Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 52
8ð 52 oeei aaaMávöK .s i auoAauTMMia eiQAjanuDHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 Kristín S. Jóhannes dóttir - Minning Fædd 7. ágúst 1937 Dáin 7. nóvember 1990 I dag kveðjum við Kristínu Sal- björgu Jóhannesdóttur, en svo hét hún fullu nafni, en var ávallt kölluð Stína. Hún fæddist þann 7. ágúst 1937 á Fomakrossnesi í Eyrarsveit og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, þeim Skúlínu Hlíf Guð- mundsdóttur og Jóhannesi 0. Þor- grímssyni kennara ásamt þremur systkinum sínum. Ég kynntist Stínu .fyrir þrjátíu árum er hún giftist frænda mínum, Birni Benedikts- syni, en þau gengu í hjónaband þann 2. desember 1961 og keyptu sér íbúð fyrst í Efstasundi og síðar í Skipasundi 50 þar sém þau hafa búið síðan. Þau eignuðust einn son, Agnar, sem nú er tölvunarfræðingur hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar. Þessi fjölskylda lifði farsælu lífi og var mjög sam- hent. Stína lét sér ákaflega annt um þá feðga og hugsaði um heimil- ið af alúð og kostgæfni. Sonurinn var hennar augasteinn og hann galt henni það með nærgætni og dugnaði í námi og starfi. Þær minn- ingar sem efstar eru í huga mér um Stínu er það hve sanntrúuð hún var. Hún treysti á Guð sinn og lét sér annt um alla þá er áttu í ein- hveijum erfiðleikum. Hún var bæn- heit kona sem margir leituðu til er áttu um sárt að binda. Stína var vel gefin og mjög vel_ skáldmælt en hún flíkaði því ekki. í ljóðum henn- ar fór saman næmni á rími og íslenskri tungu ásamt húmor er hún átti í svo ríkum mæli. Hún var ætíð glaðsinna og kom flestum í gott skap er hún umgekkst. Þeir feðgar hafa misst traustan förunaut og votta ég þeim innilega samúð. Ég vil að leiðarlokum þakka þær ánægjustundir er ég og mitt fólk áttum með Stínu og fyrir þann styrk er hún gat veitt á erfiðum stundum. Bið ég þess að hún megi ganga á guðs vegum. Guð blessi minningu hennar. Ástvinir eftir standa en eiga nú dýran sjóð í minriing sem mildar vanda og muna hvað þú varst góð. (Ljóð K.S.J.) Björgvin Björnsson Kristín Salbjörg Jóhannesdóttir húsfreyja í Reykjavík andaðist 7. nóvember, aðeins 53 ára að aldri. Hún var fædd í Krossnesi í Grund- arfirði 7. ágúst 1937, dóttir hjón- anna Skúlínu Hlífar Guðmundsdótt- ur (f. 1898, d. 1986) og Jóhannesar Þorgrímssonar (f. 1900, d. 1975), sem þar bjuggu, en Jóhannes stund- aði auk búskapar barnakennslu í Grundarfirði. Foreldrar Skúlínu voru Guðmundur Skúlason útvegs- bóndi í Krossnesi og Guðrún Kristín Jóhannesdóttir, en foreldrar Jó- hannesar voru Þorgrímur Helgason og Salbjörg Jónsdóttir, sem bjuggu á Miklhóli í Viðvíkursveit. Kristín Salbjörg var þannig af breiðfirzku kyni í aðra ættina en norðlenzku í hina. Sjálf var hún ættfróð og fylgd- ist vel með ættingjum sínum í báð- um ættum, þó að þeir væru í fjar- lægð. Kristín Salbjörg var yngst fjög- urra systkina, en hin eldri eru: Arn- ór, starfsmaður á Keflavíkurflug- velli og búsettur í Njarðvík, Guð- mundur, vélstjóri í Grundarfirði, kvæntur Jóhönnu Pálmadóttur, og Guðrún Kristín, húsfreyja í Reykjavík. Æskuár sín átti Kristín Salbjörg við hinn „fagurbláa" Grundarfjörð, sem faðir hennar orti svo vel um. Um tvítugt fluttist hún suður á land og var um tíma hjá Arnóri bróður sínum í Njarðvík, en fluttist síðan til Reykjavíkur til náms og starfa og bjó þar síðan. Þar giftist hún eftirlifandi eigin- manni sínum, Bimi Benediktssyni bifreiðastjóra, ættuðum úr Húna- þingi. Þau áttu einn son, Agnar, sem lokið hefur prófi í töivunar- fræði frá Háskóla íslands og starf- ar við þau fræði. Minningar