Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990. 11 Mosi og grj ót Kristinn G. Jóhannsson: Haustmosalyng. Olía á striga. 1990. Myndlist EiríkurÞorláksson Þeir eru ekki margir myndlist- armennimir hér á landi, sem eiga langan feril að baki og hafa kosið að búa og starfa allan þann tíma fjarri höfuðborgarsvæðinu. Krist- inn G. Jóhannsson er einn fárra; hann er norðanmaður í einu og öllu, en hefur kosið að fara suður yfir heiðar annað slagið með sýn- ingar, en slíkt hefur hann nú gert, þriðja árið í röð, með sýn- ingu sinni í FÍM-salnum. íbúar höfuðborgarsvæðisins vilja oft gleyma, að þó þar sé að finna nafla listalífs landsmanna, þýðir það engan veginri að ekki sé stunduð myndlist annars staðar á landinu. Því til vitnis má nefna Myndlistaskólann á Akureyri, sýningarsalinn Slunkaríki á Isafirði, og þá staðreynd að sífellt fleiri listamenn af höfuðborgar- svæðinu leita sér skjóls frá skark- alanum með því að koma sér upp vinnuaðstöðu úti á landi, og flytja jafnvel þangað alfarnir. Vegna þessa er vert að fylgjast með því hvort einhver annar taktur finnst í myndlist þeirra sem búa utan borgarlífsins, án þess þó að hafín sé leit að einhverri homamennsku. Kristinn G. Jóhannsson hefur fyrir löngu fundið sinn takt. Sýn- inguna nú nefnir hann „Málverk um gamburmosa og stein“, og bera allir titlar verkanna því vitni hvert listamaðurinn sækir við- fangsefni sín. Það er hið smáa í náttúrunni sem heillar; hið þraut- seiga eðli þessa lægsta gróðurs, sem nær tökum á umhverfi sínu á klöppum, í hrauni, dýjum og á steinum þar sem aðrar glæst- ari tegundir ná engri festu. Þessi staðfesta höfðar á vissan hátt til listamanna, sem oft hafa mátt leitast við að skapa sér vettvang, þar sem enginn annar taldi nokkra von til. Þegar málverk og mosi era nefnd í sömu andránni verður mörgum eflaust hugsað til Jó- hannesar Kjarvals, sem tók miklu ástfóstri við hraunmosann sem viðfangsefni í list sinni. Að nokkru fetar Kristinn slóðir sem Kjarval raddi í sumum myndanna á þessari sýningu, t.d. með þeirri nærmynd steina og mosa sem tekur upp mest af myndfletinum, þar sem ijöll og himinrönd gnæfa yfir í fjarlægð efst í verkum eins og „Mosagötur“ (nr. 2), „Grá- mosi“ (nr. 6) og „Mosaþemba" (nr. 9). I öðram verkum leitar list- amaðurinn annað, og fyrir tengsl nafngiftanna við íslenska náttúru eiga gestir á sýningunni auðvelt með að sjá hversu stutt er frá fijálsu litaspili abstraktlistarinnar til þess auðs litaspjaldsins, sem hin smágerða veröld býður upp á. Raunin er sú, að í náttúrunni hefur Kristinn fundið þau við- fangsefni, sem ýmsir leita utan hlutveraleikans. Verk eins og „Steinató“ (nr. 27), „Blómastein- ar“ (nr. 19) og „Haustmosalyng" (nr. 3) era abstraktmyndir jafnvel með þeim nöfnum sem listamað- urinn hefur gefið þeim; með því að vera nærgöngull við náttúruna má því finna flest það sem mynd- listin hefur tekið sér fyrir hendur í gegnum tíðina. Það er vert að benda á að litflet- ir mosans og steinanna era aldrei fjölskrúðugri en í nærmyndum Kristins. Það sem virðist í fyrstu grár flötur reynist við nánari skoðun samsett úr bleikum, bláum og grænum litum, eins og þræðir mosans liggi alls staðar. Því verða myndirnar mjög litskrúðugar, jafnvel svo að jaðrar við ofhlæði, einkum í minni verkunum. En áminningin er sú að oft leita menn langt yfir skammt í sinni náttúru- skoðun sem