Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 260. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 15. NOVEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Danmörk: Auknar líkur á þingkosningum Kaupmannahöfn. Reuter. VIÐRÆÐUR stjórnarflokkanna og jafnaðarmanna í Danmörku um efnahagsfrumvarp stjórnarinnar fóru út um þúfur í gær og eykur það mjög líkurnar á að efnt verði til þingkosninga í landinu í desemb- Poul Schliiter forsætisráðherra hefur reynt að ná samkomulagi við jafnaðarmenn um fjárlög fyrir næsta ár og frumvarp um víðtækar umbætur í efnahagsmálum. Þar er Saudi-Arabar gera út um leiðtogafund Wunstorf. Washinglon. Nikósíu. Reuter. SAUDI-Arabar sögðu í gær að leiðtogafundur arabaríkja um stríðsástandið við Persaflóa væri tímasóun nema fyrir lægi að ír- akar myndu fallast á að hverfa með innrásarheri sína frá Kúvæt. Hassan Marokkókonungur hefur boðað til leiðtogafundar araba um næstu helgi sem „lokatilraun" til þess að afstýra átökum í Kúvæt. Undirtektir hafa verið litlar og er talið að Saudi-Arabar hafi jafnvel gert út um að fundurinn verði hald- inn. Ekki bætti úr skák þegar írak- ar kröfðust þess að leiðtogarnir byrjuðu fund sinn með því að ógilda samþykkt sína frá leiðtogafundi í Kairó 10. ágúst sl. en þar var tekin ákvörðun um að senda arabískar hersveitir til varnar_ Saudi-Arabíu og þess krafist að Irakar drægju innrásarlið sitt frá Kúvæt. Fulltrúar Bandaríkjahers fóru í gær til Þýskalands til að kanna möguleika á notkun vopna úr búr- um austur-þýska hersins á Persa- flóasvæðinu. Þar sem þýska stjórn- arskráin bannar að sendir verði þýskir hermenn til Persaflóasvæðis- ins hefur ríkisstjórnin m.a. ákveðið að bjóða vopn í staðinn. meðal annars gert ráð fyrir að skattar fyrirtækja og einstaklinga lækki þannig að þeir verði álíka háir og í öðrum ríkjum Evrópu- bandalagsins (EB) áður en áform- um um sameiginlegan markað bandalagsins verður komið í fram- kvæmd 1993. Frumvarpið miðar einnig að því að draga úr atvinnu- leysi og auka útflutning. Viðræðurnar runnu út í sandinn vegna ágreinings um skattalækk- anirnar og bætur til hinna lægst launuðu sem yrði mætt með skött- um á hálaunafólk. Schliiter kvaðst samt ætla að leggja frumvarpið fyrir þingið í von um að það fengi nægjanlegan stuðning. „Ef meirihluti þingsins neitar að koma stjórninni til hjálpar verða kosningar óhjákvæmilegar,“ sagði hann við dönsku fréttastofuna Ritzau. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum yrðu litlar breytingar á fylgi dönsku flokkanna ef efnt yrði til kosninga nú. Reuter Hústökumenn hraktir útíBerlín Óeirðalögreglumenn draga hústökumann af vettvangi í austurhluta Berlínar í gær. Gatan var eins og vígvöllur yfir að líta eftir átök um 3.000 lögreglumanna og hundruð herskárra hústökumanna sem köst- uðu gqoti og bensínsprengjum á lögregluna ofan af húsþökum í Friedrichsain-hverfinu. Ruddi lögreglan nokkrar byggingar sem hústökumenn höfðu lagt undir sig. Sjá „Hörð átök í Berlín á milli lögreglu og hústökumanna“ á bls. 31. Michael Heseltine um framboð sitt gegn Thatcher við leiðtogakjör íhaldsflokksins: Hef meiri möguleika á að leiða flokkinn til sigurs í kosningum London. Reuter. MICHAEL Heseltine fyrrum varnarmálaráðherra Bretlands tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér gegn Margaret That- cher í árlegu leiðtogakjöri íhaldsflokksins sem ráðgert er næstkomandi þriðjudag, 20. nóvember, en sigri í kosningun- um fylgir jafnframt starf for- sætisráðherra. Kenneth Baker Rauði herinn reiðubúinn að koma sósíalismanum til vamar - segir Sergeij Akhromejev, fyrrum forseti sovéska herráðsins Moskvu. Reuter. SERGEIJ Akhromejev, náinn aðstoðarmaður Míkhaíls S. Gorb- atsjovs Sovétleiðtoga og