Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 IMÝTT PLAST- þakrennur ryðga ekki! Einfaldar í samsetningu, þarf ekki að líma. # ALFABORG ? BYGGINGAMARKAÐUR SKÚTUVOGI 4 - SlMI 686755 SAMASTM) tölvur og allt sem þú þarft til tölvuvinnslu! |soisty| DISKLINGAR Viöurkennd gæðavara. Fást bæöi 5W' og 31/2". Ath. 20% magn- afsláttur ef keypt eru 100 stk. eða fleiri! TÆKNIVAL Skeifunni 17 s. 91-681665 Skoðanakönnun um álver: Gagnrýni svarað eftir Stefán Ólafsson í Morgunblaðinu 17. október birtir 'Gunnlaugur Júlíusson, hag- fræðingur í landbúnaðarráðuneyt- inu, grein þar sem hann gagnrýnir túlkun fjölmiðla á niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar á viðhorfum landsmanna til bygging- ar og staðsetningar nýs álvers hér á landi. Auk þess heldur hann því fram að niðurstöður könnunarinnar séu ekki marktækar því svörun í könnuninni hafi verið ófullnægj- andi. Það er rangt hjá Gunnlaugi Júlíussyni og á misskilningi byggt að könnunin gefi ekki rétta mynd af viðhorfum þjóðarinnar til málsins á könnunartímanum vegna ófull- nægjandi svörunar. Þetta vil ég leið- rétta í athugasemd þessari. Dylgjur í upphafi greinarinnar setur Gunnlaugur Júlíusson fram eftirfar- andi dylgjur: „Skoðanakönnun þessi var pöntuð af iðnaðarráðuneyt- inu ..." Gagnrýnandi byrjar skrif sín þannig með því að gefa í skyn að annarleg sjónarmið hafí mótað könnunina. Hið rétta er að könnun- in var gerð að ósk iðnaðarráðuneyt- isins en framkvæmd og tilhögun var samkvæmt ákvörðun Félagsvís- indastofnunar. Það pantar enginn fyrirframgefnar niðurstöður úr könnunum Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands. Stór hluti greinarinnar fjallar um einstakar túlkanir Qölmiðla á skýrslu Félagsvsindastofnunar og þær fyrirsagnir sem dagblöð völdu umfjöllun sinni. Félagsvísindastofn- un getur ekki svarað fyrir einstök skrif og fyrirsagnir í dagblöðum. Skýrsla stofnunarinnar hefur verið lögð fram og birt og þar kemur allt fram sem máli skiptir. Marktækni úrtakskannana Þegar meta skal marktækni kannana skiptir miklu máli hvernig úrtak er tekið og hvernig svörun er. Besta aðferðin við töku úrtaka sem völ er á hér á landi er að taka úrtök úr þjóðskrá, því þá er tryggt að allir landsmenn eigi jafna mögu- leika á að lenda í úrtakinu, þ.e. þegar hendingaraðferð er beitt. Auk þess er þá hægt að meta gæði svar- endahópsins, þ.e. að hve miklu leyti svarendur endurspegla þjóðina á tilteknu aldursbili (það er t.d. ekki hægt ef menn nota ú/tök úr símaskrá). Félagsvísindastofnun nota alltaf hendingarúrtök úr þjóð- skrá í þjóðmálakönnunum. Ef svörun er lítil er hætta á að svarendahópurinn endurspegli ekki þjóðina til fuils, þ.e. ef þeir sem svara ekki koma á markverðan hátt úr öðrum þjóðfélagshópum en þeir sem svara. Með aðferðum Fé- lagsvísindastofnunar er hægt að ganga úr skugjga um þetta. I gagn- rýni sinni leggur Gunnlaugur mest út af þeirri tilgátu sinni, að þeir sem ekki tóku þátt í könnuninni hafi verið of margir og að ekki sé tryggt að svarendahópurinn sé því réttur fulltrúi sjónarmiða þjóðarinn- ar. Þess vegna sé ekki hægt að draga ályktanir um viðhorf þjóðar- innar af niðurstöðum könnunarinn- ar. Slær hann því fram að svörun þurfi að vera yfir 80% til þess að könnun verði marktæk. Hér er mikill misskilningur á ferð hjá ggnrýnanda. Það er að vísu rétt, að öðru jöfnu, að stærri úrtök eru betri en lítil og hið sama getur átt við um svörunarhlutfall. Hins- vegar skiptir mestu þegar upp fyrir ásættanlega -úrtaksstærð er komið (t.d. 600-1000 manna úrtök) hvernig svarendahópurinn end- urspeglar þjóðina. I töflu 1 er sýnt hvernig háttað er samsetningu svarendahóipsins í umræddri könn- un Félagsvísindastofnunar og þjóð- arinnar. Það gefur vísbendingar um að hve miklu leyti svarendahópur- inn endurspeglar þjóðina. Tafla 1 Samsetning svarenda og þjóðarinnar (Þjóðmálakönnun september 1990 og fólksfjöldi í árslok 1989) Svar- endur Þjóðin Frávik Karlar 49,5 50,4 -0,9 Konur ' 50,5 49,6 +0,9 18-29 ára 31,1 30,8 +0,3 30-54 ára 49,3 47,1 +2,2 55-75 ára 19,6 22,1 -2,5 Reykjavík 38,5 39,3 -0,8 Reykjanes 24,1 24,3 • -0,2 Landsbyggðin 37,3 36,4 +0,9 Meginforsenda gagnrýninnar er röng Af tölunum í töflu 1 má sjá a mjög gott samræmi er milli svar- endahópsins og þjóðarinnar. Skipt- ing eftir kyni og búsetu er nánast sú sama, en svörun úr elsta aldurs- hópnum (55 ára og eldri) er fulllítil og vægi þeirra sem eru á aldrinum 30-54 ára fullmikið. Yngsti aldurs- hópurinn er hins vegar réttur. Þessi frávik eru í heildina tekið svo lítil að þau hafa engin áhrif á niðurstöður (það er hægt að prófa með aðferðum Félagsvísindastofn- unar). Það er því óhætt að segja, að svarendahópurinn endurspeglar þjóðina mjög vel hvað snertir sam- setningu eftir þjóðfélagshópum, og eru því litlar ástæður til að hafa áhyggjur af því, að þeir sem ekki tóku þátt í könnuninni hafi verið á markverðan hátt úr öðrum þjóðfé- lagshópum. Það eiu því litlar ástæð- Stefán Ólafsson „Gunnlaug'ur Júlíusson hefur því litla ástæðu til að draga meginnið- urstöður könnunarinn- ar í efa. I skýrslu Fé- lags vísindastof nunar eru niðurstöður auk þess settar fram með vikmörkum, sem sýna enn frekar tölfræðileg- an áreiðanleika miðað við 95% vissu.“ ur til þess að að viðhorf þeirra séu verulega frábrugðin viðhorfum þátttakenda í könnuninni. Allt bendir til að svarendahópurinn gefi rétta mynd af skoðunum þjóðarinn- ar á aldrinum 18-75 ára, á þeim tíma sem _ könnunin fór fram. (Kannanir sem hafa verið gerðar síðan benda til að ekki hafi orðið neinar verulegar breytingar í þessu efni frá því könnun Félagsvísinda- stofnunar var gerð.) Meginforsenda Gunnlaugs Júlíussonar fyrir gagn- rýni á könnunina er því röng. Það er auk þess villandi hjá Gunnlaugi Júlíussyni að svörun hafi verið 67,5%. Þegar svörun er metin í slíkum könnunum er nauð- synlegt að draga frá upphaflegu úrtaki þá sem ekki hefðu átt að teljast með í úrtakshópnum, svo sem þá sem eru látnir en enn skráð- ir í þjóðskrá, þá sem eru sjúkir og geta ekki svarað og erlenda ríkis- borgara sem skráðir eru hér á landi. í skýrslu Félagsvísindastofn- unar er þetta leiðrétt og fæst þá hin raunverulega svörun, nettósvör- un, og er hún um 71%. Af þeim sem ekki fengust svör frá var stærsti hópurinn fólk sem ekki náðist í á könnunartímanum (voru ekki heima, fluttir eða finnast ekki í sím- Vinnuvélanámskeið Námskeiöið veitir réttindi til töku prófs á allar gerðir vinnuvéla. Inntökuskilyrði eru almenn ökuréttindi. » Námskeiöiö er 80 kennslustundir. Haldin veröa bæöi kvöld- og dagnámskeiö, meö fyrirvara um næga þátttöku. Kvöldnámskeiö hefst 26. nóv. Kennt verðurfrá kl. 18.00 til 22.30 fimm kvöld í viku. Námskeiöinu lýkur 14. des. Dagnámskeiö hefst 26. nóv. Kennt verður frá kl. 08.30 til 17.00 daglega í níu daga. Námskeiðinu lýkur 12. des. Kennt er á Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti. Upplýsingar og skráning í síma 91-687000 nntso iyl 8t.tlC' * nisTnf r IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Keldnaholt. 