fleiru. Kristinn hefur í list sinni tekið þátt í að halda við langri hefð landslagsmynda í málverkinu. Sú staðreynd að fjöldi ungra málara er nú tekinn að fást við landslag á einn eða annan hátt er ótvíræð sönnun þess að þetta viðfangsefni á sér djúpar rætur með þjóðinni og verður seint þurrausið. Því er vel þess virði að líta á hvernig listamaðurinn að norðan nálgast viðfangsefni sitt, gamburmosa og stein, að þessu sinni. Sýningu Kristins í FÍM-salnum lýkur sunnudaginn 18. nóvember. ■ HÖRPUÚTGÁFAN hefur gef- ið út nýja bók, Gullkorn dagsins — fleyg orð og erindi, eftir ís- lenska menn og erlenda, eitt fyrir hvern dag ársins. Ólafur Haukur Arnason valdi efnið. Bókiri er myndskreytt af Bjarna. Jónssyni listmálara. í formála segir: „Á þeim blöðum, sem hér fara á eftir, koma fram með hugrenningar sínar íslenskur menn og erlendir, heims- frægir garpar og aðrir sem flestum eru ókunnir. En ræða þeirra snýst í megindráttum um hið sama. Manninn, hinn skyni gædda mann, í flókinni veröld þar sem flest virð- ist á hverfanda hveli og erfitt reyn- ist tíðum að greina hismi frá kjarna.“ Bókin er 159 bls. unnin að öllu leyti í prentsmiðjunni Odda hf. ■ DÖGUN-PRENTVERK hefur gefið út bækur um eðalsteina og nálarstunguaðferðir og nefnist hún Eðalsteinar opna hugann eftir Brett Bravo. í inngangsorðum seg- ir höfundur m.a.: „ Mannkynið hef- ur alltaf heillast af kristölum og gimsteinum. Lækningar með kris- tölum og gimsteinum hafa verið iðkaðar á öllum menningarsvæðum og öllum tímum. Markmið mitt er að kanna þessa visku og beina henni til meðvitundar nútímafólks. Mér finnst þó mikilvægt að ýta undir forvitni hvers og eins tilað kanna þessa hluti sjálfur." Sigur- lína Davíðsdóttir íslenskaði bókina sem er 120 bls. Bókin Nálastunga - eitthvað fyrir þig? er eftir próf- essor J.R. Worsley, stofnandi nál- astungumeðferðarskóla í Englandi. Á bókarkápu segir m.a. „ Hér grein- ir höfundur frá yfir þrjátíu ára reynslu sinni sem meðhöndlari og kennari, og svarar algengustu spurningum varðandi nálastungu- meðhöndlun, bæði þeirra sem eru í meðferð og þeirra sem eru að velta fyrir sér hvprt þeir eigi að prófa. Bókin er 136 bls. Þýðandi er Þóra Kristín Arthursdóttir. Vorum að taka upp nýja sendingu af þessum vinsælu frönsku peysum úr 50% ull og 50% akryl. Ný mynstur og ný snið í mörgum faliegum litum. Með kraga iakkapeysur Kr. 3.850, £ Kr. 3.850,- I Kr. 3.850,- 1 Kr. 4.825, Kr. 750,- Kr. 1.620,- Fiauelsbuxur, sterkar og endingargóðar. Kr. 3.898,- Flauelsbuxur með beltl Kr. 3.641,- Kr. 4.222,- Kr. 4.558,- Kr. 1.995,- Kr. 4.520,- Kr. 4.850,- Opið laugardaga frá kl. 9 til 12 r| P~| SENDUM UM ALLT LAND k I Grandagarði 2, Reykjavfk, sími 28855 Ný sending af frönsku peysunum á lága verðinu. Einnig úrvai af nýjum skyrtum, buxum og úipum. Nýjar tískuskyrtur í miklu litavali. Stærðir: M, L og XL. Ódýrar gallabuxur. Þægileg snlð. Verð frá Vatnsheidur mlttisjakki, ioðfóðraður með hettu f kraga. Gott snið. Fyrsta sendingin seldist upp á skömmum tfma. Örygglsskór, háir með stáltá. Sóii úr polyurethan. Skórinn er PVC klæddur að utan. Lltur: svart leður. Öryggisskór, háir með stáltá. Litur: svart leður. Stærðir: 41-47 Háskólabolir f mörgum litum. Ódýr og þægilegur klæðnaður. Stærðir: M, L og XL. Öryggisskór, lágir með stáltá. Litur: svart leður. Stærðir 41-47.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.