Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 33 „ PltrjpiijM&M Útgefandí Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. ( lausasölu 100 kr. eintakið. Sameining fyrir- tækja og samkeppni Fyrir nokkrum árum hvatti Morgunblaðið mjög til sameiningar fyrir- tækja í stærri einingar á þeirri forsendu, að myndun öflugri fyrirtækja en þá voru til í landinu væri nauðsynleg bæði til þess að efla atvinnu- lífíff innanlands og einnig til þess að mæta erlendri sam- keppni, sem búast mætti við eftir því, sem frelsi yrði meira í viðskiptum þjóða í milli. Á síðustu árum hefur tölu- vert verið um sameiningu fyrirtækja. Þetta hefur gerzt í flestum atvinnugreinum landsmanna, útgerð og fisk- vinnslu, bankastarfsemi, tryggingum, verzlun og margvíslegri þjónustu og jafnvel með nokkuð öðrum hætti í landbúnaði, þar sem bændum hefur fækkað. Þessi þróun hefur áreiðan- lega orðið til þess að styrkja og efla mjög atvinnulífíð í landinu. En um leið og fyrirtæki sameinast og stærri einingar verða til á ýmsum sviðum atvinnulífsins vaknar ný þörf, sem sé sú að koma í veg fyrir, að sameining fyrir- tækja og myndun stærri ein- inga í atvinnurekstri verði til þess að örfá stór fyrir- tæki nái einokunaraðstöðu. í stað þess að sameining fyrirtækjanna verði til þess að efla opið og heilbrigt við- skiptalíf hafi hún í raun þau áhrif að útiloka samkeppni. Þess vegna hefur Morgun- blaðið á undanförnum mán- uðum og misserum beint at- hygli sinni í vaxandi mæli að því, hvernig tryggja megi samkeppni og þar með hags- muni neytenda. Þessi þróun er ekkert séríslenzkt fyrirbæri. Innan Evrópubandalagsins er ann- ars vegar mjög hröð þróun í átt til samruna og samein- ingar fyrirtækja og hins veg- ar hefur framkvæmdastjórn- in í Brussel uppi mjög harðar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir að þessi sameining- arþróun leiði til einokunar og útilokunar samkeppni. Eins og Morgunblaðið hefur áður bent á er unnið mjög merkilegt stefnumót- andi starf á mörgum sviðum á vegum framkvæmda- stjórnarinnar í Brussel. Hver sem skoðun manna kann að vera á því, hvort ísland eigi að sækja um aðild að EB eða ekki, fer hitt ekki á milli mála, að við getum haft mikið gagn af að samræma löggjöf á mörgum sviðum atvinnulífsins löggjöf Evr- ópubandalagsríkjanna. Við getum margt af þeim lært m.a. í því, hvernig þau ann- ars vegar hvetja til samein- ingar fyrirtækja í stærri heildir en gera jafnframt ráðstafanir til þess að sú þróun leiði ekki til einokun- ar. Sú þróun, sem orðið hefur í sameiningu fyrirtækja hér er jákvæð og full ástæða til að halda áfram á þeirri braut til þess að skapa hér öflugri atvinnufyrirtæki. Hins vegar hafa umræður um nauðsyn þess að tryggja samkeppni og koma í veg fyrir einokun ekki verið eins miklar og ástæða væri til. Það er hins vegar nauðsynlegt og tíma- bært, að þær umræður fari fram. Sá hagur, sem þjóðar- búið heíur af sameiningu fyrirtækja hverfur fljótt, ef þau verða ekki knúin til að starfa í umhverfi þar sem ríkir frjáls og hörð sam- keppni, sem er nauðsynleg til þess að fyrirtækin haldi vöku sinni og til þess að tryggja hagsmuni neytenda og þjóðarheildarinnar. Hér gætir um of tilhneig- ingar til þess að líta á slíkar umræður, sem fjandskap við atvinnureksturinn en því fer auðvitað fjarri að svo sé. Þvert á móti er áherzla á frjálsa samkeppni og útilok- un einokunar í samræmi við grundvallarhugsjónir þeirra manna, sem um áratuga skeið börðust gegn höftum og bönnum og fyrir því fijálsa atvinnulífi, sem smátt og smátt er að skjóta rótum hér í okkar landi. Kammersveit Reykjavíkur: Tónleikar í Áskirkju í kvöld FYRSTU tónleikar