Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990
Tilurð og þróun hvíta-
sunnuhreyfingarinnar
__________Bækur_______________
Kjartan Jónsson
Frán vackelse till samfund.
Svensk pingstmission pá öarna í
Nordatlanten.
Útgefandi: Lund University
Press 1990, Lundi, Svíþjóð.
Höfundur: Pétur Pétursson.
Stærð: 300 blaðsíður.
Frán váckelse till samfund er
doktorsritgerð Péturs Péturssonar
í kirkjusögu, sem kom út síðastliðið
vor. Þetta er önnur doktorsritgerð
höfundar. Sú fyrri var í félagsfræði
og kom út undir nafninu „Church
and Social change, A Study of the
Secularization Process in Iceland
1830-1930“ og fjajlar um grund-
vallarbi'eytingar á íslensku þjóðfé-
lagi á árunum 1830-1930 með sérs-
takri áherslu á þætti og stöðu kirkj-
unnar. Margur yrði ánægður með
það afrek að rita eina doktorsrit-
gerð um ævina, en Pétur hefur
unnið það einstæða afrek að rita
tvær. Það er skammt stórra högga
á milli hjá honum, því að um líkt
leyti og seinni doktorsritgerð hans
kom út, gaf Guðfræðistofnun Há-
skóla íslands út þriðja bindið í rit-
röð stofnunannnar undir nafninu
„Trúarlíf íslendinga", ritverk uppá
tæplega 250 bls. Þar gerir Pétur,
ásamt sr. Birni Björnssyni, prófess-
or, ítarlega og vandaða könnun á
trúarlífi Islendinga. Þeir hafa áður
staðið að slíkum könnunum, eins
og kunnugt er.
Með útgáfu þessarar doktorsrit-
gerðar er Pétur Pétursson orðinn
einn helsti sérfræðingur landsins
varðandi trúarhætti þjóðarinnar á
19. og 20. öld. Full ástæða væri til
að þýða þessa bók yfír á íslensku,
svo og aðrar bækur hans, sem gefn-
ar hafa verið út í nágrannalöndum
okkar því að þær hafa mikið gildi
til skýringar á sögu okkar á þessu
tímabili.
Efnistök
Frán váckelse till samfund fjallar
um tilurð hvítasunnuhreyfmgarinn-
ar á íslandi, í Færeyjum og á Græn-
landi. Aðalefni bókarinnar er um
hreyfinguna hér á landi. Bókin
skiptist í þijá hluta:
I inngangi gerir höfundur grein
fyrir viðfangsefni bókarinnar,
helstu heimildum og vísindamönn-
um, sem hann hefur aflað fanga
hjá varðandi rannsókn sína. Þar er
einnig stutt yfirlit yfir upphaf og
sögu hvítasunnuhreyfingarinnar al-
mennt. -
Fyrri aðalhlutinn fjallar um tilurð
og sögulega þróun hvítasunnu-
hreyfíngarinnar á íslandi, í Færeyj-
um og á Grænlandi. Þar er greint
frá kristniboði Svía, fulltrúa Salem-
safnaðarins í Gautaborg, í Reykja-
vík og víðar á landinu, sem bar
lítinn árangur, og trúarvakningunni
í Vestmannaeyjum, sem varð þess
valdandi, að hreyfingin náði varan-
Dr. Pétur Pétursson
legri fótfestu og útbreiðslu hér á
Iandi. Höfundur telur það hafa skipt
miklu máli, að strax í upphafí hafi
kristniboðarnir eignast góðan túlk,
sem var heils hugar þátttakandi í
starfinu með þeim. Hann telur einn-
ig, að það hafí skipt miklu máli
varðandi móttökur hér á landi, að
kristniboðarnir voru sænskir, en
ekki danskir.
Verr gekk í Færeyjum og á
Grænlandi. Þar náði hreyfíngin ekki
að verða sjálfstæð hreyfing með
innlenda leiðtoga. Sérstaklega illa
gekk á Grænlandi.
í öðrum aðalhluta bókarinnar-
vinnur höfundur úr efninu, sem á
undan er komið í ljósi félagsfræði
og kristniboðsvísinda með sérstaka
áherslu á myndun trúarhreyfinga
frá tíma kristniboðs til stofnunar
sjálfstæðra safnaða og kirkjudeilda.
Hlutverki, stöðu og þróun leiðtog-
ans í þessu sambandi er gefínn sér-
• stakur gaumur. Kristniboðsaðferðir
hvítasunnumanna eru einnig rann-
sakaðar.
Þróun hvítasunnu-
hreyfingarinnar í ljósi
kenninga Miltons Yingers
í lok bókarinnar kynnir höfundur
niðurstöður sínar varðandi þróun
hvítasunnuhreyfíngarinnar á ís-
landi frá karesmatískum sértrúar-
hóp í kirkjudeild, þeirri þriðju
stærstu hér á landi og telur þær
falla að kenningum Milton Yingers
um þróun trúarhreyfínga. Hann
greinir sex stig í þróuninni.
1) Vakningin í Vestmannaeyjum
átti sér rætur í trúarþörf einstakl-
inga, ekki kenningu. Hún varð til
í samfélagi, þar sem hefðbundin
STEREO
LITSJÓNVARPSTÆKI
28 FLATUR FERKANTABUR SKJÁR, FÍN UPP-
LAUSN. SKIPANIR BIRTAST Á SKJÁ. ÞRÁÐLAUS
FJARSTÝRING. BEIN TENGING FYRIR MYND-
BANDSTÆKI, TENGING FYRIR HEYRNARTÓL/
AUKA HÁTALARA. SVEFNROR.
SUMARTILBOÐ KR. 69.950 stgr.
