Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 28
b'28 •MORGUNBLÁÐIÐ FIMMTUÐAGUR 15/ 'NÓVEMBER'1990 EFTA - EB: Tómatar og gúrkur á lista EB Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FULLTRÚAR Evrópubandalags- ins (EB) birtu í gær lista yfir þær landbúnaðarafurðir sem banda- lagið vill að fái óhindraðan aðgang að mörkuðum aðildarríkja Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA). Samkvæmt heimildum í Brussel eru vörur úr 72 tollflokk- um á listanum og þar á meðal tómatar og agúrkur. EB vill að tollar og innflutningshömlur verði lagðar af þessum vörum í áföng- um innan EFTA. Óskalistinn var lagður fram á fundi í samninganefnd 1 sem fjallar um frelsi í verslun með vörur innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Á fundinum var rætt um ágreining EFTA við EB vegna sjávarafurða og staðfest sú stefnubreyting EB að leggja skuli áherslu á samninga.um tollaívilnanir fyrir t.d. íslenskar sjáv- arafurðir áður en samið er um að- gang að fiksimiðum. Samkomulag varð um að stofna til viðræðna sér- fræðinga frá báðum bandalögunum um tæknileg atriði sem varða sjávar- útveg, s.s. flokkun sjávarafurða og heilbrigðiskröfur. Þær landbúnaðar- afurðir sem EB vill ftjáls viðskipti með eru fyrst og fremst upprunnar í suðurhluta bandalagsins og skipta þess vegna framleiðendur innan EFTA takmörkuðu máli. Greiðari aðgangur fyrir landbúnaðarafurðir frá Suður-Evrópu inn á markaði EFTA miðar að því að bæta afkomu fólks í þeim hluta EB. EFTA-ríkin hafa lagt áherslu á að þessi jöfnun Iífskjara geti ekki verið einhliða mál, EFTA-ríkin sjálf hljóti að fá eitthvað í staðinn. Nýja-Sjáland: Oður byssumaður myrðir ellefu manns í smáþorpi Dunedin. Reuter. UNGUR maður gekk berserksgang í 50 manna þorpi á Nýja-Sjálandi í gær og drap ellefu manns áður en hann var skotinn til bana af lög- reglu. David Gray, sem var 33 ára gamall, var vopnaður hálfsjálfvirk- um riffli er hann gekk af göflunum og skaut á nágranna sína í þorp- inu Aramoana. Glæpatíðni er tiltölulega lág á Nýja-Sjálandi og eru íbúar þorpsins skelfíngu lostnir. Meðal fórnarlamba Grays voru 6 ára gamall drengur og lögreglumaður bæjarins, sem Gray skaut af stuttu færi þegar lögreglu- maðurinn reyndi að nálgast hann. Gray varð ekki yfirbugaður fyrr en sérsveit lögreglu réðst að húsinu þar sem hann faldi sig. Gray skaut á lögreglumennina og særðist einn þeirra og annar fékk skot í bijóstið og lést nokkrum mfnútum síðar. Enginn íbúa Aramoana sagðist hafa þekkt Gray vel. Þeir lýstu hon- um sem einfara sem fór leiða sinna á reiðhjóli. Bóksala bæjarins komu fréttirnar þó ekki á óvart en hann sagði að Gray hefði hótað sér í tvígang þegar hann leitaði að bókum um byssur. Innflutningur á hálfsjálfvirkum rifflum til Nýja-Sjálands var bannað- ur fyrir hálfu ári vegna svipaðs at- burðar í Hungerford á Englandi. Talið er að enn séu um 60.000 slík vopn á Nýja-Sjálandi. Reuter Galvin íMoskvu John Galvin (annar f. v.), yfirhershöfðingi herafla Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) í Evrópu, og Vigleik Eide (þriðji f.v.), formaður hermálanefndar bandalagsins, komu á sunnudag til Moskvu í fimm daga heimsókn. Hefur mönnum í áðurnefndum stöðum ekki fyrr verið boðið þangað. Dímítrí Jazov varnarmálaráðherra tók á móti þeim á flugvellinum og