á 17. starfsári Kammersveitar Reykjavíkur verða fimmtudaginn 15. nóvem- ber nk. kl. 20.30 í Áskirkju. Á efnisskránni verður fyrst verk eftir ísraelska tónskáldið Sergiu Natra, „Tónlist fyrir Nicanor“. Þetta verk er samið 1988 fyrir hinn þekkta hörpuleikara Nicanor Zaba- leta og er fyrir sömu hjóðfæraskip- an og verk Ravels, „Inngangur og Allegro“ sem einnig verður flutt á tónleikunum. Verk Ravels er eitt þekktasta og vinsælasta kammerverk þar sem harpan kemur við sögu. Hér á landi munu margir kannast við verkið þar sem dávaldur nokkur notaði það á skemmtunum sínum hér á landi sl. haust. Hörpuleikari á tónleikunum verð- ur Elísabet Waage og mun hún auk þessara tveggja verka leika með Bernharði Wilkinson þrjú lög fyrir flautu og hörpu eftir G. Fauré. Eftir hlé flytur Blásarakvintett Reykjavíkur kvintett eftir J. Fran- caix. Blásarakvintettinn hefur verið MQrgunoiaoio/PorKeii Frá fréttamannafundi þar sem lokabindi ævisögu Tryggva Gunnarssonar var kynnt. Fremst silja Björg- vin Vilmundarson bankastjóri Landsbankans og Bergsteinn Jónsson sagnfræðingur. Fyrir aftan standa Jóhannes Ágústsson aðstoðarbankastjóri Landsbankans, Einar Laxness framkvæmdastjóri Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Björn Tryggvason aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. í vinstra horni myndarinnar sést málverk Jóhannesar Kjarvals af Tryggva Gunnarssyni, sem hangir í fundarsal Landsbankans. Lokabindi ævisögu Tryggva Gunnarssonar komið út: Tryggvi var fjölhæfari at- hafnamaður en flestir aðrir - segir Bergsteinn Jónsson, sem ritaði FJÓRÐA og síðasta bindi ævisögu Tryggva Gunnarssonar er nú komið út á vegum Seðlabanka Islands, Landsbanka Islands og Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Er bókin rituð af Bergsteini Jónssyni sagnfræðingi og nefnist: Tryggvi Gunnarssson. Athafnamaður og bankastjóri. Þar er fjallað um síðustu 32 æviár Tryggva, 1885 til 1917. Nú eru liðin 35 ár frá því fyrsta bindi ævisögu Tryggva Gunnarsson- ar, Bóndi og timburmaður, kom út. Það ritaði Þorkell Jóhannesson próf- essor en hann var einnig hvatamað- ur þess að Landsbankinn gæfi æví- söguna út. Á fréttamannáfundi, þar sem lokabindi ævisögu Tryggva Gunnarssonar var kynnt, sagði Björn Tryggvason aðstoðarbanka- stjóri Seðlabankans, að áhugi Þor- kels á þessu verki hefði fyrst og fremst risið vegna hinna fjölmörgu athafnasviða sem Tryggvi lifði og hrærðist í. Þannig hafi Þorkell haft í byggju að varpa ljósi að athafna- lífi samtímans, búskap á sjó og landi, iðju og iðnaði, verslun og við- skiptum, menningar- og félagsmál- um, en þar hafi Tryggvi alls staðar gengt stóru hlutverki. Þorkell féll frá 1960, þá hálfnaður með annað bindi ævisögunnar, en Bergsteinn Jónsson var ráðinn til að ljúka verkinu. Annað bindið, Kaupstjóri, kom út 1965 og þriðja bindið, Stjórnmálamaður, 1972. Nú er lokabindið komið út, og sagði Björn Tryggvason að alltaf hefði verið vilji og metnaður til að ljúka þessu verki þótt það hafi tekið 35 ár. Á blaðamannafundinum komst Bergsteinn Jónsson þannig að orði um Tryggva Gunnarsson, að hann hefði verið fjölhæfari athafnamaður en flestir aðrir og og fengist við ótrúlega margt á sinni ævi. Þó hafi Tryggvi alls ekki verið neinn flauta- þyrill eða verk hans flaustursleg, því starfsþrek hans var gífurlegt. Berg- steinn nefndi sem dæmi, að árið 1904 hefði Tryggvi verið formaður 12 félaga og starfað í fleirum, auk þess að vera bankastjóri Landsbank- ans, þingmaður og bæjarfulltrúi. Af þessum félögum má nefna Hið íslenzka þjóðvinafélag, Fiskifélagið, Dýraverndunarfélagið, Skógræktar- ævisoguna félagið, íshúsfélagið, Flokksfélag