Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990
39
Framtíð landbúnaðaríns
eftir Sigurbjörn
Sveinsson
Hart er sótt að íslenzkum land-
búnaði um þessar mundir. Þessi
elzti atvinnuvegur okkar, sem stað-
ið hefur undir íslenzku þjóðlífi í eil-
efu hundruð ár, má þola harðar
árásir sjálfskipara sporgöngu-
manna hagsmuna almennings. Mál-
flutningur rauðvínspressunnar
kemur að vísu ekki lengur á óvart,
en þegar föstu er skotið úr skjóli
framsóknarmanna í ríkisstjórninni,
þar sem kratar lúra og reyna að
vinna landbúnaðinum það ógagn,
sem þeir mega, er Ijóst að harðna
tekur á dalnum.
Hvar eru málsvarar
landbúnaðarins?
Það er alkunna, að málsvara
landbúnaðarins hefur helzt verið að
finna innan Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks. Raddir þeirra
hafa heldur verið í daufara lagi að
undanförnu. Hvað framsóknar-
menn varðar, þá er það skiljanlegt,
þar sem Steingrímur og hans nótar
virðast gefa hvað sem er fýrir
slímusetuna í ráðherrastólunum og
láta sér því í léttu rúmi liggja, að
kratar standi í vegi fyrir skynsam-
legum áætlunum um framtíð land-
búnaðarins. Hitt er sýnu verra, að
sjálfstæðismenn hafa að undan-
förnu látið deigan síga fyrir eyði-
býlastefnu krata og virðast vera
farnir að trúa áróðri þeirra um
hömlulausan innflutning landbún-
aðarvöru. Ljósi punkturinn í um-
ræðunni að undanförnu er hófsam-
ur málflutningur ritstjórnar Morg-
unblaðsins, sem bent hefur á gildi
hinna dreifðu byggða fyrir varð-
veizlu íslenzk þjóðernis og menn-
ingar.
Rökin gegn landbúnaðinum
Hver eru svo meginrök þeirra,
sem vilja hömlulausan innflutning
landbúnaðarvara? íslenzkar land-
búnaðarafurðir eru of dýrar. Mann-
aflinn sem stendur að framleiðsl-
unni, er of mikill, aðföng of kostn-
aðarsöm og afraksturinn þjóðinni
dýrkeyptur. Til að standa straum
af þessu þarf að greiða framleiðsl-
una svo og svo mikið niður eða
styrkja á annan hátt. Dýrmætu
vinnuafli er haldið uppteknu við
óarðbæra framleiðslu, þegar það
gæti með hægu móti framleitt aðra
og þýðingarmeiri vöru. Lausnarorð-
ið er svo innflutningur landbúnaðar-
vara á lágu verði, aðallega frá lönd-
um Evrópubandalagsins.
Hinir erlendu markaðir
Hvernig er svo umhorfs á þessum
markaði, þar sem við eigum að
kaupa iífsnauðsynjarnirnar? Vissu-
leg er nú hægt að fá landbúnaðar-
afuraðir á góðu verði úr allsnægta-
búri Evrópubandalagsins. Hins veg-
ar eru ýmsar blikur á lofti. Það er
ljóst að draga mun mjög úr niður-
greiðslu bandalagsins á landbúnað-
arvöru á allra næstu árum. Umræð-
an innan bandalagsins snýst mest
um það efni um þessar mundir. í
ljósi þessarar staðreyndar ætti
mestur ljóminn að fara af kaupum
á landbúnaðarvörum á þessum vett-
vangi. Svo er einnig annað, sem
minna er rætt, en mun án efa setja
svip sinn á markað landbúnaðar-
vara innan Evrópubandalagsins á
komandi áratugum. Hin mikla og
ódýra framleiðsla landbúnaðarvara
í Evrópu á undanförnum árum hef-
ur að verulegu leyti byggzt á um-
talsverðri áburðarnotkun. Það hefur
leitt til þess, að gróður jarðar hefur
gefið bændum í þessum ríkjum mun
meira í aðra hönd, en eðlilegt getur
talizt, þegar náttúran er í jafn-
vægi. Afleiðingarnar eru að koma
í ljós og hafa vakið sífellt háværari
kröfur umhverfissinna um samdrtt
í landbúnaðinum að þessu leyti.
Iðnaðar- og útblástursmengun
setur stöðugt dýpri spor á móður
náttúru í Evrópu með alkunnum
áhrifum á skóga og grunnvatn.
Sigurbjörn Sveinsson
„Látum ekki skamm-
sýna stjórnmálamenn,
fulla af lærðri alþjóða-
hyggju o g alda upp í
peningastofnunum er-
lendis, villa okkur sýn.“
Þetta hefur gert framleiðsluna í
rótgrónum landbúnaðarhéruðum
víða ótrygga. Samhliða þessum
umhverfisbreytingum aukast kröf-
ur markaðarins um hreinar og
ómengaðar afurðir.
