Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 29 Sovéska þingið: Neyðarfundur um L efnahagskreppuna Moskvu. Daily Telegraph. w REIÐI yfir vaxandi sundrungu innan Sovétrikjanna og óánægja með 9 minnkandi völd sovéska þingsins, Æðsta ráðsins, settu svip sinn á störf þess í gær. Margir þingmcnn heimtuðu svör við því hvort það þjónaði einhverjum tilgangi að þingið héldi áfram störfum sínum þegar lýðveld- in virtu lög þess að vettugi. * Þetta var fyrsti fundur þingsins eftir hlé vegna byltingarafmælisins, 7. nóvember og svo virtist sem þing- mennirnir hefðu í fríinu fengið að kenna á vaxandi óánægju kjósenda sinna með efnahagskreppu'na í landinu. Þeir kröfðust þess að efnt yrði til neyðarfundar um framtíð landsins. líann verður haldinn á morgun og féllst Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, á að flytja þar ávarp. Er þetta hafði verið ákveðið hóf- ust lokaðir fundir á þinginu. Slíkt er yfirleitt ekki gert nema til ac^ ræða viðkvæmustu málefni Sov- étríkjanna, svo sem deiluna um hér- aðið Nagorno-Karabakh í Azerbajd- zhan. Borís Níkolskí, þingmaður frá Leníngrad, sagði að þingið stæði frammi fyrir „stórslysi". „Almenn- ingur ber ekkert traust til stjórnar- innar og við því verðum við að bregð- ast á einhvern hátt,“ sagði hann. Þingmennirnir voru einnig óá- nægðir með að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, skyldi skýra rússneska þinginu frá viðræðum sínum við Gorbatsjov á meðan sovéska þingið fengi ekkert að vita um þær. Jeitsín skýrði frá því í fyrradag að Gorb- atsjov hefði fallist á að mynda nokk- urs konar þjóðstjórn, meðal annars með þátttöku fulltrúa Rússlands. Talsmenn Sovétstjórnarinnar vildu ekki tjá sig um hvort þetta væri rétt. Gorbatsjov lofaði að skýra frá fundinum með Jeltsín í ræðu sinni á morgun. Hann hyggst einnig ræða skoðanir sínar um nýjan samning varðandi verkaskiptingu milli Sovét- stjórnarinnar og stjórnvalda í lýð- veldunum fimmtán. Þar til sá samn- ingur hefur verið undirritaður telja margir þingmenn ógjörning að stjórna Sovétríkjunum. Mótframboð gegn Thatcher; Heseltine hefur í fjögur ár stefnt á leiðtogastöðuna Lundúnum. Reuter. MICHAEL Heseltine, fyrrum varnarmálaráðherra Bretlands, sem tilkynnti í gær framboð sitt gegn Margaret Thatcher forsæt- isráðherra í leiðtogakosningum Ihaldsflokksins, hefur beðið árum saman eftir tækifæri til að bjóða sig fram í stöðuna. Heseltine fæddist 21. mars 1933 og er kominn af millistéttarfólki í Suður-Wales. Hann nam við Ox- ford-háskóla, þar sem hann var forseti málfundafélags, og var kjör- in á þing 1966. Heseltine gerðist útgefandi eftir að hafa erft afa sinn og efnaðist mjög eftir það. Hann hafði til að mynda einkabílstjóra, sem ók Jagúar-bifreið hans, er hann var kallaður í herinn 25 ára að aldri. Hann varð umhverfismálaráð- herra í fyrstu stjórn Thatcher 1979 og varð brátt þekktur fyrir hörku og aðhaldssemi. Fjórum árum síðar var hann gerður að varnarmálaráð- herra og átti þá í útistöðum við andstæðinga kjarnorkuvopna, sem börðust gegn því að meðaldrægum kjarnorkueldflaugum Bandaríkja- manna yrði komið fyrir á Bret- landi. Hann sagði af sér embættinu 1986 vegna ágreinings við Margar- et Thatcher um breska þyrlufyrir- tækið Westland. Hún var hlynnt því að Bandaríkjamenn keyptu fyr- irtækið en ,hann vildi hins vegar samvinnu við evrópsk fyrirtæki. Haft var eftir Thatcher fyrir ára- tug að hún bæri takmarkað traust til Heseltines. Hann var hins vegar sagður hafa talað um hana sem „konuhelvítið“ og litið á stefnu hennar í efnahagsmálum sem „bijálæði". Heseltine er sagður hafa sett sér það takmark áður en hann útskrif- aðist frá Oxford að verða forsætis- ráðherra áður en hann næði 55 ára aldri. Hann er nú 57 ára og Thatch- Michael Heseltine Reuter er, 65 ára, hefur aldrei staðið jafn illa að vígi. Heseltine hefur verið talinn líklegt leiðtogaefni íhaldsflokksins frá því hann sagði skilið við stjórn Thatcher fyrir fjórum árum. Hann hefur ekki farið dult með að hann sæktist eftir leiðtogastöðunni en tók ávallt fram að hann vildi ekki bjóða sig fram gegn Thatcher. Hann myndi ekki gefa kost á sér fyrr en hún drægi sig í hlé. Nú segist hann liins vegár hafa neyðst til að skipta um skoðun. Hefði hann ekki gert það ætti hann á hættu að verða sakaður um hug- leysi ellegar falla í skuggann. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun nýtur Heseltine meiri vinsælda en Thatcher en þó er hann sagður eiga eftir að ávinna sér fullt traust flokksbræðra sinna. Sumir telja hann óútreiknanlegan og of glanna- legan. GRANIT’ MAXIS FLEXIS AXIS AXIS HUSGÖGN HF. SMIÐJUVEGI 9, KÓPAVOGI SÍMI: 43500 ISLENSKT HUSGAGNAFYRIRTÆKI SEM STENDUR UPP ÚR ... ............... Úlpumar frá luhta eru komnar Opið laugardag til kl. 16.00 SPORTBUÐIN ÁRMÚLA 40. SÍMI83555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.