kannaði brynvagnaherdeild í stöð skammt frá Moskvu ásamt gestunum. Þeir ræddu m.a. við Míkhaíl Gor- batsjov, forseta Sovétríkjanna, á þriðjudag og Moisíjev, forseta so- véska herráðsins, er var nýlega í aðalstöðvum NATO í Brussel. Þeir sögðu eftir fundinn með Gorbatsjov að búast mætti við meiri sam- vinnu við Sovétmenn á sviði afvopnunarmála eftir að samningur um hefðbundin vopn hefur verið undirritaður en ráðgert er að það verði gert í næstu viku. BARIST UM LEIÐTOGASTÖÐU í BRESKA ÍHALDSFLOKKNUM Afsagnarræða Sir Geoffreys Howe á þingi Bretlands: t Harkalegasta árás á ríkjandi forsætisráðherra í hálfa öld St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. AFSAGNARRÆÐA Sir Geoffreys Howe í Neðri deild breska þings- ins sl. þriðjudag er talin einhver áhrifamesta þingræða í hálfa öld. Hún var forsíðuefni hvers einasta dagblaðs í Bretlandi í gær og almennt ber mönnum saman um að hún hafi verið alvarlegt áfall fyrir Margaret Thatcher forsætisráðherra. í ræðu sinni skýrði Sir Geoffrey Howe, fyrrum aðstoðarforsætis- ráðherra, ástæður afsagnar sinnar í sl. viku og réðst um leið harkaleg- ar að forsætisráðherra sínum en dæmi eru til um í hálfa öld. Peter Jenkins, aðstoðarritstjóri The In- dependent, segir i forsíðugrein í gær, að ekki hafi verið ráðist jafn harkalega að ríkjandi forsætisráð- herra síðan Leo Emery, þáverandi þingmaður íhaldsflokksins, vitnaði til orða Olivers Cromwells og sagði við Neville Chamberlain, þáver- andi forsætisráðherra, 7. maí 1940: „í Guðs nafni, farðu.“ 10. maí sagði Chamberlain af sér embætti. Holdtekja tryggðar og trúnaðar Til að skilja áhrif ræðunnar verður að átta sig á, að Sir Geoffrey Howe er holdtekja þeirrar tryggð- ar og trúnaðar, sem hafa ævinlega verið taldar til æðstu dyggða í breska íhaldsflokknum. Sömuleið- is er hann afar varfærinn í orðum og ekki er vitað til, að hann hafi gripið til stóryrða í stjórnmáladeil- um. Denis Healey, fyrrum fjármála- ráðherra Verkamannaflokksins og talsmaður hans í utanríkismálum, þreytti kappræður við Sir Geoffrey Howe árum saman í Neðri deild- inni, því að þeir fóru með sömu málefni, ýmist í stjórn eða stjórn- arandstöðu. Hann sagði einhvern tímann, að þreyta kappræður við Sir Geoffrey Howe væri eins og að láta dauðan hrút stanga sig. Þessi ummæli urðu fleyg á sínum tíma. Á þriðjudag reif hrúturinn í sig ljónynjuna, sem hann hafði þjónað í 15 ár. Þessi stillti ofsi, sem í ræðunni var, kom öllum í opna skjöldu. Þegar ræðan er lesin, virðist ekki vera djúpstæður málefna- ágreiningur milli Howe og Marg- aret Thatcher. Eina stefnumálið, sem hann gerir ágreining um, er, að inngangan í evrópska mynt- kerfið hafi komið 5 árum of seint. En vegna þess, hvernig ræðan var flutt og hver gerði það, á hvaða tíma og hvernig hún var upp byggð, þá er hún afdrifaríkasta þingræða í manna minnum. Um það ber öllum saman. Howe vitnaði í Churchill til stuðnings þeirri skoðun sinni, að óskorað sjálfstæði kynni að vera verri kostur en deila því með öðr- um þjóðum. Thatcher hefur meira dálæti á Churchill en öllum öðrum fyrrverandi leiðtogum breska íhaldsflokksins. Sömuleiðis lagði hann áherslu á, að stefna That- cher í málefnum Evrópu ynni gegn hennar eigin markmiðum um lægri verðbólgu og meiri stöðugleika í efnahagsmálum. Það var því engin vinstrisinnuð