Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 50
50
. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990
Efnahagsstefna í kjöl-
far nýrrar stóriðju
eftirlnga
Björnsson
Álver á Keilisnesi
Ljóst er nú að ef samningar tak-
ast um byggingu nýs álvers á veg-
um Atlantsál hópsins, verður iðju-'
verið sett niður á Keilisnesi.
Því ber að fagna að mikilvægur
áfangi hefur náðst í samningavið-
ræðum við hin erlendu fyrirtæki og
er vonandi að takast megi að ná
ásættanlegum samningi hið fyrsta
svo þessi mikilvægi þáttur í upp-
byggingu atvinnulífs þjóðarinnar
verði að veruleika.
Það liggur hins vegar fyrir að í
kjölfar þessarar ákvörðunar um
staðsetningu álvers verður að
marka atvinnu- og efnahagsstefnu
er tekur mið af því að miklar fram-
kvæmdir verða á sv-horni landsins
á meðan á byggingu iðjuvers stend-
ur.
Efnahagsstefnan hlýtur að felast
í því að almennt haldi ríkið og sveit-
arfélög á sv-landi að sér höndum
hvað varðar opinberar framkvæmd-
ir og fresti þeim þar til framkvæmd-
um lýkur við Keilisnes. Hér er um
að ræða aimenna efnahagslega
sveiflujöfnun, sem flestir eru sam-
mála um að sé æskileg en reynist
oft afar erfíð í framkvæmd.
Það er hins vegar einnig önnur
sveiflujöfnun sem efnahagsstefnan
þarf að ná fram í kjölfar umfangs-
mikilla framkvæmda sv-lands, en
það er jöfnun þeirra sveiflna í at-
vinnulífí sem líklega munu eiga sér
stað á landsbyggðinni.
Atvinnulíf á
Eyjafjarðarsvæðinu
Með ákvörðun um staðsetningu
nýs álvers á Keilisnesi verða viss
kaflaskipti í atvinnumálum á Eyja-
fjarðarsvæðinu. Atvinnulíf við Eyja-
fjörð var á vissan hátt komið í bið-
stöðu vegna álmálsins, þar sem
stefnumótun fyrirtækja og sveitar-
félaga var slegið á frest vegna
óvissu um hvort hér risi stóriðja eða
ekki. Slík bið eftir mikilvægum
ákvörðunum er afar óheppileg og
spillir möguieikum fyrirtækja á að
vinna markvisst starf og móta
framtíðarstefnu.
Nú vita Eyfirðingar hins vegar
að álverið fer á Keilisnes, ef ^f
byggingu þess verður, og líthr
möguleikar eru á að önnur stóriðja
rísi við Eyjafjörð næstu árin. Nú
-vita Eyfírðingar einnig að það ber
að beina kröftunum í aðrar áttir
og vinna markvisst að eflingu at-
vinnulífs án stóriðju.
Til lengri tíma litið er stöðugt
efnahagsástand og lítil verðbólga
meginforsenda þess að atvinnu-
starfsemi vaxi og dafni. Á Akur-
eyri er atvinnulíf þannig saman
sett að innan við tíu fyrirtæki sjá
meginþorra vinnuaflsins fyrir at-
vinnu. M.a. eru þar öflug útflutn-
ingsfyrirtæki. Þessi fyrirtæki eru
nú mörg hver að rétta úr kútnum
eftir mikla lægð árin 1986-1989.
Sum þessara fyrirtækja eru þó það
illa sett eftir tímabil fastrar gengis-
skráningar og mikillar innlendrar
verðbólgu, að ný verðbólgualda
myndi væntanlega kippa algerlega
grundvellinum undan rekstri þeirra.
