Morgunblaðið - 15.11.1990, Side 15

Morgunblaðið - 15.11.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 15 Endurtekningar Myndlist Bragi Ásgeirsson í homherberginu bjarta í klæðaverslun Sævars Karls Óla- sonar sýnir um þessar mundir og fram til 16. nóvember Snorri F. Hilmarsson nokkrar myndaraðir í málmgrafík. Ekki hefur mikið farið fyrir Snorra á sýningarvettvangi, en hann mun hafa lokið námi í leik- myndagerð í Englandi og tekið þátt í nokkmm samsýningum. Um myndir sínar segir lista- maðurinn: „Hver þessara mynda er lítið ævintýri um náttúruna, þá náttúru sem býr í manninum sjálfum og hann sjálfur býr í. Þær vísa til náttúrasasgna á borð við álfasögur, tröllasögur og goð- sagnir, þar sem maður og náttúra eru ein lifandi heild. Þetta er einfaldur en margræð- ur veruleikinn á milli eyrna, á bak við augu.“ Með þessum fáu en vel völdu orðum skilgreinir Snorri mynd- heim sinn og auðveldar skoðand- anum að meðtaka hann og átta sig á því hvað listamaðurinn er að fara. Þetta eru annars níu myndir o g allar endurtekur Snorri í mörg- um eintökum, en ber mismikið af þrykksvertu á hverja mynd fyrir sig. Með þessum leik gerir hann Snorri F. Hilmarsson sýninguna mun áhugaverðari og hrærir upp í hugarflugi skoðand- ans og er ég alls ekki viss um að sýningin hefði verið jafn hressileg ef hver mynd hefði verið stök á veggjunum. Fyrir ýmsa hluti komu þessar myndir mér á óvart því þetta eru um margt mun þróaðri vinnu- brögð en maður sér iðulega frá hendi reyndari myndlistarmanna í núlistum, en vinnubrögðin og hugsunin að baki virðast skyldust slíkum. Myndimar, sem eru allar í svart/hvítu, hafa yfir sér mjúkan og þekkilegan blæ og grafískt eðli þeirra kemst vel til skila. Það er nefnilega auðséð að Snorri hefur tilfinningu fyrir miðli sínum og að honum liggur ýmis- legt á hjarta, sem vill þrengja sér fram. ABALONE ABALONE ABALONE ABALONE Mú er hann þrefaldur i.. urf 09 - ROttur Sk«99arB Það hafa margir beðið eftir þessari fyrstu breiðskífu Langa Sela og Skugganna. Með tólftommunum tveimur, sem hljómsveitin hefur sent frá sér, hafa þeir félagar náð að festa sig rækilega í sessi. Breska skilgreiningin „cult-band" á vel við , - , Rottur og kettir um Langa Sela og Skuggana. - piata og geisiadiskur (sem inniheldur alla gömlu smeiiina í bónus), útgáfa fimmtudaginn 15. nóvember. papav Tröllaukin tákn Papar frá Vestmannaeyjum hafa nú starfað í fjögur ár. Hinir fjölmörgu aðdáendur þeirra hafa beðið eftir þessari plötu „alveg stífir". Frá því að bjórinn kom hafa Paparnir nánast verið húshljómsveit á hinni vinsælu krá Rauða Ljóninu og kannast eflaust margir við þá þaðan. Þar hafa þeir haldið uppi fjöri með írskum blæ og er sá blær í hávegum hafður á plötunni. Tröllaukin tákn - plata, kassetta og geisladiskur, útgáfa fimmtudaginn 15. nóvember. poss* T©fra«*» a„,-.nn frá Dúóið Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson bættu svo sannarlega skrautfjöður í hattinn, þegar þeir fengu Ijóðskáldið og fréttahaukinn Sigmund Erni Rúnarsson' til liðs við sig, en hann semur öll Ijóðin á plötunni. Possibillies lokuðu sig inni í hljóðveri [ sex mánuði við gerð þessarar plötu. Óhætt er að fullyrða að drengirnir hafi uppskorið eins og til var sáð, enda er platan ein sú vandaðasta sem gerð hefur verið hérlendis. Auk hinnar sígildu „IKEA" raddar Jóns Ólafssonar má heyra nokkra af okkar bestu söngvurum hefja upp raust sína. Þeir eru: Stefán Hilmarsson, Sigurður Bjóla, Hanna Steina og söngvararnir úr Ný Dönsk, Björn Jr. Friðbjörnsson og Daníel Haraldsson. IWIunið póstkröfusímann 680685 Töframaðurinn frá Ríga - plata, kassetta og geisladiskur, útgáfa föstudaginn 16. nóvember. POPPLÍNAN S • K • I • F • A • N SKEIFUNNI 17. HEILDSÖLUDREIFING SÍMI 600940 •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.