RÉTT VERÐ KR. 84.350 stgr.
20" MONO M/FJARST. TILB. 35.950 stgr.
RÉTT VERÐ 42.750 slgr.
14” MONO M/FJARST. TILB. 23.950 stgr.
RÉIT VERÐ 28.800 slgr.
10" 12 VOLT og 220 VOLT
í SUMARBÚSTAÐINN EÐA ELDHÚSIÐ
TILBOÐ 33.950 stgr.
RÉTT VERÐ 38.000 stgr.
5 ÁRA ÁRBYRGÐ
Á MYNDLAMPA
QQ AfborgunarskUmálar [j|]
VÖNDUÐ VERSLUN
wuimm,
FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 f
íslénsk kristni ríkti, nærð af Passíu-
sálmum Hallgríms Péturssonar.
Skipsskaðar voru algengir með
meðfylgjandi sorg og söknuði, sem
jók trúarþörf aðstandenda. Kirkjan
mætti henni ekki.
2) Hópurinn, sem varð fyrir
hinni nýju trúarreynslu mætti and-
stöðu hjá almenningi, er þvingaði
hann til einangrunar. Vegna þess
að hinir sænsku kristniboðar boð-
uðu kenningu, sem vék frá hefð-
bundnum lúterdómi, varð til sértrú-
arsöfnuður (sekt) á árunum 1922-
1925, þar sem kenningin um skírn
í heilögum anda og gjafir andans
skipaði öndvegi.
3) Er hinn nýi hópur fékk hús-
næði varð kristniboðinn sjálfkrafa
safnaðarforstöðumaður og ákveðin
skipan komst á starf safnaðarins,
sem miðaði að því að ná til Vest-
manneyinga. Á árunum 1926-1945
staðfestist söfnuðurinn enn frekar
í öðrum mikilvægum kenningum
hvítasunnuhreyfíngarinnar s.s.
kenningunni um hina síðustu tíma.
Samkvæmt Yinger varð sértrúar-
hreyfing (sektrörelse) til á þessum
árum. Onnur kynslóð hvítasunnu-
manna, sem óx upp við þessar að-
stæður, braust út úr einangrun
fyrstu kynslóðarinnar og ruddi
brautina fyrir útbreiðslu hreyfing-
arinnar.
4) 1946-1970 varð hvítasunnu-
hreyfíngin að stofnun með miðstýr-
ingu (institutionalisering och centr-
alicering). Hún féll betur inn í
íslenskt þjóðfélag og aðlagaðist
íslenskri menningararfleifð. Hún
náði aukinni útbreiðslu á landinu
og meðlimum fjölgaði. Stjórnar-
hættir urðu lýðræðislegri en áður
tíðkaðist.
5) 8. áratugurinn einkenndist af
spennu á milli hvítasunnuhreyfing-
arinnar og hópa, sem urðu fyrir
áhrifum af hinni alþjóðlegu kar-
esmatísku hreyfingu, sem stefndi
að einingu kristinna manna óháð
kirkjudeildum og safnaðamörkum.
6) Á 9. áratugnum sýndi hreyf-
ingin einkenni þess að vera orðin
að kirkjudeild, sem kom m.a. fram
í því að hún reyndi að aðgreina sig
frá öðrum hópum, sem ekki aðhyllt-
ust ýmsar af hefðum hennar. Þetta
kom enn fremur fram í því að stofn-
unum var komið á fót, sem ekki
heyrðu undir ákveðinn söfnuð og
framsetningu sameiginlegrar trúar-
játningar, auk þess sem umburðar-
lyndis og samkirkjuáhrifa fór að
gæta í hreyfingunni.
Lokaorð
Frán váckelse till samfund er vel
skrifuð bók. Hin sögulega efnisöfl-
un virðist vera unnin af vand-
virkni, sem gefur henni fræðilegt
gildi, sem áreiðanlegri rannsókn en
aðrir gætu unnið óháð höfundi og
komist að svipaðri niðurstöðu. Þó
fannst mér skilgreiningin á við-
fangsefni rannsóknarinnar ekki
nægilega skýr í upphafi bókarinnar
(1.3), sem gerir öðrum erfiðara fyr-
ir að bera saman forsendur höfund-
ur og niðurstöður hans. Notkun á
kenningu Yingers til skýringar á
tilurð ogþróun hvítasunnuhreyfing-
arinnar á íslandi frá smáhópi í
Vestmannaeyjum til kirkjudeildar,
sem teygir sig víða um landið, er
val höfundar, sem ekki verður lagt
mat á; hægt er að deila um það.
Frán váckelse till samfund var
ánægjuleg lesning, sem ég gef mín
bestu meðmæli.
■ ÖLDRUNARFRÆÐAFÉLAG
fslands mun halda námstefnu um
þjálfun 70 ára og eldri á Hótel
Holiday Inn föstudaginn 16. nóv-
ember 1990 kl. 13-16. Pálmi Jóns-
son læknir mun ræða vöðvastyrk
og vaxandi aldur. Erla Erlings-
dóttir hjúkrunarfræðingur ræðir
um þjálfun aldraðra á sjúkradeild
og hlutverk hjúkrunar. Svanhildur
Elentínusdóttir sjúkraþjálfari mun
ræða um sjúkraþjálfun 70 ára og
eldri. Elísabet Hannesdóttir
íþróttakennari og Guðrún Nielsen
form. Félags áhugamanna um
íþróttir aldraðra munu ræða þjálfun
70 ára og eldri, íþróttir og félaga-
samtök. Fyrirlestrar þessir eru öll-
um opnir. Aðgangseyrir er 600 kr.
og er kaffí og meðlæti innifalið.
\-
r