Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 15. NOVEMBER 1990 63 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Enn jafnt hjá Irum og Englendingum ÍRAR halda áfram að ergja Eng- lendinga á knattspyrnuvellin- um. Liðin gerðu jafntefli í HM á Ítalíu í sumar og f gær gerðu liðin jafntefli, 1:1, í 7. riðli Evr- ópukeppni landsliða. Englend- ingar töldu sig eiga sigurinn vísan eftir að David Platt hafði komið þeim yfir í síðari hálf- leik, en varamaðurinn Tony Cascarino jafnaði fyrir íra tólf mínútum fyrir leikslok. Irar, sem hafa leíkið 22 leiki í röð á heimavelli án taps, sóttu mun meira og hefðu líklega átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Þeir fengu svo tvö góð færi í viðbót og Mick McCarthy var nálægt því að skora af 50 metra færi, er vindur- inn breytti stefnu boltans. En Eng- lendingar gerðu fyrsta markið, á 67. mínútu. Platt skoraði af stuttu 1. RIÐILL Prag: Tékkóslóvakía - Spánn...............3:2 Vaclav Danek (17., 69.), Lubomir Moravcik (77.) - Roberto (30.), Carlos (55.) Áhorfend- ur: 35.000 Staðan: Frakkland................2 2 0 0 4:2 4 Tékkóslóvakía............3 2 0 1 5:4 4 Spánn....................2 1 0 1 4:4 2 ísland...................4 1 0 3 4:5 2 Albanía..................1 0 0 1 0:2 0 BNæsti leikur:Albanía - Frakkland, 17. nóvember. 2. RIÐILL Sofia: Búlgaría - Skotland.................1:1 Nikolai Todorov (76.) - Ally McCoist (9.) Áhorfendur: 42.000. Serravalle: San Marínó - Sviss..................0:4 - Alain Sutter (8.), Stephane Chapuisat (26.), Adrian Knup (43.), Frederic Chassot (85.) Áhorfendur: 931. Staðan: Skotland.................3 2 1 0 5:3 5 Sviss.................. 3 2 0 1 7:2 4 Búlgaría.................3 111 4:3 3 Rúmenía..................2 0 0 2 1:5 0 San Marínó...............1 0 0 1 0:4 0 BNæsti leikur: Rúmenía - San Marínó 5. desember. 3. RIÐILL Nikosía: Kýpur - Noregur.....................0:3 Göran Sörloth (40.), Lars Bohinen (47.), Sverre Brandhaug (63.) Áhorfendur: 3.000. Staðan: Ungveqaland..............3 1 2 0 5:3 4 Sovétríkin...............2 110 2:0 3 Noregur..................3 1 1 1 3:2 3 Ítalía...................2 0 2 0 1:1 2 Kýpur.................. 2 0 0 2 2:7 0 BNæsti !eikur:Kýpur - ítalia 22. desember. 4. RIÐILL Kaupmannahöfn: Danmörk - Júgóslavía................0:2 - Mehmed Bazdarevic (77.), Robert Jami (84.) Áhorfendur: 39.700. Staðan: Júgóslavía...............3 3 0 0 8:1 6 Danmörk..................3 1 1 1 5:4 3 Færeyjar.................2 1 0 1 2:4 2 Norðurfrland.............3 0 2 1 1:3 2 Austurríki...............3 0 1 2 1:5 1 ■Næsti leikur:Júgóslavía - Norður írland 27. mars. Vín: Austurríki - N-írland...........r...0:0 Áhorfendur: 7.000. 5. RIÐILL Luxembourg: Luxembourg - Wales..................0:1 - Ian Rush (15.) Áhorfendur: 7.000. Staðan: Wales....................2 2 0 0 4:1 4 V-Þýskaland..............1 1 0 0 3:2 2 Luxembourg...............2 0 0 2 2:4 0 Belgía...................1 0 0 1 1:3 0 ■Næsti leikur:Belgía - Luxembourg 27. febrúar. 7. RIÐILL Dublin: írland - England...................1:1 Tony Cascarino (79.) - David Platt (67.) Áhorfendur: 46.000 Istanbúl: Tyrkland - Pólland.................0:1 - Dariusz Dziekanowski (36.) Ahorfendur: 30.000. Staðan írland...................2 1 1 0 6:1 3 England..........-......2 1 1 0 3:1 3 Pólland.................2 1 0 1 1:2 2 Tyrkland..............