Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ -KIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 Nýja BAMBO baby-soft buxnableyjan er meira samanþjöppuð og tekur þess vegna minna pláss í hillunum. Fjórar mismunandi stærðir, sem spanna allt bleyjutfmabil barnanna eru til. MAXI staerðin er síðan sérhönnuð í tvær gerðir: Ein fyrir stelpur og ein fyrir stráka. Þakstál með stíl Plannja iiUþakstál Aðrir helstu sölu- og þjónustuaðilar: Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi, sími 78733. Blikkrás hf, Akureyri, sími 96-26524. Vélaveriœlæði Bjöms og Kristjáns, Reyðarfirði, sími 97-41271. Vélaverkstaeðiö Þór, Vestmannaeyjum, simi 98-12111 Hjá okkur faerðii allar nýjustu gerðir hins vinsæla og vandaða þakstáls frá Plannja. Urval lita og mynstra, m.a. Rannja jjakstál með matlri litaáferð, svartri eða tígulrauðri. ÍSVÖR HF. Dalvegur 20. 200 Kópavogur. Póstbox. 435,-202 Kópavogur. S:91-64 1255. Fax:64 1266. Hollustuvernd ríkisins: ER ALLT í RUSLI? Með meiri velmegun, hér á landi sem víðast annars staðar, hafa vandamál vegna eyðingar úrgangs aukist. Lengi hefur það tíðkast, og jafnvel þótt sjálfsagt, að aka sorpi á afvikinn stað og kveikja í því eða urða. Á sama hátt hefur frárennsli víða verið leitt í næsta læk eða nið- ur í fjöru. Slíkar aðferðir valda ýmsum umhverfisspjöllum, skaða lífríkið og heilsu manna. Eftir því sem þekking eykst á afieiðingum slíkrar meðferðar og áhættunni sem tekin er eykst vilji til úrbóta. Það er ekki nóg að lofa hreinleika lofts, lands og sjávar í orði, en sýna svo allt annað í verki. Sveitarfélögin í landinu vinna flest jafnt og þétt að úrbótum á frárennslis- og úrgangs- málum, sum eru komin vel af stað, en önnur undirbúa aðgerðir. Sorphirðu er ábótavant í dag Helstu aðferðir við eyðingu úr- gangs hér á landi í dag eru urðun og brennsla, en einnig hefur endur- vinnsla farið vaxandi. Urðun felst í því að sorþi er ekið á afmarkaðan stað, það þjappað og mold eða sandi ekið yfir. Velja þarf góða staði fyr- ir urðun, þannig að ekki sé hætta á mengun grunnvatns. Þá þarf bæði að gera sérstakar ráðstafanir til að hindra fok og koma í veg fyrir að vargfuglar og meindýr geti sótt hingað æti. Takist þetta ekki er hætta á að umhverfi spillist og smit geti borist í dýr og til manna. Hérlendis eru notaðar þijár aðferð- ir við sorpbrennslu: opin brennsla, brennsla í þróm og brennsla í sorp- eyðingarstöðvum. Mengunarvörn- um við sorpbrennslu er verulega „Þótt ástandið í um- hverfismálum í Skaga- firði sé ekki eins og- æskilegt væri, er það í heildina lítið eða ekkert frábrugðið því sem er víða annars staðar.“ áfátt hér á landi. Hætta er á að jarðvegur mengist, auk þess sem brennsla sorps við lágt hitastig myndar ýmis eiturefni eins og díoxín. Stór hluti af úrgangi sem til fellur er endurvinnanlegur, t.d. sem orkugjafi eða sem nauðsynja- vörur. Minniháttar endurvinnsla hefur verið stunduð hérlendis um árabil og hefur bæði áhugi og möguleikar á þessu farið vaxandi. Sem dæmi má nefna endurvinnslu á brotamálmum, gúmmíi, pappír og á plasti. Víða erlendis er úrgangur svo til allur endurunninn, einungis 10-12% fara á haugana. Við endur- vinnslu