Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 Nýr lóðsbátur á Höfn: Samið við Vélsmiðju Seyðisfjarðar Höfn, Hornafírði Á FUNDI bæjarstjórnar á mánu- dag var samþykkt að semja við Vélsmiðju Seyðisfjarðar um smíði á nýjum lóðsbát. Upphaflegt útboð er bárust. Frá sjónarhóli lieima- manna voru sjóhæfni og stöðug- leiki tilvonandi skips það er mestu máli skipti. Telja þeir er um tilboð- in hafa fjallað að bátur Vélsmiðju Seyðisfjarðar hafi allt það besta til að bera. Upphaflega bárust 14 tilboð í bát- inn en 4 þeirra voru tekin til nánari skoðunar. Þau komu frá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf., Stál hf. og Damen í Hollandi, skipasmíðastöð Marsell- íusar hf. á ísafirði og David Abels í Englandi. Þessir 4 aðilar fengu síðar tækifæri til að breyta hönnun sinni samkvæmt óskum heimamanna. 3 af 4 nýttu sér þá heimiid og lögðu fram nýjar teikningar með áorðnum breytingum. Verð hinna 3ja báta eru öll sambærileg eða á bilinu 40-42 milljónir króna. Tilboð Vélsmiðju Seyðisfjarðar hljóðar uppá 42 millj- ónir króna. Um er að ræða fullbúinn bát án. siglingatækja. VEÐUR í framhaldi af þessu má geta þess að iðnaðarráðherra mun beita sér fyrir 3,5 milljón króna hönnunar- styrk vegna útboðs á hafnsögubát fyrir Höfn. Sá styrkur rennur til þeirrar innlendu skipasmíðastöðvar er verkið hlýtur. -JGG. Flokksþing Framsóknarflokksins: Tillaga um að leggja fram- kvæmdaslj órnina niður FYRIRHUGAÐ er að leggja framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins niður í núverandi mynd og fækka þingkjörnum fulltrúum í miðsljórn flokksins úr 25 í 15. Tillögur í þessa átt, verða lagðar fyrir flokks- þing Framsóknarflokksins sem þefst í Hótel Sögu á morgun, föstudag. Að sögn Egils H. Gíslasonar fram- kvæmdastjóra Framsóknarflokksins koma þessar tillögur í kjölfar um- ræðu sem farið hefur fram innan flokksins síðustu ár. Á síðasta flokksþingi var samþykkt að kjósa nefnd til að endurskoða stjórnkerfi flokksins. Þá sagðist Egill eiga von á að á þinginu kæmu fram ályktunartillög- ur sem mörkuðu skýra stefnu til Evrópubandalagsins og viðræðna EB og EFTA, til byggðamála, um- hverfismála og velferðarmála svo eitthvað væri nefnt. Formaður flokksins er Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra og Halldór Ásgnmsson sjávarút- vegsráðherra er varaformaður. Ekki •er búist við mannabreytingum í helstu embættum. ÍDAGkl. 12.00 WelmlKJ: VeOurslofa islands (Bygol á vefturspá Kl. 16.151 gær) I/EÐURHORFUR íDAG, 15. NÓVEMBER YFIRLIT í GÆR: Skammt fyrir suðaustan land er 990 mb lægð sem mun þokast norður með Austfjörðum en 1018 mb hæð norðaustur af Jan Mayen. Um 800 km SSA af Hvarfi er 990 mb lægð sem fer hratt austnorðaustur og nálgast Færeyjar siðdegis á morgun. SPÁ: Austlæg og síðar norðaustlæg átt og heldur kólnandi veður. Rigning sunnanlands og fer að rigna á Austurlandi síðdegis, eínnig dálítil rigning norðantil á Vestfjörðum. Þurrt að mestu á Norður- landí og víða vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Fremur hæg norðlæg átt og kólnandi veður. Él um norðanvert landið, en þurrt og sums staðar bjart veður syðra. HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Dálítil él vestanlands og á annesjum norðaustanlands í fyrstu, en bjart veður suðaustanlands. Vægt frost norðan- og vestanlands, en frostlaust suðaustanlands. TAKN: Heiðskírt y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir * V E! — Þoka = Þokumóða Súld ? 5 OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður wi VEÐUR 1fÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 2 rigning Reykjavík 6 rigning á s. klst. Bergen 9 súld á s. klst. Helsinki +2 skýjaö Kaupmannahöfn 9 þoka Narssarssuaq 5 úrkomafgr. Nuuk 2 skýjan Osló 5 súld Stokkhólmur 6 rigning Þórshöfn vantar Algarve 19 skýjað Amsterdam 12 súld á s. klst. Barcelona 17 mistur Berlín 10 alskýjað Chicago 4 léttskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 10 rigning Glasgow 11 skúr Hamborg 10 rlgning Las Palmas 25 heiðskirt London 13 skýjað Los Angeles 13 heiðskírt Lúxemborg 9 súld Madrfd 16 mlstur Malaga vantar Mallorca 19 hálfskýjað Montreal +6 léttskýjað NewYork 2 alskýjað Orlando 17 skýjað París 12 rigning á