Fyrirtæki sem selja vörur sínar á
erlendum mörkuðum og hafa ekki
tækifæri til að fleyta verðbólgunni
áfram út í vöruverðið hafa í raun
búið við 20-30% raunvexti á inn-
lendu lánsfé undanfarin ár. Slíkt
gengur ekki í alþjóðlegri samkeppni
og því er það mikilvægasta verk-
efni stjórnvalda næstu misserin að
trygg]'a stöðugt efnahagslíf. Takist
það munu fyrirtæki á Eyjafjarðar-
svæðinu, sem og önnur fyrirtæki
landsins, ná að treysta rekstrar-
grundvöll sinn og skila hagnaði sem
væntanlega verður uppspretta frek-
ari atvinnuuppbyggingar.
Þessi æskilega efnahags- og at-
vinnuþróun kemur þó ekki til með
að tryggja stöðugleika í atvinnulífi
á Eyjafjarðarsvæðinu næstu misseri
og ár. Mikil hætta er á að stórfram-
kvæmdir á sv-horninu sogi til sín
iðnaðarmenn frá Eyjafjarðarsvæð-
inu með óæskilegum afleiðingum
fyrir bæði svæðin. í ljósi þessa er
mikilvægt að stjórnvöld grípi til
sérstakra aðgerða til eflingar at-
vinnulífi á landsbyggðinni á sama
tíma og aðhalds verði gætt til að
stemma stigu við þenslu á sv-landi.
I byggingariðnaði á Akureyri er
töluverð lægð nú og horfur fyrir
næsta ár vægast sagt slæmar. Eng-
ar stórar framkvæmdir eru fyrirsjá-
anlegar á Akureyri og viss hætta
er á fólksfækkun sem myndi leiða
til þess að bygging íbúðarhúsnæðis
dragist saman, sem enn myndi þá
auka erfiðleika þessarar greinar.
Fyrir liggja verkefni víða um land
sem telja má nauðsynlegt að ráðist
verði í næstu árin. Því er eðlilegt
að það sé sérstaklega skoðað nú
hvort ekki sé rétt að setja fram
nýja forgangsröð opinberra fram-
kvæmda sem hefur það að mark-
miði að skapa mótvægi við fyrirsjá-
anlega þenslu á sv-landi.
Þjónustustörf á
landsbyggðinni
Ein meginástæða þess að at-
vinnulíf hefur eflst og íbúum íjölgað
í Reykjavík, umfram það sem gerst
hefur á landsbyggðinni, er að þjón-
ustustig hefur hækkað mun meira
á höfuðborgarsvæðinu en annars
staðar. Undanfarin ár hefur með
margvíslegum hætti verið reynt að
efla atvinnulíf á landsbyggðinni og
hefur það starf einkum beinst að
framleiðslugreinum ýmiss konar en
þjónustugreinar hafa að nokkru
setið eftir.
Ur upplýsingum Byggðastofnun-
ar um unnin ársverk tímabilið
1981-1988 má lesa að störfum í
þjónustugreinum hefur fjölgað um
rúmlega 16.000 en störfum í öðrum
greinum hefur samtals fækkað um
rúmlega T.000. Fjölgun starfa í
heild á þessu tímabili hefur því ver-
ið u.þ.b. 15.000. Af 15.000 nýjum
störfum urðu um 12.500 til á höfuð-
borgarsvæðinu og um 2.500 á
landsbyggðinni (sjá sundurliðun í
súluriti).
Af þessu má sjá að landsbyggðin
mun ekki halda hlutfallslega í við
íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu
nema til komi stóraukin hlutdeild í
þeirri auknu þjónustustarfsemi sem
skapað hefur flest ný störf á und-
anfömum árum.
