Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 14
ORAFlT 14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 verÖlældcun ÁLAMBA- MMMtMMM MÁNAÐA- ....... Nú gefst þér tækifæri til að spara, svo um munar, í matar- innkaupum til heimilisins. Um er að ræða takmarkað magn af fyrsta flokks lambakjöti úr A-flokki frá haustinu ’89. Notaðu tækifærið -áður en það verður um seinan SAMSTARFSHOPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS Veraldar böm o g Bjarna __________Bækur______________ Kjartan Árnason Bjarni Bjarnason: Urðafjóla, ljóð, 37 bls. í Óralandi, prósi, 130 bls. Útgefandi: Augnhvíta, 1990. „Veröldin er ástkona mín/ og böm okkar það sem ég skrifa", segir Bjami Bjarnason í ljóðinu Ástarsögu í nýrri ljóðabók sinni, Urðafjólu. Með þessum orðum þyk- ir mér hann lýsa skáldskap sínum betur en ég gæti gert í langri grein. Sá sem elskar veröldina, honum þykir líka vænt um mennina með öllum þeirra breyskleika og virðir jafnframt lífið einsog það er. Þann- ig birtast mér þessi böm Bjarna og veraldar. Eftir því sem ég best veit gaf Bjarni út sína fyrstu bók fyrir tveimur árum en í ár sendir hann frá sér fjórðu og fimmtu bók sína. í seinni bók sinni í fyrra, Ótal kraftaverkum, þótti _ mér tónn Bjarna heldur myrkur. í ár er tónn- inn hinsvegar bjartur, stundum skínandi. Það er nokkuð einkenn- andi fyrir skáldskap Bjarna að hann er sjálfur býsna nálægur, jafnvel svo að stundum minnir á Þórberg. Þegar ritarinn segir „ég“ dettur manni gjarna í hug Bjarni Bjarna- son. Hann er þó hreint ekki að trana sér fram heldur tekur þátt og fuila ábyrgð. Þessi nærvera getur einnig ýtt af stað skemmtilegu samtali milli höfundar og lesanda. Ljóðabókin Urðafjóla er þrjátíu ljóða bók. Völuspá er hér í baksviði án þess að sýni sig þó beinlínis, það glittir í hana við og við. Hún reyn- ist traustur bakhjarl, leggur til dul- an andblæ, ógn og von. Samhengi er áberandi í Urðafjólu, jafnvel framrás. Ljóðin kallast á eða eitt ljóð bætir einhveiju við það sem sagt var í öðru. Annars er mikið elskað í ljóðunum en ástin er víða einsog tregablandin og sár; hún er þó hlý og einlæglega djúp. Ljóðin bjóða, þrátt fyrir andrúmsloft yfir- vofandi ógnar, sátt milli lífs og dauða, frið og kyrrð — en ekki án fyrirhafnar: „en ást okkar á sér ekki stað/ í þessum heimi/ en í hvaða heimi?/ hann verð ég að finna/ því verð ég farinn þegar þú vaknar“. í Óralandi er safn ellefu smá- sagna. -,,Smásaga“ er e.t.v. ekki alltaf rétta skilgreiningin, einn text- inn er t.d. bréf Bjarna Bjarnasonar til kárlmanna framtíðarinnar. En hvað sem bókmenntalegum merk- ingum líður, er Bjarni á býsna óvenjulegu róli í þessari bók. Hann heldur annarri hendi um nafla- streng alheimsins, hinni um Parker- pennann og hoppar á jörðinni — stundum í jarðsambandi, stundum ekki. Skáldskapur Bjama einsog svífur — þó ekki í lausu lofti — er einskonar hugmynd um skáldskap. Og þetta ber vel að merkja ekki að skilja neikvæðum skilningi. Raunar á ég í nokkrum vandræðum með að fínna samsvörun við þennan hugmyndalega skáldskap, hann skrifar sig ekki beinlínis inní hefð — a.m.k. ekki neina ríkjandi hefð. Og þetta eru að mínu mati góðar fréttir. Bjarni sækir mikið til heimspeki og hugmynda um Útópíu sem sá enski Thomas More er talinn einn af upphafsmönnum að í samnefndri bók, ásamt öllu eldri manni, þ.e. Platoni, sem ritaði um slíkan stað í Ríkinu. Skáldskaparheimur Bjarna Bjamasonar rís líka upp af þeirri meginstoð að mannkynið hafi alla burði til að elska, þroskast og öðl- ast hlutdeild í guðdómnum. Hvaða guðdómi? Þeim guðdómi sem al- heimurinn hefur innréttað í bijósti Bjarni Bjarnason hvers manns. En þessi bók firrir persónur sínar ekki ábyrgð, reynir ekki að varpa henni yfirá þjóðfélag, örlög, foreldra, vini heldur er hvert skref hér stigið til fulls — þótt sárs- aukinn sé nístandi. Maður verður. jafnvel að ráða sig af dögum í tákn- rænum skilningi til að öðlast lífið til fullnustu, sbr. orð Krists. Bjarni sýnir ótvírætt í þessari bók að hann er lipur penni og langar heimspekilegar orðræður í sögun- um eru það vel stílaðar að lesandinn þarf ekki að vakna útí móa — text- inn rennur vel. Bjarni hefur líka kímnigáfu sem hann beitir þó spar- lega: alls óvænt á hann til að vera drepfyndinn. Eg tel að það yrði skáldskap Bjarna enn frekari lyftistöng ef hann legði meiri rækt við persónur sínar og mótun þeirra eða sögu- þráðinn ef hann ætlar að hafa hann á annað borð. Þá fínnst mér athug- andi hvort ekki megi skrifa heim- spekina meira inní sögurnar í stað þess að setja hana fram með beinum hætti. ★ GBC-Skírteini/barmmerki fyrir: félagasamtök, ráöstcfnur, starfsmenn fyrirtækja, o.m.fl. Efni og tæki fyrirliggjandi. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 9-105 Reykjavík Slmar 624631 / 624699 af allri Jotun-málningu Gerið kjarakaup á Málningar- dögum Húsasmiðjunnar. HÚSASMIÐJAN Skútuvogi 16 • 104 Reykjavík • Sími 91-687700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.