mínar um Stínu, eins og hún var alltaf kölluð, eru frá árunum í kringum 1945-1950, en þá fór ég nokkur sumur til stuttrar dvalar hjá frændfólki mínu í Kross- nesi, Skúlínu, Jóhannesi og börnum þeirra. Á þeim tíma var langur og strangur vegur úr Reykjavík vestur í Grundarfjörð og ýmsir voru orðnir æði slappir þegar komið var í Graf- ames eins og þorpið í Grundarfirði var þá nefnt. En ferðinni var ekki lokið, því að í Nesinu þurfti að stíga á hestbak og fara ríðandi út í Kross- nes. En þar voru líka ferðaþrautir á enda, því að gestum var vel fagn- að á Tóftum, en svo nefndu ná- grannar gjarnan hús þeirra Skúlínu og Jóhannesar, sem annars hét Forna-Krossnes og var hluti af Krossnesjörðunni. Þegar kaupstaðarbarnið var búið að jafna sig eftir ferðavolkið, var það gjarnan yngsta barnið á bæn- um, hún Stína, sem tók að sér að sýna gestinum það sem helzt var um að vera og hvað hafast mætti að þennan ög þennan daginn. Og sveitalífið var fjölbreytt og krakk- arnir höfðu nóg að sýsla í kringum skepnur, við heyskapinn, við veiði í vatninu eða þá inni við, ef „sunn- anófæra" skall á. Þá þurfti Stlna líka að spyija margs um það sem væri að gerast fyrir sunnan og gest- urinn reyndi að leysa úr því. Þó að Stína væri ekki heilsu- hraust a.m.k. á barnsárum, kom það ekki niður á lífsgleði hennar og lífslöngun. Hún var alltaf tilbúin í hvers konar leiki og fjör. Stína var dýravinur hinn mesti og mér finnst’ einhvern veginn sem hún skildi dýramál og gæti talað við húsdýr heimilisins, en þeim sinnti hún af alúð. En mestum tíma sínum varði hún til bóklesturs og var snemma betur að sér en flestir jafn- aldrar hennar í allri bókarmennt. Því miður átti hún, eins og margir sveitaunglingar á þeim tíma,-þess ekki kost að afla sér skólamenntun- ar, eftir að barnaskóla lauk, en bóklestur stundaði hún af kappi alla ævi og var bæði vel ritfær og skáldmælt. Leiðir-okkar Stínu lágu ekki mik- ið saman síðustu áratugina, en þá sjaldan við hittumst barst talið gjarnan að sameiginlegum minn- ingum frá þessum löngu liðnum dögum, þegar „svanirnir sungu og sólin gyllti æginn, töfrandi tungu á tjörninni við bæinn“ eins og einu sinni var ort um náttúrufegurð við Krossnesvatn. Þeirra daga er gott að minnast. I lok þessara fáu kveðjuorða vil ég votta þeim Birni og Agnari sam- úð mína við fráfall eiginkonu og móður. Blessuð veri minning Kristínar Salbjargar Jóhannesdótt- ur frá Krossnesi. Heimir Þorleifsson Fölnar sú jurt sem fegurst er. Ég man er fundum okkar Kristínar bar fyrst saman. Það var fagran stilltan haustdag I september 1959, við skólasetningu Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Eg kom þar öllum ókunnug, tók þá eftir lágvaxinni, glaðlegri, dökkhærðri stúlku, sem kom inn og spurði hvort sætið við hliðina á mér væri upptekið, og hvort hún mætti setjast þar. Eftir skólasetninguna tókum við tal sam- an, sem leiddi til þess að við urðum samferða niður í bæ. Daginn eftir var ég svo heppin að draga sama númer og hún, þannig að við kom- um til með að vinna saman í skólan- um. Næstum alltaf urðum við sam- ferða úr skólanum á leið niður í bæ, oft heim til hennar, þar sem við saumuðum í og spjölluðum saman, en hún var mjög dugleg að sauma í og pijóna. Ég fann fljótt að við Kristín áttum mörg sameiginleg áhugamál, sem við gátum rætt um. Báðar vorum við fæddar og aldar upp í sveit við svipuð lífsskilyrði og skoðanir. Það var alltaf jafn gott a’ð ræða við Kristínu, hvort sem var á alvarlegum stundum, eða gleði- legum. Hún var mjög trúuð, en hafði líka næmt auga fyrir hinu skoplega í lífinu. Skáld var hún gott, orti hún