Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990
Efnahagsvandi kommúnistastjórnar Mongóla:
Slegist um mat í Ulan Bator
Ulan Bator. Reuter.
SKORTUR er nú á matvælum í höfuðborg Mongólíu, Ulan Bator, og
þar að auki hefur framleiðsla raforkuvera stórminnkað vegna þess að
Sovétmenn hafa undanfarna mánuði ekki getað selt landsmönnum jafn
mikið af olíu og varahlutum í tæki veranna og fyrr. Ráðamenn hvetja
fólk til að hamstra ekki matvæli en í gær kom til slagsmála fyrir utan
nokkrar stórverslanir þar sem fólk beið í 15 stiga frosti eftir því að
geta keypt nauðsynjavörur. í einni versluninni voru aðeins til fáein
kálhöfuð, salt og gosdrykkir.
„Það er engin þörf á að við herðum
mittisólamar. Miklu fremur ættum
Þýskaland:
Honecker vill
búa í vestur-
hlutanum
Bonn. licutcr.
ERICH Honecker, fyrrver-
andi leiðtogi Austur-Þýska-
lands, vill eyða ævikvöldinu í
Saar-landi, þar sem hann átti
heimili fyrir stríðið og þar
sem systir hans býr, að sögn
þýska dagblaðsins Bild.
Honecker, sem var svo að
segja einráður í Austur-Þýska-
landi í nær tvo áratugi, var
steypt af stóli á sfðasta ári og
dvelst nú undir eftirliti á sovésk-
um herspítala í Beelitz í austur-
hluta Þýskalands ásamt konu
sinni, Margot.
Honecker á yfir höfði sér að
verða ákærður fyrir spillingu og
morð þeirra 200 manna sem létu
lífið er þeir reyndu að flýja yfir
Berlínarmúrinn eða landamærin
til Vestur-Þýskalands.
íbúar í bænum Wiebelskirch-
en, þar sem systir Honeckers
býr, sögðu í viðtali við Bild að
þeir hefðu ekkert á móti því að
Honecker flytti þangað. „Hann
var góðkunningi föður míns,‘‘
sagði Gerhard Appel, 57 ára
gamall bakari í bænum.
Honecker sagði í viðtali við
breskt dagblað fyrr í mánuðinum
að kommúnisminn væri ekki
dauður. Hann sagðist myndu
beijast áfram fyrir málstaðnum
og að lokum myndi sannast að
hann hefði haft rétt fyrir sér.
við að bretta upp ermamar og
vinna,“ sagði Dashiyn Byambasuren,
forsætisráðherra kommúnistastjórn-
arinnar er heitið hefur að koma á
kapítalisma, með skjálfandi rödd í
sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar á
þriðjudagskvöld. Hann sagði
skömmtun vferða óumflýjanlega ef
hamstri og svartamarkaðsbraski
linnti ekki. Ráðherrann sagði ástand-
ið alvarlegt og sakaði dreifingarfyrir-
tæki um að safna birgðum í vöru-
skemmum í von um að geta selt með
meiri hagnaði þegar verðlag hækk-
aði, einnig væri braskað með vara-
hluti í vélar. Byambasuren hét því
að stjórnvöld myndu sjá til þess að
verðlag yrði stöðugt þar til byrjað
yrði að koma á markaðshagkerfi á
næsta ári.
Um hálf milljón manna býr í Ulan
Bator og um tvær milljónir í öllu
landinu. Þar eru um 22 milljónir
kvikfjár og flestir borgarbúar eiga
ættingja á landsbyggðinni er geta
liðsinnt þeim með kjöt og fleiri land-
búnaðarafurðir, að sögn heimildar-
manna. Vandinn er sá að það getur
tekið margar vikur að reka gripina
af fjarlægum gresjum til borgarinn-
ar.
Mörg heimili eru öðru hveiju án
rafmagns og hitunar vegna orku-
skortsins. Orkumálaráðherrann segir
að Sovétmenn hafi síðustu tvo mán-
uði aðeins getað útvegað um 30%
þeirra varahlutabirgða sem nauðsyn-
legar séu til að reka orkuverin og
olía til raforkuframleiðslunnar hefur
einnig verið af skornum skammti.
Mongólar hefur verið leppríki Sovét-
manna frá 1921 er kommúnistar
tóku völdin en stjórnarflokkur þeirra
hélt völdum í fijálsum kosningum sl.
sumar.
Gömlu Jerúsalem lokað
Reuter
ísraelskur landamæravörður vísar öldruðum araba frá við svonefnt
Damaskushlið sem er á múr þeim er umlykur gamla borgarhlutann í
Jerúsalem. Lögreglan lokaði borgarhlutanum eftir að Palestínumaður
vopnaður hnífum hafði ráðist á tvo lögregluþjóna þar. Þá laumaði
Palestínumaður sér inn yfir ísraelsku landamærin frá Jórdaníu og
myrti ísraelskan hermann. Fyrir aðeins viku átti sams konar atburður
sér stað og af þessum sökum sendu ísraelsk yfirvöld jórdönskum stjórn-
völdum viðvaranir á þriðjudag.
Landamæri Póllands og Þýskalands:
Samningur staðfestir að Oder
og Neisse skilji löndin að
Varsjá. Reuter.
PÓLVERJAR og Þjóðverjar gerðu í gær með sér samning þar sem
kveðið er á um að árnar Oder og Neisse skilji lönd þjóðanna að eins
og verið hefur síðan í stríðslok. Stór landsvæði sem um aldaraðir
voru hluti Prússlands og síðar sameinaðs Þýskalands en eru nú
undir stjórn Pólverja eru þar með endanlega orðin pólsk. Utanríkis-
ráðherrar ríkjanna, þeir Hans-Dietrich Genscher frá Þýskalandi og
Krzysztof Skubiszewski frá Póllandi, undirrituðu samninginn við
hátíðlega athöfn sem sjónvarpað var beint í Póllandi.
