Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 38 Gamlar spurningar enn á dagskrá eftirBjörn S. Stefánsson Snjólfur Ólafsson kennari í að- gerðafræði í Háskóla íslands legg- ur nokkrar spurningar fyrir Ing- unni St. Svavarsdóttur og aðra í blaðinu 31. f.m. í lok stuttrar greinargerðar um forsendur byggðastefnu („Grínið er fúlasta alvara“). Sams konar forsendur með líkum spurningum þar sem gert er ráð fyrir að vinna skipu- lega að því að mismuna byggðar- lögum með það að markmiði að afnema jaðarbyggðir hafa komið fram í umræðu um byggðastefnu hér á landi um lartgt skeið, en slík viðhorf hafa aldrei orðið ofan á. Slíkt var einkum ofarlega á baugi á stríðsárunum þegar þeir sem sótt hafa fyrirmyndir um að- gerðir til hagvaxtar austur fyrir Noreg voru hvað áhrifamestir, en því fer víðs íjarri að einungis þar hafi verið að finna þá sem töldu heppilegast að mismuna byggðar- lögum og hlynna aðeins að þeim sem hefðu lífsskilyrði og atvinnu- rekstrarskilyrði hinna stærri byggða, en afnema önnur með ýmsum ráðum. Lengst hafa að- gerðir í þessa 'átt trúlega náð með tilraun til nýskipanar í sveitum í nafni landnáms ríkisins, en þar var framkvæmdastjóri framsóknar- og bændaflokksmaður. Tilraunin til nýskipanar með landnámi ríkisins rann eins og kunnugt er út í sandinn, og það varð ofan á að gera ekki upp á milli sveita né héraða og aðeins milli jarða í und- antekningu. Hvernig stendur á því að sjónar- mið slíkrar mismununar hafa ekki leitt til árangursríkra aðgerða, þótt þeirra hafi iðulega orðið vart í spjalli og riti? Ég hef reynt að gera mér grein fyrir því, hvemig hefði þurft að rökstyðja slíkan málstað, þegar kæmi að því að framkvæma hann með atbeina löggjafar- og fjárveitingavalds. Ég „Það eru ýmsir lausir endar, sem aðgerða- fræðingi tekst ekki að hnýta, þegar ákveða skal hvaða aðgerðir í byggðamálum eru þjóð- hagslega fastur kostn- aður og hvaða aðgerðir breytilegur kostnaður.“ þykist hafa greint viðbrögð þeirra sem þarna er verið að véla um. Fyrst benda þeir á að örðugt sé að setja hlutlæg mörk fyrir þá staði sem eru lífvænlegir með rök- um Snjólfs. í öðru lagi er bent á að svo er margt sinnið sem skin- nið um mat á lífsgæðum, án þess að því þurfi að vera mótmælt, að tilhneigingin sé eins og Snjólfur bendir á. í þriðja lagi þykjast ýmsir sjá úrræði hjá sér, og þeim verður ekki alltaf hafnað með rök- um, og þá nægir ekki í stöðu þeirra að benda á að í heild séu t.d. of margir fiskverkendur ’ í landinu, ef um slíkt er að ræða. í fjórða lagi er fólkið í þeirri stöðu að skilyrði nágranna þess, sem kynnu að lenda utan útskúfunar- markanna, versna, svo sem við það eitt að fólki fækkar í héraðinu, og þá verður enn lakari grundvöll- ur til að halda uppi því sem eftir- sóknarvert þykir nú og háð er nokkrum mannfjölda. Þannig sé ýmis kostnaður, sem menn ætla að setja á reikning jaðarbyggða, fastur kostnaður, vegna þess að nágrannabyggðir jaðarbyggðanna eru háðar honum. Það eru ýmsir lausir endar, sem aðgerðafræðingi tekst ekki að hnýta, þegar ákveða skal hvaða aðgerðir í byggðamál- um eru þjóðhagslega fastur kostn- aður og hvaða aðgerðir breytilegur kostnaður, eins og Snjólfur vill greina. Hins vegar mundi fylgja slíkri stefnumörkun almenn tortryggni milli byggðarlaga, þar sem hver grunaði annan um að vinna að því með ráðum og rökum að grafa undan nágrannabyggðinni svona líkt og í velskipulögðu leyniþjón- usturíki þar sem enginn veit hvar óvini er að finna á fleti fyrir. Mér þykir trúlegt að þeir sem þarna koma að með löggjög og fjárveit- ingum komist að því með sjálfum sér, að þegar allt komi til alls verði ávinningur af því sem kunni að ná fram að ganga, ef þannig yrði staðið að, svo lítill, að það yrði ekki ómaksins vert miðað við það andrúmsloft sem því fylgdi í stjórnmálastarfi. Það kann eftir sem áður að vera erfitt að rökstyðja stuðning við einstakar aðgerðir, en það er varla erfiðara en það var fyrir bóndann á Brekku í Mjóafirði eystra, sem sat í stól menntamála- ráðherra og var þar traustur stuðningsmaður ríkisstuðnings við Sinfóníuhljómsveitina, að rökstyðja slíkt fyrir kjósendum sínum í fjörðum og dölum Austur- lands. Aðgerðafræðingur í starfi við Háskóla íslands gæti líka tekið málið upp af sjónarhóli þeirra sem hafa kosið sér hlutskipti í byggð- um, sem eiga í vök að verjast, með því að beita kunnáttu sinni til að leita úrræða aðgerðafræð- innar til að gera þeim kleift í hlut- skipti sínu að sjá sér farborða og njóta þess sem þó býðst auðveld- ast á stærri stöðum. Rannsóknir af þeim sjónarhóli kynnu að vekja athygli í háskólum erlendis, þar sem sinnt er málum dreifbýlis. Höfundur er Reykvíkingur og stundar þjóðfélagsrannsóknir. s er kom i<) t ftuitoni ítmlm í eina og hálfa öld hefur pastað frá Buitoni verið ómissandi á ítölskum heimilum. Nú er Jfað komið í verslanir hérlendis og þar bíða þín fjölmargar tegundir af þessu ljúffenga pasta. Nýttu þér uppskriftir okkar á næstunni til að matreiða gómsæta Buitoni-pastarétti. ’5». liN Tugliatelle og svínalundir í h v ít laukssósu Máltíð handa fjórum 200 gr. Tagliatellc frá Buitoni 300 gr. svínalundir 1 matskeið af smjöri salt og svartur pipar 200 gr. hvítlauksostur 1 dl kjötkraftur Söxuð steinselja 1. Skerið kjötið í 2-3 sm þykkar lengjur og bankið þær með hendinni. Kryddið lengjumar og steikið þær í 2-3 mínútur á hvorri hlið. 2. Takið kjötið af pönnunni og haldið því heitu. Setjið kjötkraftinn og ostinn á pönnuna. Hrærið uns osturinn er bráðnaður. 3. Setjið kjötið í sósuna og látið það hitna. 4. Sjóðið Buitoni-pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum meðan þið tilreiðið kjötið og sósuna.Setjið pastað í skál og kjötið og sósuna ofan á. Skreytið réttinn með steinseljunni. m puitoni Ekta Ítalskt Pasta Gunnar Kvaran hf Vatnagörðuni 22 104 Reykjavík simi 8 37 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.