afsökun-
arbeiðni sín mundi ekki breyta sýn-
ingu Þjóðleikhússins. Þó ekki væri.
Og væri hætta á því að sýningin
breyttist við það að Súsanna bæðist
afsökunar veit ég fyrir víst að mað-
ur gengi undir mannshönd til að
koma í veg fyrir að sú afsökunar-
beiðni færi fram. Leikhúsfólk ber
nefnilega virðingu fyrir starfi sínu,
og þegar því tekst vel upp, eins og
með sýninguna „Örfá sæti laus“,
vill það allt til vinna svo að þeim
ágæta árangri verði ekki spillt.
Súsanna bendir einnig réttilega á
að hún hafi ekki skrifað verkið, og
biðst heldur ekkj afsökunar á því.
Þetta er alveg hárrétt. Og ég get
fullvissað Súsönnu um að á því þarf
hún hreint ekki að biðjast afsökun-
ar, það er löngu fyrirgefíð, og satt
best að segja veit ég ekki um nokk-
um mann sem óskar þess að hún
hefði skrifað umrætt verk.
En svo heldur grein Súsönnu
áfram, og þá kemur svolítið skrítið,
nefnilega þetta: „Leikarar Þjóðleik-
hússins eiga engra kosta völ. Þeir
em á samningi og geta ekki neitað
að leika í sýningu á vegum þess,
nema það stríði gegn siðferðis- eða
trúarvitund þeirra. Hefði sýningin
verið á öðrum stað leyfi ég mér að
efast um að margir af þesstím leik-
uram hefðu tekið þátt í henni. Þeim
hefði verið í sjálfsvald sett að velja
og hafna.“ Þetta segir Súsanna, og
þar sem mér skilst að hún hyggist
sinna skrifum um leikhús eitthvað
áfram fínnst mér ófært ajinað en
að hún fái að vita eftirfarandi: í leik-
húsi vinnur fólk saman að ákveðnu
verkefni sem allir trúa á. Þar leggja
sig allir fram. Þar gera allir sitt
besta. Og til þess að jafngóður
árangur náist og nú hefur náðst
með sýningunni „Örfá sæti laus“,
verður fólk að vera fullkomlega sátt
við það sem það er að gera. Þess
vegna er fólk aldrei neytt til að vinna
ákveðin verkefni í leikhúsi þvert
gegn vilja sínum. Hnútasvipur era
sáralítið notaðar til að skikka leikara
hlutverk. Heldur ekki handjám eða
fótjám. Þetta vita þeir sem einhvern
tíma hafa reynt að fræðast um leik-
hús. Og nú veit Súsanna það líka.
Þar að auki get ég glatt blaðakon-
una og leiklistargagnrýnandann með
því að langflestir leikararnir í sýn-
ingunni „Örfá sæti laus“ óskuðu
eftir því sérstaklega að fá að taka
þátt í henni, og sömu sögu má segja
um ýmsa aðra fastráðna leikara
Þjóðleikhússins, sem því miður gátu
ekki verið með í þetta sinn. Vonandi
verður þessi vitneskja Súsönnu til
einhverrar hugarhægðar.
Þar með segir sig einnig sjálft að
Súsanna getur íátið af meðaumkun
sinni með leikkonum sýningarinnar,
sem hún segir vera settar í „þá nið-
urlægjandi stöðu að leika einhvers
konar skopstælingar af sjálfum sér
og öðram starfskonum leikhússins".
Reyndar er það misskilningur hjá
Súsönnu að leikkonumar séu að
skopstæla sjálfar sig. Það sem trú-
lega vefst fyrir henni er að átta sig
á lagskiptingu leikverksins, þar sem
höfundar leika sér að innri og ytri
veraleika leikhússins, þar sem hver
persóna sem leidd er fram fýrir
áhorfendur. lifir í raun á þremur til
fjórum plönum samtímis, sem látin
eru skarast, þar sem leikhúsverkið
sjálft er dregið sundur og saman og
krafíð til mergjar á öllum stigum,
jafnt sem bókmenntaverk og sjónar-
spil, þar sem reynt er á þanþol
formsins og klisjumar miskunnar-
laust afhjúpaðar, en birtu er brugðið
á leikhúsmiðilinn og hann sýndur í
spéspegli, en, vel að merkja, ekki í
spegli sem hefur innbyggt hefðbund-
ið eða fýrirsjáanlegt spé, heldur er
leitað nýrra leiða. Það hentar ekki
metnaðarfullum höfundum, sem
kannað hafa flestar eða allar færar
leiðir í gamanskrifum, að róa enn
og aftur á sömu mið og senda frá
sér verk sem reynslan hefur sýnt
að muni falla flestum í geð. Hitt er
krefjandi, að leita nýrra aðferða,
nýrra forma, jafnvel nýrra vídda.
