Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 Opið bréf til allra sem starfa við mót- töku erlendra ferðamanna á Islandi eftirRagnar Alexander Þórsson ísland er fagurt land og á sér merka sögu. Landið, fegurð þess og náttúra hafa mikið aðdráttarafl á fólk um víða veröld. Útlendingum sem heimsækja Is- land hefur íjölgað jafnt og þétt undanfarin tuttugu ár. Fyrir tilstilli íslenskra ferðaskrifstofa og ekki sist flugfélaganná hefur tekist að kynna Island á erlendri grund og hafa reyndar fleiri komið þar nærri. Miklu fé er kostað til landkynn- ingar og árangurinn leynir sér ekki. Við eigum nú þegar fullt í fangi með að taka á móti öllu því ferða- fólki sem hingað kemur að minnsta kosti hvað háannatímann snertir. Ferðaiðnaðurinn í heild hefur þróast í takt við fjölgun ferðamanna og að mörgu leyti höfum við staðið betur að uppbyggingu ferðaþjón- ustunnar en aðrar þjóðir þar sem gífurleg offjárfesting hefur átt sér stað. Uppbyggingin er nokkuð jöfn, hótelrými eykst ár frá ári í takt við fjölgun gesta og hópferðabílum fjölgar ár frá ári í samræmi við fjölgun ferða. Og jafnframt því eru haldin nám- skeið af ýmsu tagi til að auka þekk- ingu starfsfólks í greininni. Leið- sögumannaskólinn útskrifar fólk til að kynna land og þjóð fyrir útlend- ingum. Aukin þekking eykur gæðin á öllum sviðum ferðaþjónustunnar. . Saga íslenskrar ferðaþjónustu er ekki svo ýkja löng. Lengst af voru hálendisferðir einna mest áberandi hér á landi og áttu þar frumkvöðlar á borð við Úlfar Jakobsen og Guð- mund Jónasson auk annarra mestan hlut að máli. Ferðaskrifstofa ríkis- ins þróaði hótelferðir um landið og fann upp á því snjallræði að nýta heimavistarskóla sem sumarhótel enda skortur á hótelrými mikill í þá daga og sumarfríin löng hjá íslenskum skólabömum. Hingað kemur einnig fjöldi skemmtiferðaskipa og með tilkomu ferjusiglinga til landsins fjölgar þeim sem ferðast hér á eigin spýt- ur. Á síðari árum hafa einnig kom- ið ráðstefnuhópar og s.k. hvataferð- ir eru að ryðja sér til rúms, en þar er átt við hópa sem fá gefins ferð til íslands frá vinnuveitendum sínum fyrir góða frammistöðu við sölumennsku og fl. Svo ^ era þeir sem eiga hér skamma viðdvöl á leið sinni vestur um haf eða til Evrópu og koma þeir gjarnan aftur síðar meir til lengri dvalar. Svö virðist sem heimurinn sé í lagi, landið er vinsælt, útlending- arnir streyma hingað og við tökum á móti þeim og allir era hamingju- samir. En er ástandið svona gott? Erlend samkeppni Sú spurning vaknar hvort íslensk ferðaþjónusta stendur jafnvel að vígi og að framan greinir. Því miður virðast ýmis teikn á lofti sem benda til hins gagnstæða. Erlendar ferðaskrifstofur eru nú óðum að ryðjast inn á markaðinn og veita okkur harða samkeppni. Þessi samkeppni hefur greinilega komið okkur í opna skjöldu. Eflaust erum við öll sammála um að samkeppni sé af hinu góða og hún á líka vera það. En samkeppni verður að vera heiðarleg og um hana þurfa að gilda strangar reglur eins og allt annað, annars skapast ringulreið sem gerir að engu þann árangur sem náðst hefur í ferða- þjónustu landsmanna. Útlendar ferðaskrifstofur era að yfírtaka hvert verksviðið á fætur öðru hér heima og oftar en ekki í trássi við lög svo framarlega sem þau era fyrir hendi. Á sama tíma er okkur gert að hlíta lögum og reglum á öllum sviðum ferðaþjón- ustu og ekkert athugavert við það. En hvers vegna er ekki látið jafnt yfir alla ganga? Og hvers vegna gilda ekki sömu reglur um þessa atvinnugrein og aðrar? En í hverju felst umrædd sam- keppni og hvernig varð hún til? Fyrir nokkram áram fór að