heybrók innan íhaldsflokksins, sem var að gera atlögu að Thatcher, heldur harð- jaxl, sem hafði staðið með henni gegnum þykkt og þunnt í 15 ár. Stuðningsmenn Thatcher brugðust margir illa við ræðunni og sökuðu Sir Geoffrey Howe um að leita hefnda fyrir að vera settur úr embætti utanríkisráðherra á síðasta ári. Þeir bentu einnig á, Umferðir í leiðtoga- kjöri mögulega þijár London. Reuter. ÁÐUR fyrr var leiðtogi breska íhaldsflokksins valinn í reykfylltum bakherbergjum virðulegustu klúbbanna í London þar sem flokks- broddarnir gerðu oft út um málin meö hrossakaupum. Á sjöunda áratugnum var samþykkt lýðræðislegri aðferð en hún er afar flókin. Allir 372 þingmenn flokksins geta tekið þátt í leiðtogakjörinu sem hefst nk. þriðjudag en þeir geta einnjg setið hjá. Samkvæmt reglun- um verður frambjóðandi að hljóta „hreinan meirihluta atkvæða þeirra sem mega greiða atkvæði og 15% fleiri atkvæði en nokkur annar frambjóðandi.“ Ef allir neyta at- kvæðisréttarins dugar Margaret Thatcher því ekki að fá 187 at- kvæði heldur þarf hún að hljóta 214 til að halda leiðtogasætinu og þar með embætti forsætisráðherra. Nægi ekki ein umferð verður kosið aftur 27. nóvember og mega þá nýir frambjóðendur mæta til leiks. Næði enginn hreinum meiri- hiuta yrði þriðja og síðasta umferð- in 29. nóvember og þá kosið milli þriggja efstu úr annarri umferð. Að þessu sinni yrðu þingmenn að rita nöfn tveggja leiðtogaefna í for- gangsröð. Sá frambjóðendanna þriggja er hlyti fæst atkvæði yrði nú úr leik. Kannað yrði hvaða nöfn stuðningsmenn hans hefðu sett Margaret Thatcher, forsætisráðherra og núverandi leiðtogi íhalds- flokksins, hlýðir á ræðu Sir Geoffreys Howe í neðri deild breska þingsins ásamt tveimur þingmönnum flokksins. númer tvö á seðilinn og atkvæða- talningar. Sigurinn félli síðan þeim tala tveggja efstu síðan hækkuð í í skaut er þá væri kominn með samræmi við niðurstöður þeirrar meirihluta. Sir Geoffrey Howe að ágreiningur hans við Thatcher væri um stjórnarstíl en ekki stefnu. Michael Heseltine sagði í gær, er hann tilkynnti ákvörðun sína um framboð gegn Thatcher til leiðtogaembættis Ihaldsflokks- ins, að ræða Howes hefði ráðið úrslitum um framboð sitt. Neil Kinnock, Ieiðtogi Verka- mannaflokksins, hefur hvatt til þess, að boðað verði til kosninga nú. Það sé eðlilegt, að þjóðin kjósi sér nýjan forsætisráðherra, en það sé ekki látið eftir þingflokki Ihaldsflokksins. Persónur og málefni Allir fréttatímar sjónvarpsstöðva á þriðjudagskvöld snerust nánast^ einvörðungu um ræðu Howe. Sum betri blöðin leggja nánast alla for- síðu sína í gær undir fréttir af ræðunni. Öllum blöðunum, ber saman um, að ræðan hafi veikt stöðu Thatcher mjög alvarlega. Sum þeirra leggja til, að Thatcher víki, The Guardian og The Inde- pendent, og það síðarnefnda telur Sir Geoffrey Howe kunna að hafa sært Thatcher til ólífis sem forsæt- isráðherra. The Daily Telegraph segir ræðuna einungis vera graf- skrift stjórnarþátttöku Sir Geoffreys Howe, en stjórnin eigi að halda fast við stefnu sína í málefnum Evrópu. The Times bendir á, að efnislegur ágreiningur Howes og bresku ríkisstjórnarinn- ar sé óverulegur. En persónur og málefni blandist óhjákvæmilega í stjórnmálum og það valdi djúp- stæðum ágreiningi nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.