Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NOVEMBER 1990 51 MS-ingar tapsárir! eftir Sigmar Guðmundsson Þann 31. október birtist hér í blaðinu grein eftir Ármann nokkurn Jakobsson. Sú grein ér vonandi endir á þeirri svívirðingahrinu, sem ræðulið Menntaskólans við Sund, ogÁrmann, þjálfari þess, hafa hald- ið á lofti i fjölmiðlum síðustu vikurn- ar. Rógsherferðinni er einkum beint gegn Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna (MORFÍS) og ræðuliði Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Fyrir þá sem ekki vita er forsaga málsins sú, að FG sigr- aði MS í fyrstu umferð MORFÍS í jafnri en miður góðri keppni 18. október sl. Miður góðri segi ég, því ræðuliðin stóðu ekki undir þeim væntingum sem til þeirra voru gerð- ar. En í MORFÍS sem og annarri keppni tapar einn á meðan annar hrósar sigri. Sá sem tapar og kann það, getur þó einnig fagnað sigri á vissan hátt, því það að bera höfuð- ið hátt eftir ósigur kallast mannleg reisn. Eftir undangengið fjölmiðla- fár er mér þó næst að halda að ræðulið MS og ýmsir í forsvari fyr- ir málfundafélagið búi ekki yfir þess konar dyggðum. Lítum á nokk- ur dæmi þess og ég tek það skýrt fram, að séu málsgreinar innan gæsalappa er um að ræða beinar tilvitnanir í „kappana“, teknar úr Morgunblaðinu, Tímanum, Þjóðvilj- anum, Rás 2, Bylgjunni eða dreifi- bréfum sem dreift hefur verið um MS og víðar. Við skulum bytja á greininni hans Ármanns. „Heimspekilegur þankagangur“ Eftir að hafa í upphafi fjallað vítt og breitt um MORFÍS og mælskulist almennt, á mjög málefn- alegan hátt, fer hann fögrum orðum um ræðulið sem hann var eitt sinn í og sigraði í MORFÍS veturinn 1988—1989. „Lið Menntaskólans við Sund bar sigur úr býtum í MORFÍS-keppninni þetta ár og tel ég að það hafi fyrst og fremst ver- ið því að þakka hve djúpt við hugs- uðum málefnið í hvert sinn og reyndum að ná röklegum yfirburð- um gagnvart andstæðingum okk- ar.“ Ég get heilshugar tekið undir þessi orð því MS var með feiki- sterkt lið þetta ár. Reyndar var Ármann sjálfur veikasti hlekkurinn að mínu mati, því hann var á stund- um óöruggur og hikaði á stöku stað. Það kostaði að flutningurinn var á köflum ómarkviss og hrynj- andin tilgerðarleg en félagar Ár- manns bættu það margfalt upp með ógleymanlegum ræðuflutningi. Sem sagt, sanngjarn sigur MS skólaárið 88-89. Árangurinn lætur ekki á sér standa þegar þeir læra „að vera gagnrýnir á opinberar ræður, t.d. á Alþingi. Læra heimspekilegan þankagang og rökræna hugsun og þjálfast í að koma fram fyrir mann- fjölda og lýsa skoðunum sínum á vitrænan hátt“. Ég er sammála Ármanni um allt þetta en ég tel á hinn bóginn að það sem honum tókst sem keppanda, hafi honum engan veginn tekist sem þjálfara. Lið MS, sem keppti gegn FG, fram- kvæmdi nefnilega nákvæmlega það sama og þeir væna liðsmenn FG um að hafa gert. Það er „að vera með fíflalæti, óeðlilegt handapat og ruddalega framkomu". Einnig gerðu MS-ingar sig seka um „að tala í hring og snúa út úr efninu á hinn ómerkilegasta hátt og segja ómerkilega aulabrandara ...