Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 Með morgnnkaffínu Viltu giftast mér, spurði unga stúlkan hetjuna, sem svaraði: Nei. Þau Iifðu hamingjusömu lífi alla sína ævi. HÖGNI HREKKVfSI Þessir hringdu .. . Aðgát skal höfð Lára hringdi: „Ég vil gagnrýna grein sem kom í Morgunblaðinu 6. þessa mánaðar og hét Athvarf fyrir böm í safnaðarheimilum. Þar segir að vansæld yngri kynslóð- arinnar fari vaxandi og þarna sé um plastopkaböm og lykla- böm að ræða. Að uppnefna böm- in, þar í fellst mikil hætta. Að- gát sé höfð í nærveru sálar.“ Þakkir Sóknarbarn í Hallgríms- kirkju hringdi: „Mig langar til þess sem sókn- arbarn í Hallgrímskirkju að þakka Sigurbirni Einarssyni biskup fyrir hans írábæru ræðu á afmælishátíð safnaðarins hinn 27. október sl. Svo og allar þær stundir sem ég og fleiri hafa átt með honum fyrr og síðar. Ég veit að margir vora snortnir og þakklátir í Hallgrímskirkju þenn- an dag og finnst mér því all- sendis ómaklegt að einu kveðj- umar séu ósmekkleg orð um það sem ekki var sagt. Ég vil því endurtaka þakkir mínar fyrir það sem þar var sagt, og bið ég hon- um og konu hans allrar guðs blessunar um ókomin ár. Ég vil jafnframt þakka Morgunblaðinu fyrir birtingu ræðu hans um síð- ustu helgi.“ Of mikil tónlist Hlustandi hringdi: „Mér finnst að kvölddagskrá Ríkisútvarpsins hafi sett mikið niður eftir að vetrardagskráin hófst. Nú er nær eingöngu tón- list í kvölddagskránni og finnst mér það mikil afturför. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort fólk sé almennt sátt við þetta.“ . Veski Rrúnt seðlaveski tapaðist milli Skipholts og Vesturbæjar. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 29338. Höfundur Spurt er eftir höfundi Ijóðs sem hefst á þessa leið: Yndis- fagra eyjan mín/en hve þú ert morgunfögur. Úlpa • Bleik, fjólublá og hvít úlpa tapaðist við Borgarholtsbraut. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 642554. Fundarlaun. Læða Bröndótt læða hefur verið í óskilum í Hlíðunum nokkuð lengi. Hún er með hvítt teygju- band um hálsinn og á því er rauð slaufa. Eigandinn er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 83969. Hálsfesti Hálsfesti fannst á Stýri- mannastig fyrir nokkru. Upplýs- ingar í síma 38578. Læða Hvit, svört og brún læða hefur verið í óskilum í viku. Hún er með bleika hálsól með blárri slaufu. Eigandi hennar er beðinn að hringja í síma 79061 sem fyrst. Kettlingar Tveir gulbröndóttir fresskettl- ingar fundust við Keldnaholt. Upplýsingar í síma 675209. Góð sýning Steinunn hringdi: „Ég vil þakka fyrir sýningu Þjóðskjalasafns, Skjöl í 800 ár, sem stendur yfir í Þjóðminja- safni. Þetta er alveg sérstaklega vel upp sett og fróðleg sýning.“ Lofsverð skilvísi Til Velvakanda. Fimmtudagskvöldið 1. nóvember var ég og eiginkona mín að koma heim af námskeiði, og höfðum með okkur myndavél og myndbandstöku- vél. Þetta var um hálfníuleytið, og það var mjög fallegt fullt tungl yfir borginni, sem sást vel frá tröppum Hallgrímskirkju, en við búum þar í nágrenninu. Við ákváðum að taka nokkrar ljósmyndir og lögðum myndbandstökuvélina frá okkur á meðan. En eftir að við höfðum tekið ljósmyndirnar gleymdum við að taka hana með okkur heim, og uppgötv- uðum ekki þessi mistök fyrr en á föstudagsmorguninn. Þegar við komum aftur á staðinn var vélin horfin. Við tilkynntum lög- reglunni hvað hafði gerst, en gerðum okkur skiljanlega litlar vonir um að fá hana aftur. En viti menn, mynd- bandsvélin var komin aftur í okkar hendur fyrir laugardagskvöld. Lög- reglan sagði okkur að vegfarandi hefði tekið vélina upp úr grasinu á fímmtudagskvöldið og farið með hana í söluturninn á homi Lokastígs og Njarðargötu í þeirri von að eig- andinn myndi spyijast fyrir um hana þar. Við komust ekki að því hver þessi heiðarlegi borgari er, en okkur langar að þakka kærlega fyrir okkur á opinberum vettvangi. Við höfum dvalið á íslandi frá því í september og höfum kynnst fyölda af góðu fólki, en þessi atburður sannar