Einn þeirra þátta, sem haldið
hefur niðri verði á landbúnaðarvöru
á norðurhveli jarðar, er hin gífur-
lega öfluga kornframleiðsla í
Norður-Ameríku. Bandaríkin og
Kanada hafa verið nokkurs konar
kornbanki Vesturlanda. Kornforða-
búr þetta hefur jafnvel verið notað
til að forðast öngþveiti af völdum
hallæris í Rússíá. Því er lítið á loft
haldið, að þessi mikla kornfram-
leiðsla byggist á gífurlega fijósöm-
um jarðvegi í landbúnaðarhéruðum -
Norður-Ameríku sem heimtar minni
áburðarnotkun en ella. Jarðvegur
þessi hefur hins vegar takmarkað
frjómagn og verður ekki þaninn
endalaust. Amerískir bændur eru
langt komnir með að bylta honum
til fulls, þannig að innan einhverra
áratuga verða þeir í sömu sporum
og starfsbræður þeirra víða annars
staðar í veröldinni. Mun þá annað
hvort kornframleiðsla þeirra drag-
ast saman eða þeir veija meiru fé
til að halda uppi söcnu afköstum.
Hvort tveggja mun að sjálfsögðu
hækka heimsmarkaðsverð á korni
og þar með annarri landbúnaðar-
vöru.
011 þau atriði, sem hér hafa ver-
ið nefnd, hníga að því sama. Draga
mun úr framboði á þessum ódýru
lífsnauðsynjum í fyrirsjáanlegi'i
framtíð og verð þeirra hækka.
Vægi matvæla í framfærslu heimil-
anna mun ekki fara stöðugt minnk-
andi eins og það hefur gert undan-
farna áratugi.
Veruleiki framtíðarinnar
Þetta er veruleikinn, sem við
þurfum að horfast í augu við, þegar
okkur er boðið upp á ódýrar erlend-
ar landbúnaðarafurðir í skiptum
fyrir íslenzkar lífsnauðsynjar, sem
tryggja okkur holla og góða nær-
ingu kynslóð fram af kynslóð. Ef
skammtíma hagsmunir verða látnir
ráða mun hömlulaus innflutningur
landbúnaðai-vara leggja íslenzkan
landbúnað í rúst, svipta íslenzka
bændur lífsbjörginni og skilja þjóð-
ina eftir allslausa, þegar að krepp-
ir. Hvaða störf eru þýðingarmeiri
en störf þess fólks, sem yrkir þetta
land og sér okkur fyrir jarðargróða
í stöðugt harðbýlli heimi?
Beitum lögmálum markaðarins í
landbúnaðinum hér á landi og höld-
um þannig úti nauðsynlegri starf-
semi til að þörfum okkar verði full-
nægt á stöðugt hjgkvæmara verði. ■
Látum ekki skammsýna stjórn-
málamenn, fulla af lærðri alþjóða-
hyggju og alda upp í peningastofn-
unum erlendis, villa okkur sýn. Ef
farið verður að þeirra ráðum, munu
komandi kynslóðir alast upp við
nýrra og verra hörmang, en þjóðin
hefur áður kynnzt.
Höfundur er læknir.
Menntaskólinn í Kópavogi:
Kynning á námi
í ferðaþjónustu
FERÐABRAUT Mcnntaskólans í Kópavogi stendur fyrir kynningu á
námi í ferðaþjónustu í skólanum laugardaginn 17. nóvember, kl. 13.
Er kynningin ætluð öllum sem vilja kynna sér þetta efni, s.s. nemum
á framhaldsskóla- eða háskólastigi og fólki sem starfar við ferðaþjón-
ustu og hefur hug á að afla sér frekari menntunar.
í fréttatilkynningu frá skólanum
segir að þess hafi gætt að undanf-
örnu að margir liafi hug á menntun
í ferðaþjónustu, sem er atvinnugrein
í miklum vexti. Því ákvað Mennta-
skólinn í Kópavogi að leggja sitt af
mörkum til að koma upplýsingum
um nám í ferðaþjónustu á framfæri.
A kynningunni mun formaður
Ferðamálaráðs flytja ávarp og því
næst verða fluttar framsöguræður
um atvinnuhorfur í ferðaþjónustu.
Að þeim loknum munu íslenskir skól-
ar kynna það sem þeir hafa að bjóða
og nemendur sem hafa stundað
ferðaþjónustunám við erlenda skóla
sitja fyrir svörum.