fyrrum forseti sovéska herráðsins, sagði í viðtali sem birtist í gær að Rauði herinn væri reiðubúinn að koma sósíalismanum til varnar og forða Sovétríkjunum frá hruni. Akhromejev sagði í viðtali við sagði Akhromejev og kvað her dagblaðið Sovjetskaja Rossíja að Sovétríkjanna reiðubúinn að axla mótuð hefði verið sú stefna að réttlætanlegt væri að beita Rauða hernum gegn hveijum þeim sem hygðust koma á breytingum með valdi eða öðrum hætti sem bryti í bága við stjórnarskrá Sovétríkj- anna. „Það er öldungis tímabært að haldið sé uppi öflugum og skipulögðum vörnum í nafni sósíalíska ríkjasambandsins og innan ramma stjómarskrárinnar,“ þessa ábyrgð. Hann bætti við að Rauði herinn hefði ávallt og ævinlega farið eft- ir fyrirskipunum forystusveitar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og því væri ástæðulaust að láta til skarar skríða gegn þeim fjöl- mörgu hópum and-kommúnista sem myndast hafa í Sovétríkjun- um þar sem starfsemi þessara samtaka hefði verið heimiluð. Þá væri ennfremur ljóst að heri’nn myndi ekki láta til sín taka fyrr en Æðsta ráð Sovétríkjanna eða Míkhaíl Gorbatsjov bæru fram óskir í þá veru. Þótti sýnt að Akhromejev væri einkum að tala til þjóðernissinna í Eystrasaltsríkjunum þremur, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, og öðrum þeim ríkjum sem talist hafa til lýðvelda Sovétríkjanna. Þjóðernissinnar, sem víða hafa komist til valda í löndum þessum, halda því fram að vera Rauða hersins í löndum þeirra jafngildi hernámi. formaður flokksins sagði fram- boð Heseltines óæskilegt og ónauðsynlegt og spáði öruggum sigri Thatcher i fyrstu umferð. Nánustu samstarfsmenn Thatcher sögðu að hún mundi ganga hiklaus til kjörsins og beij- ast til sigurs. Ýmsir stjórnmála- menn sögðu að nú stæði hún frammi fyrir því að þurfa að beij- ast fyrir pólitísku lífi sínu. Heseltine sagðist hafa nú þegar tryggt sér stuðning rúmlega 100 þingmanna en taki allir 372 þing- menn Ihaldsflokksins þátt í leið- togakjörinu þarf hann atkvæði 159 til þess að knýja fram aðra umferð. Færi svo opnuðust mögu- leikar á að nýir frambjóðendur kæmu til sögunnar sem fylking- arnar gætu hugsanlega sameinast um. „Mér er talin trú um að ég eigi meiri möguleika á að leiða íhaldsflokkinn til fjórða kosninga- sigursins en Thatcher og forða þjóðinni þar með frá þeirri ógæfu að fá yfir sig stjórn Verkamanna- flokksins," sagði Heseltine er hann tilkynnti ákvörðun sína. Thatcher ráðgerir að vera við- stödd leiðtogafund ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) þegar leiðtogakjörið fer fram nk. þriðjudag. Neil Kinnock leiðtogi Verka- mannaflokksins krafðist þess í gær að þegar i stað yrði boðað til nýrra þingkosninga vegna deilna íhaldsmanna um foringja sinn. Að öllu jöfnu eiga kosningar ekki að fara fram fyrr en á miðju ári 1992. Verkamannaflokkurinn nýtur nú 15-20% meiri fylgis en íhalds- flokkurinn samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Heseltine hét því í gær að eitt fyrsta verk sitt sem forsætisráð- herra, næði hann kjöri, yrði að endurskoða hinn mjög svo um- deilda nefskatt sem Thatcher knúði í gegnum þingið. í yfirlýsingu sinni gagnrýndi Heseltine harða afstöðu Thatcher til aukinnar samvinnu Evrópu- bandalagsríkjanna (EB). Ósveigj- anleiki hennar hefði oftar en ekki leitt til ágreinings í ríkisstjórninni. Af þeim sökum hefði hann sagt af sér 1986, Nigel Lawson fjár- málaráðherra í fyrra og Sir Geoff- rey Howe aðstoðarforsætisráð- herra 1. nóvember sl. Fullyrti Heseltine að hann væri meiri „Evr- ópumaður“ en Thatcher og þar með færari um að tryggja fram- gang breskra hagsmuna innan EB. Sjá fréttir varðandi leiðtoga- kjörið á bls. 28-29.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.