Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 54
54
MORGUÍíBLÁÐIÐ 'FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990
fclk f
fréttum
Viðskiptavinir Kaupfélags Lang-
nesinga á kökukynningunni
ásamt Sigurði Finnssyni.
Morgunblaðið/Liney Sigurðardóttir
ass
Hippatíminn við
fótskör himnaföðurins
Selfossi.
ÐLABANKÍ
ISLANDS
~~r ’—~r
kr. 1 klst. í golfherminum
mánudaga til föstudaga kl. 12-18.
J
KRAFTAVERK
Fergie búin að
snúa taflinu við
Fergie, öðru nafni Sarah Fergu-
son hertogaynja af York, er
nú búin að kúvenda svo gersam-
lega útliti sínu að undrun sætir.
Myndimar tvær sem hér birtast
sýna svo um munar hvað átt er
við, en við liggur að hér geti alls
ekki verið um sömu konuna að
ræða, önnur myndin tekin síðla
árs 1988, en hin fyrir nokkrum
dögum.
Fergie var á sínurfi tíma legið
á hálsi að hugsa lítið um sjálfa
sig, en henni var nokkur vorkunn
þar eð hún stóð í nokkuð þéttum
barneignum. Myndin frá 1988 var
tekin er Fergie var hvað þéttust
á velli án barns undir belti. Þá
þótti hún bæði feit og ósmekklega
klædd. Nýrri myndin sýnir að ald-
ir virðast hafa runnið í tímans
haf. Vitað er að Fergie hefur öfun-
dað mágkonu sína, Díönu prins-
essu, af fínu og grönnu línunum
svo ekki sé minnst á tískuráðgjaf-
ana sem hafa ráðið henni svo
heilt að eftir er tekið og Dí mark-
ar jafnan tiskulínur hvar sem hún
fer. Þetta ætlar Fergie nú að leika
eftir og ber ekki á öðru en að
glæsilega sé af stað farið. Svona
í framhjáhlaupi má geta þess að
þyngdarmunurinn á Fergie á
myndunum tveimur er 28 kí-
lógrömm!
Glórulaus æska heitir söngleik-
ur sem hljómsveitin Tommi
rótari og nokkrir leikarar flytja á
Hótel Selfossi um þessar mundir.
í söngleiknum er stemmningin úr
Gullna hliðinu endurvakin en í
stað Jóns bónda er nú kominn
uppgjafa hippi sem á litríkan fer-
il að baki.
Það er Sigurgeir Hilmar Frið-
þjófsson sem fer með hlutverk
hippans og rödd himnaföðurins fer
Davíð Kristjánsson með. Samræð-
ur hippans og himnaföðurins eru
líflegar og ber margt á góma úr
lífi hippans sem áhorfendur kunnu
að _meta.
Á milli samtalsatriðanna flytur
hljómsveitin lög frá hippatíman-
um og dansandi skuggamyndir
leggja áherslu á tímabilið sem
fjallað er um.
I einni af sögum sínum segir
hippinn frá samtali vinar síns við
annan „grasneytanda,“ sem var
endurfæddur. Sá endurfæddi-
sagði:„Þetta er nú munur hérna.
Maður vaknar á morgnana, fær
sér gras, fer í ástarleiki, fær sér
svolítið gras aftur og tekur til við
ástarleiki á nýjan leik og svona
gengur þetta allan daginn.“
„Hvar ertu eiginlega,“ spurði
vinurinn eftirvæntingárfullur.“
„Ég er stóðhestur í Flóanum,"
svaraði hinn. Og gestirnir veltust
um af hlátri þegar himnafaðirinn
hummaði.
- Sig. Jóns.
Leikendur og söngvarar í Glórulausri æsku.
ljúflega niður
Ovæntur glaðningur mætti við-
skiptavinum Kaupfélags
Langnesinga nýlega. Það var girni-
legt kökuborð og kaffí á könnunni,
en kaupfé lagið var með kynningu
á bakkelsinu úr hinni nýju brauð-
gerð sinni.
Sigurður Finnsson bakari hefur
þar verið ráðinn til starfa ásamt
aðstoðarfólki og nú er framleiðslan
komin í fullan gang.
Kökurnar runnu ljúflega niður
og augljóst er að Siggi bakari mun
ekki þurfa að kvíða aðgerðarleysi
í bakaríinu á Þórshöfn.
Gamall draumur Þórshafnarbúa
hefur nú ræst um það að fá ný
brauð daglega frá sinni heimabyggð
og er þetta mikil framför.
- L.S.
ÞORSHÖFN:
Kökurnar runnu
BIRTIfMG, félag jafnaðar- og lýðræðissinna
OPINN STJÓRNMÁLAFUNDUR: 500 DAGA ÁÆTLUNIN
Fimm forystumenn í íslenskum stjórnmálum fjalla um 500 daga áætlun tímaritsins
Þjóðlífs um „leið íslands til markaðsbúskapar“ og segja álit sitt á henni, þau
Friðrik Sophusson, alþingismaður
Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra
Kristín Einarsdóttir, alþingiskona
Ólafur Ragnar Grímsson,
fjármálaráðherra
Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra
Að lokinni stuttri framsögu fimmmenninganna verða
pallborðsumræður ásamt tveimur af höfundum
áætlunarinnar, þeim Guðmundi Ólafssyni, hagfræðingi,
og Jóhanni Antonssyni, viðskiptafræðingi.
Fundarstjóri verður Svanfríður Jónasdóttir.
Fundurinn verður haldinn í kvöld á Hótel Sögu, Ársal, og hefst hann kl. 20.30.
COSPER
- Hann skuldar allsstaðar, meira að segja prestinum fyrir hjóna-
vígsluna