Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBBR 1990 Mikil óvissa um rekstur íslensku óperunnar; Sýnir Rigoletto um jólin ef fjárveiting fæst frá ríkinu Heimskunnur baritonsöngvari, Kostas Pas- calis, fenginn í aðalhlutverk óperunnar MIKIL óyissa ríkir um rekstur íslensku óperunnar þrátt fyrir að nú sé langt liðið á hefðbundið starfsár hennar. Stjórnendur óperunn- ar hafa þó gert áætlanir um næsta verkefni, sem sýnt verður, ef nægileg fjárveiting fæst. Hefur verið ákveðið að það verði óperan Rigoletto eftir Giuseppe Verdi og hefur þegar verið rætt við helstu listamenn sem myndu taka þátt I sýningunni. Hefur verið gengið frá því að hinn heimskunni baritonsöngvari, Kosta Pascalis, muni syngja titilhlutverkið í Rigoletto. Ef ríkið tryggir þá viðbótarfjár- veitingu sem nauðsynleg er stendur til að frumsýnt verði um jólin en tími til undirbúnings er orðinn afar naumur, að sögn Garðars Cortes, óperustjóra. Samkvæmt gildandi samningum Óperunnar og ríkisins var fast framlag til hennar 14 milljónir króna á þessu ári, en það var síðan hækkað í 20 milljónir með aukafj- árveitingum. Á síðasta sumri skip- uðu menntamálaráðherra og ijár- málaráðherra nefnd um starfsemi íslensku óperunnar. Í áliti hennar kemur fram að hún telur lágmarks fjárþörf Óperunnar vera um 75 milljónir króna á ári og þar af yrði opinbert framlag að vera um 35 milljónir. Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, upplýsti nýverið á Alþingi að ríkisstjórnin hefði ákveðið að framlög tilÓperunnar á næstu fjár- lögum verði um 20 - 25 milljónir króna. Stjómendur Óperunnar munu hins vegar ekki enn hafa fengið tryggingu fjárveitingavalds- ins fyrir þeirri viðbót sem á vantar. . í vor ákvað stjórn Óperunnar að ekki yrði um nýjar uppfærslur á óperam að ræða fyrr en leyst væri úr fjárhagsvanda hennar. Hún hef- ur hins vegar lýst sig samþykka niðurstöðum nefndarinnar sem fjallaði um rekstrarvandann í sum- ar og er tilbúin til að hefja undir- búning og æfingar á Rigoletto ef fjárveitingavaldið fer að tillögum nefndarinnar og nægilegt rekstr- arfé fæst til starfseminnar. Er búið að velja í öll hlutverk en ekki hefur verið gengið frá ráðningarsamn- ingum vegna þeirrar óvissu sem ríkir í ijárhagsmálum operunnar. Baritonsöngvarinn Kosta Pas- calis, sem fenginn hefur verið til að syngja titilhlutverkið í Rigoletto, hefur surigið í öllum helstu óperu- húsum heims. Hann söng m.a. hlut- verk Scarpia í Covent Garden á síðasta ári. Sigrún Hjálmtýsdóttir mun syngja Gildu og Garðar Cortes fer með hlutverkvhertogans. Sigríð- ur Ella Magnúsdóttir mun koma heim frá London til að syngja hlut- verk Maddalenu og Guðjón Óskars- son bassasöngvari, kemur heim frá Osló til að syngja hlutverk Spar- afucile.' Leikstjóri sýningarinnar yrði Bríet Héðinsdóttir, en hljóm- sveitarstjórar yrðu þeir Gerhard Deckert frá Vínaróperanni og Rob- in Stapleton frá Covent Garden óperuhúsinu í London. Una Collins hefur verið fengin til að annast sviðsmynd og búninga. Samkvæmt upplýsingum frá stjóm Óperunnar er tími til undir- búnings orðinn mjög naumur og það muni því ráðast á næstu dögum hvort nægileg fjárveiting fæst til að færa upp óperuna um næstu jól. Eltt verka Ásgríms sem ber heitið Tunglsljós, Vesturbærinn í Reykjavík (1909). Myndir úr Reykja- vík og nágrenni SAFN Ásgríms Jónssonar