112 Reykjavík Stmi (91) 68 7000 askrám) ’og tæplega 10% neituðu að taka þátt í könnuninni. Þetta eru fyllilega viðunandi heimtur og þeg- ar tryggt er að samsetning sva- rendahópsins er rétt, eins og hér hefur verið sýnt, þá er víst að úrtak- ið er til þess fallið að gefa rétta mynd af viðhorfum þjóðarihnar. Lokaorð Gunnlaugur Júiíusson hefur því litla ástaæðu til að draga meginnið: urstöður könnunarinnar í efa. í skýrsiu Félagsvísindastofnunar eru niðurstöður auk þess settar fram með vikmörkum, sem sýna enn frekar tölfræðilegan áreiðanleika miðað við 95% vissu. Þar kemur til dæmis frfam að 67,7% svarenda segjast hlynntir því að ráðist verði í byggingu nýs álvers hér á landi, 14,7% eru hlutlaus eða segjast óviss, og 17,7% segjast andvíg. Vik- mörkin fyrir hóp þeirra sem eru hlynntir eru +/-3,5%. Það þýðir að með 95% öryggi má segja að 64,2% til 71,2% af iandsmönnum á aldrin- um 18-75 ára séu stuðningsmenn byggingar nýs álvers (þ.e. 67,7+/- 3,5%). Með stærra úrtaki hefðu vik- mörkin orðið minni, en stærri ef úrtakið hefði verið smærra. Auk þess finnur Gunniaugur Júl- íusson í löngu máli að því, að sund- urgreining niðurstaðna í undirhópa, til dæmis fylgjendur einstakra stjórnmálaflokka, sé ótraust vegna þess að þá séu mjög fáir svarendur á bak við niðurstöðurnar. Reiknar hann til dæmis svarendur í einstök- um dæmum sem % af upphaflegri úrtaksstærð (1.000 manns). Slíkt er útúrsnúningur. Sundurgreining niðurstaðna reynir vissulega á ör- yggi niðurstaðna, og þegar komið er niður fyrir 40-50 manna undir- hópa er einungis ástæða til þess að nota einstakar niðurstöður sem grófar vísbendingar. Slíkt á við um greiningu niðurstaðna eftir fylgj- endum stjórnmálaflokka í einstök- um tilvikum. í slíkum dæmum mót- ast áreiðanleikinn þó einnig af því hversu einsieitir hóparnir eru. Miklu máli skiptir að einstakir hópar séu fengnir á réttan hátt, eins og tryggt er með könnunaraðferð Félags- vísindastofnunar. Það ber því að draga mjög var- lega ályktanir af svörum þeirra hópa sem teljast til stuðningsmanna þeirra flokka sem höfðu minnst fylgi á könnunartímanum í einstök- um töflum skýrslunnar, og jafn- framt ber að líta til þeirra sem ekki gefa upp stuðning við flokk. Gunniaugur Júlíusson verður hins vegar að eiga það við ritstjórn ein- stakra blaða hvaða fyrirsagnir þeir völdu fréttum sínum af niðurstöðum könnunarinnar. Þó sýndist mér að almennt hafi ekki verið hallað réttu máli í umljöllun ijölmiðla um meg- inniðurstöður könnunar þessarar. Höfundur er forstöðumnður Félagsvisindnstofnunnr Iíáskóla íslands. Árbók SVFÍ er komin út ÁRBÓK Slysavarnafélags íslands 1990 er komin út. í bókinni er að finna ýmsar upplýsingar um starfs Slysavarnafélagsins og hinna ýmsu björgunarsveita. Þá er ítarlegt yfirlit yfir slys og óhöpp, sem urðu á síðasta ári. I árbókinni er að vanda minnst látinna félaga Slysavarnafélagsins. Þá er ítarleg frásögn af aðalfundi SVFÍ, sem í fyrra var haldinn á ísafirði. Sagt er frá Slysavarnaskóla sjó- manna, sem varð fimm ára á þessu ári. Fram kemur, að í mars sl. höfðu verið haldin 199 námskeið, sem 4420 sjómenn sóttu. Þá er einnig skýrt frá alþjóðlegum fundi um björgunarstörf á Norður- Atlantshafi, sem haldinn var í Reykjavík. Birt er ágrip af verkefn- um Landhelgisgæslunnar á síðasta ári, fjallað um bjarganir úr lífsháska, sjóslys og drukknanir, umferðarslys, ilugslys og skipsskaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.