Ef tölur um fjölda starfa í heil-
brigðisþjónustu eru athugaðar,
kemur í ljós að verulega hallar á
landsbyggðina í samanburði við
höfuðborgarsvæðið. Þannig eru 477
læknar starfandi í Reykjavík eða 1
á hveija 200 íbúa. A Akureyri
starfa 40 læknar eða 1 á hveijá
416 íbúa. í Reykjavík starfa 1123
Ingi Björnsson
„Meginniðurstaða
þeirra hugleiðinga sem
hér hafa verið settar
fram er sú að virk og
öflug byggðastefna
verður að koma til ef
takast á að forðast
mikla og óæskilega
byggðaröskun í kjölfar
byggingar álvers á
Keilisnesi."
hjúkrunarfræðingar eða 1 á hveija
85 íbúa. Á Akureyri starfa 122
hjúkrunarfræðingur eða 1 á hveija
137 íbúa (sjá töflu). Hér er ekki
hægt að kenna um að fólk fáist
ekki til starfa á Akureyri þar sem
allar læknisstöður, sem heimildir
eru fyrir, eru setnar, nema ein að-
stoðarlæknisstaða. Áf heimiluðum
stöðum hjúkmnarfræðinga em yfir
90% setnar. Annars staðar á lands-
byggðinni er hlutfall þetta enn lak-
ara en á Akureyri.
sjúkrahússins á Akureyri. í fram-
haldi af því var skipuð bygginga-
nefnd sem nú er að ljúka störfum
og skilar skýrslu sinni í þessum
mánuði. Bygginganefndin byggir
áætlanir sínar á mannfjöldaspá
Byggðastofnunar og könnun sem
gerð var á þjónustusvæði FSA á
Norður- og Norðausturlandi. Niður-
staða nefndarinnar er sú að til að
FSA geti rækt hlutverk sitt næstu
árin þurfi að byggja við sjúkrahúsið
um 3.000 m2. Að auki þarf tölu-
verða fjármuni til að ljúka við og
koma í full not húsnæði sem þegar
hefur verið byggt. Lauslega áætlað
er um fjárfestingu að ræða er num-
ið gæti samtals um 650-700 millj.
kr.
Á FSA eru heimilaðar, skv. fjár-
lögum, 396 stöður. Starfsmenn eru
þó mun fleiri eða nálægt 600 vegna
ljölda hlutastarfa. Velta spítalans
er um einn milljarður á ári. Frá
atvinnulegu og fjárhagslegu sjónar-
miði er vöxtur og viðgengni FSA
því gríðarlegt hagsmunamál fyrir
Akureyrarbæ.
I ljósi ofanritaðs hlýtur það að
vera æskilegt frá atvinnupólitísku
og byggðapólitísku sjónarmiði að
verulegt átak verði gert í uppbygg-
ingu heilbrigðisþjónustu á Ákureyri
og í ljósi þeirra aðstæðna á vinnu-
markaði sem skapast við byggingu
álvers á Keilisnesi (ef af samningum
verður) er eðlilegt að uppbyggingu
við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri verði hraðað.
Stefnumörkun
Meginniðurstaða þeirra hugleið-
inga sem hér hafa verið settar fram
er sú að virk og öflug byggðastefna
verður að koma til ef takast á að
forðast mikla og óæskilega byggða-
röskun í kjölfar byggingar álvers í
Keilisnesi.
Reynsla undanfarinna ára sýnir
að landsbyggðin verður að fá mun
stærri skerf af aukinni þjónustu en
hingað til hefur verið. Slíkt næst
Skörð í varnargarðinn
Fjöldi lækna og hjúkrunarfræðinga á Akureyri og í Reykjavík
íbúar Læknar Hjúkr.fr.
Læknar pr.íbúa Hjúkr.fr. pr.íbúa
Reykjavík 95.811 477 1/200 1123 1/85
Akureyri 16.677 40 1/416 122 1/137
eftír Árna Helgason
Ein af æskumyndum mínum frá
Eskifirði: Við áttum rafstöð, líklega
eina fyrstu hér á landi. Mikill stíflu-
garður var uppi í Ljósárgili. Eitt
sinn var komið til frænda míns. Það
var rafstöðvarstjórinn: „Ég þarf að
fá nokkra menn til að hjálpa, því
það er farinn einn stór steinn úr
stíflunni og nú er hætt við að fleirí
losni á eftir. Þetta þarf því að ger-
ast sem fyrst svo við töpum ekki
ljósunum." Þessi æskuminning kom
í huga minn þegar ég heyrði um
hversu bjórinn hefði komist inn í
æskufólkið, því til vandræða og
ógnandi manndómi og þrátt fyrir
að sterku drykkirnir hafí ekkert
minnkað. Ég man bannárin. Ég
man hversu margir voru fegnir að
þessi stíflugarður var lagður svo
menn töpuðu ekki ljósunum.
