Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 25 ekki á að skapast algjört öngþveiti í greininni. Það þarf að ná víðtæku samkomulagi um verkaskiptingu og samvinnu allra sem hér eiga hlut að máli. Skammtímasjónarmið verða að víkja fyrir langtímastefnu- mörkun þar sem öll spil eru lögð á borðið og rætt saman í hreinskilni og ekkert dregið undan. Þegar á heildina er litið fara hagsmunir okkar saman hvar sem við stöndum. íslensk ferðaþjónusta á annað og betra skilið en að molna niður í höndunum á útlendum sjó- ræningjum. íslensk ferðaþjónusta má heldur ekki við því að innlendir ferðaaðilar séu að rífa hver annan niður eins og örlað hefur á í ein- staka tilvikum. Það lifir enginn af án annars, heildarímynd þjón- ustunnar er í veði. Slæmur orðstír eins getur skaðað alla. Ein ferð er skipulögð af mörgum aðilum og allt þarf að standast. Það hefur heyrst að til séu þeir sem falið er að sinna erlendum við- skiptavinum og fyrr en varir eru þeir hinu sömu búnir að yfirtaka viðskiptin. Einnig hefur borið á því að hliðrað sé til fyrir viðskiptum með því að sleppa þeirri þjónustú sem aðrir sinna, s.s. leiðsögumönn- um og fleirum. Undirboð tíðkast einnig til dæmis meðal útgerðarað- ila fólksflutningabíla. Samráð milli ferðaskrifstofa er lítið sem ekkert og getur það skapað óæskilegt álag á tjaldstæðum á hálendinu og víðar. Hagsmunir okkar eru í veði. íslensk ferðaþjónusta er ung og enn í mótun. Smávægileg slys eru óhjákvæmileg og mega vera víti til varnaðar. En það er ekki seinna vænna að setjast niður og ná tökum á greininni í heild þannig að við missum ekki þessa dýrmætu og gjöfulu auðlind úr höndum okkar. I versta falli gefum við allt fijálst og hér skapast algjör ringulreið sem enginn sér fyrir endann á. Látum slíkt ekki gerast. Tökum höndum saman og sinnum okkar erlendu gestum eins vel og hægt er. Sjáum sjálf um að kynna ísland fyrir útlendingum og bjóðum þeim aðeins upp á það besta, nefnilega þá þjónustu sem við höfum þróað sjálf. Sendum alla þá, sem hingað koma, ánægða heim, það er okkar hlutverk og víð ráðum vel við það. Höfundur er leiðsögumaður. Frumvarp um tekjutengingu ellilífeyris: Höggvið að rótum lí feyriskerfisins - segir í ályktun framkvæmdastj órnar VSI FRAMKVÆMDASTJÓRN Vinnuveitendasambands íslands sam- þykkti á síðasta fundi sínum í fyrri viku ályktun, þar sem harðlega er mótmælt þeim áformum að tekjutengja ellilífeyri almannatrygg- inga þannig að greiðslur úr lífeyrissjóðum skerði almennan ellil- ífeyri. Með lögfestingu þessa, segir framkvæmdastjórnin að höggvið sé að rótum lífeyriskerfisins. Framkvæmdastjórnin lýsir í ályktun sinni fyllsta stuðningi við þau sjónarmið sem koma fram í séráliti fulltrúa ASÍ og VSÍ í nefnd sem vann tillögurí um frumvarp heilbrigðisráðherra um almanna- tryggingalöggjöfina. Áréttað er sérstaklega, að komi til tekjuteng- ingar almennra ellilífeyrisgreiðslna sé höggvið að rótum lífeyriskerfis- ins. „Tillögur fultrúa ríkisstjórnar- flokkanna miða að þríþættri tekju- tengingu bóta almannatrygginga, en sú breyting veldur því að hagur launafólks af sparnaði í lífeyrissjóð- um verður næsta rýr. Verður með engu móti séð hvern veg skyldu- sparnaði til lífeyrissjóða verður haldið uppi ef ávinningur af rétt- indamyndun á þeim vettvangi er jafnharðan skertur með margþættri tekjutengingu á vettvangi almanna- tryggingakerfisins," segir í álykt- uninni. Þá segir að framkvæmdastjórn VSÍ líti svo á að lögfesting framan- greindra tillagna feli í sér stefnu- breytingu stjórnvalda að því er varðar afstöðu til lífeyrissjóða og skyldutryggingar í þeim. „Ávinn- ingur að þátttöku í lífeyrissjóðum er að sönnu verulega skertur sam- kvæmt gildandi löggjöf og yrði enn- þá minni ef af samþykkt þessa frumvarps verður. Forsendur fyrir skyldutryggingu lífeyrisréttinda væru þá í reynd fallnar. Með vísan til þessa varar framkvæmdastjórnin eindregið við samþykkt margnefnds frumvarps um tekjutengingu elli- lífeyrisgreiðslna.“ Ályktunin var send þingflokkum allra flokka. KX-T 2365 E - Kr. 10.849 stgr. Skjásími sem sýnir klukku, símanúmer sem valið er, tímalengd símtals. Handfrjáls notkun — 28 hraðvalsminni — Endurhringir sjálfkrafa 4 sinnum — Hægt að setja símanúmer í skamm- tíma endurvalsminni — Hægt að geyma viðmælanda — Tónval — Stillanleg hringing — Hægt að setja símanúmer í minni á meðan talað er — Veggfesting. KX-T 2386 BE - Kr. 12.332 stgr. Sími með símsvara - Ljós í takkaborði — Útfarandi skila- boð upp í 'h mín. — Hvert móttekið skilaboð getur verið upp í Vh mín. — Hátalari — Lesa má inn eigin minnis- atriði — Gefur til kynna að 15 skilaboð hafa verið lesin inn — Hægt að ákveða hvort símsvarinn svari á 3 eða 5 hringingu — Tónval — 15 minni, þar af 3 númer fyrir hraðval — Endurhringing — Hægt að geyma viðmælanda — Stillanleg hringing — Hljóðstillir fyrir hátalara — Veggfesting. 2322 E / KX-T 2342 E Kr. 5.680 stgr. Kr. 7.400 stgr. KX-T 2342 E handfrjáls notkun — KX-T 2322 E hálf- handfrjáls notkun — 26 númera minni, þar af 6 númer fyrir hraðval — Endurhringing — Hægt er að setja síðast valda númer í geymslu til endurhringingar, einnig er hægt að setja símanúmer í skammtíma minni á meðan talað er. — Tónval/púlsval — Hljóðstillir fyrir hátalara — 3 still- ingar fyrir hringingu — Veggfesting. HF Laugavegi 170-174 Simi 695500 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN SÍMI 689212 Fyrir hina vandlátu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.