Forsjárhyggjan - stóriðjan
og nokkur afleiðingabrot
eftir Guðjón
Tómasson
Rétt upp úr aldamótunum síðustu
barðist hugsjónamaðurinn, heims-
borgarinn og skáldið Einar Bene-
diktsson fyrir því, að vatnsafl lands-
ins yrði virkjað til stóriðjufram-
kvæmda og að íslendingar tækju
með því beinan þátt í iðnbyltingu
heimsins. Einari Benediktssyni var
fullljóst, að ónýtt auðlind bætir
engin lífskjör. Núverandi Búrfells-
virkjun framleiðir aðeins helming
þess afls, sem Einar vildi virkja í
aldarbyijun. Slíkur var stórhugur
og framsýni Einars Benediktssonar.
Draumar Einars rættust ekki, en
blunduðu sem betur fer í hugum
íslenskra fijálshyggjumanna.
Hálfri öld síðar, eða fyrir um
þijátíu árum, tóku fulltrúar
íslenskrar fijálshyggju upp merki
Einars og hófu upp raust gegn ein-
hæfni atvinnulífsins. Skjóta þyrfti
fleiri stoðum undir atvinnulíf og
lífskjör þjóðarinnar, með virkjun
vatnsorkunnar til stóriðju og efling-
ar iðnaðar á íslandi. Stóriðjan fékk
blessun alþingis eftir miklar um-
ræður og efasemdarraddir forsjár-
hyggjunnar. Skipaðar voru sérstak-
ar pólitískar stóriðju- og staðai-vals-
nefndir. Setja þyrfti sérstök lög
með fjölda undanþága og frávikum.
Forsjárhyggjan hafði leikið íslenska
. atvinnulöggjöf þannig, að útilokað
var að bjóða erlendum orkukaup-
endum upp á þau starfskjör. Fram-
kvæmdir hófust, erlendir verktakar
streymdu til landsins með tæki sín
og tól, og að sjálfsögðu einnig á
sérkjörum. Þegar litið er til baka,
- þá finnst mér það undrun sæta,
hvað atvinnuþátttaka íslenskra fyr-
irtækja og starfsmanna var mikil
við byggingu álversins og Búrfells-
virkjunar, með tilliti til aðstöðumun-
arins. Áfram var vatnsorkan virkj-
uð, álverið stækkað og byggð var
járnblendiverksmiðja. Islensk verk-
taka stórefldist, reynsla og tækni-
þekking fluttist inn í landið. Samtök
vinnumarkaðarins hófu baráttu fyr-
ir jöfnun á samkeppnisaðstöðu inn-
lendrar og erlendrar verktöku, bæði
á heirhamarkaði sem og til útflutn-
ings iðnaðarframleiðslu. Þó mikið
hafi áunnist, hefur tregða og van-
traust forsjárhyggjunnar virkað
sem misstrekkt fótahaft á alla eðli-
lega atvinnuuppbyggingu. Haft,
sem eingöngu hefur heft innlenda
atvinnuþróun og rýrt samkeppnis-
hæfni okkar gagnvart erlendum
aðilum. Síðastliðinn áratug hefur
forsjárhyggjan með sínum efasemd-
um, úrtölum og þröngsýni orðið
þess valdandi, að markaðssetning
orku til stóriðju hefur vægast sagt
verið máttlítil. Lagðar hafa verið
fram áætlanir, sem miða áð því að
nýtt stóriðjuver hefji framleiðslu á
árinu 1994, og virkjanaröð löngu
ákveðin. Samningaumleitanir hafa
staðið lengi yfir við ýmsa aðiia og
loks nú liggur fyrir staðfest minnis-
blað til grundvallar samningi. En
ekki er kálið sopið, þó í ausuna sé
komið.
Ástandið þannig á stjórnarheim-
ili forsjárhyggjunnar, að ráðherrar
koma fram í sjónvarpi og lýsa með
forundran, að þeir viti ekki lengur
hver eigi að semja um hvað.
Skoðanakannanir sýna, að meiri-
hluti þjóðarinnar vill aukna stóriðju
og væntir nýs álvers í Flekkuvík,
með mikilli þátttöku íslenskra fyrir-
tækja og starfsmanna við uppbygg-
ingu þess og nauðsynlegra orku-
vera.