Tadeusz Mazowiecki, forsætís-
ráðherra Póllands, sagði að samn-
ingurinn ætti að geta fjarlægt alda-
gamla misklíð milli þjóðanna og
bundið enda á ótta Pólveija við að
landamærin gætu enn valdið átök-
um. „Þetta er sögulegur dagur.
Tvær þjóðir sem nýlega hafa fengið
fullt sjálfræði í málum sínum á ný
sýna hvernig hægt er og hvernig á
fyrir tilstuðlan lýðræðisins að leysa
deilur og söguleg vandamál," sagði
forsætisráðherrann.
Svæðin umdeildu í Póllandi eru
samanlagt um 103.000 ferkílómetr-
ar eða á stærð við ísland. „Ríkin
tvö lýsa yfir því að ekki megi bijóta
gegn friðhelgi landamæra þejrra,
gardeur
DÖMUFATNAÐUR
SÍÐBUXUR
- margar gerðir,
margirlitir.
BUXNA-
PILS
Bein pils,
tvær síddir.
Víðpils
ogfelld pils.
STAKIR
JAKKAR
Uduntu.
verslun Skerjabraut 1, v/Nesveg,
Seltjarnarnesi, sími 611680
Opið daglega frá kl. 9.00 -18.00,
laugardaga frá kl. 10.00 -16.00.
hvorki nú eða framvegis og heita
því. að virða skilyrðislaust sjálfstæði
hvors annars," segir í samningnum.
Pólveijar fengu gömlu þýsku svæð-
in á sínum tíma í sárabætur fyrir
enn stærri svæði í austurhluta Pól-
lands er Sovétmenn tóku af þeim í
stríðslok. Stjórn V-Þýskalands neit-
aði ávallt að samþykkja þessar
breytingar og taldi að fyrst yrði að
gera friðarsamninga við Þýskaland
og tryggja sameiningu landsins.
Fjöldi Þjóðveija á gömlu austur-
svæðunum hraktist vestur á bóginn
í lok heimsstyijaldarinnar 1945 og
tóku margir þeirra sér bólfestu í
V-Þýskalandi. Hagsmunahópar
þeirra hafa ávallt mótmælt harð-
lega öllum hugmyndum um afsal
austursvæðanna til Póllands og
margir Þjóðveijar nefndu a-þýska
alþýðulýðveldið, sem nú er horfið,
ávallt Mið-Þýskaland til áréttingar
kröfunni um endurheimt þýsku
austursvæðanna. Talsmenn áður-
nefndra hópa sögðu samninginn í
gær vera glæp og líktu honum við
hernám íraka í Kúvæt.
I formála samningsins er minnt
á „ægilegarþjáningar" beggjaþjóð-
anna vegna heimsstyijaldarinnar
er hófst með innrás heija nasista-
stjómar Adólfs Hitlers í Pólland
haustið 1939. Sagt er að þessar
minningar ættu að hvetja fólk til
að vinna að friðsamlegum sam-
skiptum þjóðanna. Genscher sagði
Pólveija hafa verið „fórnarlömb"
Landamærasamninqur
/" J Utanríkisráöherr-
) ar Þýskalands og
J ^ Póllands undir-
fy £ rita samninginn
V'v.
Berlín
S
Landamærin
staöfes
stríðs sem Þjóðveijar hefðu átt upp-
tökin að og lýsti samningnum sem
skrefi í átt til aukinnar samvinnu
Evrópuríkja eftir umbyltingarnar í
austanverðri álfunni. Pólveijar hafa
um tveggja alda skeið þurft að þola
að voldugri nágrannaríki skiptu
landi þeirra á milli sín.
Hafinn er undirbúningur að
víðtækum samningi um samstarf
ríkjanna tveggja og vona Pólverjar
að Þjóðveijar veiti þeim ríflega ijár-
hagsaðstoð í erfiðleikunum sem
gjaldþrot kommúnismans hefur leitt
yfir þjóðina.
Georgía:
Forsetaembættið úr
höndum kommúnista
Moskvu. Reuter.
ÞEKKTUR þjóðernissinni, Ziad Gamsakhurdia, var í gær l^jörinn for-
seti Georgíu og er það í fyrsta sinn frá því að Sovétríkin innlimuðu
landið árið 1921 að andstæðingur kommúnista hlýtur embættið. Nýi
forsetinn segir að stefnt verði að fullu sjálfstæði Georgíu í áföngum
innan fimm ára.
Samtök þau sem nýi forsetinn
veitir forystu unnu stórsigur i fijáls-
um þingkosningum nýverið en skort-
ir nokkuð upp á tvo þriðju hluta þing-
sæta sem þarf til að gera breytingar
á stjórnarskránni.
Gamsakhurdia sigraði með 232
atkvæðum gegn fimm í forsetakjör-
inu á þinginu í gær. Hann er 51ns
árs, háskólamenntaður sonur eins
þekktasta rithöfundar Georgíu-
manna og var fangelsaður nokkrum
sinnum síðustu áratugi fyrir andóf
gegn stjórnvöldum. Gamsakhurdia
segir að komið verði á einkaeign í
landbúnaði og á fleiri sviðum. Einn-
ig boðar hann bein viðskiptatengsl
við önnur lýðveldi Sovétríkjanna en
Moskvustjórnin hefur mótmælt
slíkum áformum og vill að viðskipt-
unum sé miðstýrt a.m.k. um sinn.