Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 9 SIEMENS Uppbvottavélar í miklu úrvali! SIEMENS uppþvottavélar eru velvirkar, hljóðlátar og sparneytnar. Breidd: 45 og 60 sm. Verð frá 57.330,- kr. SMmH & NORLAND NÓATÚNI4 - SÍMI28300 M "Guðmundí^ffíSfflSsónæváreíöuryfimíreíitunum: Ekki skoðanakönnun dur markiaust gabbj ^^^^^nunfaraframáogiðpróflgöríReyl^avil^^ „Bófaflokkar“ í prófkjöri Guðmundur G. Þórarinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem ekki náði endur- kjöri í prófkjöri flokks síns í Reykjavík, er ekki að skafa utan af því í lýsingum sínurn á kosningaslagnum. Hann telur sig hafa átt T höggi við menn, sem beittu vinnu- brögðum er minna „einna helst á bófaflokk í Chicago“ og Guðmundur bætir við í Morg- unblaðssamtali: „. . og þannig er auðvitað ekki hægt að reka stjórnmálaflokk." Undir það skal tekið enda ekki vitað til þess að þeir Al Capone og félagar í Chiacgo hafi stjórnað fulltrúaráði í stjórnmálaflokki, þótt þeir hafi víða látið að sér kveða. Svikabrigsl Þeir tókust á um fyrsta sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík Guðmundur G. Þórarinsson þingmað- ur og Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra og for- maður Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík. Guðmundur lýsir samskiptum þeirra þannig í Morgunblaðs- samtali: „.. hann [Finnur] full- vissaði mig um að engin samkeppni yrði um 1. og 2. sætið, þar sem hann sætti sig við og stefndi að 2. sætinu, og því væri enginn ágreiningur um þetta. Að því gefnu fannst mér ekki ástæða til að rekast í þvi hvar prófkjörið var, og féllst á þetta fyrirkomulag á þeirri forsendu að þama væri um drengskapar- samkomulag tveggja manna að ræða. Siðan skeði það 4-5 dögum fyr- ir prófkjörið, þegar ten- ingum er kastað og allt orðið ljóst, að Finnur hringir í mig og segir að hann hafi ákveðið að stefna á 1. sætið og beij- ast fyrir þvi. Þá er ég kominn í lokaða stöðu, og tveim dögum fyrir kosninguna er mér orðið ljóst að ég er gengúm i gildru.“ Þetta er ófögur lýsing sem Finnur mótmælir og segist hafa tilkynnt Guð- mundi sérstaklega að hann myndi beijast af fuUum krafti fyrir fyrsta sætinu. „Það á því ekki við rök að styðjast að ég liafi komið í bakið á hon- um,“ sagði Finnur í Morgunblaðinu. Þeir sem utan við þessi svikabrigsl standa staldra við tvennt. í fyrsta lagi er þetta alls ekki í fyrsta sinn, sem viðmælendur Finns Ing- ólfssonar saka liann um að standa ekki við það sem þeir töldu hann liafa sagt. í öðru lagi er erfitt að sjá, hvemig Guð- mundur G. Þórarinsson getur kaUað þetta próf- kjör „marklaust gabb“, eins og hann gerði, þar sem þó var barist um fyrstu sætin, en hann vildi að kjósendur gengju að kjörborðinu til þess eins að staðfesta leyni- samkomulag sitt og Finns Ingólfssonar. Steingrímur bíður í sama mund og allt logaði í átökum imian Framsóknarflokksins í Reykjavík bámst þau tiðindi að Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra stæði í bréfa- skriftum við Yasser Ara- fat, foringja Frelsissam- taka Palestínumanna (PLO), vegna vanda Gísla H. Sigurðssonar, Iæknis í Kúvæt, sem nú er í Bagdad og kemst ekki frá Irak. Gísli telur þessi bréfaskipti að vísu máli sínu ekki beinlínis til fi-amdráttar og Stein- grimur sagði um þau í Morgunblaðinu á þriðju- dag: „Ég ætlaði að halda þessu leyndu en þetta hefur hins vegar kvisast út og ég vil ekki