“. Eg ætla nú að koma Ármanni á óvart og rökstyðja mál mitt, en það gera FG-ingar aldrei ef marka má skrif hans. Þess má geta að í umræddri keppni var rætt um hvort verndun umhverfis væri orðin ofstæki. „Alvöru ræðumennska“ Meðmælandi MS var kostulegur kvistur. í upphafi máls síns hélt hann því fram að frummælandi FG gerði þarfir sínar í greipar sér sam- kvæmt framtíðarsýn einhverra um- hverfissamtaka. Svo segir Ármann að Garðbæingum hafi verið „tíð- rætt um kúk og skít“. En þetta var þó ekki það eina sem meðmæl- andinn gerði sig sekan um. Eftir að hafa ávarpað fundarstjóra í seinni ræðu tilkynnti hann viðstödd- um að tíundi hver maður væri alkó- hólisti. Sneri sér síðan ýmist til hægri eða vinstri, taldi upp að tíu og komst að þeirri spaklegu niður- stöðu að Ragnar Helgi Olafsson, liðsstjóri MS, væri alhókólisti. Ekki veit ég hvort hann hefur hlerað um þetta vandamál Ragnars fyrir keppnina en eitt er víst, þetta var umræðuefni kvöldsins gjörsamlega óviðkomandi. Að mati Ármanns er þessi fífla- háttur væntanlega „að koma fram fyrir manníjölda og lýsa skoðunum sínum á vitrænan hátt“. Hafi meðmælandinn verið kyn- legur kvistur veit ég ekki hvað hægt er að segja um stuðnings- manninn. Hann gerði allt það sem ekki á að gera í pontu, sneri út úr, var með fíflalæti, laug í tilsvörum og opinberaði jákvætt álit sitt á að sprengja Fjölbrautaskólann í Garðabæ í loft upp. Byijum á því þegar hann „sneri út úr efninu á hinn ómerkilegasta hátt“. Hann hélt því fram að rökstuðningur FG-inga væri á þeim nótum að þeir gætu allt eins haldið því fram að IRA væru foreldrasamtök og Sadd- am Hussein jólasveinninn. Rök- stuðningur hans var sá að Garðbæ- ingar hefðu haldið því fram að Sea Sheepherd-samtökin væru ekki of- stækisfull. Það er rangt. Garðbæ- ingar héldu því fram að samtökin gætu ekki talist náttúruverndar- samtök þar sem þau vildu einfald- lega friða nánast allt sjávarlíf en tækju ekki með í reikninginn að maðurinn væri einnig hluti vistkerf- isins og þyrfti á sjávarfangi að halda. Ætli þessi leikflétta MS- ingsins sé „heimspekilegur þanka- gangur og rökræn hugsun?! En þetta var því miður ekki eina dæm- ið um lygar stuðningsmannsins. Hann minntist einnig á að Garðbæ- ingar töluðu um illa meðferð á dýr- um og að tilfinningar réðu ferðinni í umhverfisvernd. Hið sanna er að enginn þeirra minntist einu orði á ofangreind atriði. Þetta er án alls vafa það sem Ármann kallar að „hugsa málefnið djúpt og reyna að ná röklegum yfirburðum gagnvart andstæðingnum". Þetta sannar það eitt að MS-ingar geta vart talist boðberar „alvöru ræðumennsku" eins og þeir vilja vera að láta. Ég verð reyndar að taka það fram að þessi tiltekna ræðukeppni er ekki gott dæmi um MORFIS-keppni al- mennt, því hún var í slakari kantin- um og annað liðið var ómálefnalegt með afbrigðum. „Aumingjaskapur og Iágkúra“ Haft hefur verið eftir MS-ingum ýmislegt sem þeým þykir vera til vansa í MORFÍS-keppninni al- mennt. Þeim þykja fíflalætin vera yfirþyrmandi og leikaraskapurinn mikill. Máli sínu til stuðnings nefna þeir svo einangruð dæmi. Málið er að flest_allt hefur verið prófað en það er ekkert hægt að setja út á það. Dómsniðurstaðan hlýtur ávallt að skipta mestu máli og ef menn skoða úrslitakeppnina