þarf éinnig að hafa í huga að umhverfið mengist sem minnst. Vilji til staðar en peninga vantar Starfsmenn Hollustuverndar ríkisins verða varir við mikinn áhuga á því að sorphirða og sorp- eyðing verði bætt, enda hefur margt áunnist. Sveitarstjómarmenn og starfsmenn þeirra, þ.m.t. heilbrigð- isfulltrúar, eru á flestum stöðúm á landinu að skoða hvaða úrbætur hægt er að gera. Áhugi almennings fyrir úrbótum er mikill. Nefnd um- hverfisráðherra, sem fjallað hefur um úrbætur í sorphirðu- og endur- vinnslumálum, mun á næstunni skila tillögum um aðgerðir. Einnig hafa ýmis fyrirtæki beitt sér fyrir úrbótum. Má í því sambandi nefna að Sorpeyðing höfuðborgarsvæðis- ins hóf sl. vor söfnun á umhverfis- hættulegum efnum. Efnunum er pakkað og þau flutt til eyðingar þannig að umhverfinu stafi ekki hætta af þeim. Einnig hefur átak verið gert í söfnun á PCB-efnum, sem flutt eru utan til eyðingar. Söfnun á notuðum umhverfisskað- legum rafhlöðum, sem m.a. heil- brigðisfulltrúar hafa tekið þátt í, hefur nú staðið yfir í rúmt ár. Þá hefur söfnun efna til endurvinnslu aukist umtalsvert og má þar nefna brotamálma, plastefni og áldósir. Úrbætur í sorphirðu- og endur- vinnslumálum þyrftu að ganga hraðar fyrir sig, en ástæðan fyrir töfum er sú að þær eru dýrar. Laus- lega er áætlað að það kosti allt að tvo milljarða að byggja upp full- nægjandi aðstöðu og að árlegur rekstrarkostnaður aukist verulega. Það gefur því auga leið að varanleg- um úrbótum verður ekki komið á í einni svipan. Finna verður leiðir til að fjármagna þessar úrbætur. Gjald á vörutegundir sem fyrirsjáanlega geta valdið umhverfisskaða við notkun og förgun hefur verið nefnt í þessu sambandi. Menn mega samt ekki láta hendur fallast og bíða eftir að vandamálin verði leyst af öðrum. Stærri sveitarfélög ættu að Þjóðin vill einsetinn skóla o g lengri skóladag yngstu bamanna eftir Guðrúnu Ágústsdóttur Heildarútgjöld til grunnskóla 1990 eru 6.697.000.000 kr. Hlutur ríkisins er 5.087.000 og sveitarfé- laga (áætlun) 1.611.000.000. Grunnskólafrumvarpið í frumvarpi til laga um grunn- skóla, sem lagt verður fram á Al- þingi nú á næstu dögum, er lagt til að grunnskólinn verði einsetinn og að jafnt og þétt verði aukið við kennslutíma grunnskólanemenda þannig að eftir 10 ár verði miðað við að vikulegur stundafjöldi allra nemenda verði 35 kennslustundir og skóladagur samfelldur og í ein- setnum skóla, þar sem börnin dvelja stóran hluta dagsins, er auðvitað þörf á skólamáltíðum. Haustið 1990 varð heildarstundafjöldi allra 6 ára barna 23 viðmiðunarstundir á viku og einni stund var bætt við stunda- fjölda 7 og 8 ára barna, þannig að þessir þrír aldurshópar fá nú 23 kennslustundir. Einsetinn 35 stunda grunnskóli kostar 435 millj. kr. til viðbótar. Það eru miklir peningar en spyija má hvað það kostar þjóðfélagið að búa ekki nægilega vel að börnunum. Skv. jafnréttiskönnun sem Félags- vísindastofnun gerði fyrir Reykjavíkurborg fyrir nokkrum árum er stór hluti grunnskólabarna á eigin vegum þann hluta dagsins sem enginn skóli er og foreldrar eru í vinnu utan heimilis. Allir stjórnmálaflokkar sammála Allir stjórnmálaflokkar sem full- trúa eiga