vekja neinar væntingar." Á þriðjudagskvöld upplýsti Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra í útvarpssamtali, að hann hefði ekki vitað um bréf Steingríms til Arafats og gaf til kynna, að það væri fremur i óþökk sinni, þótt hann skyldi að mannúðarsjónarmið gætu réttlætt það. Bréfið til Arafats skyggði á annað í um- ræðum fjölmiðla við Steingrim sama daginn og Guðmundur G. Þórar- insson talaði um bófa- flokkimi meðal fram- sóknarmanna í Reykjavík. í gær segir formaður Framsóknar- flokksins svo, að hann ætli ekki að skipta sér af máli Guðmundar G. nema því verði vísað til framkvæmdíistjórnar flokksins. Hann hnýtir því við að hann hafi heyrt sárindi hjá stuðnings- mönnum Haralds Ólafs- sonar, að hann sé ekki búinn að gleyma því sem gerðist fyrir siðustu kosningar. Með þessu er Steingrimur að sneiða að Guðmundi G. og gefa honum til kynna að verði farið ofan í mál hans og Finns þurfi kannski einn- ig að skoða það, hvemig Guðmundur G. bar sigur- orð af Haraldi. Fram- sóknamiönnum ættu ekki að koma ummæli af þessu tagi frá formanni sínum á óvart. Undir teppið I Morgunblaðinu í gær er leitað álits fomianna þriggja framsóknarfé- laga í Reykjavík á kröfu Guðmundar G. Þórarins- sonar um að prófkjörið verði lýst ógilt. Svör þeirra em á einn veg. Þau vilja að sjónar- mið og kröfur þing- mannsins séu hafðar að engu. Aima Margrét Val- geirsdóttir, formaður Félags ungra framsókn- armanna, setur salt í sár Guðmundar G. með því að segja: „Hann er ekki sá maður sein hefur stutt okkur í okkar starfi, því miður. Kannski er það að koma í ljós núna að við höfum ekki notið hans stuðnings við, og þar af leiðandi nýtur haim auðvitað ekki okk- ar stuðnings á móti.“ Viðbrögð flokksfor- ystumanna framsóknar í Reylqavik benda því ekki til amiars en þess að þeir ætli að sópa kæmm og umkvörtunum Guðmund- ar G., þingmanns síns, undir teppið og Finnur Ingólfsson hafi þannig fullan sigur bæði í próf- kjörinu og hinum óvand- aða eftirleik á flokksvett- vangi framsóknar í höf- uðborginni. Auðlindarbréf deið til skattalækkunar A HLUTABRÉFAS JÓÐURINN AUÐLIND HF. Aðalsöluaðilar Auðlindarbréfa: Kaupþing hf., Kringlunni 5, Reykjavík, Kaupþing Norðurlands hf., Ráðhústorgi 1, Akureyri, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Sparisjóður Hafnarfjarðar, Sparisjóður Vestmannaeyja, Sparisjóður Kópavogs, Sparisjóðurinn í Keflavík og Verðbréfaviðskipti Búnaðarbanka íslands í Reykjavík. -ávöxtun umfram almennar sparnaðarleiðir -betri trygging en á almennum hlutabréfum -heimild til skattaafsláttar -sérfræðiþekking þér í hag Auðlind hf. er hlutabréfasjóður í vörslu Kaupþings sem ávaxtar fé hluthafa með kaupum á hlutabréfum og skuldabréfum traustra og vel rekinna fyrirtækja. Sala á Auðlindarbréfum hófst 31. október. Boðin eru út hlutabréf að nafnverði alls 50 miljónir króna (upphafsgengi 1,00). Gengi bréfanna er reiknað út daglega. Auðlindarbréf veita heimild til skattaafsláttar 1990. Skattalækkun vegna kaupa á hlutabréfum gat á síðasta ári numið allt að kr.86.800 þegar hjón eiga í hlut. Kynntu þér ótvíræða kosti Auðlindarbréfa. Leitaðu nánari upplýsinga hjá okkur. Sölugengi verðbréfa 15. nóvember 1990 1 U Einingabréf 1 5,161 Einingabréf 2 2,800 1 Einingabréf 3 3,395 1 Skammtímabréf 1,736 y Auðlindarbréf 1,000 Kringlunni 5, sítni 689080
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.