heimastjórnarmanna og Garðyrkju- félagið. Svo stiklað sé á stóru yfir ævifer- il Tryggva Gunnarssonar fæddist hann 1835 í Laufási við Eyjaíjörð. Hann lærði smíðar og starfaði við þær með bústörfum framan af. 1873 til 1893 var hann búsettur í Kaup- mannahöfn á vetrum, þar sem hann lærði meðal annars skrautmálun og ljósmyndun, en á sumrin fór hann á milli verslunarstaða Gránufélagsins á Norðurlandi og Austfjörðum auk þess sem hann sat á Alþingi um tíma. 1893 til 1909 var hann banka- stjóri Landsbankans í Reykjavík og bjó þar til dauðadags 1917. Lokabindi ævisögu Tryggva Gunnarssonar er gefið út í 1000 ein- tökum. Fara 650 þeirra á almennan markað en 350 verða seld í gjafa- öskju með fyrstu þremur bindunum. Voru fyrsta og annað bindi ævisög- unnar jafnframt endurprentuð í 350 eintökum. Verð fjórða bindisins er 3.900 krónur en gjafaaskjan með öllum bindunum Ijórum kostar 13.500 krónur. Oskar Vigfússon við setningn 17. þings Sjómannasambands Islands: Ahrifamenn með yfirlýsingar sem auðvelda ekki lausn mála Lýsti strax yfir að Vestfjarðasamningurinn væri mistök, segir Einar Oddur Kristjánsson „í VIÐKVÆMRI stöðu í kjaraviðræðum yfirmanna annars vegar og útvegsmanna hins vegar eru áhrifamenn með ýmsar yfirlýsing- ar, sem ekki eru til þess fallnar að auðvelda lausn mála,“ sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands Islands, meðal ann- ars í setningarræðu sinni á 17. þingi Sjómannasambandsins í Reykjavík í gær. Þinginu lýkur á morgun, föstudag. Óskar Vigfússon sagði einnig í setningarræðu sinni að formaður Vinnuveitendasambands íslands, sem sjálfur ræki útgerð á Vest- fjörðum og hefði væntanlega átt þátt í að skrifað var undir kjara- samning við yfirmenn á Vest- fjarðaflotanum, léti sig hafa það að skora á Landssamband íslenskra útvegsmanna í Qölmiðl- um að leysa kjaramálin við yfir- menn syðra ekki með sama hætti og Vestfirðingar gerðu, því það væri brot á þjóðarsátt. Formaður Vinnuveitendasam- bandsins láti sig hafa það að upp- lýsa þjóðina um að hann hafi ekki skilið hvað hann var að gera fyrir vestan og því séu atriði í samningn- um á misskilningi byggð. „Maður gæti haldið að þjóðarsáttin nái ekki til Vestfjarða eftir að hafa heyrt slíkar yfirlýsingar frá mönn- um, sem jafnframt eru forsvars- menn þjóðarsáttarinnar,“ sagði Óskar Vigfússon. Einar Oddur Kristjánsson, for- maður Vinnuveitendasambands Is- lands, sagði í samtali við Morgun- blaðið að það hefði komið mjög skýrt fram í Morgunblaðinu síðast- liðinn laugardag að hann liti á kjarasamning Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Bylgjunnar á Vestfjörðum og Útvegsmannafé- lags Vestfjarða sem mistök. „Það er því'alveg tilhæfulaust hjá Óskari Vigfússyni að vera að klína þessu á mig. Ég hef sagt að það væri vægast sagt mjög óheppi- legt að þarna skyldi vera breytt kaupliðum, þó svo að ég vissi að þessir liðir væru aldrei notaðir. Það er óheppilegt vegna þess að við höfum í öllu okkar tali við alla við- Skoðanakönimn Framsóknarflokksins: Ekkert bendir til að ólöglega hafi verið staðið að könnuninni - segir formaður kj örnefndar KJORNEFND fjallaði í gær um bréf, sem Guðmundur G. Þórarins- son, alþingismaður, hefur sent sljórn fulltrúaráðs framsóknarfélag- anna í Reykjavík þar sem hann fer fram á ógildingu skoðanakönnun- ar sem fram fór í fulltrúaráðinu um síðustu helgi. Að sögn Jóns Sveinssonar, formanns kjörnefndar, verður málinu vísað á ný til sljórnar fulltrúaráðsins, en hann sagði að ekkert, hefði komið fram sem benti til þess að ólöglega hafi verið staðið að könnuninni. Stjórn fulltrúaráðs framsóknar- félaganna í Reykjavík barst