Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 64
Landssamband
fiskeldis- og
hafbeitarstöðva:
Starfsemin
lögð niður
um áramót
Starfsfólki sagt upp
Landssamband fiskeldis- og
hafbeifarstöðva verður lagt
niður í núverandi mynd, um
næstu áramót vegna fjárskorts.
Innheimta félagsgjalda hefur
gengið afleitlega og á þessu ári
hafa engin félagsgjöld verið
innheimt. 60 aðilar voru innan
innan vébanda landssambands-
ins þegar flest var. Starfsfólki
sambandsins, þ.e. fram-
kvæmdastjóra og ritara, hefur
verið sagt upp.
Landsambandið hefur verið
rekið með félagsgjöldum að hluta
og með tekjum sem það hafði af
innheimtu söluskatts fyrir ríkið.
Félagsgjöldin námu frá 50.000
kr. til 200.000 kr. á ári, allt eftir
framleiðslu fyrirtækjanna.
Stjórn landssambandsins mun
þó áfram að forminu til starfa og
útgáfu fréttablaðsins Eldisfréttir
verður haldið áfram, en blaðið
fjármagnar sig að mestu sjálft
með auglýsingatekjum.
Morgunblaðið/Þorkell
Hringtorg víða um borgina
JAFNFRAMT því sem hringtorg eru aflögð á helstu umferðaræðum
borgarinnar, eins og Miklatorg og Skúlatorg og síðar væntanlega einn-
ig Melatorg, er verið að setja hringtorg á gatnamót með meðalumferð
um alla borg. Hringtorg kom í fyrra á gatnamót Sundabrautar (áður
Gullinbrú) og Fjallkonubrautar í Grafarvogi. Nú standa yfir fram-
kvæmdir við hringtorg á mótum Gnoðarvogar og Skeiðarvogar þar
sem þessi mynd var tekin og á Suðurhlíð við aðkomu að útsýnishúsinu
á Öskjuhllð. Ákveðið hefur verið að setja hringtorg á gatnamót Hring-
brautar, Ánanausta og Eiðisgranda (við JL-húsið). Þá eru áform uppi
um nokkur hringtorg í nýja hverfinu á Borgarholti. Að sögn Sigurðar
Skarphéðinssonar, aðstoðargatnamálastjóra, eru hringtorg talin heppi-
leg til að draga úr slysum á gatnamótum með meðalumferð. Mönnum
væri betur ljóst hvernig þeir ættu að aka um gatnamótin og hraðinn
minnkaði.
Uppboð í Kaupmannahöfn:
900 þúsund fyrir
frímerkt umslag
Á FRÍMERKJAUPPBOÐI sem haldið var hjá Skovgaard í
Kaupniannahöfn þann 13. þessa mánaðar voru seld tvö ums-
lög, sem send voru 1864 og 1870 frá Reykjavík til Kaupmanna-
hafnar, og fengust 900 þúsund íslenskar krónur fyrir hvort.
Fjöldi annarra frímerkja og umslaga var boðinn upp og var
meðalverð 100-150 þúsund krónur. ,
Danskur frímei'kjasafnari
keypti umslögin sem stíluð eru
á T.F. Thomsen kaupmann en
afkomendur hans í Færeyjum
fundu þau nýlega í gömlu dóti.
Dönsk frímerki eru á umslög-
unum og burðargjald greitt inn-
an Kaupmannahafnar en á þess-
um tíma tíðkaðist að greiða
stjórnendum skipa fyrir að taka
með sér bréf héðan og póst-
leggja í Kaupmannahöfn.
Frímerkjasafnarar telja óhætt
að fullyrða að umslag með
íslensku frímerki sem sent hefði
verið þessa leið 1873, árið sem
útgáfa íslenskra frímerkja hófst,
mætti selja á uppboði sem þessu
fyrir um 2 milljónir króna.
Ekki búist við að loðnukvótinn verði aukinn:
Utflutningsverðmæti 600
milljónum minna en í fyrra
LOÐNUSTOFNINN virðist nú vera í lægð og því ekki hægt að búast
við að loðnukvótinn verði aukinn á þessari vertíð, en hann er nú 600
þúsund tonn, eða þriðjungi minni en á síðustu vertíð. Miðað við núver-
andi afurðaverð og loðnukvóta verður útflutningsverðmæti loðnulýsis
og loðnumjöls 3,6 milljarðar króna á þessari vertíð, sem er 600 milljón-
um króna, eða 14% minna, en á síðustu vertíð, sem var léleg.