Þetta vita allir sem fengist hafa við
skapandi störf. Og nú veit Súsanna
það líka.
Því miður get ég ekki eytt meira
rými í að útskýra formfræðilega
uppbyggingu verksins „Örfá sæti
laus“ fyrir Súsönnu — heldur ekki
hugmyndafræði verksins, föflu og
fléttu, hvað þá minni, vísanir eða
þemu. Sannarlega væri mér það ljúft
í góðu tómi, en ég vil síður spilla
fyrir væntanlegum áhorfendum
ISLANDSBANKI
íslandsbanki hf.
kt. 421289-5069
Kringlunni 7, Reykjavík
Útboð bankavíxla 7. flokkur 1990
Útboðsfjárhæð kr. 1.000.000.000.-
45-120 daga víxlar
1. útgáfudagur 20. september 1990
Forvextir nú 10,25 - 10,75%
Umsjón: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.
Gríptu tækifæríö!
GoldStar síminn
m/símsvara á aðeins
kr. 9.952.-
(stgr..m/vsk).
• Sími og símsvari í einu tæki
• Fjarstýranlegurán aukatækja
úr öllum tónvalssímum
- hvaöan sem er
• 10 númera skammvalsminni
• Fullkomnar leiðbeiningar á
íslensku
• 15 mánaöa ábyrgö
• Póstsendum.
KRISTALL HF.
SKEIFAN 118- SÍMI 685750
Minnum á GoldStar
tölvurnar og símkerfin
Karl Ágúst Úlfsson
„Hún heldur sumsé að
sýningin „Orfá sæti
laus“ sé ekki faglega
unnin. Þeir sem komið
hafa í leikhús áður hafa
veitt því athygli að
margir af færustu fag-
mönnum íslensks leik-
húss hafa starfað að
sýningunni. Höfundar
verksins hafa saman-
lagt ríflega þrjátíu ára
reynslii af fagmannleg-
um vinnubrögðum sem
höfundar leikins gam-
anefnis, jafnt í útvarpi
og sjónvarpi sem á leik-
sviði.“
ánægjunni af að greina verkið eftir
eigin skynjun og hugarflugi. Þó get
ég ekki annað en staldrað ögn leng-
ur við misskilninginn um „niðurlægj-
andi stöðu“ fyrmefndra leikkvenna.
Svo virðist sem skelfilegust örlög
leikkvenna séu þau að leika „skop-
stælingar af sjálfum sér og öðrum
starfskonum leikhússins". Nú er það
svo að leikverkið „Örfá sæti laus“
er gamanleikur. Þessu hafa margir
veitt athygli. Athugult fólk hefur
einnig tekið eftir því f tímans rás að
í gamanleikjum bregður oft fyrir
skopstælingum. Þetta er trúlega
gert vegna þess að það þykir fyndn-
ara að skopstæla fólk og fyrirbæri
heldur en að stæla það án skops.
Spakir menn hafa einnig haft það á
orði að sá einn geti talist sannur
húmoristi sem sjái það skoplega í
sínu eigin fari og nánasta umhverfi
sínu. Þetta vita allir sem hafa hú-
mor. Nú veit Súsanna það líka.
Og þá er það „sú mynd sem blas-
ir við“, eins og Súsanna kemst svo
hnittilega að orði í grein sinni, og á
við kvenfólkið í sýningunni. „Heimsk
gellá sem vísar til sætis, hvíslari sem
splæsir líkama sínum fýrir eina skít-
arullu, prímadonna sem þarf að sitja
undir andstyggilegum lýsingum á
sjálfri sér, þar til hún rýkur reið út
af sviðinu — og verður þar með að
Heba heldur
við heilsunni
Ný námskeiö 8. okt.
Holl hreyfing
Þol - magi, rass,
læri
Teygjur - slökun
Mismnnandi
flokkar
HEILSURÆKTIN HEBA
Auðbrekku 14, Kópavogi
símar 642209 og 641309.