bera á fyrstu tjaldhópunum sem hingað komu án þess að skipta beint við íslenskar ferðaskrifstofur og leigðu þeir gjaman rútur hjá BSÍ eða hjá öðram. Þessir hópar notuðu ekki eldhús- bíla en fluttu þess í stað matvæli til landsins og höfðu þau meðferðis í rútunum. Með í för vora oftast einhveijir kokkar sem mölluðu nokkrar hita- einingar á dag í fólkið og bílstjór- ana. Það þótti lengi góður meg- ranarkúr hjá íslenskum bílstjóram að komast í slíkar ferðir og þykir eflaust enn. En nú bregður svo við að þessir sömu örlátu kokkar era orðnir leið- sögumenn fyrir sínar ferðaskrif- stofur og koma hingað með hvern hópinn á fætur öðrum, enda hafa þeir notið ókeypis starfsþjálfunar Ragnar Alexairder Þórsson „Þegar á heildina er lit- ið fara hagsmunir okk- ar saman hvar sem við stöndum. Islensk ferða- þjónusta á annað og betra skilið en að molna niður í höndunum á út- lendum sjóræningjum.“ hjá íslenskum leiðsögumönnum undanfarin ár. Nú þurfa þeir ekki lengur á okkur að halda en þjálfa þess í stað upp nýja kokka sem síðan geta ferðast með hópa um landið um ókomin ár. í sjálfboðavinnu En hvað ef kokkarnir rata ekki um landið þrátt fy.rir góða starfs- þjálfun? Þá er bara að spyrja bílstjórann. Hvernig má það vera að íslenskir bflstjórar era sendir á fjöll með útlenda „leiðsögumenn" sem ekki þekkja landið og era hér í sjálfboðavinnu margir hveijir? Eru ekki bílstjórarnir komnir í sjálfboða- vinnu líka þegar þeir era látnir vera eins konar leiðsögumenn leiðsögu- manna án þess að fá greitt fyrir? Síðan hvenær mega þeir við því að gefa vinnu sína og taka á sig aukna ábyrgð án þess að njóta góðs af? En hvað um leiðsögumenn sjálfa? Bækur og bóklestur 3. grein eftir Heimi Pálsson í tveim greinum að undanfömu hef ég minnst á nokkur, umhugsun- arefni um mál og málþroska, bók- lestur og aðra afþreyingu eða fróð- leiksöflun. í þessari lokagrein verð- ur minnt á nokkur alþekkt atriði sem uppalendum á hveiju stigi sem vera skal er hollt að hafa í huga. Að auka málþroska Kennarar og uppeldisfræðingar hérlendis sem erlendis hafa vaxandi áhyggjur af málfæmi uppvaxandi kynslóðar. Veröldin hefur tekið stakkaskiptum. Síbylja, mynd- áreiti, streita. Allt eru þetta þættir sem hljóta að tefja fyrir einbeitingu til eins eða annars. Og við þessum nýju aðstæðum, þessum nýju áreit- um, hljóta uppalendur að bregðast með einum eða öðrum hætti. Sá sem - þetta skrifar kann enga töfraform- úlu. Hins vegar er hann sannfærður um að málþroski barna og þar með sjálfsvitund þeirra er hægt að efla og þá einkum með tvennu móti: Annars vegar með því að ta/a nógu mikið við börn, hins vegar með því að stuðla að bóklestri þeirra, ræða við þau um lestrarefnið, lesa með þeim, lesa fyrir þau. Uppalendur sem vanrækja þessa þætti kunna að vera að vanrækja mikilvægustu undirstöðuna að farsælli samfélags- þátttöku bamanna. Það getur aldr- ei verið gott mál. Bók er best vina Áður var á það minnt hveija yfir- burði textinn hefur umfram mynd- efnið á fleiri en einu sviði. Textinn geysist ekki framhjá á hraða sem aðrir ákveða en lesandinn. Textinn bíður rólegur eftir því að við gefum okkur tóm til að tileinka okkur hann. Textinn gefur okkur alltaf færi á að skoða aftur og aftur. Og milli textans og okkar, lesendanna, getur í raun enginn troðið sér. Við ráðum skilningi okkar, túlkun okkar o.s.frv. Vilborg Dagbjartsdóttir skáld lýsti því bráðskemmtilega í útvarps- þætti á dögunum hvernig hún stofn- aði til kunningskapar við bækur rétt eins og fólk. Sumar sæi hún kannski aðeins í svip en aðrar fengi hún færi á að hitta oft, kynnast þeim