erfiljóð, afmælis- kveðjur og tækifærisvísur ýmsar. Oft fór ég líka til hennar, að láta hana spá í spil, eða ráða drauma, því hún hafði góða hæfileika í dul- rænum efnum. Á erfiðleikastundurn mínum leitaði ég til hennar, því hún hafði einstaka hæfileika og skilning til að ráða fram úr ýmsum vanda- málum og ræða málin frá mörgum sjónarmiðum. En nú er hún horfin alltof fljótt, eftir er tómarúm sem erfítt er að fylla. Eftirlifandi eigin- manni hennar, Birni Benediktssyni, og syninum Agnari votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Handtakið slitnar, sem þakkaði kynni samvistjr allar og síðasta fund. Sálimar tengjast við tillitið hinsta taug, sem að slítur ei fjarlægðin blá. Brenna í hjartnanna helgidóm innsta hugljúfar minningar samvemstundum frá. (Erla - Hélublóm.) Sigríður H. Þórarinsdóttir t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN FINNBOGADÓTTIR, Langholtsvegi 202, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 13. nóvember. Árni Hrólfsson, Halla Reynisdóttir, Sumarliði Hrólfsson, Ásta Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN GÍSLASON frá Ytra-Skógarnesi, lést 13. nóvember í St. Franciskuspítala, Stykkishólmi. Gísli Kristjánsson, Anna Kristjánsdóttir, Bjarni Sveinbjörnsson, Gunnlaugur Kristjánsson, Maria Guðmundsdóttir, Hörður Kristjánsson, Birna Lárusdóttir og barnabörn. t EIRÍKUR ÓLI DIÐRIKSSON, áður Laugarnesvegi 62, Reykjavík, lést á Hrafnistu 13. nóvember. Bergljót Ólafsdóttir, Guðrún S. Woloszyk, Norbert F. Woloszyk, Jóna S. Óladóttir, Árni Jónsson, Sævar Karl Ólason, Erla Þórarinsdóttir, Bergljót V. Óladóttir, Gústaf Edilonsson, Sigurður Ólason, Helga Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Erfídrykkjur í hlýlegu og notalegu umhverfí Við höfum um árabil tekið að okkur að sjá um erfidrykkjur fyrir allt að 300 manns. I boði eru snittur með margvíslegu áleggi, brauðtertur, flatbrauð með hangikjöti, heitur eplaréttur með rjóma, rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marsípantertur, rjómatertur, formkökur, 2 tegundir o.fl. Með virðingu, FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIDIR REYKJAVlKURFLUGVELLI. 10 1 RÍYKJAVlK SlMI: 9 1-2 2 3 2 2 t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INDLAUG BJÖRNSDÓTTIR frá Gerði, sem lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 9. nóvember, verður jarð- sungin í Landakirkju laugardaginn 17. nóvember kl. 14.00. Svanur Jónsson, Ingibjörg Þórðardóttir, Hallbera Jónsdóttir, Hilmar Hannesson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, FRIÐRIKA SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR, Hraunbæ 5, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 19. nóvember kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Ari Jósefsson, Kristin Aradóttir, Guðmann Sigurbjörnsson, Ómar K. Arason, Áslaug Pétursdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, PÁLÍNA GUÐRÚN STEINSDÓTTIR, Langholtsvegi 141, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Kristín Hjörvar, Ingibjörg Karlsdóttir, Jens G. Jónsson, —— Pálína Guðrún Karlsdóttir, Sigurður Daníelsson, Sigrid Karlsdóttir, Garðar Sigurðsson, Steina Haraldsdóttir Williams, James T. Williams og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, Holtsgötu 32, Njarðvík, verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 16. nóvem- ber kl. 14.00. Óskar Jónsson, Friðþjófur V. Óskarsson, Helga Óskarsdóttir, Ásgeir Ólafsson, Stella Óskarsdóttir, Guðmundur Sigurjónsson, Sigþór Óskarsson, Hjördís Lúðvíksdóttir, og barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.