Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 ATVINNU/\/ /r^/ vr//\/r^A/? I i^i / \ Ly \J7 Z_ / O// N/ vJ7/ \ /\ Vaktmenn óskast Fólk óskast til vaktavinnu sem felst í dyra- vakt og umsjón í stórri húsasamstæðu á Reykjavíkursvæðinu. Um er að ræða fast- ráðningu að loknum 3ja mánaða reynslutíma. Umsækjendur skili inn skriflegri eiginhandar- umsókn er greini til aldur, búsetu og fyrri störf, á auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. nóvem- ber merktri: „Vaktavinna - 12552“. Seltjarnarnesbær Starfskraft vantar í íþróttamiðstöð Seltjarn- arness (kvennaböð). Æskilegur aldur 35 ára eða eldri. Upplýsingar í síma 611551. Hafnarfjörður - blaðberar Blaðbera vantar við Öldugötu, Lækjargötu og Hringbraut. Upplýsingar í síma 652880. BOLUNGARVÍKURKAUPSTAÐUR Okkur vantar fóstrur! Við erum á aldrinum 2ja-6 ára. Leikskólinn okkar er nýlegur og vel útbúinn á fallegri lóð í hjarta bæjarins. Bolungaryik er 1200 manna bær. Hér er nýtt íþróttahús, sundlaug, góð heilslugæsluþjónusta og mjög góðar samgöngur við nærliggjandi staði. Á staðnum er öflugt félagslíf og gott mannlíf. Hvernig væri að breyta til og koma til okkar? Upplýsingar gefur bæjarstjóri í síma 94-7113. Umsjón með kaffistofu Þjónustufyrirtæki í Breiðholti óskar eftir að ráða starfskraft til að vinna í kaffistofu starfs- manna. Vinnutími er frá kl. 10.00 til 15.00. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. nóvember nk., merktar: „K - 8761". Flugfélagið Atlanta hf. óskar eftir að ráða manneskju til starfa við bókhald og almenn skrifstofustörf. Viðkom- andi hafi reynslu í bókhaldi og gott vald á ensku. Nánari upplýsingar um starfið gefur Jón Rafn Pétursson í síma 667700. Umsóknum skal skilað á skrifstofu félagsins, Þverholti 3, Mosfellsbæ. álL ÚRVAL-ÚTSÝN Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hf. auglýsir eftir fararstjórum fyrir sumarið 1991. Auglýst er eftir fararstjórum til að sinna Bangsaklúbbi og FRÍ-klúbbi Úrvals-Útsýnar á sólarstöðum ferðaskrifstofunnar sumarið 1991. Fararstjóri Bangsaklúbbs Úrvals-Útsýnar sér um fjölbreytta dagskrá fyrir börn á aldrin- um 4ra-14 ára. Starfið felst í skipulagningu og umsjón á starfi og leik með þátttöku for- eldra. FRÍ-klúbburinn heldur uppi fjölbreyttu fé- lagslífi fyrir félagsmenn sína á áfangastöðum Úrvals-Útsýnar og er takmarkið að félags- menn njóti þess besta sem völ er á. Farar- stjóri FRÍ-klúbbsins stendur fyrir skemmtun og leik fyrir hresst fólk, sem vill skemmta sér og njóta lífsins. Umsækjendur skulu ekki vera yngri en 20 ára og hafa nokkra þekkingu á ensku og spænsku. Þeir sem koma til greina verða að taka þátt í sérstöku fararstjóra- og þjálfunarnámskeiði áður en að endanlegri ráðningu kemur. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstof- um Úrvals-Útsýnar, Alfabakka 16 og Póst- hússtræti 13, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember nk. w I verslun sem er yfirfull af karlmönnum vantar tvær glaðbeyttar hörkusölukonur á verslunargólf til þess að allt sé í jafnvægi. Ert þú önnur þeirra? Starfið er skemmtilegt (oftast nær) og sæmilega vel launað. Skrif- aðu okkur nokkrar línur og við munum svara þér. Vel á minnst, verslunin er í Reykjavík og vinnan er allan daginr). Tilboð merkt:,, Glaðleg - 4797“ sendist til auglýsingadeildar Mbl. sem fyrst. Lausar stöður Tvær stöður eftirlitsmanna með vínveitinga- húsum eru lausar til umsóknar. Um vakta- vinnu er að ræða. Skilyrði er að umsækjendur séu orðnir 30 ára, reglusamir og hafi góða kunnáttu í íslensku. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Umsókn'ir ásamt sakavottorði skilist til starfsmannastjóra fyrir 15. desember nk. Lögreglustjórinn í Reykjavík. Sölustjóri Hewlett-Packard á íslandi óskar eftir að ráða sölustjóra til að annast sölu- og markaðs- setningu á tölvubúnaði. Við leitum að starfsmanni sem hefur góða menntun á tæknisviði og reynslu af viðskipt- um eða góða menntun á viðskiptasviði með reynslu af tölvum. Viðkomandi þarf að hafa góða framkomu og eiga auðvelt með að vinna í hópstarfi. Við bjóðum góð laun og skemmtilega vinnu- aðstöðu. Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 671000. Skriflegar umsóknir þurfa að hafa borist fyr- ir 1. desember 1990. HEWLETT PACKARD H.P. Á ÍSLANDI, HÖFÐABAKKA 9, SÍMI671000. RAÐA(JGi YSINGAR HÚSNÆÐI í BOÐI Til leigu í miðbæ Kópavogs 3ja herb. íbúð með húsgögnum, sem leigist í 3 mánuði frá 1. desember - 1. mars. Tilboð er greini frá fjölskyldustærð og verð- hugmynd óskast send til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „K - 4796" fyrir 20. nóvember. ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu 170fm á 2. hæð á besta stað við Ármúla. Hagstætt verð. Upplýsingar á skrifstofutíma í síma 685316 (Gyða). Skrifstofuhúsnæði Til leigu er 200 fm glæsilegt skrifstofuhús- næði á 2. hæð í Hafnarstræti 5, Reykjavík. Laust 1. desember nk. Upplýsingar í símum 10621 og 627050. Glæsilegur 167 m2salur á 3. hæð í lyftuhúsi nálægt miðbæ Reykjavík- ur með 10 metra gluggaframhlið, er til leigu til atvinnurekstrar. Sérlega heppilegt hús- næði fyrir alls konar rekstur og hægt er að hólfa það niður eins og hverjum hentar. Verð 510 krónur fermeterinn. Upplýsingar í síma 681410 á skrifstofutíma, spyrjið eftir Guðrúnu. TILBOÐ - ÚTBOÐ Graskögglaverksmiðja - rafstöð Tilboð óskast í eftirtaldar eignir þrotabús Mýrdalsfóðurs hf.: Tvær bifreiðar, GMC Astro árgerð 1974. Á annarri bifreiðinni er áföst graskögglaverk- smiðja, sem samanstendur af kögglapressu, heysaxara o.fl. Við hina bifreiðina er áfastur tengivagn, en á honum stendur 278 KW rafstöð. Tilboð skilist til Helga Birgissonar, hdl., skiptastjóra, Borgartúni 24, sími 91-27611. Sýslumaður Vestur-Skaftafellssýslu. Vík í Mýrdal, 13. nóvember 1990. Útboð Norðurá í Borgarfirði Samkvæmt samþykkt á aðalfundi Veiðifélags Norðurár 9. nóv. 1990 auglýsir stjórn félags- ins hér með eftir tilboðum í veiðirétt árinnar ásamt tilheyrandi aðstöðu fyrir veiðitímabil næstu þriggja og/eða fimm ára. í tilboði skal taka fram heildarfjárhæð leigu, gjalddaga og verðtryggingu, ef óskað er eft- ir greiðslufresti, svo og trygginga vegna greiðslna. í tilboði skal einnig taka afstöðu til greiðslu eða greiðsluþátttöku í kostnaði við kaup á netaveiði í Hvítá. Nánari upplýsingar veita Sigurjón M. Valdi- marsson, Glitstöðum, í síma 93-50035, eða Kristmann Magnússon í síma 91-626788. Tilboð sendist á skrifstofu Jónasar Aðal- steinssonar hrl., Lágmúla 7 í Reykavík, fyrir 28. nóv. 1990, kl. 16.00, en þar og þá verða móttekin tilþoð opnuð. Félagið áskilur sér rétt til að taka hvaða til- boði sem er að hafna þeim öllum. Borgarfirði, 10. nóv. 1990. Veiðifélag Norðurár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.