okk- ur að þeir sem við höfum ekki kynnst persónulega eru ekki'síður úrvalsfólk. Því viljum við biðja blað- ið að koma á framfæri hjartanlegum þökkum frá tveimur þakklátum bandarískum gestum. Dr. Everett Follette Víkverji skrifar Isíðasta hefti tímaritsins National Geographic. er heilsíðuauglýsing frá fundi heimsleiðtoga, um málefni bama, sem haldinn var í húsi Sam- einuðu þjóðanná í New York. Þar koma fram hryllilegar upplýsingar um stöðu barna í heiminum, en fundurinn stóð í 2 daga í heimsborg- inni, dagana 29. og 30. september. Ef texti auglýsingarinnar er þýddur yfír á íslenzku hljóðar hann eitthvað á þessa leið: „Þá tvo daga, sem leiðtogafundur í þágu barna stendur yfír, gerist þetta: 2.800 böm munu deyja úr kíg- hósta. 8.000 böm munu deyja úr misl- ingum. 4.300 börn munu deyja úr stíf- krampa. 5.500 böm munu deyja úr mal- aríu. 22.000 börn munu deyja úr nið- urgangi. 12.000 börn munu deyja úr lungnabólgu. Nú vitið þér, hvers vegna leiðtog- afundurinn er haldinn." xxx senn ótrúlegar fólki, sem býr við allsnægtir á íslandi. Tölurnar lýsa vandamáli í þróunarríkjunum, sem þróuðu ríkin hafa leyst heima fyrir og þarf líklegast meira en toppfund í New York til þess að ríku þjóðirn- ar aðstoði við lausn þessa heims- vanda. Ekki er Víkveija ljóst, hvers vegna þessi áhrifamikla auglýsing er birt í jafn víðlesnu tímariti og National Geographic. Blaðsíðan í þessu fallega litprentaða blaði er kolsvört og þessar upplýsingar um fjölda látinna barna era birtar með hvítu letri. Síðasta setningin: „Nú vitið þér, hvers vegna leiðtogafund- urinn er haldinn“, er undirstrikuð. Kannski birtist auglýsingin vegna þess, að aðstandendum hennar hef- ur ekki fundist tilefni leiðtogafund- arins og alvarleiki þess koma nógu skýrt fram í fjölmiðlum, hafi glat- ast í sviðsljósinu umhverfis stór- mennin, sem snæddu dýrindis mál- tíð á einu fínasta hóteli New York- borgar, Waldorf Astoria. xxx Samtals er hér um að ræða 55.400 böm, sem deyja á tveggja daga tímabili úr 6 tilgreind- um sjúkdómum og era þá ekki tald- ar þær þúsundir, sem deyja af völd- um annarra sjúkdóma, hungurs, slysa og jafnvel hernaðarátaka. Þessar tölur eru ógnvekjandi og í National Geographic Society eru bandarísk samtök, sem gefa út tímaritið National Geographic. Tímaritið hefur gífurlega útbreiðslu um víða veröld og geta menn gerst áskrifendur að því með því að ganga í samtökin. I áðurnefndu hefti er grein, sem ber fyrirsögn: ina: „Er veröld okkar að hitna?“ í greininni er fjallað um meðferð mannkyns á umhverfi sínu og seg- ir, að í fjóra milljarða ára hafi sólin ráðið hitastigi á jörðinni og verið það afl, sem eitt gæti breytt lofts- lagi. Nú hins vegar hafi maðurinn, þessi agnarlitla vera í milljarðatali, orðið örlagavaldur í þeim breyting- um, sem séu að verða og verði á næstu áratugum á loftslagi jarðar. Meðalhiti jarðar mun vera um 15 stig á Celsíus. Breytingar á þessu hitastigi, hvort sem er til lækkunar eða hækkunar, geta haft gífurlegar afleiðingar, þótt • þær mælist ekki nema brot úr gráðu. í greininni er þess sérstaklega getið að 0,5 gráðu hitalækkun í heiminum á árunum í kringum 1350 hafi eytt norrænni byggð á Grænlandi og neytt bændur í Evrópu af ökrum sínum. Síðan segir, að frá því um miðja 19. öld hafí aukin iðnvæðing valdið hækkun hitastigs um 0,5 gráður. Sumir vísindamenn telja, að nýlega hækkun hitastigsins megi rekja til mengunaráhrifa, en aðrir telja, að um eðlilegar breytingar sé að ræða, áhrif frá sólu. Fáir efast þó um, að breyting á lofttegundum í andrúmsloftinu af manna völdum leiði til nokkuð aukins hita-. Talið er, að verði ekkert að gert tii þess að stemma stigu við mengun, muni gróðurhúsaáhrifin vaxa og hita- stigshækkunin ná 3 stigum árið 2040, þ.e.a.s. eftir hálfa öld. Verði hins vegar gerðar byltingarkenndar ráðstafanir í mengunarvörnum, verði hitastigið eftir hálfa öld aðeins 0,2 stigum hærra en það er nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.