Á síðustu veitíð fékkst 30 þúsund
króna meðalverð fyrir tonnið af
loðnumjöli og 15 þúsund króna með-
alverð fyrir tonnið af loðnulýsi. Nú
fást hins vegar um 33 þúsund krón-
ur fyrir tonnið af mjöli og 15.400
krónur fyrir tonnið af lýsi.
Loðnukvóti íslendinga er 468 þús-
und tonn á þessari vertíð og Einar
Guðfinnsson hf. í Bolungarvík hefur
keypt 6.500 tonn af loðnukvóta
Grænlendinga, þannig að íslending-
ar mega veiða samtals um 475 þús-
und tonn af loðnu á vertíðinni. Úr
þessu magni er liægt að framleiða
85 þúsund tonn af mjöli fyrir 2,8
milljarða króna og 50 þúsund tonn
af lýsi fyrir um 800 milljónir króna.
Útflutningsverðmætið yrði því sam-
tals 3,6 milljarðar, eða 600 milljón-
um minna en á síðustu vertíð. Þá
voru framleidd 113 þúsund tonn af
loðnumjöli og um 62 þúsund tonn
af loðnulýsi.
Loðnukvótinn var 900 þúsund
tonn á síðustu vertíð en ekki tókst
að veiða nema 808 þúsund tonn. Þar *
af veiddu íslensk skip 666 þúsund
tonn og hér voru einnig brædd 11-12
þúsund tonn af loðnu úr erlendum
skipum á síðustu vertíð.
Isienskar loðnuverksmiðjur eru
20 talsins og miðað við 475 þúsund
tonna loðnukvóta fengi hver þeirra
23.750 tonn af loðnu að meðaltali á
þessari' vertíð, færi öll loðnan til
bræðslu. Verksmiðjurnar eru því of
margar um hituna, að sögn Jóns
Ólafssonar framkvæmdastjóra Fé-
lags íslenskra fiskmjölsframleið-
enda.
Nú greiða loðnuverksmiðjurnar
um 4.200 krónúr fyrir loðnutonnið
og miðað við það verð þyrftu þær
að greiða um tvo milljarða króna
fyrirþau 475 þúsund tonn af loðnu,
sem Islendingar mega veiða á þess-
ari vertíð, eða 100 milljónir hver að
boðnar á
SKÁLHOLTS-BÆKUR, fyrstu
fornritin, sem prentuð voru á ís-
landi, eru til sölu á bókauppboði
J.W. Cappelens í Ósló 1. desember
næstkomandi fyrir geipihátt verð,
samtals um tvær og hálfa milljón
íslenzkra króna.
Annars vegar er um að ræða fjór-
ar.sögur, p.reptaðar í Skálholti 1688,
meðaltali. Ef loðnan mokveiðist eftir
áramótin, eins og á síðustu vertíð,
má hins vegar búast við að hráefnis-
verðið lækki.
Á síðustu vertíð var algengt að
verksmiðjurnar greiddu 3.500 krón-
ur fyrir loðnutonnið, þannig að þá
hafa þær greitt samtals um 2,3 millj-
arða fyrir loðnuna, eða 115 milljónir
hver að meðaltali. Loðnuskipin eru
47 talsins og loðnuverksmiðjurnar
hafa því greitt þeim um 49 milljónir
að meðaltali fyrir loðnuafla á síðustu
vertíð, eða um 6,5 milljónum meira
en skipin fá á þessari vertíð að með-
altali, miðað við að allur loðnukvót-
inn verðl veiddur og hráefnisverðið
lækki ekki. Þess má geta að sjómenn
á loðnuskipaflotanum eru um 600
talsins.
2Yi millj.
bundnar saman í upprunalegt skinn-
band. Þessi bók á að seljast á 1,5
milljón kr. Hins vegar er til sölu
Ólafs saga Tryggvasonar, prentuð
1689, í upprunalegu bandi, og er
sett á hana um það bil ein milljón kr.
Að sögn bókfróðra manna, sem
Morgunblaðið ræddi við, þykir þetta
afar hátt verð og ólíklegt að bækurn-
ar fari fyrir svo mikið fé.
Bókauppboð í Ósló:
Skálholtsbækur