hefur verið opnað aftur eftir viðgerð sem unnið hefur verið að á húsinu. Jafnframt hefur verið sett upp sýning á myndum sem Ásgrímur málaði í Reykjavík og næsta nágrenni. Á henni eru 25 myndir, aðallega olíumyndir, en einnig nokkrar vatns- Iitamyndir. Þótt Ásgrímur hafi aðallega túlkað íslenska náttúru í verkum sínum, sýna myndir hans úr Reykjavík að hann hefur haft næmt auga fyrir því mynd- ræna í nánasta umhverfi. I mörgum mynda sinna túlkar hann áhrif bir- tunnar á umhverfið og þann andblæ sem mismunandi birta skapar. Mörg verkanna á sýningunni eru unnin í skammdeginu þegar birtan er tak- mörkuð, og hefur listamaðurinn leitað í útjaðar bæjarins þar sem snævi þak- ið landið er baðað sterkri skammdeg- issól. Sýningin í Safni Ásgríms Jónssonar er opin kl. 13.30-16.00, þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnu- daga og stendur til febrúarloka. Fráleitt að hækka vexti Veiðisag-a og vangaveit- á eldri húsnæðislánum ur Kristjáns Gíslasonar - segir Ögmundur Jónasson formaður BSRB BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur gefið út bókina Affískum ogttug- um — Veiðisaga og vangaveltur eftir Kristján Gíslason. Hann hef- ur fengist við stangveiði í áratugi og er því öllum hnútum kunnugur í þess orðs fyllstu merkingu. Hann er líka fjölmörgum stangveiði- mönnum að góðu kunnur, ekki síst fyrir það að hafa skapað ýms- ar laxaflugur sem náð hafa vin- sældum meðal þeirra sem iðka fluguveiði á stöng. I kynningu Forlagsins segir m.a.: „í bók Kristjáns Gíslasonar lifnar íslensk náttúra fyrir hugskotssjónum lesandans, blíð og grimm, nísk og gjafmild, allt eftir atvikum. Frásögn hans af veiðiferðum sínum skírskotar bæði til byijenda og gamalreyndra veiðimanna. Hún er allt í senn — nákvæm, lífleg og íjörug — og ekki síst krydduð ósvikinni glettni hins pennafæra manns. Kristján lýsir heimagerðu flugunum sínum ítarlega með litmyndum og nákvæmum upp- skriftum, svo að lesandinn fær nota- drjúga leiðsögn fram á árbakkann á vit ævintýranna." Bók Kristjáns Af fiskum og flug- um. Af fískum og flugum er 207 bls., auk 8 litmyndasíðna. Auk hf./Jóna Sigríður Þorleifsdóttir hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi prentaði. ÖGMUNDUR Jónasson formaður BSRB segist vera alfarið mótfall- inn því að vextir verði hækkaðir á eldri lánum frá Byggingarsjóði ríkisins og að greiðslujöfnunará- kvæði laga verði afnumin til þess að bjarga fjárhag sjóðsins. Hann segir vera ljóst að eitthvað þurfi að gera og að BSRB hafi bent á að fjármagna megi framlög til Byggingarsjóðs ríkisins með fjár- magnsskatti. „Það er ljóst að það þarf að grípa til einhverra ráðstafana, því að for- sendur húsnæðiskerfisins frá 1986 eru brostnar," segir Ögmundur. „í BSRB höfum við ekki enn tekið af- stöðu til þeirra leiða sem hafa verið ræddar til bjargar húsnæðiskerfinu," segir hann. „En mér finnst. fráleitt að hækka vexti afturvirkt, að hækk- unin gildi um lán sem tekin voru fyrr á tíð. Það finnst mér fáránlegt og mér fínnst fáránlegt líka að nema greiðslujöfnunarákvæði laganna úr gildi, en hvað sem gert verður þá er ljóst að það þarf að auka framlög til húsnæðismála og BSRB hefur nefnt Ijármagnsskatt sem mögulega fjár- öflunarleið." Hann segir BSRB ekki hafa tekið afstöðu til þess,-hvort loka beri lána- kerfinu frá 1986. „Við viljum skoða