s. klst. Róm 16 heiðskírt Vín 8 mistur Washington vantar Winnipeg 4 alskýjað Morgunblaðið/Þorkell Afgreiðslustúlka í skódeild raðar upp skónum fyrir opnunina, sem er í dag. Verslunin 17 í 2000 fermetra húsnæði VERSLUNIN Sautján hefur verið flutt í tvö þúsund fermetra húsnæði á Laugavegi 91, þar sem áður var Domus. Verður versl- unin opnuð í hinum nýju húsakynnum í dag. Auk fatnaðar selur Sautján nú hljómplötur, snyrtivörur og skó. Þá er einnig rekin kaffitería á millihæð hússins. Svava Johansen, sem er eigandi verslunarinnar ásamt Bolla Krist- inssyni, sagði í samtali við Morg- unblaðið að verslunin sjálf væri í eitt þúsund fermetra húsnæði. „Á jarðhæð seljum við herrafatnað, skó og hljómplötur. Á millihæð er kaffiterían, sem selur allt sem heitir kaffi og meðlæti, ásamt smáréttum og súpu í hádeginu. Á 2. hæð er dömufatnaður, skór og snyrtivörur. Þá eru einnig skrif- stofur fyrirtækisins í húsinu og saumastofa, sem tíu manns starfa á,“ sagði Svava. „Við höfum auk- ið úrval fatnaðar og, bætt við ýmsum vörumerkjum. Þá erum við nú í fyrsta sinn með skóversl- un, en hingað til höfum við haft takmarkað úrval af skóm. Snyrti- vörur og hljómplötur höfum við aldrei selt áður.“ Svava sagði að verslunin 17 á Laugavegi 51 hefði nú verið lögð niður, en áfram yrði rekin verslun í Kringlunni. „Þegár Kringlan var opnuð minnkuðu mjög viðskiptin á Laugaveginum, en þau hafa aukist jafnt og þétt síðan. Ég er því ekki smeyk við að opna þessa verslun nú og finnst ánægjulegt að sjá að þsfer endurbætur, sem gerðar voru á Laugavegi 91, virð- ast hafa smitað út frá sér. Marg- ir verslunareigendur hér í grennd- inni eru farnir að mála hús sín og lagfæra umhverfið. Vonandi verður þessi nýja verslun lyfti- stöng fyrir Laugaveginn." Olíumengað vatn í sjóinn: Skýr slutaka bíður heimkomu Kyndils LÖGREGLAN tekur skýrslu af skipstjóra olíuflutningaskipsins Kynd- ils vegna olíumengaðs vatns sem skipverjar misstu í sjóinn í fyrra- dag. Þegar skipstjórinn tilkynnti um óhappið var skipið statt 2,5 sjómíl- ur norðvestur af Engey á leið frá Reykjavík. Skýrslutakan fer fram þegar skipið kemur til Reykjavíkur. Gunnar Ágústsson, deildarstjóri mengungardeildar Siglingamála- stofnunar, sagði hvorki vitað um • ástæðu óhappsins né hve mikil olía hefði farið í sjóinn. Stofnunin hefði beðið að það yrði athugað við lögreg- lurannsókn og væri beðið eftir lög- regluskýrslu. Hann sagði að vindátt hefði verið þannig að ekki væri von á að olían bærist að landi. Magnús Jóhannesson, siglingamálastjóri, sagði að þegar olíuóhöpp yrðu á hafnarsvæði hefðu hafnarstjórar heimild til að sekta þá sem ábyrgð- ina bæru um allt að 40 þúsund kr. Þá hefði lögreglan heimild til að Þrenn ný umferðarljós KVEIKT verður á nýjum umferð- arljósum á þrennum gatnamót- uin klukkan 14 í dag. Til að vekja athygli vegfarenda verða þau látin blikka gulu ljósi i nokkra daga áður en þau verða tekin í notkun. Nýju ljósin eru á mótum Sæ- brautar og Höfðatúns; á mótum Lækjargötu og Skólabrúar'og á mótum Bústaðavegar, Sogavegar og Stjörnugrófar. Við Sæbraut og Bústaðaveg þurfa gangandi vegfar- endur að ýta á hnapp til að fá grænt ljós. beita sektum allt að 100 þúsund kr. Ákvarðanir um frekari viðurlög við brotum á þeim alþjóðlegu samþykkt- um um mengunarvarnir sem Island væri aðili að væru í höndum dóm- ara. Málin færu yfirleitt til Ríkissak- sóknara og færi það síðan eftir eðli máisins hvort ákært væri. Eymundsson fær umboð fyr- ir Britannicu BÓKAVERSLUN Sigfúsar Ey- mundsson hefur fengið umboð fyrir fjölfræðisafnið Encyclopedia Britannica og aðrar bækur þeirr- ar útgáfu og hyggst hefja söluher- ferð fljótlega. Að sögn Jóns Karlssonar hjá bókaútgáfunni Iðunni, sem rekur Eymundsson, liggur ekki enn fyrir hvað i'jölfræðisafnið, sem er i 36 bindum í stóru broti og alls rúmar 42 þúsund blaðsíður, mun kosta. „Þetta er langsamlega mest selda fjölfræðisafn í heiminum og það er í sífelldri endurnýjun. I því er gríðar- Iegt magn upplýsinga og það eru mjög margir sem viljast eignast þetta. Við munum koma til móts við það með því að bjóða safnið á þeim kjörum að verði fólki auðvelt,“ sagði Jón. ..............
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.