Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 23 Björn Pálsson á Löngumýri Gylfi Gröndal Minningar Björns á Löngnmýri Viðtalstími borgarfulltrúa ^ J Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík '% Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals íValhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum ívetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 17. nóvember verða til viðtals Sveinn Andri Sveinsson, formaður stjórnar SVR, í umferðarnefnd, íþrótta- og tómstundaráði, stjórn Dagvistar barna, og Sigríður Sigurðardóttir, stjórn Dagvistar barna. BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér bókina Ég hef lifað mér til gamans - Björn á Löngu- mýri segir frá. Gylfi Gröndal rit- höfundur semur sögu Björns, en þetta er fimmtánda ævisagan sem hann ritar. Björn Pálsson fyrrum alþingis- maður og bóndi á Löngumýri hefur frá langri ævi og merkri reynslu að segja. í bókinni rekur hann upp- runa sinn og ættir, nám og ferðalög á unga aldri yfir hnöttinn. Heim- kominn hefur hann búskap á ættar- óðali sínu og stundar jafnframt umsvifamikla útgerð. Hann segir frá sigursælli kosningaglímu sinni við kempuna Jón Pálmason á Akri 1959 og setu sinni á Alþingi um 15 ára skeið. í kynningu Forlagsins segir m.a.: „Saga Björns á Löngumýri er umfram allt fjörleg og ævintýra- leg, því af eiginleikum lífsins metur hann mest gamansemi og frelsi. Hann lætur engan kúga sig eða kúska, hvorki bankastjóra, sýslu- menn né ráðherra. Kímnin situr jafnan í fyrirrúmi og frásagnargleð- in er ósvikin, hvort sem lesið er um bernsku og búskap, þingstörf eða málaferli þessa einstæða manns. Ég hef lifað mér til gamans er 256 bls. Bókin er prýdd fjölda mynda. Auk hf./Björn Jónsson hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Ný bók eftir sr. Halldór S. Gröndal ÚT ER komin hjá Fíladelfíu for- lagi í Reykjavík bókin Tákn og undur eftir sr. Halldór S. Grönd- al, sóknarprest í Grensáspre- stakalli. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir að bókin hefjist á frásögn af lítilli bæn, sem gjörbreytti lífi Hall- dórs S. Gröndal, en á miðjum aldri. lagði hann viðskiptalífið á hilluna og gerðist sóknarprestur. í formála bókarinnar segir sr. Halldór: „Bók þessi er um margt óvenjuleg. Hún er allt í senn, leið- beining í bænum og bænalífi, per- sónulegur vitnisburður af trúar- reynslu og svo túlkun mín á sumum sannindum kristinnar trúar. Ég geri mér ljóst að sumt af efni henn- ar mun koma á óvart og kannski verða ekki allir sammála. En að baki er 24 ára lífsreynsla og starf og þetta er rnín hjartans sannfæring og trú. Ég hef reynt þetta í lífi mínu. Það má líka segja að það sem hér birtist sé kjarninn úr því, sem ég hef prédikað og kennt sem prestur." „í bókinni segir séra Halldór frá mörgum bænasvörum, leiðbeinir um hvernig hægt er að biðja með árangri - jafnvel táknum og und- rum,“ segir í fréttatilkynningu út- Sr. Halldór S. Gröndal. gefanda. „Séra Halldór miðlar af reynslu sinni af því hvernig beita má bæninni til slökunar og gegn streitu-." Tákn og undur er prentuð hjá G.Ben prentstofu hf. og bundin í Arnarfelli. Bókin er 160 blaðsíður. Islandsdeild Amnesty gefur út jólakort íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International hef- ur gefið út jólakort, sem seld verða til styrktar samtökunum. Á kortinu er mynd eftir Nínu Tryggvadóttur, listmálara. Kortið er fáanlegt með eða án jólakveðju og einnig eru fáanleg merkispjöld fyrir jólapakka, lítil kort og póstkort. Samtökin Amnesty International hafa starfað í 29 ár og hlotið margs konar viðurkenningu, t.d. Friðarverðlaun Nóbels árið 1977. Islensk deild hefur starfað í samtök- unum frá 1974 og byggt starfsemi sína á félagsgjöldum og fijálsum framlögum einstaklinga. Sala jóla- korta hefur þó verið drýgsta tekju- lindin undanfarin ár, Tekið er á móti pöntunum á skrif- stofu samtakanna að Hafnarstræti 15 í Reykjavík milli klukkan 16 og 18, eða á símsvara samtakanna. Hægt er að fá kortin send.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.