allar þesar leiðir og endanlega viljum við sjá til þess að hlutur launafólks, og þá okkar félagsmanna, skerðist ekki. Ég er hlynntur þeirri hugsun að fara í auknum mæli inn á þá leið að tekjutengja húsnæðisniður- greiðslu, en ég vara við því að menn setji mörkin of lág og gleymi því að fólk er nauðbeygt til að vinna mjög langan vinnudag til að standa straum af húsnæðiskaupum og er þess vegna með sæmilegri tekjur en ella og ég óttast að þetta fólk fái síðan takmark- aðar vaxtabætur fyrir vikið.“ Þjófnaður á hljóm- tækjum upplýstur Rannsóknarlögregla ríkisins hefur upplýst innbrot I hljómtækja- verslun á Selfossi. Stolið var vörum fyrir tæpa eina milljón króna og er þýfið allt fundið. Maður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Nesjavallavirkjun: 20% af heildarorkunotkun á Stór-Reykjavíkursvæðinu ORKA sú er nú streymir frá Nesjavallavirkjun í hitaveitukerfi borgarinnar jafngildir 100 megawöttum (MW) en orkuþörf Stór- Reykjavíkursvæðisins er um 500 MW. Nesjavallavirkjun annar því þegar fimmtungi af orkuþörf þessa svæðis. Virkjunin var gang- sett 29. september síðastliðinn og sagði Gunnar Kristinsson hita- veitustjóri að minna væri nú dælt úr borholum við Elliðaár og á Reykjum í Mosfellsbæ. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu er um 450 MW orka í borholum og frá Nesjavallavirkjun hafa nú bæst við 100 MW. Auk þess olíu- kyndingarstöð í Árbæjarhverfi sem gangsett er í neyðartilfellum en orkan frá henni jafngildir 100 MW. Árið 1992 er ráðgert að gangsetja annan áfanga Nesja- vallavirkjunar og þá bætast við 100 MW inn á veitukerfið og verð- ur þá hlutur virkjunarinnar í veitu- kerfínu orðinn 40%. Heildarvirkj- unargetan á Nesjavöllum er 500 MW. ' ■ Nokkuð hefur borið á sandi í hitaveitukerfi borgarinnar og sagði Gunnar að það kæmi alltaf fyrir á haustin þegar skyndilega kólnar í veðri og álag eykst á hita- veituna. Þetta væri aðalléga sand- ur upp úr borholunum en hins vegar hefði nú bæst við ryð úr æðinni frá Nesjavöllum til Reykjavíkur sem er 27 km löng. Það hefði komist í gegnum hita- veitugeymana í Grafarholti og þaðan á vissa staði á Stór- Reykjavíkursvæðinu, einkum í Hafnarfirði og Kleppsholti. „Þetta var heldur meira núna en undan- farin ár og það helgast náttúru- lega af því að við erum að taka í notkun nýja æð frá Nesjavalla- virkjun. Það þarf'að hreinsa ryðið úr henni og það má búast við því að þetta komi næstu haust og aukist jafnvel eitthvað í vetur það rennslið eykst,“ sagði Gunnar. Brotist var inn í hljómtækjaversl- unina þann 1. nóvember. Nú hefur komið í Ijós, að Reykvíkingur á þrítugsaldri var þar að verki. Hann er síbrotamaður og var látinn laus úr fangelsi í lok október. Nokkrum dögum síðar ók hann á stolinni bif- reið til Selfoss og braust inn í hljóm- tækjaverslunina. Maðurinn hafði ekki komið þýf- inu í verð, þegar hann var handtek- inn. Þýfið fannst á ýmsum stöðum í Reykjavík, þar sem maðurinn hafði komið því í geymslu. Því verður skilað aftur til verslunarinnar. Morgunblaðið/RAX Þýfið úr hljómtækjaversluninni á Selfossi, en rannsóknarlögregla ríkisins liefur upplýst innbrotið þar. Vinstra megin á myndinni er eigandi hljómtækjaverslunarinnar, Arnar Osterby, og við hlið hans er Grétar Sæmundsson, rannsóknarlögreglumaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.