betur og betur, eignast þær að vinum. — Eitthvað á þessa lund hlýtur sá að hafa hugsað sem bjó til spakmælið „bók er best vina“. Þar liggur einmitt að baki þessi sama hugsun sem persónugerir bókina, kann að meta þá ögran sem 'fólgin er í því að „tala við bók“, að skerpa hugsun sína og skilning, auka við þroska sinn með því að glíma við texta, orð og setningar sem einhver annar hefur sent okkur eins og persónuleg skilaboð. Allir þjálfaðir bókaunnendur þekkja nautnina sem getur falist í lestri. En þeir vita líka að ekkert gerist í því efni af sjálfu sér. Þeir vita að lestrarnám er með vissum hætti ævinám, vita að góður les- andi er alltaf að læra að lesa, alltaf að kynnast nýjum og nýjum hugs- unum, glíma við nýjar og nýjar ráðgátur. Það er meira að segja að næstum sama hvort hann er að lesa góða spennusögu eða flókna ljóða- bók. Samskipti hans og textans verða undir mjög svipuðum merkj- um, sífelldar spumingar, sífelld svör — og oftast mjög óvænt. Uppeldi og lestur Eins og áður hefur fram komið Þeir fara til Seyðisfjarðar og taka þar á móti útlendum rútum og sýna útlendum bflstjórum hvernig landið liggur svo að þeir getið síðan kom- ið hingað aftur án þess að taka leiðsögumann hér eins og dæmin sanna. Erum við ekki að grafa okk- ar eigin gröf með því að þjálfa út- lendingana upp í því að sjá um þetta sjálfir í framtíðinni? Hvað verður um islenska leiðsögumenn og íslenska hópferðaaðila og bílstjórana þeirra ef svo heldur sem horfir? Snúum okkur að matnum sem fyrrgreindir kokkar matreiða svo lystilega að sögur fara af. Fransk- brauðsneið með sultu handa tíverj- um og einum og grunnur súpudisk- ur á kvöldin. Það er óblítt augnaráðið sem ferðamennimir senda hveijir öðram við matarskömmtunina og bílstjór- arnir sjá íslenska eldhúsbíla í hill- ingum þegar iíða tekur á ferðina. Glorhungrað fólk að ferðast um óbyggðir landsins á mestu upp- gangstímum íslandssögunnar. Það voru þá öll gæðin. Það er útbreiddur misskilningur hér á landi að erlendar ferðaskrif- stofur hafi með sér mat vegna þess hve dýr hann er hér. Staðreyndin er sú að sala á mat- vælum til ferðafólks er liður í tekju- öflun þess sem selur ferðina. Með öðrum orðum þeir skipuleggja og selja ferðina og græða á matnum líka og skilja þ_eim mun minna eftir sig hjá okkur. Útlendu rúturnar sem hafa undantekningalaust eldhús um borð eru ekki síður ögrun við íslenskan veitingarekstur. Þar era mallaðar súpur, hitaðar pylsur og lagað kaffi allan daginn, seldur bjór, sterk og létt vín og gos í stór- um stíl. Þessi sala er liður í tekjuöfl- un rútueigandans hvort sem bfllinn er staddur hér á landi eða á heima- slóðum. Verðlagið hér kemur þar hvergi nærri. Landhelgin Er ekki samkeppnin dásamleg þegar íslenskar ferðaskrifstofur eyða ómældum up_phæðum í kynn- ingu á vönduðum Islandsferðum og búa síðan við undirboð útlendra ferðaskrifstofa? Svarið er einfalt. Svona á samkeppni ekki að ganga fyrir sig. Við megum ekki missa frumkvæðið í ferðaþjónustu hér og það má ekki gerast að er- lendar ferðaskrifstofur nái hér und- irtökunum. Til þess er of mikið í húfi. Fegurð landsins og saga þjóð- Heimir Pálsson blandast fæstum hugur um að lestr- arvenjur skapist tiltölulega snemma. Það eru með öðrum orðum litlar líkur til að barn sem ekki venst við bækur verði ötull Iesandi þegar það vex upp. Auðvitað eru til gleðilegar undantekningar en þetta er meginreglan. Þar með er líka hægt að staðhæfa að uppeldi til lestrar sé forsenda þess að hér haldist þess konar bókmenning sem við stærum okkur einatt af. Þess arinnar ’era auðlindir sem ber að umgangast