í gegnum árin, með öðrum orðum þau lið sem dæmd hafa verið best í MORFÍS, sjá menn að „aumingjaskapur og lágkúra", fíflaskapur, leikaraskap- ur, „ýkjur, dónaskapur og upplogn- ar dæmisögur“ eru þar ekki á dag- skrá. Þvert á móti fer þar fram heilbrigð og skemmtileg rökræða þar sem ræðumenn eru með eðlileg- an ræðustíl, vandaðar ræður og þaulhugsuð rök. Demosþenesarþáttur Samkvæmt viðtali á rás tvö þann 30. október eiga MS-ingar sína fyr- irmynd í ræðumennsku. Sá var grískur og hét Demosþenes. Það er vert að ítreka að í þessu sama útvarpsviðtali skilgreina þeir sína ræðumennsku „alvöru ræðu- mennsku", eitthvað á þann veg að hún sé laus við leikaraskap, öskur, dónaskap, fettur og brettur. Hún samanstandi þvert á móti af þaul- hugsuðum rökum og látlausum flutningi. I ljósi þess er athyglisvert að skoða hvað Will Durant hefur um fyrirmyndina Demosþenes að segja. Ég gríp niður í bókina Grikk- land hið forna, annað bindi, bls. 170. „Hann (Demosþenes) taldi að orðlistin væri jafnframt leiklist og trúði svo fastlega á þetta að hann æfði ræður sínar af stakri þolin- mæði og flutti þær fyrir spegli. Hann gróf sér jarðhús og bjó þar mánuðum saman og æfði sig með leynd. Meðan því fór fram rakaði hann hálft höfuðið til að forðast þá freistingu að yfirgefa felustað- inn. í ræðustólnum fetti hann sig og bretti, snerist í hringi, studdi hendi á enni sér eins og hann væri djúpt hugsi og brýndi iðuleg röddina svo að hún varð að öskri“. (Bókaút- gáfa Menningarsjóðs, 1979). Eftir að hafa Iesið þetta leyfi ég mér að fullyrða að MS-ingar viti ekki meira um Demosþenes en hvernig eigi að bera fram nafnið hans. Það er alla- Sigmar Guðmundsson vega ljóst að Demosþenes, fyrir- mynd MS-inga, flytur ræður á þann veg sem þeim þykir hvað ámælis- verðast. Ekkert persónulegt Árásir MS-inga á nemendur FG eru ekki aðeins bundar við skítkast í íjölmiðlum. í fjóra eða fimm daga gátu hveijir þeir sem gengu inn um aðalinngang Menntaskólans við Sund lesið á plakat eitt sem þar hékk og bar yfirskriftina „Dæmi- gerð FG-ræða“. Þar er farið nokkr- um smekklausum og sem betur fer illskiljanlegum orðum um ræður FG en gamanið fer að kárna þegar svívirðingar um persónur byija. Nafngreind manneskja úr ræðuliði FG er sögð jafn falleg og manna- saur. Steininn tekur þó úr þegar gert er grín að einum nemenda FG sem var staddur á keppninni. Sá er hvítur á hörund og með hvítt hár, sá er albínói. Þegar gert er grín að fólki sem í hegðun og hugs- un er nákvæmlega eins og ég og þú, en eitthvað frábrugðið í útliti er gamanið (eða í þessu tilfelli tap- sárindin) orðið svart. Það alvarleg- asta er þó að undir þetta smekk- lausa og ærumeiðandi plakat skrif- ar formaður málfundafélags MS; Friðjón R. Friðjónsson. Ég skora hér með á skólafélag MS eða rektor að má þennan smánarblett af ann- ars ágætri stofnun ykkar með því að víkja Friðjóni úr embætti án tafar vegna ærumeiðandi ummæla hans. Og ég vona að samskipti MS og FG eigi ekki eftir að vera á svip- uðum nótum í framtíðinni. Það er engum til góðs. Höfundur er áhugamaður um Morfís og er útskrifaður úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.