Þegar ég fór að velta fyrir mér
möguleikum íslenskra fyrirtækja og
starsfmanna til þátttöku við upp-
byggingu þessara miklu atvinnufyr-
irtækja, þá finnst mér sem forsjár-
byggjan hafi gefið spilin þannig,
að við verðum nú að sjá á eftir flest-
um okkar mannsspilum í tromp-
hunda erlenda verktaka. Skoðum
fyrst stærðir málsins. Fyrirhugað
álver er 120% stærra en álverið í
Straumsvík. í orkuframkvæmdum
þarf að Ijúka við núverandi áfanga
Blönduvirkjunar og stækka bæði
Blönduvirkjun og Búrfellsvirkjun,
byggja Fljótsdalsvirkjun og Nesja-
vallavirkjun, og allt á að vera til-
búið 1994. Þessar framkvæmdir
skiptast í tvo meginþætti. Virkjana-
þátt uppá u þ.b. 3000 gigawatt-
stundir á ári, sem er innlendur
eignaþáttur uppá um 40 til 50 millj-
arða króna og byggingu álvers með
um 200.000 tonna ársframleiðslu
uppá um 40 til 50 milljarða króna,
sem verði eign erlendra orkukaupa.
Skoðum innlenda framkvæmda-
þáttinn aðeins nánar. Framkvæmd-
um við fyrri áfanga Blönduvirkjun-
ar og undirbúningi við Fljótsdals-
virkjun hefur verið frestað svo árum
skiptir. Byggingardeild Landsvirkj-
unar, sem á að hafa yfirumsjón
með virkjunarframkvæmdum, hef-
ur nánast verið rúin öllum mann-
afla. Endapunkturinn, þ.e. dagsetn-
ingin þegar allt á að vera tilbúið
er enn sú sama. Afleiðingarnar
koma mér þannig fyrir sjónir. Búið
er að taka alla öryggisstuðla úr
Guðjón Tómasson
„Það er einlæg von mín,
að samningum um ál-
verið ljúki hið allra
fyrsta o g ríkisstjórn
heimili framkvæmda-
raðilum nú þegar að
hefja nauðsynlegan
undirbúning. Opna
dyrnar fyrir íslensku
atvinnulífi og samtaka-
mætti þess.“
framkvæmdakerfinu. Búið er að
skera möguleika innlendra fyrir-
tækja niður við trog, þar sem nær
enginn tími er til að skipta fram-
kvæmdunum í verkþætti af þeirri
stærð, sem innlend fyrirtæki eða
fyrirtækjasamsteypur ráða við.
Tíminn er hlaupinn frá okkur, og
við blasir alútboð með erlendri verk-
töku í byggingarþætti orkuvera sem
og álvers.
Það er ekki að ástæðulausu, að
íslensk verktakafyrirtæki, eins og
Ellert Skúlason, Hagvirki og fleiri
hafa verið að gerast aðilar að nor-
rænum verktakasamsteypum. Nei,
fyrir þessum framsæknu fyrirtækj-
um vakir aðeins það, að fá og geta
áfram boðið í íslensk framkvæmda-
verk á íslandi.
Með virku og sterku fyrirtækja-
neti gætu íslensk fyrirtæki ef til
vill komið inn sem undirverktakar,
en í því sambandi er tíminn líka
að hlaupa frá okkur. Þessu til árétt-
ingar vil ég nefna eitt lítið dæmi.
Til að ljúka Fljótsdalsvirkjun á til-
settum tíma, þarf starfsemin að
vera komin á fullt skrið á vori kom-
anda. Það þarf vinnubúðir, þangað
þarf rafmagn fyrir vinnubúðir og
jarðborana sem bora eiga göngin,
samtals nærri 10 megawatta orku.
Stjórnvöld hafa enn ekki heimilað
Landsvirkjun mikið annað en að
bjóða út vegarstubb, sem nú er
unnið að.
Vinnubúðir Landsvirkjunar eru
fastar við Blönduvirkjun, og verða
það áfram næstu ár. Tímaskortur-
inn leiðir að líkindum enn einu sinni
til innflutnings vinnubúða.
Víst má telja, að margir íslend-
ingar munu fá vinnu við uppbygg-
inguna hjá erlendum verktökum,
en jafnvíst má teljá að fjöldi útlend-
inganna verður meiri en nokkru
sinni áður. Þessa vissu mína byggi
ég á því, að nú hafa norrænir verk-
takar sýnt þessum framkvæmdum
óvenju mikinn áhuga, og að Norður-
landabúar þurfa ekki atvinnuleyfi á
íslandi.
Það er einlæg von mín, að samn-
ingum um álverið ljúki hið allra
fyrsta og ríkisstjórn heimili fram-
kvæmdaraðilum nú þegar að hefja
nauðsynlegan undirbúning. Opna
dyrnar fyrir íslensku atvinnulífi og
samtakamætti þess. Aðeins þannig
getur það sýnt hvers það er megn-
ugt, þrátt fyrir þröngan stakk að
sniði forsjárheimskunnar.
Höfundur er fyrrv.
framkvæmdasljóri ognú ráðgjafi.