með varúð og það verð- ur að sporna við hverskonar rán- yrkju í þessum efnum sem öðram. Ferðatíminn er stuttur og tak- markar því möguleika starfsfólks í greininni til að afla sér tekna. Nýt- ing á gistirými er lítil sem engin yfir vetrarmánuðina og þeir fáu veitingaskálar sem standa meðfram þjóðveginum mega ekki við að missa dýrmæt viðskipti yfir há- annatímann. Eigendur hópferðabíla þurfa að halda uppi samgöngum í landinu yfir veturinn og eru því háðif þeim tekjum sem sumarver- tíðin gefur af sér. Hver sá sem kemur hér aðeins til að fleyta ijóm- ann þegar eitthvað er að hafa gerir sig sekan um skýlaus landhelgis- brot. Við eigum fáar auðlindir, ís- lendingar, en gjöfular. Við leyfum engum að dorga á okkar miðum nema Færeyingum og þeir fá líka sinn skerf af ferðakökunni okkar og er það vel. En hver sá sem verður hér fyrir með útlenda hópa án þess að kaupa þá ágætu þjónustu sem við bjóðum upp á gengur á þá auðlind sem landið er og skilur ekkert annað eftir sig en djúp sár á náttúrunni og er varla á bætandi. Þeir sem flytja fólk um landið skulu hafa til þess hópferðaleyfi og þeir sem kynna landið og þjóðina skulu hafa gengið í íslenskan leið- sögumannaskóla og náð tilskildum prófum þar. Þeir sem selja hér heit- an og kaldan mat skulu hafa til þess tilskilin leyfi og þeir sem selja hér áfenga drykki í rútum sínum skulu hafa til þess vínveitingaleyfi. Það er ekki eðlilegt að hér böðl- ist vörubílar með farþega I kassa um landið þvert og endilangt eins og gerst hefur nýlega. Hér koma meðal annars bflar sem fengju aldrei skráningu til fólks- flutninga ef íslendingar ættu þá og það er líka allt í lagi! En hvers vegna er þeim hleypt í landið á útlendum númeram? Hvers vegna fá útlendir eitur- brasarar undanþágu til að starfa sem leiðsögumenn á íslandi þegar okkur er gert að sækja skóla í 8 mánuði? Hvers vegna fá útlendar ferðaskrifstofur að flytja tollfrían mat inn í landið á sama tima og innlendum aðilum er gert að greiða tilskilin gjöld og virðisaukaskatt? Síðan hvenær stöndum við okkur svona illa við að gæta hagsmuna okkar? Okkur hefur greinilega farið aftur síðan við unnum frækilega sigra í landhelgisdeilunum við Breta. Hagsmunir okkar Allir þeir sem starfa við ferða- þjónustu hér á landi og hagsmuna- samtök þeirra verða að grípa í taumana og snúa vörn í sókn ef vegna liggur beint við að beina loka- orðum þessa greinaflokks til uppal- enda, hvort heldur eru foreldrar, leikskólakennarar (fóstrur) ellegar grunnskólakennarar. Lestrartæknin og þjálfun hennar er mikilvægasti grandvöllur allrar menntunar og þekkingaröflunar uppvaxandi kynslóðar. Börn eiga heimtingu á að þessi tækni sé lögð upp í hendumar á þeim með öllum tiltækum ráðum. Þau eiga rétt á að lesið sé fyrir þau, þau eiga rétt á að vera hvött til bóklestrar, þau eiga rétt á að öðlast iykilinn að virkri samfélagsþátttöku á fullorð- insárunum. Séu þau svikin í þessu efni er hugsanlega verið að leggja grundvöll að ógnvænlegri stétta- skiptingu í landinu, þar sem þeir sem búa yfir valdi tungunnar eiga hægt með að leika hina grátt. Svo einfalt og alvarlegt getur málið verið og við, upplýstar manneskjur á ofanverðri tuttugustu öld, vitum of margt um þetta efni til þess að okkur verði nokkurn tíma fyrirgefið vegna þess að við vitum ekki hvað við séum að gera. Sú afsökun er ekki gild lengur — hafí hún nokk- urn tíma verið það. Gangi þér allt að sólu í komandi skammdegi, lesandi góður. Ilöfundur erkennari og framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefcnda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.