•••■2 0 0 2 0:6 0 ■Næsti leikur:England - írland 27. mars. færi, eftir að Gary Lineker hafði misst af sendingu frá Lee Dixon, Tony Cascarino jafnaði svofyrir íra með föstum skalla eftir góða send- ingu frá Steve Staunton. Dýrmætur sigur Tékka Tékkar náðu dýrmætum stigum er þeir sigruðu Spánverja 3:2 í Prag í 1. riðli — .sem íslendingar eru í sem kunnugt er. Lubomir Moravcik gerði sigurmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok, eftir að boltinn hafði farið í stöng spænska marksins. Vaclav Danek kom Tékkum yfir en mörk frá Robert og Carlos sneru taflinu við. Vaclav náði svo að jafna á 69. mínútu. Jafnt í Sófíu Skotar náðu stigi af sterku liði Búlgara í Sófíu. Ally McCoist kom Skotum yfír og þeir héldu foryst- unni allt þartil 14 mínútur voru til leiksloka er skot Todorovs, breytti stefnu af varnarmanni og fór í net- ið. „Ég er mjög sáttur við jafntefli. Það er erfitt að leika hér og lið Búigara er snöggt og hættulegt," sagði Andy Roxburgh. Jafnt í Vín Austurríkismenn, sem voni í lokakeppni HM í sumar, gerðu markalaust jafntefli á heimavelli gegn Norður-írum í Vín í 4. riðli. Þetta var fyrsta stig Austurríkis í þremur leikjum en liðið hafði áður tapað fyrir Júgóslövum og Færey- ingum. Völlurinn í Vín tekur um 80.000 áhorfendur í sæti og þeir 7.000 áhorfendur sem mættu gátu teygt vel úr sér. Liðin eru á botni riðilsins og eiga nánast enga mögu- leika á að komast áfram. David Platt. Reuter Reuter Lubomir Moravcik gerði sigurmark Tékka gegn Spánveijum. Hér liggur hann fyrir fótum Martin Vazquez í baráttu um boltann. Júgóslavar óslöðvandi Sigruðu Dani í Kaupmannahöfn og eru með fullt hús JÚGÓSLAVAR eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í 4. riðli. Þeir sigruðu Dani í gær, 2:0, á Idrætsparken og virðist fátt geta komið í veg fyrir að þeir nái í lokakeppnina í Svíþjóð. Danir eiga hinsvegar litla möguleika, hafa aðeins náð þremur stigum úr jafn mörgum leikjum. Mehmed Bazdarevic og Robert Jarni gerðu mörk Júgóslava á síðasta stundarfjórðungnum en þeir sóttu af krafti allan leikinn. Júgöslavar tóku fljótléga völdin á Idrætsparken, léku stífan sóknar- leik og voru mun betri. Þeim tókst þó ekki að brjóta niður sterka vörn Dana fyrr en á síðustu 15 mín. Það vekur óneitanlega athygli hve vel Júgóslavar léku því í lið þeirra vantaði þann frábæra Drag- an Stojkovic, miðvallarleikmann frá Marseille í Frakklandi, sem er meiddur, einnig Robert Prosinecki, sem líka leikur á miðjunni, og fram- herjann Dejan Savicevic. Þá varð framherjinn Darko Pancev að fara af velli eftir aðeins ellefu mín. vegna meiðsla. Hann hefur leikið mjög vel að undanförnu; gerði m.a. þrjú mörk í leiknum gegn Austurríki á dögunum. Það voru aðeins Brian Laudrup og Jan B.artram sem léku af eðli- legri getu í danska liðinu, en það dugði skammt. Danmörk: Petei* Schmeichel, Lai-s Olsen, Kent Nielsen, John Sivebaek, Jan Heintze, Kim Vilfort, Jan Bartram, Jan Mölby (Lai-s Elsthip 72.), Michael Laudrup, Flemming Povlsen (John Jensen 46.), Brian Laudrup, Júgóslavía: Tomislav Ivkovic, Zoran Vulic, Predrag Spasic, Srecko Katanec, Faruk Hadzi- begic, Davor Jozic, Robert Jami, Safet Susic Darko Pancev (Zvonimir Boban 11)., Mehmed Bazdarevic, Zlatko Viyovic (Ilija Najdoski 89) Ian Rush gerði sigurmark Wales gegn Luxemburg