í fyrra- dag bréf frá Guðmundi G. Þórar- inssyni, þar sem hann krefst ógild- ingar skoðanakönnunarinnar og að efnt verði til opins prófkjörs þar sem öllum kjósendum flokksins verði heimiluð þátttaka. í bréfinu heldur hann því meðal annars fram að 40% þátttakenda í skoðana- könnuninni hafi verið valdir fyrir- fram með skipulögðum hætti til að ná fram ákveðinni niðurstöðu í könnuninni, og því hafi verið um að ræða skipulagða aðför að þing- manni flokksins. Þá liggi grunur á að margir þátttakenda eigi ekki lögheimili í Reykjavík, og kosið hafi verið fyrir fólk sem ekki mætti. . Sjórn fulltrúaráðsins vísaði bréfi Guðmundar til kjömefndar vegna þeirra liða í því sem fjalla um fram- kvæmd könnunarinnar. Jón Sveinsson sagði að kjörnefndin hefði komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd könnunarinnar hafi á allan hátt verið lögleg og í sam- ræmi við þær reglur sem settar voru af hálfu fulltrúaráðsins. „Við höfum ekki fundið röksemdir af hálfu eins eða neins, sem hníga að því að eitthvað óeðlilegt eða ólöglegt hafi átt sér stað í þessu sambandi," sagði hann. Kona varð fyrir bíl á merktri gangbraut KONA slasaðist á höfði og hand- Iegg er hún varð fyrir bíl á móts við Sjónvarpshúsið á Laugavegi um klukkan hálfátta í gærmorgun. Konan gekk suður yfir Lauga- veginn á gangbraut þar sem grænt ljós logaði á gönguljósum og varð fyrir fólksbíl á leið austur Lauga- veg. Hún var flutt á slysadeild í sjúkrabifreið en meiðsli hennar voru ekki talin lífshættuleg, að sögn lögreglu. Að sögn Gylfa Jónssonar lög- reglufulltrúa er sérstaklega brýnt fyrir ökumönnum jafnt og gang- andi vegfarendum að gæta fyllstu varúðar í skammdeginu, einkum nú þegar jörð er auð og endurkast birtu lítið. Aldrei sé brýnna að fara varlega og hafa öryggisbúnað í lagi, hvort sem um er að ræða ökuljós bíla eða endurskinsmerki vegfarenda. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá setningu 17. þings Sjómannasambands íslands í gær. semjendur okkar fullyrt að ekki stæði til að breyta kaupliðum sjó- manna á neinn annan hátt en gerst hefur hjá heildarsamtökunum í landi. Ég gagnrýndi félaga mína mjög harkalega fyrir þetta og það kom mjög skýrt fram í upphafi að þetta var mér mjög á móti skapi,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson. Samkvæmt Vestfjarðasam- komulaginu fá skipstjórnarmenn inn ákvæði um 0,6% tímakaup þegar unnið er utan skiptahlutar. Einnig er ákvæði í samkomulaginu um aukið slippfararkaup. Óskar Vigfússon sagði jafn- framt við setningu 17. þings Sjó- mannasambandsins í gær að kjara- málin og staða þeirra yrðu væntan- lega stærstu málin, sem rædd yrðu á þinginu. í öðru lagi væri fram- undan fiskverðsákvörðun, • sem skipti miklu fyrir flesta sjómenn. „Ljóst er að í komandi fiskverðs- ákvörðun þarf að finna nýjar leiðir varðandi verðlagningu afla upp úr sjó. Á nýafstöðnum aðalfundi Landssambands íslenskra útvegs- manna var frjálsu fiskverði hafn- að. Tímabært er orðið að útgerðin fari að gera upp við sig hvoru megin við borðið hún er í þessum efnum,“ sagði Óskar. Hann sagði nauðsynlegt að skýr svör fengjust frá útvegsmönnum um hvort þeir væru fiskseljendur eða fiskkaupendur. „Sjómenn hefðu haldið að hagsmunir útvegs- manna væru þeir sömu og hags- munir sjómanna þegar fískverð er annars vegar. Svo virðist ekki vera og sést best á því hver á útgerð- ina. Ég verð að lýsa undrun minni á afstöðu útgerðarmanna til fis- kverðs og harma að fiskvinnslan skuli ráða helsta hagsmunamáli útgerðarinnar,“ sagði Óskar Vig- fússon. Morgunblaðið/Þörkell Hljóðfæraleikararnir sem fram koma á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur á æfingu í Áskirkju. útnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 1991 fyrir Islands hönd. Á tónleikunum koma fram auk Elísabetar og Bernharðs Einar Jó- hannesson, klarinettuleikari, Daði Kolbeinsson, óbóleikari, Joseph Ognibene, hornleikari, Hafsteinn Guðmundsson, fagottleikari, Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Unnur María Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Guðmundur Kristmundsson, lág- fiðluleikari, og Inga Rósa Ingólfs- dóttir, sellóleikari. (Fréttatilkynning) Útvarpskönnun Gallup: Tuttugu og sex prósent lands- manna hlusta á Þjóðarsálina GALLUP á íslandi hefur gert könnun á hlustun á útvarp. Nið- urstöður könnunarinnar og greinargerð Gallup fer hér á eft- ir: Gallup á íslandi gerði könnun á hlustun á útvarp dagana 8.-9. nóv- ember fyrir Samband íslenskra aug- lýsingastofa. Eitt þúsund viðmæl- endur voru valdir af handahófi úr þjóðskrá úr hópi 15-75 ára einstakl- inga. Alls svaraði 721 eða 72% úr- taksins. Aldurs- og kynjaskipting svarenda endurspeglar með ágæt- um hætti aldursskiptingu og kynja- skiptingu landsmanna á þessu ald- ursskeiði. Spurt var hvort viðkomandi hefði eitthvað hlustað á útvarp og á hvað hann hefði hlustað fimmtudaginn 8. nóvember (frá kl. 7 til 20) og miðvikudagskvöld 7. nóvember (frá kl. 20 til 24). Einnig var spurt á hvaða útvarpsstöðvar viðkomandi hefði hlustað síðastliðna viku. Af aðspurðum kváðust 79% eitt- hvað hafa hlustað á útvarp þann 8. nóvember, en 78% kváðust hafa hlustað í júní. 29% sögðust hafa hlustað á útvarp miðvikudagskvöld- ið 7. nóvember. í töflu 1 sést hlutfall þeirra sem stilltu á hveija stöð 7. og 8. nóvem- ber. Meiri hlustun mældist nú, en í könnuninni í júní (ath. að í nóvem- ber er spurt um hlustun þann 8. nóvember og að auki spurt um kvöldhlustun þann 7. nóvember). Mest er aukningin á Bylgjunni. Álíka margir stilltu á Effemm, Stjörnuna og Aðalstöðina: Tafla 2 sýnir svör fólks við spurn- ingunni hvort fólk hafi eitthvað hlustað á stöðvarnar sl. viku. Sýnd- ur er samanburður við kannanir í júní og febrúar: Rétt er að benda á að í töflum 1 og 2 kemui' aðeins fram hvort menn hafa eitthvað hlustað, en ekki hversu mikið ménn hlusta. Línurit yfir hlustun á fimmtudegi (frá kl. 7 til 20) og á miðvikudags- kvöldi (frá kl. 20 til 24) eru birtar fyrir landið í heild og fyrir svæði Reykjavíkur-Reykjanes, þar sem allar stöðvar nást. Að fréttum Ríkisútvarpsins frá- töldum er mest hlustað á Þjóðarsál- ina á Rás 2 en allt að 26% lands- manna hlustuðu á hana. Tafla 1 Hlutfall þeirra sem stilltu á hverja stöð 21. febrúar, 21. júní og 7. og 8. nóvember: Hiustun á útvarp, 7. og 8. nóv. 1990 landið allt, 15-75 ára T Rásl ♦- Rás2 -A- Bylgjan — Stjaman — Effemm — Aðalstöð 07:00 12:00 19:00 24:00 Hlustun á útvarp, 7. og 8. nóv. 1990 Reykjavík Reykjanes, 15-75 ára Rásl Rás2 Bylgjan Stjaman Effemm Aðalstöð 07:00 12:00 19:00 24:00 feb. jún. Rás 1 nóv.i feb. jún. Rás2 nóv.i Landið allt 36 30 31 45 37 44 R.vík-R.nes 35 30 Bylgjan 32 33 30 Stjarnan 35 Landið allt 18 17 24 6 5 7 R.vík-R.nes 21 18 Effenim 27 8 7 Aðalstöðin 10 Landið allt 5 5 7 7 6 7 R.vík-R.nes 7 7 9 10 8 9 i í nóvember eru í tölunni fimmtudagur (7-20) og miðvikudagskvöld (20-24). Tafla 2 Hefur þú eitthvað hlustað á eftii-taldar stöðvar sl. viku? Hlutfall þeirra sem segjast hlusta Landið% R.vík-R.nes% feb. jún. nóv. feb. jun. lióv. Rás-2 73 70 69 64 63 62 Rás-1 62 56 58 60 55 55 Bylgjuna 43 41 50 50 49 54 Aðalstöðina 29 25 30 42 •34 39 Effemm 16 21 26 24 30 33 Stiörnuna 19 22 22 28 30 29 Fjöldi 605 676 721 374 490 504
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.