á Alþingi hafa sent frá sér ályktanir um lengingu skóla- tíma yngstu barnanna, einsetinn og samfelldan skóla og í skólastefnu Kennarasambands Islands er lögð áhersla á að allir grunnskólar í landinu verði einsetnir og að skóla- dagur nemenda sé samfelldur og lengri en nú er hjá yngstu nemend- um. Menntamálaráðuneytið gerði könnun á 10 forgangsverkefnum í skólamálum árið 1989 og þar nefni yfírgnæfandi meirihluti svarenda einsetinn skóla, samfelldan skóla- dag og/eða lengri skóladag yngstu nemendanna. Það ríkir því víðtæk samstaða um það í þjóðfélaginu að lengri grunnskóli sé forgangsverk- efni. Hér er aðeins bent á einn þátt í grunnskólafrumvarpinu en í því eru fjöimargir þættir sem bæta munu skólastarf og vil ég hvetja fólk, ekki síst foreldra, til að kynna sér frumvarpið og fylgjast með umræðu um það á Alþingi. Aukin áhersla á list- og verkgreinar og íþróttir En hver er aðalávinningur þess að lengja skóladag yngstu barn- anna annar en sá að samræma skól- ann vinnudegi foreldra? Þegar markmiðum um lengdan skóladag hefur verið náð, skapast mun meiri tími til að sinna ýmsum greinum sem alls ekki hefur verið nægur tími fyrir. Má þar nefna sem dæmi listir, verkgreinar og líkamsrækt. Markmiðið er að þriðjungi tíma nemenda verið varið í íslensku og stærðfræði, um þriðjungi í aðrar greinar, þ.e. náttúrufræði, samfé- lagsfræði, eriend mál og líkams- rækt, og þriðjungi í listir og verk- menntir. Þetta kemur fram í drög- um að framkvæmdaáætlun menntamálaráðuneytisins í skóla- málum til ársins 2000 sem er nýút- komin og samin er af starfsmönnum ráðuneytisins. Þar eru færð svofelld rök fyrir mikilvægi á aukningu lista- og verkgreina. „Sköpunar- gáfan er einn af mikilvægustu og um leið viðkvæmustu hæfileikum mannsins. Hún hefur margháttaða þýðingu fyrir einstaklinginn, fíf „Stefnumörkun sú sem fram kemur í fram- kvæmdaáætluninni hef- ur að geyma fagleg rök sem ætlað er að vera vopn í baráttunni fyrir auknum skilningi á fjárþörf til þessa mála- flokks.“ hans í samfélagi við annað fólk og þróun þjóðfélagsins. Hana þarf því að vekja og rækta á sem fjölbreytt- astan hátt í öllu námi. Listir auðga líf allra, bæði þeirra sem eru virkir skapendur lista og hinna sem njóta, hún glæðir með nemendum frum- leika, fegurðarskyn og almennt gildismat. Og þar segir enn fremur: „Með aukningu á námi og þjálfun í listum og verkgreinum er verið að vinna gegn þeirri þróun í nútíma- þjóðfélagi að einstaklingurinn verði í æ ríkari mæli óvirkur þiggjandi sem hefur lítið frumkvæði og í raun litla möguleikatil að nýta sköpunar- hæfileika sína og frumkvæði. Hæfni til að iðka list- og verkgreinar og njóta þeirra er því mótvægi við ein- hæfni þeirrar sérhæfingar sem ríkir í nútímasamfélagi.“ Nefnd sem vinnur að „barnamenningarátaki menntamálaráðuneytisins sem nú stendur yfir og lýkur með Lista- hátíð barna næsta vor, hefur m.a. það híutverk að kanna á hvem hátt hægt er að auka hlut verk- og list- greina í skólum, þegar skólatíminn hefur lengst. „Til nýrrar aldar“ Áðurnefnd drög að fram- kvæmdaáætlun til aldamóta sem nefnd hefur verið „Til nýrrar aldar“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.