á 15. mínútu Þremur mínútum áður hafði Clayt on Blackmore verið vísað af lei kvelli fyrir Ijótt brot. Walesverjum náðu að halda forystunni og eru nú efstir í riðlinum með fjögur stig úr tveimur leikjum. íném FOLK • VALDIMAR Grímsson hefur ekkert getað æft með Val í vik- unni, eftir að hafa lent utan vega á.bifreið sinni. Hann skarst illa fyr- ir ofan og neðan hægra auga og þurfti að sauma rúmlega 20 spor. Hann lék þó með Val gegn IR í gærkvöldi og var einn besti maður liðsins. Guðjón L. Signrðsson og Há- kon Sigurjónsson, hinir nýju al- þjóðadómarar í handknattleik, dæmdu leik Stjörnunnar og Hauka í gær. Þetta var fyrsti leik- ur þeirra með merki alþjóða hand- knattleikssambandsins (IHF) í banninum. Þeir félagar dæmdu af mikilli röggsemi og stóðu sig vel. GUNNAR Beinteinsson, leik- maður FH sem meiddist í Evrópu- leiknum gegn tyrkneska liðinu ETI, sat á varamannabekknum hjá FH í gær og kom ekki inná. Auk hans eru þeir Óskar Armannsson og Jón Erling Ragnarsson meidd- ir. ■ EINN áhnngenda FH, sem var á leiknum gegn Fram í Laugar- dalshöll í gærkvöldi, kom askvað- andi til Þorbergs Aðalsteinssonar eftir leikinn og spurði hvort það væri leyfilegt að landsliðsþjálfari væri með félagslið. Þorbergur bað hann að halda sig á mottunni og lesa reglur HSÍ. ■ SIGURÐUR Bjarnason úr Stjörnunni var úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSI á þriðjudagskvöld._ Hann tekur út leikbannið gegn IR á laugardaginn. ■ ÓLAFUR H. Ólafsson, glímu- kappi úr KR, hefur verið útnefndur Glímumaður ársins 1990 hjá Glímusambandi Islands. Jóhann Sveinbjörnsson úr HSK var út- nefndur efnilegasti glímumaðurinn. ■ ANDREJ Jerina, Júgóslavinn sem lék með ÍBV sl. sumar, hefur ákveðið að leika með liðinu næsta sumar. Jerina leikur nú með liði í Júgóslavíu. en kemur til Eyja í vor. Nökkvi Sveinsson, sem lék með 2. flokki Fram síðasta tíma- bil, hefur gengið til liðs við IBV. ■ PÁLL Guðiaugsson, landsliðs- þjálfari Færeyja, var meðal áhorf- enda á leik Dana og Júgóslava. Hann heldur í dag til V-Þýska- lands, þar sem hann verður hjá Werder Bremen í viku tíma. ■ PHOENIX fær ekki úrslitaieik NFL-deildarinnar, Super Bowl, 1993 eins og borginni hafði verið lofað. í atkvæðagreiðslu í fylkinu, Arizona, fyrir Frá Gunnari skömmu var ákveðið Valgeirssyni i að gefa ekki frí á Bandaríkjunum Martin Luther King-deginum eins og gert er í flestum fylkjum Banda- ríkjanna í minningu blökkumanna- leiðtogans. Vegna þess hve margir blökkumenn leika í deildinni þótti ekki við hæfi að halda úrslitaleikinn í borginni. Búist er við að Phoenix missi þannig af a.m.k. hálfum millj- arði dollara. Þess má geta að NBA- deildin hefur ákveðið að halda ekki Stjörnuleik í Phoenix fyrr en Mart- in Luther King dagurinn verður aftur almennur frídagur í borginni. ■ MEISTARARNIR í NFL-deild- inni, San Francisco 49ers, hafa sigrað í öllum leikjum sínum. New York Giants er einnig með fullt hús eftir tíu umferðir. ÚRSLIT Handknattleikur Tveir leikir fóru fram í 1 handboltans í gærkvöldi. hér segir: . deild spænska Úi-slit voru sem .....L. 22:18 Teka - Tres de Mayo ■Kristján Arason lék ekki með Teka vegna raeiðsla. Bikarkeppni kvenna: UMFG - IBK 12:23 Víkingur-b - FH 19:27 Selfoss - Fram 12:30 Haukar - Grðtta 9:17 2. deild kvenna: Ármann - KR 13:14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.