Ég man líka þegar stóri steinninn
(Spánarvínin) voru leyfð. Man vel
þau áhrif sem þeim fylgdu. í stað
þess að setja stein í skarðið hafa
auðshyggjumenn, sem telja sig
græða mest á að þjóðin vaði í
drykkjuskap, verið duglegir og var-
ið sínum kröftum í að fleiri skörð
kæmu í varnargarðinn. Þeir fækka
Ijósunum vitandi vits. Eftir hvern
stein sem þeir hafa hent úr stíflunni
hafa vandræðin og ógæfan vaxið.
Um það þarf enga fræðslu. Dæmin
eru deginum ljósari. Og nú vilja
heildsalarnir meira að segja fá að
flytja vímuefni þetta inn í stríðum
straumum, freista fólks sem víðast
og koma því inn á sem flest heim-
ili. En meðal annarra orða: Eru
ekki öll þessi eiturefni flutt inn á
vegum heildsala? Og nú er það
spurning sem ég hefí oft vel fyrir
mér: Hvernig er samviska þeirra
sem veija ævi sinni og fé í að flytja
inn í landið vímuefni, helst alla leið
að skólalóðinni, til að græða sem
mest? Þykjast þeir ekki vita að þeir
auka vanda drykkjumanna og
Árni Helgason
hrinda mörgum æskumanni út i
þann hyl sem oft tekst ekki að draga
þá upp úr?
Höfuiidur er fyrrvorandi póst- og
símstöðvnrstjóri í Stykkishólmi.
Starfsemi FSA
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
(FSA) er almennt sjúkrahús fyrir
Akureyri og nærsveitir og sér-
deildasjúkrahús fyrir Norðurland,
Norðausturland og Austfírði að
hluta. Á sjúkrahúsinu er veitt þjón-
usta í flestum þeirra greina læknis-
fræðinnar sem stundaðar eru í
landinu.
FSA annar þó engan veginn
þeirri þörf sem fyrir hendi er á þjón-
ustusvæði sjúkrahússins. Töluverð
bið er eftir vissri þjónustu spítalans
og mikið er um að Norðlendingar
þurfi að leíta til Reykjavíkur eftir
þjónustu sem hægur vandi væri að
veita á FSA ef fjármagn væri fyrir
hendi.
Árið 1988 fékkst fjárveiting til
gerðar áætlunar um framtíðarupp-
byggingu og nýtingu Fjórðungs-
ekki nema með markvissu starfí og
stefnumörkun stjórnvalda. Efling
Akureyrar sem þjónustumiðstöðvar
fyrir Norður- og Norðausturland er
afar brýnt verkefni sem flestir ættu
að geta orðið ásáttir um. Þar sem
mjög alvarlega horfír nú um at-
vinnumál í Eyiafírði er mikilvægt
að hið fyrsta verði mörkuð víðtæk
sóknaráætlun til uppbyggingar at-
vinnulífi á svæðinu.
Hér hefur verið bent á verkefni,
sem fellur mjög vel að æskilegum
markmiðum efnahagsstefnunnar,
sérstaklega hvað varðar aukið þjón-
ustustig á Iandsbyggðinni og jöfnun
tímabundinna sveiflna í atvinnu-
lífinu.
Höfundur er frnmkvæmdastjóri
Fjórðungssjúkrnhússins á
Akureyri.